Súđavíkurgöng

Í janúar  varđ ég ţeirrar ánćgju ađnjótandi ađ leggja fram fyrsta ţingmáliđ sem flutt hefur veriđ á Alţingi um ný jarđgöng milli Skutulsfjarđar og Álftafjarđar. Fékk ég til liđs ađra ţingmenn Norđvesturkjördćmis sem eru međflutningsmenn  mínir á ţingsályktunartillögu um ađ Súđavíkurgöng verđi nćstu jarđgöng  á eftir Dýrafjarđargöngum. Lagt er til ađ jafnhliđa verđi efldar snjóflóđavarnir á Kirkjubóls- og Súđavíkurhlíđum allt ţar til jarđgangagerđinni er lokiđ. Er ţá einkum horft til stálţilja, víkkunar rása og grjótvarnarneta.

Vegurinn um Kirkjubólshlíđ og Súđavíkurhlíđ inn Djúp er helsta samgöngućđ ţeirra sem ţurfa ađ komast landleiđina ađ og frá  Ísafirđi, Bolungarvík, Ţingeyri, Flateyri og Suđureyri  yfir vetrarmánuđina. Íbúar Súđavíkur ţurfa enn fremur ađ sćkja mest alla grunnţjónustu til Ísafjarđar um ţennan veg. Í ţví ljósi má furđu sćta ađ Súđavíkurgöng skuli aldrei hafa komist inn á samgönguáćtlun og ađ aldrei skuli hafa veriđ flutt ţingmál ţar um fyrr en nú.

Ţingsályktunartillagan náđi ekki fram ađ ganga fyrir ţinglok og ţađ voru vonbrigđi. Ţađ verđur ţví verkefni ţingmanna kjördćmisins á nćsta kjörtímabili ađ tryggja framgang málsins. Ekki mun skorta stuđning heimamanna, ţví undirtektir hafa veriđ mjög góđar hér á heimaslóđum. Ţađ sáum viđ til dćmis ţegar hópur fólks kom saman á Súđavíkurhlíđinni í gćr til áréttingar kröfunni um jarđgöng milli Álftafjarđar og Skutulsfjarđar. Viđ ţađ tćkifćri var hrundiđ af stađ undirskriftasöfnun á netinu á síđunni www.alftafjardargong.is ţar sem skorađ er á stjórnvöld ađ hefja rannsókn og undirbúning ađ jarđagangagerđinni hiđ fyrsta. Á síđunni er réttilega minnt á ađ ţjóđvegurinn um Súđavíkurhlíđ í Álftafirđi og Kirkjubólshlíđ í Skutulsfirđi er talinn einn hćttulegasti vegur landsins. Ţetta kom átakanlega glöggt í ljós í ofviđrinu sem gekk yfir Vestfirđi skömmu fyrir síđustu áramót ţegar fjöldamörg snjóflóđ féllu á ţessari leiđ á fáeinum dögum, m.a. úr 20 af 22 skilgreindum snjóflóđafarvegum í Súđavíkurhlíđ. Tepptust ţar međ allar bjargir og ađföng til og frá Ísafirđi, Bolungarvík, Flateyri, Suđureyri og Ţingeyri. Ađstćđurnar sem ţarna sköpuđust eru međ öllu óásćttanlegar fyrir íbúa á norđanverđum Vestfjörđum.

Vestfirđingar verđa ađ standa vel saman í samgöngumálum sínum - ţađ hefur reynslan kennt okkur. Nćgir ađ nefna Dýrafjarđargöng. Ţau voru talin brýnasta jarđgangaframkvćmdin á fyrstu jarđgangaáćtlun vegagerđarinnar fyrir mörgum árum, en voru viđ upphaf ţessa kjörtímabils komin aftur til ársins 2022 á ţágildandi samgönguáćtlun. Sem fulltrúi í samgöngunefnd ţingsins gekk ég í ţađ ásamt fleiri ţingmönnum kjördćmisins ađ koma Dýrafjarđargöngum aftur á dagskrá og fá ţeim flýtt. Ţađ tókst og samkvćmt núgildandi áćtlun á ţeim ađ ljúka 2018. Má ţakka ţađ einarđri samstöđu í ţingmannahópi Norđvesturkjördćmis, ţví hún skipti sköpum.  Nú er brýnt ađ frá ţessu verđi hvergi hvikađ.

Á framkvćmdatíma Dýrafjarđarganga ((2015-2018) ţarf ađ nota tímann vel og undirbúa nćstu brýnu samgöngubót  - ţá samgöngubót sem mikilvćgt er ađ verđi nćst í röđinni. Ţađ eru Súđavíkurgöngin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband