Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2008

Biđleikur í bráđum vanda

Jćja, ţađ hafđist ađ ná einhverskonar niđurstöđu í deilu hjúkrunarfólks og yfirstjórnenda LSH, a.m.k. um tíma. Ţar međ var afstýrt yfirvofandi neyđarástandi sem annars hefđi skolliđ á kl 12 á miđnćtti.

En ţetta er biđleikur í stöđunni, og ţess vegna of snemmt ađ fagna "sigri", eins og mér virđist ţó sumir vera farnir ađ gera. Vitanlega verđa báđir málsađilar ađ nota ráđrúmiđ sem gefst nćsta áriđ til ţess ađ vinna sig ađ niđurstöđu um sjálft deiluefniđ. Ţađ er auđvitađ óleyst enn.

Ţađ er stjórnendum LSH til sóma ađ hafa rifađ seglin frekar en ađ stranda skútunni. Hér gildir ekki ađ knýja fram einhverskonar sigur til ađ geta bariđ sér á brjóst. Ţađ getur enginn sigrađ í svona stöđu. Og ţađ verđa hjúkrunarfrćđingar líka ađ skilja - máliđ varđar ađra og mikilsverđari hluti en ţađ hver geti lýst sig sigurvegara. 

Heilbrigđisráđherra fćr (h)rós í hnappagat frá mér fyrir ađ leggja sitt af mörkum - já, og mćta sjálfur til fundar ţegar mikiđ lá viđ.


Takist ekki ađ leysa hnútinn - ţá ţarf ađ höggva á hann

nurseB Ţađ er ekkert sem heitir, heilbrigđisráđherra verđur sjálfur ađ ganga í ţetta mál og leysa ţađ. Stjórn spítalans getur ţađ augljóslega ekki - og starfsfólk virđist ekki vilja ţađ. Kergja á báđa bóga og lítill sem enginn samstarfsvilji, hjá hvorugum deiluađila. Starfsfólkiđ neitar ađ viđurkenna rétt stjórnendanna til ţess ađ stjórna spítalanum, stjórnendur á hinn bóginn vilja ekki beygja sig fyrir kröfum starfsfólks.

Ţrátefli og reiptog - og ekkert gengur - neyđarástand yfirvofandi.

Eins og fyrri daginn eru ţađ sjúklingar spítalans sem líđa fyrir átökinn - ţeir virđast bara hafa gleymst.

Úr ţví sem komiđ er verđur bara ađ taka máliđ úr höndum stjórnar spítalans - höggva á hnútinn ef ekki tekst ađ leysa hann.

 


mbl.is Neyđaráćtlun međ öđrum spítölum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđbólga yfirlýsinganna

gengiđ  Ţađ er víđar verđbólga en í efnahagskerfinu - og sú verđbólga er líka ađ fara upp úr öllu valdi. Ég er ađ tala um verđbólgu orđanna. Yfirlýsingar stjórnmálamanna verđa sífellt gífurlegri og ćsingakenndari - og um leiđ rýrari ađ inntaki, rétt eins og verđgildi krónunnar.

Guđni Ágústsson er mćtur mađur - ađ mörgu leyti sjarmerandi á sinn sérkennilega hátt. "Glíminn og skemmtinn" sagđi samverkamađur hans um hann eitt sinn. Mér fannst sú lýsing eiga vel viđ ţá hugmynd sem ég hef gert mér um Guđna.

En ţađ klćđir hann ekki vel ađ vera í stjórnarandstöđu. Til ţess hefur hann einfaldlega setiđ of lengi viđ stjórnartaumana sjálfur. Ţađ eru nefnilega Guđni og hans samverkamenn í fyrrverandi ríkisstjórnum - mörgum ríkisstjórnum, Sjálfstćđisflokks og Framsóknar - sem hafa skapađ ţau skilyrđi í efnahagslífinu sem viđ erum ađ klást viđ nú. Ađ svo miklu leyti sem sá vandi er heimatilbúinn. Stóryrtar yfirlýsingar Guđna og ákall hans um ađgerđir hafa ţví holan hljóm.

En viđ skulum ekki gleyma ţví ađ gengisfall krónunnar og verđhćkkanir undanfarinna daga eru utanađkomandi vandi. Og ţó ég treysti ríkisstjórninni til ýmissa hluta, ţá dreg ég í efa getu hennar til ţess ađ lćkka heimsmarkađsverđ á olíu eđa vinna bug á ţeim samdrćtti og erfiđleikum sem viđ er ađ eiga á erlendum fjármálamörkuđum.

Ţađ hryggir mig - nú ţegar hefur harđnađ í ári - ađ sjá menn eins og Guđna Ágústsson hlaupa í ábyrgđarlaust lýđskrum međ hrópum og köllum. Sömu menn og stýrđu ţjóđarskútunni í logni undanfarinna góđćra, vćrukćrir og makráđugir.

Stjórnarandstöđunni vćri nćr ađ setjast á rökstóla međ ríkisstjórninni - bjóđa fram ábyrga ađstođ nú ţegar gefur á bátinn. Ţađ er ađ segja, ef ţörfin á ađgerđum hér innanlands er svo brýn sem Guđni vill vera ađ láta - og lausnirnar raunverulega á fćri stjórnvalda.

Til ţess eru stjórnmálamenn kosnir af ţjóđ sinni - ađ ţeir hlaupi ekki međ ýlfrum og gólum í hćlana á hrossinu ţegar klyfjarnar hallast, heldur gangi međ öđrum undir baggana ţegar ţess gerist ţörf.

Ţjóđinni vćri a.m.k. meiri ţökk í ţví en ađ hlusta á ţetta ţras  - og fjas sem ekkert er á bak viđ ţegar á reynir. 

 


mbl.is Telur ađ ríkisstjórnin eigi ađ segja af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjósund í sumarbyrjun

Sjosund3 Ţeir skelltu sér bara í sjósund á sumardaginn fyrsta, Hjörvar sonur minn og Róbert vinur hans. Stungu sér fram af smábátabryggjunni. Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari á bb.is smellti ţessum myndum af ţeim og var svo elskulegur ađ senda mér ţćr. Ţeir eru býsna borubrattir ţarna á fyrstu mynd ţar sem ţeir eru ađ stinga sér út í.

sjosund1 Hér mćtti ćtla ađ annar ţeirra sé ađ hugsa um ađ hćtta viđ - en úps, kominn of langt. Wink

sjosund2 Hraustlega gert hjá ţeim drengjunum. Cool

 

Frétt um ţessa karlmennskudáđ er á bb.is (smelliđ HÉR).


"Sneri niđur" lögregluţjón?

Nei kallinn minn, ţú nefbraust óviđbúinn lögregluţjón!

Sjálfsréttlćting er ekki ţađ sama og afsökunarbeiđni. 

Ćtli mađur ađ fá fyrirgefningu er nú ţađ minnsta ađ gangast viđ ţví sem mađur hefur gert.

 

 


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dylgjur og meirihlutamyndun í Bolungarvík

  AnnaGudrunEdvardssoffiaVagns  Ég get ekki stillt mig lengur um ađ segja nokkur orđ um stjórnarskiptin í bćjarstjórn Bolungarvíkur. Sú atburđarás hefur veriđ međ ólíkindum.

Oddviti A-listans, Anna Guđrún Edvarđsdóttir, klauf sig út úr Sjálfstćđisflokknum fyrir síđEliasJonatanssonustu kosningar og bauđ fram A-listann. Hún gat ekki hugsađ sér ađ Elías Jónatansson oddviti Sjálfstćđismanna yrđi bćjarstjóri í Bolungarvík. Eftir kosningarnar tók A-listinn upp samstarf viđ K-listann ţar sem Soffía Vagnsdóttir hefur veriđ í forsvari. Nú hefur ţví meirihlutasamstarfi veriđ slitiđ til ţess ađ leiđa Sjálfstćđisflokkinn til öndvegis viđ stjórnun bćjarins ađ nýju og gera ţann hinn sama Elías ađ bćjarstjóra. 

Eiginlega hefđi listi Önnu Guđrúnar átt ađ bera bókstafinn K og heita K-listinni, klofningsafl.

En ţó svo ađ Anna Guđrún segist hafa ástćđu til samstarfsslitanna, ţá skortir hana rökin. Ţađ kemur ć betur ljós eftir ţví sem frá líđur. 

Meirihlutasamstarf A og K lista hafđi veriđ farsćlt og áorkađ ýmsu. Enginn málefnalegur ágreiningur var til stađar.  Hinsvegar segir Anna Guđrún ađ hćtta hafi veriđ orđin á "hagsmunaárekstrum" vegna aukinna umsvifa Soffíu Vagnsdóttir og hennar fjölskyldu í atvinnurekstri bćjarins. Enginn slíkur hagsmunaárekstur mun ţó hafa komiđ upp. Hvađ um ţađ, A-listafólk taldi vissara ađ leiđa frekar til valda eiganda annars fjölskyldufyrirtćkis í bćnum. Shocking Málefni ţess fyrirtćkis hafa nú ţegar veriđ inni á borđi bćjarstjórnarinnar og munu vafalítiđ koma ţangađ aftur.  

Ţegar rökin skortir birtast oft réttlćtingar. Ţví virđist oddviti A-listans hafa gripiđ til ţess ráđs ađ dylgja um óheiđarleika og trúnađarbrest milli sín og Soffíu Vagnsdóttur. Gefa í skyn ađ eitthvađ óhreint sé í pokahorninu, eitthvađ sem eigi eftir ađ koma í ljós, en hún "kjósi" ađ tjá sig ekki frekar um ađ sinni.

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds ... enda heyri ég hér enduróm af annarri umrćđu sem stóđ sjálfri mér nćr fyrir u.ţ.b. tveimur árum. Einhver kona orđin of umsvifamikil og stór, farin ađ gera of mikiđ ... ađ ţessu sinni í Bolungarvík. Hálfkveđnar vísur, umtal.

Fćstir geta gert sér í hugarlund hvílíkt kvalrćđi ţađ er ađ sitja undir málflutningi af ţessu tagi og geta ekki rönd viđ reist. Ţađ er sannkölluđ mannraun. Ţess vegna finnst mér ađ viđ svo búiđ megi ekki sitja í ţessu máli . Ţađ má ekki verđa lenska ađ fólk geti sagt nánast hvađ sem er um hvern sem er án ţess ađ standa fyrir máli sínu. Hagsmunagćsla má aldrei vera hafin yfir leikreglur.

Ég ćtla ekki ađ hafa neina skođun á umsvifum Soffíu Vagnsdóttur eđa samstarfshćfi. Hvorugt ţekki ég. Ég veit ţađ eitt ađ athafnamenn hafa alltaf setiđ í bćjarstjórn Bolungarvíkur og víđar á landinu: Hvađ sjáum viđ ekki í Kópavogi, er ekki bćjarstjórinn ţar umsvifamikill atvinnurekandi?

En ásakanir um óheiđarleika og trúnađarbrest eru alvarlegt mál. Enginn stjórnmálamađur sem vill teljast ábyrgur orđa sinna getur sett slík ummćli fram án ţess ađ fćra fyrir ţeim haldbćr rök eđa sannindi.  Anna Guđrún Edvarđsdóttir ćtti ađ sjá sóma sinn í ţví ađ gera ţađ, eđa draga orđ sín til baka.

Geri hún hvorugt, hefur hún gert sjálfa sig ađ ómerkingi.


Meiri mađur en Vilhjálmur Ţ - en viđ hvern var Lára ađ tala?

Lára Ómarsdóttir - sem nú hefur ákveđiđ ađ hćtta störfum sem fréttamađur á Stöđ-2 eftir óheppileg ummćli sem hún lét falla á vettvangi atburđa í fyrradag - er mađur ađ meiri fyrir vikiđ.

Og hún  er meiri mađur en Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson, kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík, fyrrverandi og tilvonandi borgarstjóri.

Lára kveđst hafa talađ í gríni viđ starfsfélaga. Gráglettni er nokkuđ sem erfitt getur veriđ ađ meta af ţriđja ađila sem heyrir tilvituđ orđ á öđrum stađ og annarri stund.

En ţađ er nokkuđ sem vekur athygli ţegar hlustađ er á hljóđupptökuna, sem ţiđ getiđ heyrt hér. Ţađ er engu líkara en Lára sé ađ reyna ađ koma til móts viđ tilmćli einhvers hinumegin á línunni. Hver var ţađ? Enn og aftur verđur ađ setja fyrirvara um eftirátúlkun ţriđja ađila - en ţađ er eitthvađ sem slćr mig undarlega viđ ţetta samtal. Og ef ég ćtti ađ hafa túlkunarvald, ţá myndi ég veđja á ađ ţarna séu tveir samstarfsmenn ađ rćđa sína á milli um mögulega sviđsetningu.

Nú hefur annar ţeirra sagt upp starfi sínu - hinn ekki. Og hvor skyldi hafa veriđ hćrra settur?

En hvort sem Lára var nú ađ grínast eđa ekki - og hvort sem hún ćtlađi ađ ţóknast einhverjum hćrra settum á Stöđ-2 eđa ekki - ţá eru viđbrögđ hennar ábyrg. Hún hefur axlađ sína ábyrgđ - ţađ er meira en sagt verđur um ýmsa sem ţó bera ţyngri ábyrgđ á velferđ almennings  en einn fréttamađur á sjónvarpsstöđ.

Ég óska Láru velfarnađar í ţeim verkefnum sem bíđa hennar - og ţess verđur vafalaust ekki langt ađ bíđa ađ hún finni hćfileikum sínum og kröftum viđnám á verđugum vettvangi.

----------

PS: Ég heyrđi í sjónvarpinu í kvöld ađ Lára vćri fimm barna móđir. Ég er sjálf fimm barna móđir, var einu sinni fréttakona á sjónvarpinu. Sömueliđis Ólöf Rún Skúladóttir sem ég held ađ eigi fjögur eđa fimm börn, og Jóhanna Vigdís líka, ef mér skjátlast ekki. Hvađ er ţetta međ fréttakonur og frjósemi??


mbl.is Hćttir sem fréttamađur á Stöđ 2
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dimmitantar vekja gamla skólameistarann sinn

 dimmisjon08 Ég vaknađi viđ hávađa í morgun, gaul og trommuslátt. Klukkan ekki nema rétt rúmlega sex. Hundurinn var órólegur og ţegar ég nuddađi stírurnar úr augunum rann ţađ upp fyrir mér ađ vorbođarnir voru komnir fyrir utan húsiđ mitt. Dimmitantarnir úr Menntaskólanum á Ísafirđi ađ kveđja gamla skólameistarann sinn.

Ţegar ég kom út á svalirnar, heldur úfin og argintćtuleg í morgunsáriđ, höfđu ţau rađađ sér upp. Um ţađ bil fjörtiu sćtir, litlir póstmenn - eđa voru ţau Super Mario ? - ég er ekki viss. En svo mikiđ er víst ađ ţau brustu ţau í söng: 

"Ţađ er sárt ađ sakna, einhvers - lífiđ heldur áfram til hvers" sungu ţau sterkum rómi, og héldu áfram: "Er ég vakna, Ó - Ólína ţú er ekki lengur hér!"

Ţađ var ţung áhersla á Ó-iđ og svo aukataktinn í Ólína. Augljóslega vel ćft. Svo skelltu ţau sér beint í "Gaudeamus" sem ţau sungu međ prýđi og virtust kunna ágćtlega.

Eins og fyrri daginn hlýnađi mér um hjartarćturnar. Eftir nokkrar kćrleikskveđjur héldu ţau svo för sinni áfram, og ég stóđ eftir međ kveđjuţela fyrir brjóstinu, og eitthvađ í auganu.

Ennţá finnst mér ég eiga svolítiđ í ţeim - og svo sannarlega eiga ţau heilmikiđ í mér.

Heart

Takk fyrir heimsóknina elskurnar - megi lífiđ brosa viđ ykkur eins og sólin gerđi í morgun.


Gleđilegt sumar

fifill Gleđilegt sumar bloggvinir og lesendur góđir. Ţađ eru víst síđustu forvöđ ađ brúka mannasiđina og óska gleđilegs sumars, svona áđur en sól hnígur til viđar á ţessum fyrsta degi sumars.

Ég hef ţađ mér til afsökunar ađ hafa veriđ vant viđ látin í allan dag. Sem stjórnarmađur í Menningarráđi Vestfjarđa var ég viđ ţau ljúfu skyldustörf ađ vera viđstödd afhendingu á styrkjum til 48 menningarverkefna sem menningarráđ hefur úthlutađ ađ ţessu sinni. Afhendingin fór fram á Hólmavík ţar sem mikiđ var um dýrđir í dag. Hólmvíkingar eru ađ taka í notkun nýtt Ţróunarsetur sem jafnframt var til sýnis fyrir almenning, svo ţađ fór vel á ţví ađ tilkynna um úthlutun menningarráđs af sama tilefni. Athöfnin fór  fram í félagsheimilinu ţar sem ungmenni stađarins skemmtu gestuM međ brotum úr uppfćrslu leikfélagsins á Dýrunum í Hálsaskógi. Bođiđ var upp á kaffi og tertur og allir í hátíđarskapi.

Sólin skein og fánar blöktu viđ hún. Ţetta var reglulega góđur dagur.

ps: Muniđ svo eftir ađ taka eftir ţví hvernig ykkur verđur svarađ í sumartungliđ - megi ţađ vita á gott. Smile

 


GAAAS, GAAAS! - Getum viđ ekki látiđ einhvern kasta eggjum?

Jeminn eini - ţađ er agalegt ađ horfa upp á ţetta (smelliđ hér ).

Hvađ gerđist eiginlega í dag? Misstu allir glóruna?

GAAAAS - GAAAAS - GAAAS - öskrar ungur lögreglumađur međ úđabrúsa sem hann beitir augljóslega sem vopni en ekki varnartćki gegn mannfjöldanum.

"Viđ getum kannski látiđ einhvern kasta eggjum rétt á međan viđ erum live?" segir ung fréttakona á Stöđ-2 svo heyrist skýrt á einu upptökutćkinu. Sama fréttakona spyr áköf af hverju lögreglan beiti ekki sömu hörku viđ flutningabílstjórana og umhverfisverndarsinnana í fyrra. Ţađ er óţćgileg ögrun í röddinni.

Lögreglumađurinn sem verđur fyrir svörum segir - líka međ ákefđarglampa í augum: "Bíddu bara í  nokkrar mínútur, ţá skulum viđ sýna ţér hvernig viđ látum verkin tala!" Var lögreglan á ţeirri stundu búin ađ ákveđa ađ beita valdi? Ţegar mađur gerir sig líklegan til ţess ađ fara ađ fyrirmćlum lögreglu og fjarlćgja bíl sinn, ţá er hann handtekinn međ látum.

Ţađ leynist engum sem sér ţessi myndskeiđ sem ganga á netinu núna og sýnd voru á sjónvarpsstöđvunum í dag, ađ adrenalíniđ tók stjórnina. Ábyrgir ađilar, lögregla og fjölmiđlar voru farnir ađ láta sig dreyma um valdbeitingu áđur en atburđarásin hófst - međ ofbeldi, ryskingum og eggjakasti. 

Ţađ var sárt ađ sjá ţarna ráđalausa unglinga horfa upp á ţessar ađfarir. Menn liggja blóđuga og ofurliđi borna í götunni - öskrandi lögreglumenn og bílstjóra. Ţarna var svo augljóslega fariđ yfir mörkin - í orđsins fyllstu merkingu: Mörkin sem lögreglan setti sjálf - gula bandiđ sem strengt hafđi veriđ milli lögreglu og mótmćlenda. Svo ruddist lögreglan sjálf yfir ţessi mörk í átt ađ fólkinu.

Er ţetta fordćmiđ sem viđ viljum hafa fyrir unglingum og óhörđnuđu fólki? Er ţetta ţađ sem viđ viljum?

Svei.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband