Færsluflokkur: Íþróttir

Gleðiræða Óla Stef

ÓliStef Orðtakið að vera "ölvaður af gleði" fékk í fyrsta skipti merkingu í mínum huga þegar ég sá sjónvarpsviðtalið við Ólaf Stefánsson eftir sigur íslenska handboltalandliðsins á Pólverjum í gær. Því miður finn ég ekki tengil á sjálft viðtalið, en á visi.is má sjá þessa uppskrift af því.

Ólafur var í gleðivímu - hann var virkilega hátt uppi þegar fréttamaðurinn greip hann. Endorfínið fossaði um æðarnar á honum og samtalið var eftir því: Torskilin, samhengislaus gleðiræða ... sumpart um heimspeki. Tounge 

Þegar ég hinsvegar les viðtalið á blaði, skil ég mun betur hvað Ólafur er að fara. Og það gleður mig að einmitt þessar hugsanir skuli hafa verið honum efst í huga á þessari stundu - segi það satt: Þetta er alveg ný hlið á karlmennskuímyndinni sem keppnisíþróttirnar skapa. Jákvæð mynd - að vísu svolítið sundurlaus í framsetningunni á þeirri stundu sem orðin flæddu fram, en engu að síður virðingarverð.

Sömuleiðis er ógleymanleg senan þegar Björgvin markvörður lenti í hrömmunum á Loga að mig minnir (eða var það Sigfús?) sem öskraði upp í eyrað á honum af lífs og sálar kröftum eftir leikinn: "Mikið djöööfull ertu góóóóður!" Shocking Það mátti sjá (a.m.k. ímynda sér) augun ranghvolfast í höfðinu á Björgvini  sem var þó fljótur að jafna sig enda sjálfur í sæluvímu - og sú víma deyfir nú sjálfsagt nokkur desibil.

Guðmundur, þegar hann hljóp til strákanna eftir leikinn og hendurnar leituðu upp að vörunum.

Osssosssosss! Þetta var ógleymanleg stund. 

Vonandi verður önnur eins stund eftir leikinn á morgun. Smile 

Sjálf verð ég fjarri sjónvarpstækjum - því miður. Ég verð á málþingi vestur á Hrafnseyri í Arnarfirði um kaþólska Vestfirði í fortíð og nútíð. Svolítið frábrugðið viðfangsefni því sem hér er til umræðu - og viðbúið að ég verði friðlaus í sæti mínu einhvern hluta dagsins.


Sigurvíma morgunsins: Íslensku strákarnir voru frábærir!

handbolti3 Íslensku strákarnir stóðu sig aldeilis hreint snilldarlega í leiknum gegn Pólverjum í morgun: 32-30. Wizard Ekki amalegt!

Og Björgvin Páll Gústavsson! Að verja 21 mark í leiknum - þetta er bara tær snilld. Líka tær snilld að setja þennan töframann ekki inn á fyrr en í þessum leik. Þetta er leikurinn sem skipti máli, þá skellir maður út trompunum.  

En samt - alltaf þegar einhver sigrar er einhver annar sem tapar. Og mikið er núhandbolti4 alltaf rörende að horfa á menn fleygja sér örmagna í gólfið, bugaða eftir baráttuna. Ossosssoss. Sem betur fer veit maður að þeir jafna sig fljótt - gera betur næst. Það höfum við Íslendingar oft mátt reyna.

 

handbolti5  Annars er það Guðjón Valur sem alltaf á aðdáun mína öðrum fremur í íslenska karlalandsliðinu. Ástæðurnar eru nokkrar:

1) Krúttástæðan: Hann er litli frændi bestu vinkonu minnar og ég hef þekkt hann frá því hann var barn. 2) Huglæga ástæðan: Hann er drenglundaður í leikjum, prúður í framgöngu sinni en fastur og baráttuglaður. 3) Leikástæðan: Hann er ótrúlega góður leikmaður og gerir alltaf aðeins betur en getumörk leyfa, heldur uppi móral. 4) Algilda ástæðan: Hann ber fallega persónu.

Jamm ... það verður ekki leiðinlegt að fylgjast með framhaldinu. Ó, nei. Og svo er bara að kyrja einum rómi: Við gerum okkar, gerum okkar ... gerum okkar besta! Og aðeins betur en það er það sem þarf! La la la la la ......


"Agabrot" Guðjóns Þórðarsonar?

GuðjónÞórðarson Guðjóni Þórðarsyni finnst lítið koma til líkamlegs ástands ýmissa dómara í karlaknattspyrnunni. Hann telur að lögum KSÍ sé ekki réttilega beitt og að liðum sé mismunað. Guðjón fullyrðir þetta og virðist hvergi banginn. Þetta er hans skoðun.

Viðbrögð framkvæmdastjóra KSÍ eru þau að vísa ummælum Guðjóns til úrskurðar aganefndar.

Aganefndar?  Á nú að taka í lurginn á Guðjóni fyrir að segja skoðun sína?

Væri ekki nær að láta rannsaka hvað hæft er í fullyrðingum Guðjóns - því þær eru alvarlegar. Þær eru um að dómarar innan KSÍ hafi haldið sérstakan fund í bakherbergjum til þess að leggja á ráðin um að sýna Skagamönnum, og þá sérstaklega einum leikmanni, í tvo heimana. Þær eru um að alvarlegur misbrestur sé á því að reglum KSÍ sé framfylgt - til dæmis sé vikið frá reglum varðandi þrekmat dómaranna sjálfra.

Þegar stórar fullyrðingar eru settar fram er sjálfsagt að rannsaka hvað hæft er í þeim. Samkvæmt starfsreglum aganefndarinnar á hún fyrst og fremst að fjalla um "brot leikmanna, þjálfara, forystumanna félaga, félaga og áhorfenda" eins og þar segir. Þá fjallar nefndin um "önnur mál, sem berast henni og/eða hún telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna leikja, sem fram fara í landinu, enda fjalli ekki aðrir um þau."

Nú er spurningin þessi: Er verið að vísa málinu til aganefndar til þess að fá úr því skorið hvað rétt sé og satt í ásökunum Guðjóns, eða .... sem ég óttast ... er litið á ummæli hans sem agabrot? Stendur kannski til að setja Guðjón í bann eða dæma á hann sektir svo hann þegi framvegis (og halda menn virkilega að Guðjón láti þagga þannig niður í sér) ??

Mér líst ekki á þetta. Því hvað svo sem segja má um Guðjón Þórðarson, þá á hann rétt á því að gagnrýna KSÍ ef honum finnst á sér brotið. Það er grundvallar réttur allra sem eiga að lúta reglum KSÍ. Annað væri óheilbrigt. KSÍ hefur ekkert gott af því að vera undanþegið gagnrýni. Þvert á móti.

Ef alvarlegar ásakanir koma fram um misbeitingu valds og brot á reglum ber að rannsaka sannleiksgildi slíkra ummæla skilyrðislaust. Ef eitthvað er hæft í fullyrðingum Guðjóns, þá er það grafalvarlegt mál fyrir KSÍ. Forsvarsmenn félagsins hljóta að vilja reka af sér slyðruorðið og fá úr því skorið með óyggjandi hætti hvað satt er.  Eða hvað?

Komi hins vegar í ljós með óyggjandi hætti að Guðjón hafi rangt fyrir sér - þá er hann ómerkingur orða sinna. Það er ærin refsing fyrir mann sem vill láta taka mark á sér.


Sjósund í sumarbyrjun

Sjosund3 Þeir skelltu sér bara í sjósund á sumardaginn fyrsta, Hjörvar sonur minn og Róbert vinur hans. Stungu sér fram af smábátabryggjunni. Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari á bb.is smellti þessum myndum af þeim og var svo elskulegur að senda mér þær. Þeir eru býsna borubrattir þarna á fyrstu mynd þar sem þeir eru að stinga sér út í.

sjosund1 Hér mætti ætla að annar þeirra sé að hugsa um að hætta við - en úps, kominn of langt. Wink

sjosund2 Hraustlega gert hjá þeim drengjunum. Cool

 

Frétt um þessa karlmennskudáð er á bb.is (smellið HÉR).


Allir í hundana !

krafla-ollyogaudur Nú er mikið um að vera hjá okkur í Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands. Við erum að undirbúa viku vetrarnámskeið BHSÍ í næstu viku. Jamm - mannskapurinn ætlar að koma með hundana hingað norður í Ísafjarðardjúp, halda til í Reykjanesi og æfa snjóflóðaleit á Steingrímsfjarðarheiðinni. Þarna verða um tuttugu hundar ásamt eigendum sínum og aðstoðarfólki víðsvegar að af landinu við þjálfun og æfingar á heiðinni, samtals eitthvað á fjórða tug manna.Blidafinnur

 

Já, það verður sko líf og fjör á Steingrímsfjarðarheiðinni 8. - 14. mars: Hundar og menn á ferð og flugi, bílar, vélsleðar, snjótroðarar, surg í talstöðvum og sannkölluð björgunarsveita stemning Smile.

 

Vetrarnámskeiðið er árviss viðburður í starfi BHSÍ sem er deild í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Markmið þess er að þjálfa og taka út björgunarhunda í snjóflóðaleit og björgun við vetraraðstæður. Hundarnir eru  æfðir og prófaðir í svokölluð A, B og C- próf. A og B próf eru vottun um að hundur sé tækur á útkallslista, C-próf er vottun um að hundur sé hæfur sem björgunarhundur og tækur til þjálfunar fyrir B-próf.

 audurogskima  Af Vestfjörðum verða níu leitarteymi við æfingar á námskeiðinu, sex frá Ísafirði, tvö frá Patreksfirði og eitt úr Bolungarvík. Ísfirsku teymin eru meðlimir í Björgunarfélagi Ísafjarðar og fá þaðan aðstoð við þjálfunina. Teymin á Patreksfirði eru meðlimir í björgunarsveitinni Blakki á Patreksfirði.  Ísfirsku hundarnir hafa allir lokið undirbúningsþjálfun og því er stefnt á B-próf fyrir þá flesta á þessu námskeiði.

Nú er að krossleggja fingur og vona að veðrið verði okkur hagstætt - hundarnir í góðu formi og svona. Hér koma nokkra myndir frá fyrri námskeiðum.

skimaBlida07krafla-velsledi


Lækjarniður í snjóholu.

Ég fann þetta á mér - horfði ekki á þennan leik. Fyrir vikið hef ég sælar minningar um frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóvökum í gær. Þar stóðu þeir sig vel - og sýndu hvað í þessu liði býr - svona stundum Errm

Annars fór allur seinnihluti dagsins í fimm tíma langa leitarþjálfun með björgunarhundasveitinni. Við fórum upp á Skálavíkurheiði. Grófum þar stærðarinnar holu með mikilli fyrir höfn, tvo metra niður og tveggja metra innskot. Uppgötvuðum þá að holan ómaði af lækjarnið Woundering og fígúrantinn þorði ekki ofan í hana fyrir vikið - óttaðist að pompa niður í rennandi vatn á einhverju tímapunkti.

 Ég tók á honum stóra mínum - fannst ótækt að láta æfinguna eyðileggjast eftir allt okkar púl við holugröftinn - og skreið ofan í holuna. Hugrökk eins og fjallahind - eða hitt þó heldur (ég er nefnilega með fóbíu fyrir lokuðum rýmum). Lét mig samt hafa það og lá úti fyrir þrjá hunda. Fékk þá aðra hugrakka í hópnum til að skipta við mig. Hún lá við lækjarniðinn fyrir aðra þrjá hunda. Þar með var deginum bjargað. Svo lokuðum við holunni og merktum hana. Það verður fróðlegt að sjá hvort hún verður í heilu lagi - eða á floti - næst þegar við komum.

ÉG var köld á rassinum með klakabrynju í hárlokkum þegar ég kom heim í kvöld. Minn elskulegi eiginmaður hafði útbúið svolítið þorraborð handa okkur Hjörvari - og ég reif í mig matinn, hungruð eins og úlfur. Fór svo að horfa á Forbrydelsen - danska sakamálaþáttinn. Hann er frábær. Ég er vissum að Rie (kærasta Hartmans) hefur eitthvað óhreint í pokahorninu Cool

 

holufundurskalavikurheidi06Gusti


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr handboltanum í Hátíðarkórinn - nei, annars: Sunnukórinn!

Þannig fór nú það 24:19. Annars var fyrri hálfleikurinn í þessum leik Íslendinga og Svía svo æsispennandi að ég þurfti að beita ofumannlegu afli til þess að hafa mig upp úr sófanum og snúa mér að öðru. Pinch  Ég þurfti að mæta á kóræfinu. Ó, já. Kóræfingu. Staðan 11:9 fyrir Svía, og ég gekk bara út úr húsinu.

Eftir á að hyggja er ég heilshugar fegin að ég tók kóræfinguna fram yfir seinni hálfleikinn.

Blessuð kóræfingin - ég var svo utan við mig vegna leiksins sem ég væri að missa af, að ég tók ranga kórmöppu og mætti, handviss um að ég væri komin á æfingu með Hátíðarkórnum. Fyrstu mínúturnar vissi ég semsagt ekkert með hvaða kór ég var að æfa. Þetta var nefnilega Sunnukórsæfing. Whistling Þar sem ég átti auðvitað að vera - þó ég væri ekki alveg með á nótunum. Wink  Ég sá ekkert athugavert þegar ég mætti í sal Tónlistarskólans, þar var sama fólkið og venjulega, enda báðir kórarni skipaðir sama mannskapnum að mestu leyti. Ég tók mér sæti og fór að blaða í Gloríunni eftir Poulenc. Þegar fólkið fór að syngja dillandi swing eftir Baldur Geirmunds áttaði ég mig loksins.

Já það er svo mikið að gera í kóralífinu á Ísafirði þessa dagana að maður er orðinn alveg ruglaður. Og nú er ég komin í þrjá kóra Crying

kórsöngur

Ég er í Hátíðarkór Tónlistarskólans sem er tímabundinn kór, settur saman í tilefni af sextugsafmæli skólans og heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem við eigum að syngja með á tónleikum þann 24. janúar. Mjög spennandi (það er altso ÞAR sem ég á að syngja Gloríuna eftir Poulenc Wink).

Ég er auðvitað líka í Sunnukórnum. Hann heldur sitt árlega Sunnukórsball (árshátíð sína) um sólrisuna, að þessu sinni þann 26. janúar. Og auðvitað þarf að æfa stíft fyrir það.  Karlakórinn Ernir ætlar að halda árshátíðina með okkur að þessu sinni og syngja með okkur við borðhaldið. Baldur Geirmunds er búinn að semja undurfallegt lag sem ég var beðin að gera texta við - og það verður frumflutt á árshátíðinni. Lag og texti falla vel að hvert öðru, svona eins og kærustupar, enda er textinn rómantískur. Ég spái því að þetta verði vinsælt kórlag.

Þriðji kórinn minn er svo kvennakórinn Vestfirsku Valkyrjunnar sem var stofnaður í fyrra. Hann samanstendur af skemmtilegum og framtakssömum konum. Þessi kór er fullkomlega vanræktur af minni hálfu þessa dagana, og verður það a.m.k. framyfir sólrisu.

En það má með sanni segja að ég dansi á vængjum söngsins þessa dagana  Halo hvað sem líður gengi íslenska handboltalandsliðsins. Þeim verður bara að ganga betur næst.

 


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einelti gegn íþróttamanni

Sorglegt var að lesa um samsæri knattspyrnukvennanna í Landsbankadeildinni sem vísvitandi sniðgengu Margréti Láru Viðarsdóttur, við kosningu á leikmanni ársins. Með fullri virðingu fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur, sem þær ákváðu að velja leikmann ársins - þá er frammistaða þessara tveggja kvenna ekki sambærileg.

Fólk á að njóta árangurs af vel unnum verkum. En því miður er það stundum svo, í okkar litla samfélagi, að fólk sem skarar fram úr þarf að gjalda fyrir það með einelti og meinbægni. Það virðist sérstaklega eiga við um konur - svo sorglegt sem það er.

Þetta mál varpar ekki aðeins skugga á íþróttahreyfinguna. Það varpar skugga á konur sem samfélagshóp.


Aldrei einn á ferð

Fyrir tveimur árum stóð ég ásamt eiginmanni og yngsta syni á Anfield leikvanginum í Liverpool og söng hástöfum með tugþúsundum áhorfenda hið fallega lag Rogers og Hammerstein: You'll never walk alone! Ekki svo að skilja að ég sé neitt sérstakt fótbolta-fan, en karlmennirnir í lífi mínueru það hinsvegar,  einkum eiginmaður og yngsti sonur.

Jæja, þó ég sé lítt viðræðuhæf um þá eðlu íþróttagrein, fótboltann, þá var þetta ólýsanleg upplifun. Að sameinast tugþúsundum manna í söng sem er jafn merkingarþrunginn og þetta lag - það er eitthvað alveg sérstakt. Enn merkilegra þótti mér að verða vitni að því hvernig stuðningsmenn liðsins nota þetta lag til að segja það sem segja þarf þegar á brattann er að sækja fyrir liðið. Þarna töpuðu Liverpoolmenn á heimavelli í fyrsta skipti í árafjöld, 0-4 fyrir Chelsea. En á síðustu mínútunum, þegar ljóst var hver úrslit yrðu, hófst söngur: "Walk on, walk on, with hope in your heart ..." Og samstundis tók allur áhorfendaskarinn undir: "And you'll never walk alone". Það er ekki amalegt að eiga slíka stuðningsmenn þegar á móti blæs - segi ekki annað.

Fyrr í dag var ég að reyna að setja lagið inn á síðuna mína - það gekk ekkert. Ég kann ekkert á svona tæknihluti. En með því að smella á þennan tengil má finna lagið og hlusta á það.

Hér fyrir neðan er falleg íslensk þýðing á textanum, en því miður veit ég ekki eftir hvern hún er. Læt enska textann fylgja líka að gamni.

  • Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt
  • og hræðstu ei skugga á leið.
  • Bak við dimmasta él blikar lævirkjans ljóð
  • upp við ljóshvolfin björt og heið.
  • Þó að steypist þér gegn
  • stormur og regn
  • þó að byrðin sé þung sem þú berð
  • þá stattu fast og vit fyrir víst
  • þú ert aldrei einn á ferð.

-------------------

 

When you walk through the storm
hold your head up high
and don't be afraid of the dark.
At the end of the storm
there's a golden sky
and the sweet silver song of a lark.

Walk on, through the wind.
Walk on, through the rain.
Though your dreams be tossed and blown.
Walk on, walk on, with hope in your heart
and you'll never walk alone.
You'll never walk alone.


Fúkyrðaflaumur á fótboltavelli.

Oft er talað fjálglega um uppeldisgildi íþrótta fyrir ungmenni. Ég trúi því sjálf að íþróttaiðkun barna og unglinga geri þeim gott - enda hafa flestöll mín börn stundað íþróttir (aðallega fótbolta, bæði stelpurnar og strákarnir).

Á tveim leikjum sem sonur minn lék á móti ónefndum Reykvískum liðum nú um helgina varð ég hinsvegar vitni að framkomu og orðbragði hjá þjálfurum hinna liðanna sem fékk mig til að efast um ágæti þessa uppeldisstarfs.

Í fyrra tilvikinu stóð þjálfari reykvíska liðsins á hliðarlínunni og fór ókvæðisorðum um þjálfara ísfirska liðsins svo hátt að allir nærstaddir leikmenn beggja liða heyrðu. Skammirnar voru óverðskuldaðar og einungis settar fram í því skyni að niðurlægja og grafa undan virðingu hinna ungu leikmanna fyrir þjálfara sínum. Þetta eru þrettán ára guttar. Þeir horfðu stóreygir hver á annan. Ekki veit ég hvað þeir hugsuðu - en eitt er víst að þarna var ekki gefið gott fordæmi.

Í seinna tilvikinu stóð þjálfari reykvísks liðs á hliðarlínunni og hvatti sína menn með því að líkja þeim við feitar kellingar og viðhafði ófagurt orðbragð harðla kvenfjandsamlegt. Það var líka athyglisvert að leikmenn undir stjórn þess sama þjálfara notuðu hvert tækifæri sem gafst til þess að berja í gifsið á einum Ísfirðingnum sem handleggsbrotnaði fyrir nokkru, en fékk þó að vera inn á. Þegar móðir drengsins gerði við þetta athugasemd eftir leikinn svaraði þjálfarinn því til að sá handleggsbrotni hefði ekki mátt vera inn á hvort eð var. Það má rétt vera, en þá hefði einfaldlega átt að taka drenginn út af frekar en að skemmta sér við að pína hann inni á vellinum.

Mér líka ekki þessar uppeldisaðferðir - og vona að þær heyri til undantekninga.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband