Færsluflokkur: Íþróttir

BÍ burstar Val!

Valur "Valurinn" sem lúrir innra með mér frá gamalli tíð, á það til að brjótast fram fílefldur af og til, einkum þegar KR og Valur eigast við.  Þó langt sé um liðið - áratugir - frá því ég handlék bolta í gamla Valsheimilinu við Hlíðarenda, hafa þau bernskuspor orðið þess valdandi að rauðhvíti liturinn er mér alltaf hjartfólginn - sérstaklega í samanburði við svarthvítar rendur!

P1000216 (Small)Jæja, en í gærdag urðu þau tímamót að Valnum innra með mér fataðist flugið. Það var þegar Hjörvar, 13 ára sonur minn, hringdi hamingjusamur að sunnan til þess að segja mér að þeir BÍ strákarnir í 4. flokki hefðu unnið Vals-strákana í fótboltanum, 4-0!!

Valur hvað?

Nú er það  BÍ og litur himinblámans sem blífur Smile Flott hjá ykkur strákar


Af hverju biðjast Keflvíkingar ekki afsökunar?

Keflvíkingar eiga bara að biðjast afsökunar - segja sem er að þeir hlupu á sig, misstu sig í hita leiksins. Það er ekki gott fyrir unga knattspyrnuaðdáendur að fylgjast með þessu orðaskaki öllu lengur.

Leikurinn fór úr böndum - menn misstu sig. Bjarni, Guðjón og rekstrarfélag ÍA hafa beðist afsökunar á þessu marki - gott hjá þeim. Nú verða Keflvíkingar að sýna að þeir hafi manndóm til að sættast - a.m.k. að þeir hafi hlaupið á sig gagnvart Bjarna.

Mistök eru bara mistök, og þau mega ekki verða aðalmálið. Það skiptir meiru hvernig menn taka á mistökum sínum og vinna úr þeim.Cool


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólík viðbrögð við slysamarki

Það er fróðlegt að bera viðbrögð Keflvíkinga við marki Bjarna Guðjónssonar leikmanns ÍA, saman við framkomu leikmanna í hollenska boltanum þegar einn þeirra skoraði sambærilegt slysamark, eins og við sjáum í þessu myndbroti hér

Af þessu má margt læra um drengilega framgöngu á íþróttvelli.

Bjarni Guðjónsson hefur útskýrt að þetta var óviljaverk - hann þurfti því ekki að biðjast afsökunar á því sem þarna gerðist. Hann gerði það hinsvegar - og af því mættu Keflvíkingar líka læra.

Nú verður að fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Keflvíkinga.


mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúin eftir leitaræfingahelgi

ulfljotsvatn07-hopur    Helginni eyddi ég með Björgunarhundasveit Íslands við námskeið og leitaræfingar á Úlfljótsvatni.  Þar var þessi mynd tekin. Ég er hálf lúin eftir alla útiveruna.

Tíkin var svolítið erfið við mig - virðist ætla að taka seinni gelgjuna með trukki og dýfu. Hún var einbeitingarlaus og upptekin af umhverfinu. Fyrir vikið gengu æfingar ekki eins vel og ég hefði vonað. Verð bara að bíta á jaxlinn - eins og þegar unglingarnir ganga í gegnum sitt skeið - og bíða þess að þetta gangi yfir. Henni finnst hún flottust þessa dagana, og leynir því ekki fyrir neinum, hvorki mönnum né dýrum. Telur sig ekki þurfa að hlýða hverju sem er og iðar öll af lífi og vorgalsa. Auðvitað er hún flott, prímadonnan sú arna, ég tala nú ekki um meðan henni líður svona (þið sjáið hvað hún er sperrt). Hún reynir líka á þolrifin. 

En mikið var nú gaman að hitta alla. Ágætt veður, þátttaka góð eins og venjulega og margir hundarnir tóku ótrúlegum framförum. Þetta er mikil reynsla fyrir þá, samvera með öðrum hundum, sofið úti í búrum, margt fólk, nýtt umhverfi.

Jamm, en ég er semsagt hálf lúin. Það tekur á að keyra 500 km fram og til baka - þó félagsskapurinn sé góður. Það verður því ekki bloggað meira í bili. Kem vonandi "sterk inn" fljótlega - svona þegar ég er búin að lesa blöðin og setja mig aftur inn í málin ...  Cool

ollyogblida


Skellurnar með gullið -- og Ísafjörður með Öldungamótið!

 skellurnar07  Skellurnar (blakliðið mitt ) komu heim af Öldungamótinu sem haldið var í Garðabæ um helgina með GULL og FARANDBIKAR. Þær gerðu sér lítið fyrir og UNNU (sína deild) Smile Engar smá (S)kellur!

Ekki nóg með þetta - fyrir mótið sóttum við um að fá að halda Öldunginn hér vestur á Ísafirði á næsta ári - og það var samþykkt! Þetta eru góðar fréttir fyrir Ísafjörð.

 Nú naga ég mig í bæði handabök fyrir að hafa ekki skellt mér með þeim: En ég hugga mig við að ég fékk þó að vera með í þvi að semja þakkarræðuna fyrir það traust sem okkur er sýnt með því að úthluta okkur Öldungamótinu á næsta ári. Þær sömdu efnispunktana ég fékk að koma þeim í  bundið mál, og lagði þar með mitt af mörkum - eða þannig Wink.

Öldungamótið er ekkert smáverkefni. Þarna koma saman um 100 keppnislið karla og kvenna af öllu landinu - svo auðvitað erum við hrærðar og þakklátar (og strax farnar að stressa okkur auðvitað), eins og vera ber:   

  •  Heiður stór og æra er
  • Öldungsmót að halda 
  • því hátíðlega heitum vér
  • höfðinglega að valda.

 

  • Fjörður ísa fagur blár 
  • fagnandi nú bíður
  • til leiksins mætir eftir ár 
  • Öldungshópur fríður!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband