Guð er að bjóða góða nótt - í geislum sólarlagsins

solarlag Var að koma af björgunarhundaæfingu á Geithálsi í kvöld. Það var yndislegt veður, skafheiður himinn og kvöldsólarljómi yfir Heiðmörk og Hellisheiði. Frábært útsýni.

Æfingin gekk vel - gaman að hitta Reykvísku félagana svona af og til þegar maður er staddur í Höfuðborginni.

En veðurdýrðin varð til þess - þar sem ég stóð efst á Geithálsinum og virti fyrir mér sólarlagið við sjóndeildarhringinn - að rifjaðist upp fyrir mér undurfögur vísa eftir Trausta Reykdal:

  • Þýtur í stráum þeyrinn hljótt
  • þagnar kliður dagsins.
  • Guð er að bjóða góða nótt
  • í geislum sólarlagsins.

Góða nótt gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sungið af karlakórum með fallegu lagi Jóns Ásgeirssonar, að ég held. Annars er ég leiðréttur.

Höfundur:
Trausti Árnason Reykdal fiskmatsmaður Siglufirði. f.1888 - d.1964
Um höfund:
Fæddur á Mýlaugsstöðum í Reykjadal.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband