Lækjarniður í snjóholu.

Ég fann þetta á mér - horfði ekki á þennan leik. Fyrir vikið hef ég sælar minningar um frábæra frammistöðu íslenska landsliðsins í leiknum gegn Slóvökum í gær. Þar stóðu þeir sig vel - og sýndu hvað í þessu liði býr - svona stundum Errm

Annars fór allur seinnihluti dagsins í fimm tíma langa leitarþjálfun með björgunarhundasveitinni. Við fórum upp á Skálavíkurheiði. Grófum þar stærðarinnar holu með mikilli fyrir höfn, tvo metra niður og tveggja metra innskot. Uppgötvuðum þá að holan ómaði af lækjarnið Woundering og fígúrantinn þorði ekki ofan í hana fyrir vikið - óttaðist að pompa niður í rennandi vatn á einhverju tímapunkti.

 Ég tók á honum stóra mínum - fannst ótækt að láta æfinguna eyðileggjast eftir allt okkar púl við holugröftinn - og skreið ofan í holuna. Hugrökk eins og fjallahind - eða hitt þó heldur (ég er nefnilega með fóbíu fyrir lokuðum rýmum). Lét mig samt hafa það og lá úti fyrir þrjá hunda. Fékk þá aðra hugrakka í hópnum til að skipta við mig. Hún lá við lækjarniðinn fyrir aðra þrjá hunda. Þar með var deginum bjargað. Svo lokuðum við holunni og merktum hana. Það verður fróðlegt að sjá hvort hún verður í heilu lagi - eða á floti - næst þegar við komum.

ÉG var köld á rassinum með klakabrynju í hárlokkum þegar ég kom heim í kvöld. Minn elskulegi eiginmaður hafði útbúið svolítið þorraborð handa okkur Hjörvari - og ég reif í mig matinn, hungruð eins og úlfur. Fór svo að horfa á Forbrydelsen - danska sakamálaþáttinn. Hann er frábær. Ég er vissum að Rie (kærasta Hartmans) hefur eitthvað óhreint í pokahorninu Cool

 

holufundurskalavikurheidi06Gusti


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

þið eruð jaxlar þarna fyrir vestan og um að gera að nota snjóinn meðan hann er...

man eftir einu skipti þar sem ég var með Eglu sjálfa í holunni á námskeiði á Hrauneyjum og kom með hana blauta og þvælda tilbaka vegna úðans af læknum þar ofan í 

Forbrydelsen er með því betra sem maður hefur séð í sjónvarpi, sáum seríuna sem er núna á RÚV á NRK í fyrra og höfum fylgst með endalokum á NRK héðan af Fróni, veit semsé hvernig fer og ætla ekki að segja þér neitt um hana Rie ... þú verður bara að komast að því sjálf..

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 22.1.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband