Úr handboltanum í Hátíđarkórinn - nei, annars: Sunnukórinn!

Ţannig fór nú ţađ 24:19. Annars var fyrri hálfleikurinn í ţessum leik Íslendinga og Svía svo ćsispennandi ađ ég ţurfti ađ beita ofumannlegu afli til ţess ađ hafa mig upp úr sófanum og snúa mér ađ öđru. Pinch  Ég ţurfti ađ mćta á kórćfinu. Ó, já. Kórćfingu. Stađan 11:9 fyrir Svía, og ég gekk bara út úr húsinu.

Eftir á ađ hyggja er ég heilshugar fegin ađ ég tók kórćfinguna fram yfir seinni hálfleikinn.

Blessuđ kórćfingin - ég var svo utan viđ mig vegna leiksins sem ég vćri ađ missa af, ađ ég tók ranga kórmöppu og mćtti, handviss um ađ ég vćri komin á ćfingu međ Hátíđarkórnum. Fyrstu mínúturnar vissi ég semsagt ekkert međ hvađa kór ég var ađ ćfa. Ţetta var nefnilega Sunnukórsćfing. Whistling Ţar sem ég átti auđvitađ ađ vera - ţó ég vćri ekki alveg međ á nótunum. Wink  Ég sá ekkert athugavert ţegar ég mćtti í sal Tónlistarskólans, ţar var sama fólkiđ og venjulega, enda báđir kórarni skipađir sama mannskapnum ađ mestu leyti. Ég tók mér sćti og fór ađ blađa í Gloríunni eftir Poulenc. Ţegar fólkiđ fór ađ syngja dillandi swing eftir Baldur Geirmunds áttađi ég mig loksins.

Já ţađ er svo mikiđ ađ gera í kóralífinu á Ísafirđi ţessa dagana ađ mađur er orđinn alveg ruglađur. Og nú er ég komin í ţrjá kóra Crying

kórsöngur

Ég er í Hátíđarkór Tónlistarskólans sem er tímabundinn kór, settur saman í tilefni af sextugsafmćli skólans og heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem viđ eigum ađ syngja međ á tónleikum ţann 24. janúar. Mjög spennandi (ţađ er altso ŢAR sem ég á ađ syngja Gloríuna eftir Poulenc Wink).

Ég er auđvitađ líka í Sunnukórnum. Hann heldur sitt árlega Sunnukórsball (árshátíđ sína) um sólrisuna, ađ ţessu sinni ţann 26. janúar. Og auđvitađ ţarf ađ ćfa stíft fyrir ţađ.  Karlakórinn Ernir ćtlar ađ halda árshátíđina međ okkur ađ ţessu sinni og syngja međ okkur viđ borđhaldiđ. Baldur Geirmunds er búinn ađ semja undurfallegt lag sem ég var beđin ađ gera texta viđ - og ţađ verđur frumflutt á árshátíđinni. Lag og texti falla vel ađ hvert öđru, svona eins og kćrustupar, enda er textinn rómantískur. Ég spái ţví ađ ţetta verđi vinsćlt kórlag.

Ţriđji kórinn minn er svo kvennakórinn Vestfirsku Valkyrjunnar sem var stofnađur í fyrra. Hann samanstendur af skemmtilegum og framtakssömum konum. Ţessi kór er fullkomlega vanrćktur af minni hálfu ţessa dagana, og verđur ţađ a.m.k. framyfir sólrisu.

En ţađ má međ sanni segja ađ ég dansi á vćngjum söngsins ţessa dagana  Halo hvađ sem líđur gengi íslenska handboltalandsliđsins. Ţeim verđur bara ađ ganga betur nćst.

 


mbl.is Svíar sigruđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var fegnust ţegar leikurinn var búinn, skelfilegur leikur

Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ţú ert nú meiri söngfuglinn   Opera  Famous 1 Famous 11 

Ásdís Sigurđardóttir, 17.1.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 17.1.2008 kl. 23:19

4 identicon

Gott hjá ţér ađ sjá ţessa hörmung ekki.

Nú sakna ég Sigga Sveins og Valdimars Grímssonar, ţeir hefđu ţorađ ađ taka af skariđ!

Enda var sćnski markmađurinn af ţeirra kynstofni!

Ćvar

Mosinn (IP-tala skráđ) 17.1.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Mikiđ vildi ég ađ ég hefđi stađiđ upp frá sjónvarpinu í hálfleik! Ţetta var nú meiri hörmungin

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.1.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Kristín Björg Ţorsteinsdóttir

Ég ćtla nú rétt ađ vona ađ leikurinn á morgun verđi betri! Annars eru ekki góđar fréttir af Ólafi Stefánssyni

En kórlífiđ er dásamlegt! Ég lćt mér duga Dómkórinn (er ţetta ekki góđ vísubyrjun) en hér á árum áđur ţá vildi mađur helst ćfa alla daga vikunnar. Man ţegar ég ćfđi međ kórnum í MH ţrisvar í viku og svo var ég í Fílharmoníunni tvisvar í viku. Og fór um allt í strćtó og ţótti ekki mikiđ....

Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, 18.1.2008 kl. 12:24

7 identicon

Syngur ţú ekki í bađi eđa sturtu? Ţađ geri ég og lćt ţađ duga

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráđ) 18.1.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Jú, líka

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 18.1.2008 kl. 18:52

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ţetta fór vel í kvöld Ólína! Heyja Ísland.

Edda Agnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 02:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband