Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Kćrleiksstjórnun á Litla-Hrauni

margretFrimanns Margrét Frímannsdóttir er ađ gera góđa hluti á Litla-Hrauni. Endurhćfingardeildin sem hún hefur komiđ upp, ţar sem fangar fá tilsögn í húshaldi, matreiđslu og ţessháttar til ađ undirbúa ţá fyrir athafnir daglegs lífs, er í mínum huga dćmi um betrunarviđleitni ţessarar stofnunar sem svo allt of lengi hefur veriđ geymslustađur fyrir afbrotamenn. Stađur ţar sem ţeir áttu litla möguleika á ađ skapa sér tćkifćri til endurkomu inn í samfélagiđ. Vonandi er ađ verđa breyting á núna.

Síđasta tiltćkiđ - ađ fá Margréti Sigfúsdóttur, hússtjórnarskólaskólastjóra og kennara, til ţess ađ kenna föngunum um almennt húshald - á ţann hátt sem henni einni er lagiđ - er frábćrt framtak. 

"Kćrleiksstjórnun" er hugtakiđ (eđa nýyrđiđ) sem mér kom til hugar ţegar ég las um ţessa nýjung á Hrauninu. Ţessir stjórnunarhćttir Margrétar Frímannsdóttur bera vott um umhyggju og uppbyggingu sem er allt of sjaldséđ í opinberri stjórnsýslu.

Kćrleikurinn er mikils megnugur ţar sem hann fćr notiđ sín. Ég óska Margréti Frímannsdóttur til hamingju međ ţađ sem hún er ađ gera og sendi henni og hennar skjólstćđingum bestu velfarnađaróskir.

 


Sorglegt ađ sjá

Ţađ er sorglegt ađ sjá ţessar ađfarir lögreglumanns gagnvart unglingspilti sem grunađur var um búđarhnupl en reyndist svo alsaklaus ţegar til kom, og ekkert fannst á honum. En ţó svo hefđi veriđ - ţá réttlćtir ţađ ekki svona ađfarir. Ţetta er unglingur - og ţađ er nú ekki eins og hann hafi veriđ grunađur um stórglćp. Afbrot hans virđist einkum vera ađ lýsa yfir sakleysi sínu. 

Ég velti fyrir mér afleiđingum ţessa atviks á sálarlíf piltsins og tilfinningar ţeirra sem voru međ honum til lögreglunnar  framvegis. Svo  mikiđ er víst ađ ţetta eykur ekki traust almennings á lögreglunni. Innra međ sjálfri mér hafa vaknađ alvarlegar efasemdir um ađ lögreglumönnum sé innrćtt rétt hugarfar gagnvart borgurum ţessa lands, ţ.á.m. unglingum.

Ef íslenskir lögreglumenn ţola ekki ađ ţeim sé svarađ á vettvangi - hvar stöndum viđ ţá?  Hver eru réttindi borgaranna ef ţeir mega ekki tjá sig viđ lögregluna án ţess ađ eiga á hćttu  meiđingar og lítillćkkun?

Löggćslustörf eru vissulega krefjandi - ţau eiga ađ vera ţađ. En ţessar ađstćđur voru ekkert sérlega krefjandi. Hver einasti grunn- eđa framhaldsskólakennari hefđi leyst betur úr ţessu máli en lögreglumađurinn gerđi ţarna. Ţetta var einfaldleg ástćđulaus árás á varnarlausan ungling. Lögregluoflćti - paranoja.

Og hvađ skyldu lögregluyfirvöld gera í málinu, nú ţegar atvikiđ er lýđum ljóst?

Hvađ hefđu ţau gert ef ţetta myndband vćri ekki til stađar? Spyr sú sem ekki veit.

 


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

"Agabrot" Guđjóns Ţórđarsonar?

GuđjónŢórđarson Guđjóni Ţórđarsyni finnst lítiđ koma til líkamlegs ástands ýmissa dómara í karlaknattspyrnunni. Hann telur ađ lögum KSÍ sé ekki réttilega beitt og ađ liđum sé mismunađ. Guđjón fullyrđir ţetta og virđist hvergi banginn. Ţetta er hans skođun.

Viđbrögđ framkvćmdastjóra KSÍ eru ţau ađ vísa ummćlum Guđjóns til úrskurđar aganefndar.

Aganefndar?  Á nú ađ taka í lurginn á Guđjóni fyrir ađ segja skođun sína?

Vćri ekki nćr ađ láta rannsaka hvađ hćft er í fullyrđingum Guđjóns - ţví ţćr eru alvarlegar. Ţćr eru um ađ dómarar innan KSÍ hafi haldiđ sérstakan fund í bakherbergjum til ţess ađ leggja á ráđin um ađ sýna Skagamönnum, og ţá sérstaklega einum leikmanni, í tvo heimana. Ţćr eru um ađ alvarlegur misbrestur sé á ţví ađ reglum KSÍ sé framfylgt - til dćmis sé vikiđ frá reglum varđandi ţrekmat dómaranna sjálfra.

Ţegar stórar fullyrđingar eru settar fram er sjálfsagt ađ rannsaka hvađ hćft er í ţeim. Samkvćmt starfsreglum aganefndarinnar á hún fyrst og fremst ađ fjalla um "brot leikmanna, ţjálfara, forystumanna félaga, félaga og áhorfenda" eins og ţar segir. Ţá fjallar nefndin um "önnur mál, sem berast henni og/eđa hún telur ástćđu til ađ hafa afskipti af vegna leikja, sem fram fara í landinu, enda fjalli ekki ađrir um ţau."

Nú er spurningin ţessi: Er veriđ ađ vísa málinu til aganefndar til ţess ađ fá úr ţví skoriđ hvađ rétt sé og satt í ásökunum Guđjóns, eđa .... sem ég óttast ... er litiđ á ummćli hans sem agabrot? Stendur kannski til ađ setja Guđjón í bann eđa dćma á hann sektir svo hann ţegi framvegis (og halda menn virkilega ađ Guđjón láti ţagga ţannig niđur í sér) ??

Mér líst ekki á ţetta. Ţví hvađ svo sem segja má um Guđjón Ţórđarson, ţá á hann rétt á ţví ađ gagnrýna KSÍ ef honum finnst á sér brotiđ. Ţađ er grundvallar réttur allra sem eiga ađ lúta reglum KSÍ. Annađ vćri óheilbrigt. KSÍ hefur ekkert gott af ţví ađ vera undanţegiđ gagnrýni. Ţvert á móti.

Ef alvarlegar ásakanir koma fram um misbeitingu valds og brot á reglum ber ađ rannsaka sannleiksgildi slíkra ummćla skilyrđislaust. Ef eitthvađ er hćft í fullyrđingum Guđjóns, ţá er ţađ grafalvarlegt mál fyrir KSÍ. Forsvarsmenn félagsins hljóta ađ vilja reka af sér slyđruorđiđ og fá úr ţví skoriđ međ óyggjandi hćtti hvađ satt er.  Eđa hvađ?

Komi hins vegar í ljós međ óyggjandi hćtti ađ Guđjón hafi rangt fyrir sér - ţá er hann ómerkingur orđa sinna. Ţađ er ćrin refsing fyrir mann sem vill láta taka mark á sér.


Markađstorg ţjóđanna. Getspeki Sigmars.

euroband Mikiđ déskoti var Sigmar seigur ađ giska á einkunnagjöf ţjóđanna í Júróvisjóninni í gćr. Ţađ er eiginlega ţađ sem stendur upp úr - svona fyrir utan frammistöđu Íslendinganna í keppninni.

Getspeki Sigmars segir manni ţađ líka ađ tónlistin sjálf skipar ć minni sess í ţessari keppni. Ţetta er auđvitađ fyrst og fremst markađstorg ţar sem ţjóđirnar keppast viđ ađ vekja athygli á sér og auglýsa sig fyrir fjárfestum, ferđamönnum, alţjóđlegum verslunarkeđjum og ţar fram eftir götum. Og ţađ er orđiđ átakanlega fyrirsjáanlegt hvernig atkvćđi falla milli ţjóđa og svćđa. Viđ Íslendingar erum ţar engin undantekning - kjósum Norđurlandaţjóđirnar og Vestur-Evrópulöndin og ţiggjum ţeirra stuđning á móti. Enda var ţađ línan fyrir keppnina.

Svolítiđ hlálegt fannst mér ađ sjá Ţýskaland og Lettland fá tólf stig einhversstađar frá - svona í ljósi ţess ađ flutningur ţeirra var alveg rammfalskur á köflum. Reyndar finnst mér međ ólíkindum ađ sjónvarpsáhorfendur skuli ţurfa ađ hlusta á rammfalskan söng í jafn tćknivćddri útsendingu og Júróvisjón - ţar sem keppendurnir eiga ađ vera ţađ sem stendur upp úr eftir undankeppnir. Ég heyrđi ekki betur en Rúmeníuframlagiđ hafi líka veriđ falskt - jafnvel sćnska lagiđ á köflum. Blush

Ţess vegna hefđi ég orđiđ móđguđ ef viđ Íslendingar hefđum ekki komist upp fyrir Svía. Segi ţađ satt. Okkar flytjendur slógu hvergi feilnótu og fóru aldrei út af sporinu - heldur voru landi og ţjóđ til mikils sóma.

Takk fyrir ţađ.

 


Eiturúđun á almenningssvćđum

grasflöt Í morgun ţegar ég var á leiđ til vinnu blasti viđ mér undarleg sjón. Tveir unglingspiltar međ hanska á höndum og grímur fyrir andlitum stóđu á litlu grasflötinni neđan viđ húsiđ hjá mér og úđuđu torkennilegu efni úr bláum dunki yfir grasiđ. Af múnderingunni ađ dćma voru ţeir ađ eitra fyrir einhverju ţarna á flötinni - ţar sem er svosem enginn gróđur annar en gras. Og ţessi flöt er nú bara svolítil brekka ţar sem gaman er ađ setjast niđur í góđu veđri.

Ég varđ ţví hugsi yfir ţessu: Gat veriđ ađ ađ veriđ vćri ađ setja einhverskonar eitur ofan í grasiđ? Til hvers? Í hvers ţágu? Og hvar voru merkingarnar - viđvaranirnar? Og hversvegna voru piltarnir ekki betur útbúnir? Ţarna stóđu ţeir - annar á rifnum gallabuxum međ stóru gati rétt ofan viđ hné - og eiturúđinn sprautađist í allar áttir í nokkurra sentímetra fjarlćgđ. 

Viđ hjónin stöđvuđum bílinn og mađurinn minn skrapp yfir til ţeirra ađ spyrjast fyrir. Kom ţá í ljós ađ piltarnir skildu hann ekki . "Viđ sprauta" sögđu ţeir bara - og héldu iđju sinni áfram.

Nú spyr ég: Hvađ er veriđ ađ eitra í grasflatir í almenningsumgengni? Og ef svo er, hversvegna eru ţá ekki settar upp viđvaranir og merkingar? Ef ég hefđi ekki beinlínis gengiđ fram á ţetta, ţá hefđi ég veriđ allt eins líkleg til ţess ađ koma stuttu seinna og setjast í grasiđ. Börnin sem búa í götunni leika sér oft í brekkunni - velta sér í grasinu - og enginn hefur hugmynd um ađ ţetta sama gras hefur veriđ úđađ međ einhverri óhollustu stuttu áđur. 

Og útgangurinn á strákunum - ef ég hefđi átt ţessa drengi og komiđ ađ ţeim svona útbúnum ađ úđa eitri, ţá hefđi ég bókstaflega trompast. Angry

Ţar fyrir utan held ég ađ ţessi eitrunarárátta sé gengin allt of langt. En ţađ er önnur umrćđa.


Glćsilegt hjá Eurobandinu

eurobandiđ Ţađ gerist sjaldan - og ć sjaldnar satt ađ segja - ađ ég fyllist sannkölluđu ţjóđrembustolti yfir frammistöđu Íslendinga á erlendri grundu. Seint hélt ég ađ ég myndi sitja međ gćsahúđ af gleđi yfir Júróvisjón. Ţađ hefur bara ekki gerst síđan Sigga Beinteins og Grétar Örvars flatteruđu hálfan heiminn - já, og Selma svo reyndar seinna. Ţví miđur minnist ég ţess oftar ađ hafa setiđ hálf vandrćđaleg og stressuđ fyrir framan skjáinn ađ fylgjast međ okkar fulltrúum í keppninni.

En í kvöld gerđist ţađ aftur. Smile 

Ég bókstaflega sat sem bergnumin og var ađ SPRINGA af stolti.Wizard Ţau Regína Ósk og Friđrik Ómar ásamt félögum sínum í bakbandinu stóđu sig međ sönnum sóma. Lífleg, geislandi, örugg - ţetta var sko alvöru frammistađa.

Og mér er bara nákvćmlega sama hvar viđ lendum í ţessari keppni ţegar upp er stađiđ - ég er svo harđánćgđ međ mitt fólk. Ţađ var ekki hćgt ađ gera ţetta betur. Hvort Evrópa kann svo ađ meta ţetta er önnur saga. En ég lít ţá frekar á ţađ sem evrópskt menningarvandamál ef okkar fólk fćr ekki gott brautargengi í keppninni. Cool

Ég óska okkur öllum til hamingju međ ţessa glćsilegu frammistöđu Júróbandsins. Kissing  


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjórnarsamstarfiđ - sjávarútvegsráđherrann - LÍÚ

Hrefna Er Einar Kristinn Guđfinnsson ađ reyna ađ ganga í augun á LÍÚ - eiga hvalveiđimenn einhverja hönk upp í bakiđ á honum? Ţađ er erfitt ađ átta sig á ţví hvađ mađurinn er ađ hugsa. Ţriđja áriđ í röđ gefur hann út hrefnuveiđikvóta - og setur allt í uppnám.  

Um leiđ sendir hann fingurinn í átt ađ ţeim sem hafa undanfarin misseri veriđ ađ byggja upp hvalaskođun sem valkost í ferđaţjónustu. Ţeir ađilar eru augljóslega ekki jafn beintengdir inn í sjávarútvegsráđuneyti og hvalveiđimennirnir - enda ekki ađilar ađ LÍÚ, en ţau annars ágćtu samtök virđast stjórna sjávarútvegsráđuneytinu. 

Hann sendir líka fingurinn í átt ađ ţeim sem hafa á undanförnum árum veriđ ađ markađssetja íslenskar útflutningsvörur - ađ ekki sé minnst á ţá sem hafa unniđ ötullega viđ ađ skapa okkur ímynd međ áherslu á umhverfissjónarmiđ. Hann setur utanríkisráđherrann í klemmu - já og alla diplómatana sem ötullega vinna ađ ţví ađ skapa okkur Íslendingum sess í samfélagi ţjóđanna. 

Hvađ er mađurinn ađ hugsa? 

Svo mikiđ er víst ađ ţetta bćtir ekki orđstír okkar Íslendinga. Hér er veriđ ađ fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Hafi ţađ veriđ ćtlun sjávarútvegsráđherra ađ sýna af sér djörfung og dug, ţá er honum ekki ađ takast sérlega vel upp. Ţetta er hvorki djörfung né dugur - ţetta er bara ţrákelkni og fífldirfska. Sjávarútvegsráđherra vćri nćr ađ beita kröftum sínum og viđspyrnu gegn óréttlátu kvótakerfi - ţar hefur hann ekkert ađhafst. Ekkert.

Svo má spyrja hvađ ráđherranum gangi til gagnvart samstarfsađilum sínum í ríkisstjórn. Auđséđ er af yfirlýsingu utanríkisráđherra - formanns Samfylkingarinnar - ađ ţessar nýjustu tiltektir hafa ekki vakiđ lukku í stjórnarsamstarfinu.

Er Einar Kristinn ađ ögra samstarfsflokknum? Getur veriđ ađ Sjálfstćđismenn séu ađ guggna í ríkisstjórninni?


mbl.is Alvarleg ađför ađ hvalaskođun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vel heppnađ "útkall" á Skálavíkurheiđi

Patton Í gćr tókum viđ útkallsćfingu á Skálavíkurheiđi og Tungudal ofan Bolungavíkur. Ţegar ég segi "viđ" á ég viđ félagana í Vestfjarđadeild Björgunarhundasveitar Íslands og Björgunarfélag Ísafjarđar en sveitirnar tvćr efndu sameiginlega til ţessarar ćfingar.

 Viđ settum á sviđ leit ađ fjórum týndum einstaklingum - kćrustupari sem hafđi átt ađ koma fótgangandi frá Skálavík en boriđ af leiđ, og feđrum ţeirra sem höfđu ákveđiđ ađ fara til móts viđ ţau á sunnudagsmorgni. Samkvćmt sögunni átti pariđ ađ hafa náđ símsambandi viđ foreldra sína á fjallshryggnum milli Skálavíkurheiđar og Tungudals svo ekki var "vitađ" hvorumegin skyldi leita ţeirra.

Ţrjú hundateymi tóku ţátt í leitinni. Allt unghundar sem voru ađ ţreyta sína fyrstu ţrekraun í "útkalli". Ađgerđastjórn var í höndum félaga úr báđum sveitum. Ađ ţessu sinni var ég í skipulagsteyminu sem stjórnađi ćfingunni, enda er minn hundur ekki tilbúinn ennţá í svona stórrćđi.

Ćfingin tókst í alla stađi vel - og ţađ var ótrúlega gaman ađ sjá hundana vinna úr ţessu verkefni, ţessar elskur. Hundar eru frábćrt fyrirbćri ţegar kemur ađ leitum. Lyktarskyn ţeirra, hrađinn, vinnueinbeitingin. En sumir ţeirra voru orđnir ansi ţreyttir í lokin.

"Útkalliđ" barst kl. 13:09. Hálftíma síđar voru hundateymin komin á stađinn. Kl. 14:00 var búiđ ađ skipuleggja og skipta leitarsvćđum og hundarnir lagđir af stađ. Fyrsti mađurinn fannst kl. 14.30 og sá síđasti laust fyrir kl. hálf fimm. Leitin í heild sinni tók ţví tvo og hálfan tíma sem ţykir góđur árangur. Leitarskilyrđi voru góđ, rigningarsúld en ţokkalegur vindur. Hiđ síđarnefnda skiptir máli ţegar hundar eru viđ leit ţví ţeir taka lykt af fólki međ veđri.

Í Vestfjarđadeild BHSÍ á Ísafirđi eru alls sjö hundateymi. Hundarnir sem notađir voru ađ ţessu sinni eru allt ungir hundar sem hafa veriđ í ţjálfun undanfarin tvö ár. Félagar úr unglingadeild Björgunarfélags Ísafjarđar ađstođuđu í ćfingunni. Ţeir gengu svćđiđ eđa léku ´"týnda" fólkiđ, eftir ţví sem ţurfa ţótti og stóđu sig í alla stađi vel.

BHSI-ISO


Ţarfasti ţjónninn, félaginn, hljóđfćriđ ...

computer Ţađ er svo undarlegt ađ hugsa til ţess á hve örskömmum tíma tölvan - ţetta litla tćki (núorđiđ) -  hefur náđ ađ skipa sér sess í lífi manns. Tölvan er orđin miđpunktur alls sem gerist.

Í vinnunni er hún ţarfasti ţjóninn. Hún er glugginn út í heim. Samskiptatćkiđ viđ vini og vandamenn. Hljóđfćriđ sem ég hamra á tregatóna um andvökunćtur og gleđisöngva á góđum dögum. Já, ţó skömm sé frá ađ segja ţá hefur tölvan (nánast) tekiđ viđ af píanóinu og gítarnum sem sálusorgari og gleđigjafi. Í stađ ţess ađ slá á strengi er ég farin ađ hamra á tölvu til ţess ađ tjá hugsanir mínar, ljóđasmíđ og fleira. Tölvan er orđin helsti tengiliđurinn viđ lífiđ. Hún er "félaginn" - hljóđfćriđ - síminn! 

Er ekki eitthvađ bogiđ viđ ţetta? Woundering

Svo, til ađ kóróna skömmina, er hún líka farin ađ taka sér sess sem hálfgildings persóna. Ţessi sem ég er ađ vinna á núna, er svolítiđ farin ađ ţreytast. Hún er farin ađ hiksta og ţrjóskast viđ - vera lengi ađ sumum hlutum. Og ţá finn ég hvernig óţolinmćđin og ergelsiđ byggist upp gagnvart henni smátt og smátt. Já, ég viđurkenni ţađ bara - ég er farin ađ TALA viđ tölvuófétiđ! Ć, vertu nú ekki ađ ţreyta mig ţetta - reyndu nú ađ mođast í gegnum ţetta! Tuldra ég stundum. ŢÚ ćtlar ţó ekki ađ fara ađ frjósa núna!Angry

Svo suma daga er hún eins og hugur manns - lćtur allt renna ţýđlega í gegn og er bara draumur í dós (í orđsins fyllstu). Ţá erum viđ vinkonur - og ég strýk henni mjúklega í ţakklćtisskyni ţegar ég loka henni. Finn ađ mér er hlýtt til hennar.

Nú er ég farin ađ strjúka henni líka áđur en ég opna hana - svona til ađ blíđka hana ađeins áđur en viđ byrjum - ţađ virkar ..... stundum Wink


Harmleikur? Ekki fyrir máfinn!

alft Ţessi tárvota frétt um "harmleikinn" í álftahreiđrinu - ţar sem svartbakar komust í feitt og átu eggin eftir ađ hafa hrakiđ álftina af hreiđrinu - er svolítiđ yfirdrifin. Ţiđ fyrirgefiđ.

Altso - segi ég nú bara eins og gamli landlćknirinn: Er fólk ekki ađ átta sig á ţví hvernig dýrin lifa og nćrast úti í náttúrunni? Harmleikur!? Fyrir hvern? Ekki máfinn sem svo sannarlega fékk ţarna góđa veislu. Svartbakar éta egg annarra fugla - ţađ gerum viđ mannfólkiđ líka. Best ađ horfast í augu viđ ţetta börnin góđ. Svartbakar eru ekki grćnmetisćtur. Og ţađ sem ţarna gerđist er ekki fréttaefni - heldur lífsins gangur. Hafi ţetta nú gerst međ ţessu hćtti á annađ borđ. En eins og kemur fram í athugasemdum fuglafrćđinga ţá er nú heldur ólíklegt ađ álft geti ekki varist máfum.

Af ţessum atburđi er svo dregin sú ályktun ađ "engir álftarungar muni kost á legg ţetta áriđ". Er nú ekki fullsnemt ađ segja svona? Ţađ er ekki langt liđiđ á vor, og mér fínnst ótrúlegt annađ en ađ náttúran hafi einhverskonar varaáćtlun í bođi fyrir fugla sem verđa fyrir svona skakkaföllum nýorpnir. Ţó veit ég ekki međ stóran fugl eins og álftina. Vona ţađ samt.

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband