Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Í minningu góđs vinar

baldur

 Í dag verđur til jarđar borinn kćr vinur, Baldur Ţórhallur Jónasson frá Árholti á Húsavík.

Hann kvaddi ţetta líf eftir stutta en stranga sjúkralegu. Ţađ var um vornótt, ţegar kraftur náttúrunnar er mestur, gróđurinn ađ lifna af vetrardvala og birtan ađ taka völdin. Hringrás lífs og dauđa.

Á viđskilnađarstundinni var sumarnóttin var ađ verđa albjört fyrir norđan. Ţar ríktu árniđur, fuglasöngur og ilmandi kjarr í litum ţingeyskrar sveitar, ţađan sem sögur hans og ljóđ áttu uppruna sinn. Laxinn ađ ganga í árnar.

Baldur, vinur okkar, bar ekki ađeins nafn hins bjarta áss, heldur líka svipmót og fas. Ljós yfirlitum međ gáfublik í auga, rólegur í fasi og alvörugefinn. Ţannig kom hann okkur fyrir sjónir ţegar fundum bar fyrst saman sumariđ 1987 í Hollandi. Hann var ţá fararstjóri en viđ ferđalangar međ fjögur börn. Strax á flugvellinum fangađi hann athyglina, öruggur í fasi međ auga á hverju úrlausnarefni, bođinn og búinn til ađstođar. Ţarna tókust kynni sem urđu ađ lífslangri vináttu, ţegar Baldur og Margrét vinkona okkar gengu í hjónaband nokkrum árum síđar.

Baldur var góđur félagi og mikill vinur vina sinna. Hjálpsemi hans var einstök, ekki síst viđ ţá sem lífiđ fór um ómjúkum höndum, vakinn og sofinn yfir velferđ ţeirra sem hann tók ađ hjarta sínu. 

Baldur var mađur međ ríka réttlćtiskennd og áhuga á ţjóđmálum. Marga rökrćđuna tókum viđ um landsins gagn og nauđsynjar – ekki alltaf sammála um leiđir, en alltaf samhuga um markmiđ og meginsjónarmiđ.  Viđ skynjuđum fljótt, ađ mađurinn hafđi ýmislegt reynt. Einmitt ţess vegna, gat hann gefiđ svo mikiđ. Hann veitti óspart af gnćgtarbrunni sagna og ljóđa um náttúru Ţingeyjarsýslu, af laxveiđi í drottningu íslenskra áa í Ađaldal, úr sveitinni viđ Mývatn og af minnisverđu fólki hvort sem var frá Húsavík eđa fjarlćgum löndum. Heimamađur og heimsmađur, ţađ var Baldur. Ţađ var sama hvar boriđ var niđur, aldrei var komiđ ađ tómum kofa.  

Baldur greindist fyrst međ krabbamein áriđ 1999 og gekkst undir vandasama ađgerđ á hálsi og barka. Eftir ţađ ţurfti hann ađ ţjálfa nýja taltćkni međ „nýrri rödd“, og sćttast viđ gjörbreytingu á lífi sínu.  Hann tókst á viđ vandann af ađdáunarverđu ćđruleysi. Ţá, líkt og síđar, kom ţađ í hans hlut ađ vera sá sterki, sá sem hughreysti sorgbitna ástvini og taldi í ţá kjark og von.

Baldur var nćmur á umhverfi sitt og nćmur fyrir fólki. Dagfarsprúđur og barst ekki mikiđ á, en húmoristi sem gladdist međ glöđum. Skáldmćltur var hann eins og hann átti kyn til og eftir hann liggur mikiđ magn lausavísna og kvćđa sem hann greip ósjaldan til á góđum stundum. Ţannig naut hann sín best: Í töfrum orđanna, bundnum í ljóđ eđa óbundnum í rökrćđum, ţegar hugurinn hóf sig til flugs, yfir daglegt amstur. Sagan og lífiđ fléttuđ saman í eina heild.

„Margs er ađ minnast, margt er hér ađ ţakka.“ Erfiđu sjúkdómsstríđi er nú lokiđ. Í ţví stríđi sýndi Baldur styrk sem fáum er gefinn.

Eitt mun ţó dauđinn aldrei ná ađ vinna,
orstír sem sprottinn er af sönnum toga.
Minning ţín hlý í hugum vina ţinna
og hjörtum lifir, eins og bjarmi af loga. (ÓŢ)

Nú hefur sálin vitjađ skapara síns – laxinn er genginn í ána. 

Blessuđ sé minning góđs vinar.  

 

Ólína og Sigurđur. 

  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband