Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Bloggţreyta

Gott fólk - ég er sennilega búin ađ blogga yfir mig eftir törn síđustu vikna. Er eiginlega orđin ţurrausin og ćtla ađ taka mér hlé.

Sjáumst ţegar ég hef safnađ kröftum á ný. Wink

bardastrond


Hvar eru nú handtökuheimildirnar?

 Hvar er nú efnahagsbrotadeild lögreglunnar? Hvar eru handtökuheimildir lögreglunnar? Ţađ vantar ekki ađ hćgt sé ađ taka krakkagrey og hneppa í varđhald fyrir ţađ ađ mótmćla á almannafćri. En menn sem misnota ađstöđu sína og vitneskju - misfara međ ţađ traust sem ţeim er sýnt - til ţess ađ draga sér fé, ţeir ganga lausir. Ekki nóg međ ţađ, ţeir eru sérstakir ráđgjafar stjórnvalda og látnir starfa međ skilanefndunum sem eiga ađ gera upp verkin ţeirra. 

Rćningjar á rannsóknavettvangi. Angry

thjofurEigendur Landsbankans og Glitnis láta peningamarkađssjóđi bankanna kaupa í fyrirtćkjum sem ţeir eiga persónulega ţegar ţeir sjálfir eru komnir í lausafjárţröng, eins og ţađ er orđađ. Ţeir nota fjármuni viđskiptavina bankans til ţess ađ bćta sér upp persónuleg blankheit.   Fyrirgefiđ, en ţetta er í reynd ekkert annađ en innherjaţjófnađur - fjármunir fćrđir úr sjóđum viđskiptamanna yfir í veski stjórnenda.

Svo voga skilanefndirnar sér ađ hylma yfir međ ţessum mönnum og skjóta ţeim á bak viđ bankaleynd. Angry 

Hvar er nú dómsmálaráđherra međ allar sínar sérsveitir? Af hverju er ekki ruđst inn međ dómsúrskurđi og gögn gerđ upptćk til ađ upplýsa ţetta mál, eins og menn gera ţegar grunur leikur á um skattsvik?

Ţvílíkt og annađ eins. 

Burt međ ţetta spillingarliđ - ţessa afbrotamenn!

 


mbl.is Notuđu peningamarkađssjóđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

En útrásarvíkingarnir?

Af hverju ekki ađ bjóđa útrásarbarónunum ađ sitja fyrir svörum á nćsta borgarafundi, eins og Friđrik Ţór Guđmundsson bendir réttilega á í sínu bloggi? Er ekki tími til kominn ađ ţeir fái sín sérmerktu sćti í Háskólabíói og horfist ţar í augu viđ almenning?

Eru mótmćlin ađ ţróast í múgćsingu?

motmćlendurEru mótmćli Íslendinga ađ breytast í múgćsingu? Ég velti ţví fyrir mér eftir atburđina viđ lögreglustöđina á Hverfisgötu. Fréttamyndir af vettvangi skjóta manni skelk í bringu.

Hugsanlega hefđi lögreglan getađ leyst ţetta mál betur - til dćmis međ ţví ađ láta einhvern koma út og tala viđ fólkiđ. Ţó er ég ekki viss, svona eftir á ađ hyggja. Enda verđ ég ađ segja ađ ţeir sem brjóta rúđur og ráđast til inngöngu međ steinhellur á lofti geta nú varla búist viđ ţví ađ ţeim sé bođiđ í kaffi ţegar inn er komiđ. Hvađ hélt fólk ađ lögreglan myndi gera? Auđvitađ máttu menn vita ađ hún myndi verja húsiđ.

Svo kom drengurinn út - eins og skćruliđaforingi međ klút fyrir andlitinu. Lítiđ bara á ţessa fréttamynd hér fyrir ofan. Ţađ mćtti halda ađ hún vćri tekin í Palestínu.

piparudiNei, atburđarásin er ađ verđa einhvernvegin hálf óraunveruleg. Ţađ er átakanlegt ađ sjá nú myndir af fólki sem ber menjar eftir piparúđa lögreglunnar.  Viđ Íslendingar eigum ekki ađ venjast átökum sem ţessum, enda siđmenntuđ ţjóđ ađ ţví taliđ er.  

Hitt er svo annađ mál ađ ég gef lítiđ fyrir skýringar lögreglu á handtöku piltsins. Ţeir voru greinilega ađ ögra mótmćlendum međ ţessu. En ţeir gera ţađ vonandi ekki aftur.

 


Já, hvađa spillingarliđ?

Burt međ spillingarliđiđ er krafa sem um hríđ var upphaf og endir allra bloggfćrslna á ţessari síđu. Krafan var sett fram af ćrnu tilefni, daginn sem fréttist ađ yfirmenn Kaupţings hefđu ákveđiđ ađ afnema skuldaábyrgđ útvalinna "lykilstarfsmanna" í bankanum vegna hlutabréfakaupa sem námu tugum milljarđa króna. Ţetta voru sömu menn og margir hverjir höfđu tugi milljóna króna í laun á mánuđi áđur en bakakerfiđ hrundi. Ţarna var manni einfaldlega nóg bođiđ.

Nú hef ég hinsvegar tekiđ eftir ţví ađ krafan "burt međ spillingarliđiđ" er orđin ađ einhverskonar samnefnara yfir kröfuna um afsagnir ráđherra, vantraust á ríkisstjórnina og sem tjáning á andúđ gegn stjórnmálamönnum almennt. Ţetta hefur jafnvel heyrst sem vígorđ gegn lögreglunni. Woundering 

Sjálfri var mér rammasta alvara međ ţessum orđum ţegar ţau voru sett fram. Ţess vegna er mér heldur ekki sama hvernig ţau eru notuđ. Pólitísk ábyrgđ er eitt - spilling er annađ. Athugiđ ţađ.

Ég geri skýran greinarmun á ţví ţegar:

  • Fagráđherra eđa háttsettur embćttismađur verđur ađ horfast í augu viđ mistök eđa ađ eitthvađ hafi fariđ úrskeiđis á hans vakt annarsvegar - eđa
  • yfirmenn banka falsa efnahagsreikninga, búa til leppfyrirtćki til ađ fela og koma undan fjármunum, nýta sér innherjaupplýsingar eđa fella niđur skuldaábyrgđir valinna starfsmanna vegna hlutabréfakaupa, eins og dćmi eru um.

Samskonar greinarmun geri ég á:

  • Ráđherra og/eđa háttsettum embćttsimanni sem er persónulega tengdur spillingu á borđ viđ innherjaviđskipti (sbr. menntamálaráđherra/ ráđuneytisstjóri fármálaráđuneytisins), eđa
  • ráđherra sem ber pólitíska ábyrgđ á ţví ađ eitthvađ fer úrskeiđis sem hann rćđur illa viđ eđa honum hefur yfirsést (sbr. forsćtisráđherra, viđskiptaráđherra, fjármálaráđherra).

Ekki man ég hvort ţađ var í Japan eđa Kína sem landbúnađarráđherrann sagđi af sér ţegar uppskeran brást eitt áriđ. Ţessi ráđherra tók ábyrgđ á velferđ fólksins í landbúnađarhéruđum. Hann taldi sig bera pólitíska ábyrgđ sem enginn annar en hann ćtti ađ axla, jafnvel ţótt um vćri ađ rćđa atburđi sem hann hafđi ekkert vald á.

Ţađ er ekki sanngjarnt ađ krafa um afsögn ráđherra sem ber fagpólitíska ábyrgđ á málaflokki hljóđi:  Burt međ spillingarliđiđ! Tja, nema sami ráđherra hafi á einhvern hátt gerst sekur um spillingu.

Burt međ spillingarliđiđ er setning sem hefur ţýđingu í mínum huga - hún er ekki bara eitthvert gaspur út í loftiđ. Viđ ţessa kröfu geta menn svo bćtt ţví sem ţeim sýnist, vilji ţeir ganga lengra t.d. ađ krefjast afsagnar ráđherra eđa ríkisstjórnarinnar í heild.

En í öllum bćnum - látum orđ hafa merkingu. 

Já, og ... burt međ spillingarliđiđ! Wink


Kraftmikill flokksstjórnarfundur

Woman's%20Guide%206Í dag átti ég tveggja kosta völ: Ađ mćta á mótmćlafund á Austurvelli, eđa flokkstjórnarfund hjá Samfylkingunni. Ég valdi ađ mćta á flokksstjórnarfundinn og komast ţar međ milliliđalaust inn í samrćđu viđ ráđherra og forystumenn flokksins um stjórnmálaástandiđ og framtíđarhorfurnar.

Ég sé ekki eftir ţví - ţetta var afar gagnlegur fundur. Ţarna fór fram einörđ umrćđa, hreinskiptin og opin ţar sem tćplega fimmtíu manns tóku til máls. 

Engan hefđi órađ fyrir ţví ţegar viđ hittumst síđast á flokkstjórnarfundi um miđjan september ađ svo margt alvarlegt ćtti eftir ađ gerast milli funda. Enda lá fólki nú margt á hjarta. 

Fundarmenn voru sammála um ađ síđustu daga hafa mikilvćg skref veriđ stigin - ađgerđaáćtlun ríkisstjórnarinnar, sátt í Ísbjargardeilunni og afnám eftirlaunarsérréttinda ráđamanna, svo veigamestu málefnin séu nú nefnd. Í burđarliđnum er tillaga um úttekt á ađdraganda bankahrunsins.

En menn voru jafn sammála um ađ framundan eru mörg og knýjandi verkefni varđandi úrvinnslu, endurreisn og ekki síst uppgjör ţeirra atburđa sem orđiđ hafa - ţví eins og formađurinn orđađi ţađ í sinni inngangsrćđu: Fyrst kemur fólkiđ, svo flokkurinn!

Mér líđur betur eftir ađ hafa tekiđ ţarna til máls og hlustađ á flokkssystkini mín tala.

Ţađ var mikill kraftur í ţessum fundi.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kastljósiđ

Í kvöld sat ég fyrir svörum hjá Helga Seljan í Kastljósinu ásamt Berki Gunnarssyni friđargćsluliđa og starfsmann hjá NATO. Umrćđuefniđ var efnahagsástandiđ, eftirlaunafrumvarpiđ, rćđa Davíđs o. s. frv.  Ég hefđi auđvitađ viljađ fá helmingi lengri tíma til ađ segja allt sem mér liggur á hjarta, en .... mađur getur ekki alltaf fengiđ allt sem mađur vill. Wink

Ţiđ sem áhuga hafiđ á ţessari umrćđu, getiđ séđ ţáttinn hér.


Á skítahaugum geta vaxiđ blóm ...

blóm Nýja Ísland  - listin ađ týna sjálfum sér, nefnist bók eftir Guđmund Magnússon sagnfrćđing og bloggara. Eintak af ţessari bók datt inn um bréfalúguna hjá mér fyrir skömmu og ég fór ađ blađa í henni. Ţađ endađi međ ţví ađ ég las hana spjaldanna á milli og var rétt í ţessu ađ leggja hana frá mér. Ég mćli međ henni.

Í ţessari bók skođar Guđmundur "íslenska efnahagsundriđ" - hvers afleiđingar viđ erum ađ kljást viđ nú um stundir. Hann leitast viđ ađ greina ţćr breytingar sem orđiđ hafa í íslensku samfélagi á síđustu áratugum og allt fram á ţennan dag:  Hvernig hugarţel ţjóđarinnar og gildismat hafa birst frá einum tíma til annars m.a. í löggjöf, opinberri umrćđu, viđskiptaháttum og samskiptum. 

Sú athugun leiđir ýmislegt óţćgilegt í ljós, m.a. hvernig gildi hins "stéttlausa" samfélags hafa smámsaman molnađ og morknađ; hvernig samkennd og samheldni hafa látiđ undan í okkar litla samfélagi; hvernig auđmenn og fyrirtćki hafa öđlast meiri völd og áhrif á ýmsum sviđum ţjóđlífsins en ţeim er hollt. Á sama tíma hefur almannavaldiđ orđiđ veikara og vanbúnara ađ takast á viđ breyttar ađstćđur, auk ţess sem hin glöggu skil sem áđur voru milli markađarins (veraldar viđskipta) og samfélagsins (veraldar almannavalds og menningarverđmćta) verđa sífellt óljósari.

Já, íslenska efnahagsundriđ hefur ekki orđiđ okkur sú gćfa sem efni og vonir stóđu til. Útrásartíminn var vissulega tími kappsemi og atorku líkt og ţegar Íslendingar brutust úr fátćkt og kyrrstöđu á fyrstu áratugum 20. aldar. En eins og höfundur bendir réttilega á báru eldri kynslóđir ţó "gćfu til ţess ađ varđveita og rćkta lífsviđhorf sem tryggđu samheldni og samkennd ţjóđarinnar á ţví mikla breytingaskeiđ sem gekk yfir".  Í markađshyggjuákafanum síđustu ár hafa ţessi gildi orđiđ undir - gildin sem ţó eru "svo mikilvćg fyrir starfrćkslu ţjóđfélags".

Ţarna skilur höfundur viđ okkur međ spurningum sem lúta ađ afdrifum og endurheimt hinna horfnu gilda.

Woundering

Ađ lestri loknum fór ég ađ hugsa um hrun og endurreisn. Ţađ er nefnilega ţannig ađ á öllum skítahaugum vaxa blóm. Fegurđ ţeirra og gagn veltur bara á ţví hvađa frćjum er sáđ.

Spurningin núna er sú, hvort okkur tekst ađ sá réttu frćjunum í ţann haug sem blasir viđ. Tekst okkur ađ endurheimta og sá ađ nýju traustum gildum á borđ viđ samkennd, samhjálp og mannúđ? Ţađ er hin stóra spurning - hiđ stóra verkefni sem bíđur okkar allra. 

íslenskiFáninn


Ţjóđ í greipum Davíđs

DavidGeirMbl.is Ég man ţá tíđ ţegar Davíđ Oddsson varđ borgarstjóri í Reykjavík, ég var fréttamađur á sjónvarpinu. Mér er ţađ mjög minnisstćtt ţegar hann neitađi ađ veita fréttastofunni viđtöl nema ákveđnir fréttamenn tćkju ţau. Hann ćtlađi til dćmis ađ neita ađ tala viđ mig. Ţá sýndi Ingvi Hrafn Jónsson ţáverandi fréttastjóri af sér ţann dug ađ láta Davíđ Oddsson vita ţađ ađ hann veldi sér ekki viđmćlendur á fréttastofu sjónvarpsins. Og ţar viđ sat.

Ţetta rifjast upp fyrir mér ţegar Davíđ talar núna um heljartök hagsmunaađila á fjölmiđlum. Hann hefur sjálfur haft slíkt tök,  enda átti hann eftir ađ verđa mun valdameiri í íslensku samfélagi en ţegar hann var borgarstjóri. Hann hefur viljađ hafa ţessi tök og beita ţeim. Ţannig er ţađ nú bara - ţađ otar hver sínum tota.

Sjálfréttlćting var orđiđ sem kom fyrst í huga minn ţegar ég hlýddi á rćđu Davíđs á fundi Viđskiptaráđs í morgun. Vissulega var ţróttur í röddinni - hann er greinilega ekki af baki dottinn.  En ţađ er einkennilegt ađ hlusta á opinberan embćttismann tala á formlegum fundi og eyđa mestum hluta rćđutíma síns í ađ réttlćta sjálfan sig persónulega.

Ţetta er - hvađ sem öđru líđur - mađurinn sem skóp skilyrđin fyrir útrásinni í krafti forsćtisráđherraembćttis síns međ hugmyndafrćđi frjálshyggjunnar ađ vopni. Var ţađ ekki hann sem "seldi" bankana á gjafverđi? Var ţađ ekki hann sem réđi lögum og lofum, deildi og drottnađi árum saman?  Skaut sendibođa slćmra tíđinda međ ţví til dćmis ađ leggja niđur Ţjóđhagsstofnun ţegar honum líkuđu ekki efnahagsspárnar? 

Vissulega má af tilvitnunum Davíđs lesa ađ hann hafi varađ viđ ţví sem var yfirvofandi. Ţađ var gert í einhverjum rćđum sem enginn tók eftir á formlegum fundum ţar sem menn dotta eldsnemma á morgnana og bođskapurinn fer inn um annađ eyrađ en út um hitt. En tók hann upp símtóliđ og talađi viđ ţá sem stjórna landinu? Hélt hann vinnufundi um máliđ? Gerđi hann tillögur um viđbrögđ viđ yfirvofandi hćttuástandi? Hvar gerđi hann ţćr tillögur, og viđ hvern? Hvar eru ţćr?

Sjáiđ til, ţađ sem Davíđ gerđi  var annars eđlis en ţađ sem hann sagđi. Hann safnađi ekki korni í hlöđur fyrir mögru árin. Gjaldeyrisvarasjóđur Seđlabankans reyndist ekki nćgur ţegar til átti ađ taka. Sömuleiđis peningastóll bankana - enda búiđ ađ lćkka bindiskylduna. Hver skyldi hafa boriđ ábyrgđ á ţví?

Og svo klykkir hann út međ ţví ađ hann viti hvers vegna Bretar beittu hryđjuverkalögum. Hann veit en vill ekki segja. Hvers konar málflutningur er ţetta eiginlega?

Eitt stendur ţó eftir stálinu sterkara: Davíđ Oddsson ćtlar ekki ađ falla einn úr háu sćti. Verđi hann látinn víkja úr starfi Seđlabankastjóra mun hann taka fleiri međ sér. Í ţessari rćđu lét hann skína í tennurnar: Davíđ er ţess albúinn ađ fletta ofan af ađgerđa- og andvaraleysi annarra. Og ţar liggur hundurinn grafinn. 

Ţađ er Davíđ sem hefur ráđherra Sjálfstćđislfokksins í heljargreipum, og ţar međ ţjóđina.


mbl.is Fjölmiđlar í heljargreipum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svo margt hefur gerst ...

Nú hefur bara svo margt gerst síđustu dćgur ađ móttakarinn í mér er brunninn yfir. Hann tekur ekki viđ meiru í bili.  Lítiđ bara yfir nýliđna viku:

10. nóv. seint um kvöld: Bjarni Harđarson missir frá sér tölvupóst á alla fjölmiđla međ bréfi tveggja Framsóknarmanna til Valgerđar Sverrisdóttur og ljóstrar ţar međ upp um eigin áform um ađ koma ţessu nafnlaust á framfćri í bakiđ á Valgerđi. Landsmenn taka andköf.  


11. nóv. Bjarni segir af sér ţingmennsku. Andköf halda áfram.

12. nóv. Forseti Íslands lćtur ummćli falla á fundi međ fulltrúum nágrannaţjóđa sem verđa ţess valdandi ađ menn sitja klumsa undir rćđuhöldunum. Norski sendiherranns sér ástćđu til ađ senda heim sérstaka greinargerđ um uppákomuna. Landsmenn líta hver á annan.

14. nóv. Sjálfstćđismenn ákveđa ađ flýta landsfundi fram í janúar og skipa nefnd um Evrópumál sem á ađ skila af sér fyrir landsfundinn. Sama dag ...

14. nóv. leggur ríkisstjórnin fram ađgerđaáćtlun til bjargar heimilunum í landinu. Mađur er rétt farinn ađ fletta í gegnum ađgerđalistann ţegar nćsta stórfrétt dynur yfir. 


15. nóv. Framsóknarflokkurinn heldur ţann "magnađasta" miđstjórnarfund sem framsóknarmenn hafa setiđ, svo vitnađ sé í bloggskrif eins ţeirra. Á ţessum fundi verđa ţau stórtíđindi ađ flokkurinn tekur stefnuna til Evrópu. Hart er deilt á forystuna og af fundinum heyrast hróp og köll gegnum luktar dyr. Loft er lćvi blandiđ. Sama dag ...

15. nóv.  mótmćla 6-8 ţúsund manns á Austurvelli - hafa aldrei veriđ fleiri -  Alţingishúsiđ er ţakiđ eggjarauđum og klósettpappír.

16. nóv. Ríkisstjórnin kynnir samkomulag í Ísbjargar deilunni. Ekki er fyrr búiđ ađ taka hljóđnemana úr sambandi og kalla til ađjúnkta, dósenta og lektora til ađ tjá sig um máliđ en ...

17. nóv. ađ morgni dags: Gert er uppskátt um ţá 27 liđi sem felast í umsókn okkar til Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Fyrst berast af ţessu lausafregnir (skúbb hjá DV ), en síđar um daginn heldur ríkisstjórnin blađamannafund og opinberar ţađ sem í umsókninni felst. Aftur eru kallađir til ađjúnktar, dósentar og lektorar til ađ leggja mat á umsóknina. Ţeir hafa ekki fyrr opnađ munninn en ...


17. nóv. kl. 15:00: Guđni Ágústsson segir af sér ţingmennsku og formennsku í Framsóknarflokknum. Hann er búinn ađ fá svo gjörsamlega nóg ađ hann heldur ekki einu sinni blađamannafund - svarar ekki spurningum, heldur afhendir ţingforseta bréf og segir sig frá öllu saman. Ćtlar ekki ađ tjá sig í bráđ. Ţingheimur situr agndofa - bloggheimur ţagnar ... um stund.

 Shocking

Ţađ eru takmörk fyrir ţví sem hćgt er ađ leggja á einn bloggara á einni viku. Nú er upplýsingaflćđiđ orđiđ svo mikiđ ađ "tölvan" er einfaldlega frosin - hún tekur ekki viđ meiru, og skilar ekki fleiru frá sér í bili. 

Hreinsun stendur yfir - en ţađ er bloggstífla á međan. Ég biđ lesendur ađ sýna biđlund á međan ţetta ástand varir.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband