Færsluflokkur: Lífstíll

Ísbjarnarævintýri á Hornströndum

Svo vorum það VIÐ - gönguhópurinn minn - sem gerðum allt vitlaust með því að reka augun í tvo hvíta depla yfir Hvannadalsvatni í Hælavík þar sem við stóðum efst í Skálakambi á laugardag. Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Whistling

Svo gengum við á Hælavíkurbjarg, eyddum deginum í rólegheitum þar og hugsuðum ekkert um þetta meir. Þegar við komum sömu leið til baka - sjö tímum síðar - voru deplarnir HORFNIR Crying ....

Já, ég er sumsé komin af Hornströndum - heil á húfi en steinuppgefin eftir fjögurra daga viðburðaríka reisu. Skrifa meira um hana og ísbjarnaævintýrið á morgun.  Þá fáið þið söguna alla: "Straight from the horse's mouth". Cool

Svo mikið er víst að það sem við sáum voru engar álftir eða mávager. Ónei. Og "missýn" var þetta ekki heldur, þó svo það sé haft eftir lögreglunni. Við vorum fjórtán manneskjur sem sáum þetta, og virtum það vel fyrir okkur í sjónauka. En ... meira um þetta á morgun.


Klúður og hrakföll en ... Hornstrandir á morgun

Úff, þvílíkur dagur! Í dag hefur lögmál Murphy's náð áður óþekktri fullkomnun: Allt sem hugsanlega gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis í dag.  Jæja - segi það nú ekki (svolitlar ýkjur) - en samt nóg til þess að ég er uppgefin. Er svo á leið á Hornstrandir í fjögurra daga göngu eldsnemma í fyrramálið.

 Hæst náðu hrakföll dagsins þegar Vésteinn systursonur minn MISSTI af flugvélinni vegna þess að ÉG misskildi mætingartímann, og drengurinn varð OF SEINN út á völl. SeinnHann þurfti virkilega að ná ÞESSARI VÉL því við hin erum að fara norður á Hornstrandir eldsnemma á morgun. Nei, nei - þá klúðraðist það. Á Reykjavíkurflugvelli beið móðir hans (Halldóra systir mín) komin austan úr Rangárvallasýslu að taka á móti elsku drengnum - en greip í tómt. Blush Til allrar hamingju á hún góða vini þar eystra sem gátu sinnt búpeningi fyrir hana (því hún er ein á bænum þessa daga) svo hún gæti gist í borginni og beðið fyrstu flugferðar á morgun í trausti þess að drengurinn komist þá. Og sem betur fer á ég góða tengdaforeldra Heart sem ætla að bjarga málum og fylgja drengnum út á flugvöll á morgun svo við Siggi getum náð bátnum sem á að fara með okkur í Veiðileysufjörð. Þau ætla síðan að sjá til þess að yngsti sonur okkar komist klakklaust í fótboltaferðalagið sem framundan er. Já - það er sko gott að eiga góða að þegar eitthvað liggur við.

argintæta En sumsé: Húsið hefur verið á öðrum endanum í dag. Það er náttúrulega verið að pakka alla niður. Saga og Pétur eru mætt - þau ætla með á Hornstrandir. Vésteinn er ekki farinn - svo farangurinn hans er hér að sjálfsögðu. Svo þurfti auðvitað að pakka fyrir Hjörvar, hann er jú á leið í fótboltaferðalag. Nú enginn fer nestislaus í langferð - þannig að eldhúsið hefur verið eins og verksmiðja. Þess utan þurftu jú allir að borða í dag ... hvolpurinn skeit þrisvar á gólfið, meig tvisvar - hefur sennilega farið úr sambandi við allt stressið á heimilinu. Hann er nú blessunarlega kominn út í Bolungarvík til móður sinnar og bróður, og verður þar á meðan Hornstrandaferðinni stendur. Ýlfraði og gólaði eins og verið væri að drepa hann þegar við settum hann í búrið í bílnum og ókum úteftir í kvöld.

Úff - þvílíkur dagur. Mamma á spítala. Já, hún kom að heimsækja dóttur sína vestur á Ísafjörð í síðustu viku. Ekki hafði hún lengi dvalið - nánar tiltekið í sólarhring - þegar hún varð fyrir því óláni að detta á rennisléttu klósettgólfinu hjá mér og brjóta hryggjarlið. Frown Ó, jú. Nú liggur hún á sjúkrahúsinu á Ísafirði. En hún er í góðum höndum og á batavegi, sem betur fer. Kannski blessun fyrir hana að vera ekki á heimilinu eins og á stendur.

Jebb - en nú er þessi dagur að kveldi liðinn. Á morgun kemur nýr dagur, vonandi  með góðu í sjóinn og mildu gönguveðri. Við ætlum úr Veiðileysufirði yfir í Hlöðuvík fyrsta daginn. Það tekur 5-6 tíma hugsa ég, því við ætlum nú ekki að spana neitt. Setjum svo upp tjaldbúðir í Hlöðuvík og höfum bækistöðvar þar fram á mánudag - þá verður gengið yfir á Hesteyri.

Þetta heitir líf og yndi - og vissulega getur verið gaman þegar mikið er um að vera (þó þetta sé nú kannski full mikið af því góða ... eða ég að verða gömul ... eða eitthvað).

En ég verð sumsé fjarri bloggheimum næstu daga.  Segi ykkur kannski ferðasöguna seinna.


Dýravernd í lamasessi

kria Það er ekki um að villast. Dýraverndunarmál á Íslandi eru í lamasessi. Þau samtök, eða félög sem kenna má við dýravernd eru fá og óaðgengileg. Þetta er mín niðurstaða eftir leit á netinu og í símaskrá:

Engin virk heimasíða er til um dýraverndunarmál. Heimasíðan www.dyravernd.is var síðast uppfærð árið 2003.

 

BlidaogHjorvar

Í símaskrá er að finna Dýraverndarsamband Íslands með símanúmer 5523044. Þar ískrar í faxtæki ef hringt er - enginn símsvari. Samkvæmt símaskránni á þó að vera hægt að senda póst á dyravernd@dyravernd.is Ég hef ekki látið reyna á þann möguleika.

Á vafri mínu rakst ég hinsvegar á greinargóða bloggfærslu frá árinu 2006 um stöðu dýraverndamála hérlendis, eftir ungan mann, Snorra Sigurðsson að nafni. Hér er tengillinn á hana. Þó að greinin sé 2ja ára gömul virðist allt eiga við enn, sem þar er sagt.

 Á vegum umhverfisstofnunar er starfandi Dýraverndarráð sem í eiga yrðlingursæti fulltrúar frá bændasamtökum, dýralæknum, Dýraverndarsambandi Íslands og samtökum náttúrufræðinga. Ráðið er skipað til fjögurra ára í senn. Hlutverk þess er að vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um dýraverndarmál. Ólafur Dýrmundsson, sem í Kastljósþætti í fyrradag var kynntur sem formaður Dýraverndarsambands Íslands hefur verið fulltrúi bændasamtakanna í ráðinu undanfarin ár. Svo er að skilja sem hann hafi nú skipt um sæti - og vonandi verður það Dýraverndarsambandinu til góðs og umræðunni í heild sinni. Fyrsta skrefið mætti verða það að koma upp nothæfri heimasíðu um málefnið.

  Hrefna 

Það er nefnilega staðreynd að starfsemi áhugasamtaka um dýravernd er afar lítil hér á landi; upplýsingar óaðgengilegar og torsóttar og lítil opinber umræða um dýraverndunarmál. Það er til vansa fyrir okkur Íslendinga og löngu tímabært að við hysjum upp um okkur.


Skilaði gögnum eða fjarlægði þau um miðjan dag í gær? Svo er það bíllinn.

 Eitthvað er nú bogið við þessa tilvísanasetningu. Fjarlægði Guðmundur gögnin af skrifstofu OR um miðjan dag í gær? Var það ekki þá sem hann skilaði þeim?

 Svona klaufaleg notkun tilvísanatenginga stingur stundum upp kollinum í blaðafréttum, og er oft býsna kátleg. Einhverju sinni las ég myndatexta sem var eitthvað á þessa leið: Módelið er með sumarlegan varagloss frá Dior sem herrann leiðir nú um salinn.

Annars er ágætt að þetta dæmalausa gagnamál er afstaðið. Þá tekur sjálfsagt bílamálið við.

toyota_land_cruiser_2_bw Nú skal ég ekki að ætla Guðmundi Þóroddssyni það að hafa tekið bílinn ófrjálsri hendi - hann hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér í því að bíllinn sé hluti af starfskjörum hans, meðan starfslokasamningur er í gildi. Hinsvegar tek ég heilshugar undir með þeim sem telja svona bílasamninga óviðfelldna óráðsíu og flottræfilshátt.

 Laxá Talandi um flottræfilshátt. Í fréttablaðinu í gær las ég lýsingar Ingva Hrafns Jónssonar á því hvernig flottheitin gerast á bökkum laxveiðiáa landsins, þar sem svarthvítir þjónar ganga um með silfurbakka, sérráðnir matreiðslumeistarar ýta matráðskonum veiðihúsanna út fyrir dyr og sérstakur "riverguide" fylgir hverjum veiðimanni.

Ég veit ekki hvað menn sem haga sér svona í íslenskri náttúru halda sig vera - þeir geta varla litið á sig sem hluta af íslensku samfélagi. Sama má kannski segja um þá sem aka um á tugmilljónkróna farartækjum og líta á það sem eðlilegan hluta af starfskjörum. Guðmundur Þóroddsson er ekki einn um það - því miður.


mbl.is Guðmundur skilaði gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakkað fyrir Hornstrandaferð

IMG_0282 (Medium) Ég er farin að pakka fyrir hina árlegu Hornstrandaferð sem við í gönguhópnum "Höldum hópinn" ætlum að fara um næstu helgi. Þriðja helgin í júlí - það er fastur liður. Að þessu sinni verður siglt með okkur í Veiðileysufjörð á föstudagsmorgni, og við göngum yfir í Hlöðuvík. Þar setjum við upp bækistöðvar, en farangurinn verður sendur þangað á undan okkur, með báti. Það mun vera brimasamt í Hlöðuvik og því stundum erfitt með lendingu. Fyrir vikið verður farangurinn sendur með þriggja daga fyrirvara, svo nægur tími gefist, ef lending tekst ekki í fyrstu tilraun.

Úr Hlöðuvík ætlum við að ganga um nágrennið á laugardag og sunnudag, dagleið í hvort skipti. Á mánudag verður síðan gengið yfir til Hesteyrar þaðan sem við tökum bátinn heim.

Gönguhópurinn fer stækkandi ár frá ári, enda eru börnin okkar farin að koma líka. Hópurinn skiptir um nafngift eftir hverja ferð, því ævinlega bíða okkar ný ævintýri sem kalla á nýtt heiti. Við höfum heitið Skítugur skafl, Ropandi örn, Höldum hæð og Höldum hópinn - allt eftir tilefnum.

Árið sem við nefndumst Ropandi örn, gengum við í niðaþoku á Straumnesfjall. Í þokunni birtist okkur gríðarstór fugl á steini. Hrifin og uppnæm virtum við fyrir okkur þessa sjón - bæði með  berum augum og kíki. Gott ef ekki blasti líka við myndarlegur laupur og fjöldi arnarunga. Þegar nær dró, minnkaði skepnan - og loks - þegar við vorum alveg komin að fuglinum flaug hann ropandi á braut. Errm Þetta var þá rjúpa.

Um þetta var ort:

  • Á Straumnesfjallið stikar greitt,
  • stafir blika og skína,
  • gönguhópur, brosir breitt
  • með bakpokana sína. 
  • Í gegnum þoku grilltum þar,
  • gáttuð eins og börn,
  • hvar á stórum steini var
  • stæðilegur ÖRN. 
  • Enginn þó að öðrum laug
  • eða bar við skopi
  • fyrr en óvænt fuglinn flaug
  • með fjaðrabliki og ROPI.

c_documents_and_settings_lina_my_documents_my_pictures_hornstr-07_burfell2_medium_265031 c_documents_and_settings_lina_my_documents_my_pictures_hornstr-07_hesteyri2_small Vestfirðir


Fullt hús af fólki, hundum og ... ég í bloggfríi

Ég er enn í bloggfríi - þessi færsla er eiginlega bara svona ósjálfrátt viðbragð af því að ég fékk fiðring í fingurna þegar ég fór að kíkja á moggabloggið. En satt að segja hefur verið svo mikið að gera hjá mér undanfarna daga - fullt hús af fólki og hundum - og enginn tími til að skrifa bloggfærslur.

InyrriPeysu (Medium) Daði Hrafn ömmustrákur er í heimsókn með pabba sínum (honum Dodda mínum), mömmu sinni (Erlu Rún tengdadóttur minni) og heimilishundinum þeirra (henni Vöku).

Saga dóttir mín er hér líka.

Skutull0608 (Medium) Og svo má ekki gleyma nýjasti fjölskyldumeðlimnum, en það er hvolpurinn Skutull. Tíu vikna border-collie hvolpur (svona að mestu), algjört krútt. Hann á litla systur sem er algjör dúlla líka - og hana vantar sárlega heimili. Áhugasamir gefi sig fram hið fyrsta.

 En sumsé. Hér eru sem stendur sjö manns í heimili og þrír hundar. Jebb ... líf og fjör! Og ekki við því að búast að húsmóðirin sitji mikið við skriftir eins og ástatt er.

Hér sjáið þið nokkrar myndir af heimilishaldinu undanfarna daga.

P1000295 P1000465 (Medium) hundaburid (Medium) mátun (Medium) skutull08 (Medium)


Til hamingju með daginn allar!

þungun Ég vil óska okkur kvenþjóðinni til hamingju með daginn. Í tilefni af því geri ég eins og Jenný Anna bloggvinkona mín: Letra óskir mínar með bleiku.

Læt svo fljóta með vísukorn sem eitt sinn hraut af vörum mér á vísnakvöldi þar sem ég var spurð um hver væri munur karls og konu:

  • Hraustur ber á herðum sér
  • heljarfargið lóðar.
  • Hún þó undir belti ber
  • bestan auðinn þjóðar.

Og nú er ég farin í bloggfrí Smile


Logandi harðsperrur - fimmtugsafmæli og fleira

Nú sit ég með logandi harðsperrur og strengi eftir að hafa gengið á Esjuna ásamt vinafólki á sunnudaginn í yndislegu veðri og frábæru útsýni. Jamm, það var lokahnykkurinn á frábærri borgardvöl í "sumarbústaðnum" okkar á Framnesvegi.

Já, þannig er það nú með okkur hjónin, að líf okkar skiptist í meginatriðum á milli tveggja heima, má segja: Vestfjarða og Reykjavíkur. Okkar sumarhús er ekki inni í skóglendi einhversstaðar utan þéttbýlis, heldur stendur það á horni Holtsgötu og Framnesvegar, innan um önnur hús  í Vesturbæ Reykjavíkur.

Í þetta gamla hlýlega hús, sem við höfum átt í 19 ár, sækjum við einatt hvíld og upplyftingu með þeim vinum og ættingjum sem tilheyra hinum Reykvíska hluta lífs okkar - auk þess sem það er aðsetur okkar í vinnuferðum og erindum ýmiskonar.

Tilefnið að þessu sinni var fimmtugsafmæli eiginmannsins, þann 13. júní síðastliðinn. Hann vildi lítið láta fyrir sér fara á  afmælisdaginn og var því "að heiman" (þ.e. ekki á Ísafirði) en þó "heima við" (á Framnesveginum). Þetta var rólegur en skemmtilegur afmælisdagur, því vinir og kunningjar litu við í tilefni dagsins og þáðu léttu léttar veitingar. Ekkert formlegt, bara afslappað rennerí og innlit fram eftir kvöldi.

Sjálf afmælisveislan verður svo haldin síðar - því ég stefni að því að ná honum í haust.  Þá langar okkur að halda sameiginlega afmælisveislu með tilheyrandi húllumhæi hérna fyrir vestan.

Í augnablikinu er ég sumsé gift "eldri" manni sem kominn er á sextugsaldur. ÉG ætla að njóta þess næstu tvo og hálfan mánuðinn að vera bara rétt rúmlega fertug - þ.e. "unga konan" í sambandinu. Wink

P1000434 (Medium)

 Hér sjáið þið afmælisbarnið með frumburði sínum, henni Sögu, dóttur okkar. Nú er aldursmunur þeirra tveggja (24 ár) orðinn minni en aldur hennar (26 ár). Já, svona líður lífið.

 

 


Sumar í borginni

Nokkrir góðir dagar í Reykjavík standa yfir núna. Við hjónakornin brugðum okkur af bæ og höfum verið í borgarleyfi þessa viku. Þá sjaldan við gefum okkur tíma í bænum er svosem alltaf nóg að gera. Við höfum verið að dytta að húsinu okkar hér á Framnesveginum, hirða garðinn og stússast. Þannig að "frí" er auðvitað ekki rétta orðið yfir þessar borgardvalir. En það samt afslappandi að taka til hendi þegar tími gefst til og ákveðin hvíld að fást við eitthvað annað en atvinnuna (þó hún sé nú sjaldnast langt undan).

Veðrið hefur leikið við okkur og fyrir vikið kemur maður ekki eins miklu í verk og upphaflega var áætlað. En hvað um það - sólin skín og nú er sumar í borginni. Smile


Guð er að bjóða góða nótt - í geislum sólarlagsins

solarlag Var að koma af björgunarhundaæfingu á Geithálsi í kvöld. Það var yndislegt veður, skafheiður himinn og kvöldsólarljómi yfir Heiðmörk og Hellisheiði. Frábært útsýni.

Æfingin gekk vel - gaman að hitta Reykvísku félagana svona af og til þegar maður er staddur í Höfuðborginni.

En veðurdýrðin varð til þess - þar sem ég stóð efst á Geithálsinum og virti fyrir mér sólarlagið við sjóndeildarhringinn - að rifjaðist upp fyrir mér undurfögur vísa eftir Trausta Reykdal:

  • Þýtur í stráum þeyrinn hljótt
  • þagnar kliður dagsins.
  • Guð er að bjóða góða nótt
  • í geislum sólarlagsins.

Góða nótt gott fólk.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband