Fćrsluflokkur: Trúmál

Klisjukennd mynd um undarlegt fólk undir jökli

snaefellsjokullFór ađ sjá tvćr myndir á kvikmyndahátíđinni í Háskólabíói í kvöld. Stuttmyndina Melt (Bráđnun) sem er sannkallađ listaverk, myndatakan, tónlistin og hugmyndin. Falleg og sterk upplifun.

Seinni myndin var ekki jafn heilsteypt: Dularmögn Snćfellsjökuls eftir franskan höfund - hvers nafn ég ekki man. 

Myndin er klisjukennt safn af frásögnum fólks um dularreynslu sína í námunda viđ jökulinn. Hún er tekin í ţoku. Jökullinn sjálfur sést aldrei nema sem málverk, teikning eđa ljósmynd, og ţví augljóst ađ kvikmyndagerđarmennirnir hafa ekki tafiđ lengi á Snćfellsnesinu - a.m.k. ekki nógu lengi til ţess ađ jökullinn hreinsađi af sér.  Inn á milli frásagna af orku jökulsins og huldum vćttum hans voru leikin undarlega uppstillt tónlistaratriđi sem áttu ađ magna upp einhverja tilfinningu fyrir menningarrótum ţessarar furđulegu ţjóđar sem myndin sýndi - en stungu í stúf viđ allt annađ. 

Útlendingar sem sjá ţessa mynd sannfćrast um ađ Íslendingar séu stórundarlegt fólk sem sjái huldar vćttir í stokkum og steinum, trúi stađfastlega á geimverur, og syngi framandlega fimmundarsöngva í tíma og ótíma, gjarnan íklćtt síđum kuflum međ ennisband um höfuđ, berjandi skinntrommur í flćđarmáli eđa inni í helli, milli ţess sem ţeir undirbúa heimsóknir geimvera eđa knýja á kletta og steina í von um ađ upp lokiđ verđi fyrir ţeim.  

Ţiđ vitiđ ... klisjan sem Björk blessunin innleiddi hér um áriđ, án ţess ađ ég vilji nú hnýta í ţá ágćtu konu ... klisjan sem fer í mínar fínust ţjóđfrćđitaugar, en ég átta mig líka á ađ ţýđir lítiđ ađ rökrćđa viđ útlendinga, svo innprentuđ er ţessi ímynd orđin í hugarţel ţeirra sem koma hingađ til ađ leita ađ séríslenskum einkennum.
Blogga kannski meira um ţessa brengluđu ţjóđarímynd síđar .... og ţá í öđru samhengi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband