Veggjakrot og veggjalist - enn og aftur

Nú ţegar borgarlandiđ er ađ koma undan snjó og hvarvetna blasir viđ rusl og drasl eftir lćgđirnar ađ undanförnu hefur vaknađ umrćđa um borgarumhverfiđ. Af ţví tilefni langar mig ađ endurvekja nokkurra ára gamla umrćđu um veggjakrot og veggjalist.

 Ég hef áđur gert ađ tillögu minni ađ Reykjavíkurborg geri tilraun međ ađ ná sáttum viđ veggjakrotara og veggjalistamenn. Sáttin felist í ţví ađ sett verđi stór spjöld - svona á stćrđ viđ húsgafl - á völdum stöđum í borginni. Ţessi spjöld verđi til afnota fyrir ţá sem ţurfa ađ fá útrás fyrir skreytilist sína međ spreybrúsanum, hvort sem ţađ eru veggjalistamenn eđa veggjakrotarar en á ţessu tvennu, veggjalist og veggjakroti, er nefnilega allverulegur munur.

 Veggjakrot er náskylt ţeirri frumstćđu ţörf hunda og ýmissa rándýra ađ merkja veggjakrotsér svćđi og óđul. Hópar og klíkur sem ganga á milli hverfa og svćđa setja merki sitt viđ útjađrana og tilkynna ţar međ "hér var ég" - sem ţýđir "ţetta á ég". Ţessi tegund veggjakrots er afar hvimleiđ, enda eirir hún engu, hvorki íbúđarhúsnćđi né opinberum byggingum, strćtisvagnaskýlum, girđingum eđa auglýsingaspjöldum. Ţeir sem láta undan ţessari ţörf láta sig engu varđa eigur annarra - ţeir vađa bara yfir međ sínar merkingar í fullkomnu skeytingarleysi.

graffitiSvo er ţađ veggjalistin sem ég vil kalla svo. Myndlistarverkin sem mörg hver eru tilkomumikil og falleg ţó ţau komi úr úđabrúsum. Ţessi myndverk geta veriđ prýđi sé ţeim fyrirkomiđ á réttum stöđum. Víđa sér mađur slík verk á auđum brandveggjum eđa illa hirtu atvinnuhúsnćđi ţar sem ţau eru beinlínis til bóta (ţó ekki sé ţađ nú alltaf).

Ţess vegna vil ég nú leggja ţetta til viđ borgaryfirvöld - ađ listamönnum götunnar verđi hreinlega bođiđ upp á ađ fá útrás fyrir sprey- og merkiţörfina einhversstađar annarsstađar en á húsveggjum og strćtóskýlum. Ţađ er aldrei ađ vita nema eitthvađ sjónrćnt og skemmtilegt gćti komiđ út úr ţví. Spjöldin ţyrftu auđvitađ ađ vera í öllum hverfum borgarinnar, jafnvel víđar innan hvers hverfis. En hver veit nema ţau  myndu hreinlega lífga upp á umhverfiđ og fegra ţađ. Húseigendur gćtu ţá áhyggjulausir hirt um eigur sínar án ţess ađ eiga ţađ á hćttu ađ ţćr séu eyđilagđar međ spreybrúsa daginn eftir.

 Ţessi tillaga er í mínu bođi og ţiggjendum ađ kostnađarlausu ;-)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband