Gleðiræða Óla Stef

ÓliStef Orðtakið að vera "ölvaður af gleði" fékk í fyrsta skipti merkingu í mínum huga þegar ég sá sjónvarpsviðtalið við Ólaf Stefánsson eftir sigur íslenska handboltalandliðsins á Pólverjum í gær. Því miður finn ég ekki tengil á sjálft viðtalið, en á visi.is má sjá þessa uppskrift af því.

Ólafur var í gleðivímu - hann var virkilega hátt uppi þegar fréttamaðurinn greip hann. Endorfínið fossaði um æðarnar á honum og samtalið var eftir því: Torskilin, samhengislaus gleðiræða ... sumpart um heimspeki. Tounge 

Þegar ég hinsvegar les viðtalið á blaði, skil ég mun betur hvað Ólafur er að fara. Og það gleður mig að einmitt þessar hugsanir skuli hafa verið honum efst í huga á þessari stundu - segi það satt: Þetta er alveg ný hlið á karlmennskuímyndinni sem keppnisíþróttirnar skapa. Jákvæð mynd - að vísu svolítið sundurlaus í framsetningunni á þeirri stundu sem orðin flæddu fram, en engu að síður virðingarverð.

Sömuleiðis er ógleymanleg senan þegar Björgvin markvörður lenti í hrömmunum á Loga að mig minnir (eða var það Sigfús?) sem öskraði upp í eyrað á honum af lífs og sálar kröftum eftir leikinn: "Mikið djöööfull ertu góóóóður!" Shocking Það mátti sjá (a.m.k. ímynda sér) augun ranghvolfast í höfðinu á Björgvini  sem var þó fljótur að jafna sig enda sjálfur í sæluvímu - og sú víma deyfir nú sjálfsagt nokkur desibil.

Guðmundur, þegar hann hljóp til strákanna eftir leikinn og hendurnar leituðu upp að vörunum.

Osssosssosss! Þetta var ógleymanleg stund. 

Vonandi verður önnur eins stund eftir leikinn á morgun. Smile 

Sjálf verð ég fjarri sjónvarpstækjum - því miður. Ég verð á málþingi vestur á Hrafnseyri í Arnarfirði um kaþólska Vestfirði í fortíð og nútíð. Svolítið frábrugðið viðfangsefni því sem hér er til umræðu - og viðbúið að ég verði friðlaus í sæti mínu einhvern hluta dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Sæl Ólína! Gaman að sjá þig tjá þig um handboltann. Sjálf er ég ein af þeim, sem missi ekki af góðum leikjum, hvort heldur er handbolti eða fótbolti..... En eitt er víst að það læddust tár niður mína hvarma í leikslok..... Og ég er nú þegar búin að hlusta 5 sinnum á þetta ágæta viðtal, og það var svolítið samhengislaust, en samt sem áður eins og þú bendir svo réttilega, á hann var í algerri sæluvímu..... Og ég er svo mikil bjartsýnis manneskja þegar ísl. landsliðið í handbolta er annars vegar að ég trúi enn á gott gengi og að við séum jafn líkleg til mikilla afreka eins og hin þrjú liðin sem eftir eru. Kv. Helena Mjöll;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bíp!

Þorsteinn Briem, 22.8.2008 kl. 00:15

3 identicon

EG MYNDI NÚ BARA LÁTA FRESTA KAÞÓLSKUNNI UM 2 TÍMA EÐA SVO :)   GETUR VARLA SKAÐAÐ NEINN :)

Þórdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband