Sigurvíma morgunsins: Íslensku strákarnir voru frábærir!

handbolti3 Íslensku strákarnir stóðu sig aldeilis hreint snilldarlega í leiknum gegn Pólverjum í morgun: 32-30. Wizard Ekki amalegt!

Og Björgvin Páll Gústavsson! Að verja 21 mark í leiknum - þetta er bara tær snilld. Líka tær snilld að setja þennan töframann ekki inn á fyrr en í þessum leik. Þetta er leikurinn sem skipti máli, þá skellir maður út trompunum.  

En samt - alltaf þegar einhver sigrar er einhver annar sem tapar. Og mikið er núhandbolti4 alltaf rörende að horfa á menn fleygja sér örmagna í gólfið, bugaða eftir baráttuna. Ossosssoss. Sem betur fer veit maður að þeir jafna sig fljótt - gera betur næst. Það höfum við Íslendingar oft mátt reyna.

 

handbolti5  Annars er það Guðjón Valur sem alltaf á aðdáun mína öðrum fremur í íslenska karlalandsliðinu. Ástæðurnar eru nokkrar:

1) Krúttástæðan: Hann er litli frændi bestu vinkonu minnar og ég hef þekkt hann frá því hann var barn. 2) Huglæga ástæðan: Hann er drenglundaður í leikjum, prúður í framgöngu sinni en fastur og baráttuglaður. 3) Leikástæðan: Hann er ótrúlega góður leikmaður og gerir alltaf aðeins betur en getumörk leyfa, heldur uppi móral. 4) Algilda ástæðan: Hann ber fallega persónu.

Jamm ... það verður ekki leiðinlegt að fylgjast með framhaldinu. Ó, nei. Og svo er bara að kyrja einum rómi: Við gerum okkar, gerum okkar ... gerum okkar besta! Og aðeins betur en það er það sem þarf! La la la la la ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Þetta lið er okkur íslendingum til sóma og við megum vera stollt af strákunum okkar og núna er hægt að syngja ... gerum okkar... gerum okkar besta, áfram Ísland.

Magga (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband