Krafan um jöfnuđ er ekki klisja

Jafnađarhugsjónin er auđlind – ţađ sjáum viđ ţegar viđ lítum til öflugustu velferđarsamfélaga heims, eins og Norđurlanda.  Krafan um jöfnuđ er lifandi stefna ađ verki. Hún miđar ađ ţví ađ byggja upp samfélag af sömu umhyggju og viđ byggjum upp heimili. Ţví er ćtlađ ađ veita öryggi og vera skjól.  Ţess vegna hefur ţađ haft ótvírćđa ţýđingu fyrir íslenskt samfélag ađ ţađ skuli hafa veriđ jafnađarmenn sem haldiđ hafa um stjórnartauma hin erfiđu ár eftir hrun.  Á síđustu fjórum árum hafa jafnađarmenn á Íslandi náđ ađ jafna lífskjör í landinu. Viđ breyttum skattkerfinu – og já, viđ hćkkuđum skatta á ţá hćstlaunuđu, en um leiđ hlífđum viđ láglaunahópunum og vörđum millitekjuhópinn. Viđ jukum stuđning viđ ungar barnafjölskuldur, hćkkuđum barnabćtur, hćkkuđum húsaleigubćtur og drógum úr skerđingum. Viđ stórhćkkuđum vaxtabćtur og greiddum samtals hundrađ milljarđa í ţćr og barnabćtur á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni komist nálćgt. Kaupmáttur lćgstu launa er hćrri nú en hann var í góđćrinu. Skattbyrđin er lćgri. Ójöfnuđur ráđstöfunartekna í landinu er nú helmingi minni en áriđ 2007 ţegar hann varđ mestur. Ţađ skiptir máli hverjir stjórna. Okkur tókst ţađ sem engri annarri ţjóđ hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Ađ verja kjör hinna lćgst launuđu. Samhliđa ţví ađ náđist ađ minnka halla ríkissjóđs úr 230 milljörđum í 3,6 milljarđa á fjórum árum, lćkka verđbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferđarkerfiđ. Nei, krafan um jöfnuđ er ekki klisja – hún er lifandi stefna. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á ađ í samfélögum ţar sem jöfnuđur er í hávegum hafđur er minna um öfga og glćpi. Jafnađarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíđan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnađarstefnan stuđlar ađ almennri velmegun, sjálfbćrni og minni sóun.Hún stuđlar ađ samheldni, gagnkvćmu trausti og mannvirđingu. Ţannig samfélag vil ég. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband