Kastljósið

Í kvöld sat ég fyrir svörum hjá Helga Seljan í Kastljósinu ásamt Berki Gunnarssyni friðargæsluliða og starfsmann hjá NATO. Umræðuefnið var efnahagsástandið, eftirlaunafrumvarpið, ræða Davíðs o. s. frv.  Ég hefði auðvitað viljað fá helmingi lengri tíma til að segja allt sem mér liggur á hjarta, en .... maður getur ekki alltaf fengið allt sem maður vill. Wink

Þið sem áhuga hafið á þessari umræðu, getið séð þáttinn hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst þú máttlaus.

Guðný (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þú stóðst þig mjög vel og alltaf ertu glæsileg.

Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég þú værir ekki degi eldri en þrítug !

Níels A. Ársælsson., 21.11.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þetta var hörmulegt kastljós, gjörsamlega bitlaust. Þjóðin er í mjög alvarlegri fjármálakreppu. Pólitískt er allt traust horfið. Framtíðin mjög óviss. Þið rabbið um einhver eftirlaun ríkisgæðinga. Komm on, við viljum alvöru umræðu, takk fyrir.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.11.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála þér þið fenguð ekki nógu langan tíma.  Þú komst vel frá þessu Ólína mín.  Ég þekki Börk og veit hvað hann getur verið beittur í máli en þarna vantaði mikið uppá að hann nyti sín. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:48

5 identicon

Horfði á þáttinn út frá "hér" í kommentinu þínu. Skil ekki hvaða áhyggjur þú þarft að hafa, Ólína, þú stóðst þig betur en Börkur í þessu hraðsoðna "viðtali", hvað er hægt að segja á nokkrum mínútum nema það allra nauðsynlegasta? Sammála Ía hér að ofan. Þetta var ágætt hjá þér. Auðvitað ertu Samfylkingarmanneskja, en þú talaðir réttilega um að kosningar væru nauðsynlegar þegar um hægðist og þá fyrr en Börkur vildi. Svo- vertu bara ánægð með sjálfa þig. Bestu kveðjur.

Nína S (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:05

6 identicon

"commentið" mitt hefur ekki komist inn þó svo ég hafi reynt í þrígang. En ég er að reyna að koma þvi á framfæri að við sem vinnum " skítadjobbið" hjá ríkinu höfum 30% lægir laun en á almennum markaði og hefur það verið þegjandi samkomulag vegna eftirlauna.

Ég spyr núna. Ef þið ætlið að breyta þvi, skuldar ríkið þá okkur ekki launamismun?

Hvað er það við okkar lífeyrir sem er svona betra en á almennum markaði? Þetta eru algjörar mítur.

Ég er með útborguð laun vel undir 200 þús. og hvað???

Ólína við erum lálaunafólk og höfum alltaf verið.

Gerið greinamun á ríkisstarfsmönnum og ríkisstarfsmönnum

svei

hildur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:27

7 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ólína þú dregur því miður taum samfylkingarinnar of mikið, þessvegna er ómuglegt að taka mark á þér, en hinsvegar alltaf jafn hugguleg.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 22.11.2008 kl. 00:50

8 identicon

Ólína, þú varst mjög góð. Málefnaleg og öfgalaus. Þeir sem halda öðru fram hér fyrir ofan eru að kalla eftir einhverju öðru en málefnalegri umræðu.

 Ég tek þó undir með þér að þetta var of stutt eins og yfirleitt er í föstudagskastljósinu. Þar er reynt að skauta yfir of mikið í einu, í stað þess að gefa hverju umræðuefni þann tíma sem þarf. En það er ekki við ykkur Börk að sakast.

Guðrún (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:10

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nilli búinn með rauðhærðu strákana og byrjaður að skjalla þessar rauðhærðu. Það veitir þá ekki af að NATO passi upp á þær.

Þorsteinn Briem, 22.11.2008 kl. 09:58

10 identicon

Góður þáttur Ólína og þú stóðst þig vel. Persónulega finnst mér þú alltaf rökgóð í svörum, vildi gjarnan fá þig aftur í fréttirnar

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:49

11 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mér sýndist þetta vera tveir talsmenn ríkisstjórnarinnar á huggulegu rabbi. Allir voða sáttir. Börkur hefur alltaf varið aðgerðir Sjálfstæðisflokksins sama hvað á dynur enda fengið embætti hjá vinum sínum þar á bæ. Hins vegar var hann öllu dempaðri í Kastljósinu en vant er. Tónlistarmyndbandið með myndum frá mótmælunum fannst mér algjör skandall. RÚV hefur vægast sagt tekið afstöðu með ríkisstjórninni enn sem fyrr.

Sigurður Hrellir, 22.11.2008 kl. 12:19

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Steini Briem !

Ég er ekki að fatta þessa athugasemd hjá þér ?

Níels A. Ársælsson., 22.11.2008 kl. 13:52

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nilli. Sagt er í íslenskum þjóðsögum að rauðhærðir strákar hafi verið eftirsóttir hjá útlendum duggurum og meðal annars notaðir í beitu.

Þorsteinn Briem, 22.11.2008 kl. 15:14

14 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já ég man nú líkast eftir því..

Níels A. Ársælsson., 22.11.2008 kl. 17:28

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, þú ert nú svo gamall sem á grönum má sjá, Nilli minn.

Eitt sinn fór ég með ís niður í bát í Ísafjarðarhöfn og var lagður inn á bókasafnið á Ísafirði, inn á milli Þjóðsagna Jóns Arasonar.

Þorsteinn Briem, 22.11.2008 kl. 18:20

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóns Árnasonar, átti þetta nú að vera, án þess að það skipti svo sem máli.

Bestu kveðjur,

Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband