Fćrsluflokkur: Ljóđ

Fellur stjórnin líka?

Fellur gengi, fellur náđ,
fellur kusk á ríka.
Falla lauf og fimbulráđ.
Fellur stjórnin líka?

Orđrómur um yfirvofandi stjórnarslit er ekki til ţess fallinn ađ róa mann eins og á stendur. Nóg er nú samt.

Best ađ anda núna í gegnum ađra nösina og út um hina - eins og í jóganu.


Smellin vísa um síđustu atburđi

Grin

Hárfínt sagan hefur breyst

hún er oss í fersku minni,

en Davíđ kanske gekk full geyst

frá Golíat ađ ţessu sinni.

Ţessa vísu fékk ég senda í tölvupósti í morgun - höfundur vill ekki láta nafn síns getiđ,  en hún mun vera ćttuđ frá Egilsstöđum. Sel ţađ ekki dýrara en ég keypti.


... ţá voru flestir hvergi!

Nú ţarf ađ bjarga heimilunum, og ţađ strax - segir Jóhannes Gunnarsson formađur Neytendasmtakanna í grein sem hann skrifar á heimasíđu samtakanna. En mér kemur í hug vísan góđa (og napra) eftir Friđrik Jónsson:

Heimsins brestur hjálparliđ,
hugur skerst af ergi.
Ţegar mest ég ţurfti viđ
ţá voru flestir hvergi.

Annars kann ég ekki glögg deili á höfundi vísunnar  - held ţó ađ hann ađ ţetta sé Friđrik Jónsson frá Halldórsstöđum í Reykjadal. Gaman vćri ađ fá athugasemd frá einhverjum sem veit ţetta.


mbl.is „Nú ţarf ađ bjarga heimilunum og ţađ strax“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver orti?

Gráttu ei ţótt svíđi sár.
Sinntu ráđi mínu.
Heimur öll ţín hćđir tár
og hlćr ađ böli ţínu.

 Ţennan beiska húsgang lćrđi ég fyrir margt löngu - ekki fylgdi ţó sögunni eftir hvern hann er. Hljómar svolítiđ eins og Bólu-Hjálmar, en ég veit ţó ekki til ţess ađ hann hafi ort ţetta.

Og fyrst ég er byrjuđ -  ţá vćri fróđlegt ađ vita höfund ađ tveimur vísum í viđbót, ef einhver getur hjálpađ mér:

Lastaranum líkar ei neitt,
lćtur hann ganga róginn.
Finni hann laufblađ fölnađ eitt
hann fordćmir allan skóginn.

Taktu'ekki níđróginn nćrri ţér
ţađ nćsta gömul er saga.
Sjaldan lakasta eikin ţađ er
sem ormarnir helst vilja naga.

 Er  einhver ţarna úti sem getur frćtt mig um ţetta?


Silfur-skál!

Allt fór hér í brand og bál
Börđumst viđ af lífi og sál.
Boltar skullu á Björgvin Pál
í Beijing. Ţađ var silfur - skál!

Íslenskur fáni yfir verđlaunapalli á Ólympíuleikunum - silfur um háls íslenska handboltalandsliđsins - tvímćlalaust stoltasta stund okkar Íslendinga! Strákarnir okkar mega vera glađir af frammistöđu sinni, viđ erum svo sannarlega glöđ hér heima.

Úrslitin í lokaleiknum voru vel viđunandi - sami markamunur og var á okkur og Spánverjum. Röđun ţjóđa á verđlaunapallinum var ţví vel makleg miđađ viđ frammistöđuna í ţessum leikjum. Frakkarnir eru augljóslega međ gríđarlega sterkt liđ, og ţeir unnu sannarlega fyrir gullinu. Engin skömm ađ tapa fyrir slíku liđi.

Annars mátti sjá ákveđna veikleika í leik íslenska liđsins gegn Spánverjum - ţá á ég viđ hrađasóknirnar sem ekki gengu upp. Ég óttađist strax ađ ţetta myndi verđa okkur dýrkeypt í úrslitaleik gegn sterkara liđi, og ţađ kom á daginn. Engu ađ síđur sýndu strákarnir mikinn baráttuvilja og gáfust ekki upp, jafnvel ţó markastađan vćri orđin afar óhagstćđ um miđbik leiksins.

Til hamingju Ísland: Silfur-skál!

Beijing08


mbl.is Íslendingar taka viđ silfrinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vestfirđir í ljóma dagsins!

 raudasandur Aldrei hefur Rauđisandurinn ljómađ skćrar í hásumarsól en í dag. Ađ dýfa tánum í ylvolgan sjóinn á ađfallinu var engu líkt. Í tindrandi tíbrá mókti Snćfellsjökull í fjarska. Já, ţetta voru yndislegir endurfundir viđ gamlar slóđir.

Viđ Siggi brugđum okkur sumsé í lystireisu međ hana móđur mína í dag. Dynjandi02Ókum til Patreksfjarđar sem leiđ liggur um Önundarfjörđ og Dýrafjörđ, yfir Sandafell og Hrafnseyrarheiđi, um Arnarfjörđ og Dynjandisheiđi. Komum viđ í Dynjandisvoginum á leiđinni ţar sem viđ viđruđum hundana í veđurblíđunni. Heitur vindur lék í hári og gárađi hafflötinn - kindur lágu magnvana undir moldarbörđum og fólk flatmagađi eđa sat í lautum og lćgđum. Yndislegur dagur.

Ţarna í Arnarfirđinum kom skáldskaparandinn yfir okkur mćđgur og viđ ortum:

Sól á fjörđum sindrar,
sveipar gullnum ljóma.
Ljóssins tíbrá tindrar.
Tún í fullum blóma.

Ađ hamraveggnum háa
hneigist fífan ljósa.
Brotnar aldan bláa
brött viđ sjávarósa.

Strýkur blćrinn stráin,
stör á grónum hjalla.
Í fossi fellur áin
fram um hamrastalla.

Yfir landi liggur
ljómi sumardagsins,
hugur enginn hyggur
húmkul sólarlagsins.

 Eftir svolitla viđdvöl á Patreksfirđi var ferđinni heitiđ út á Rauđasand. Ţar hefur orđiđ mikil og sjáanleg uppbygging á undanförnum árum fyrir tilstilli Kjartans Gunnarssonar og Sigríđar Snćvarr sem fyrir nokkrum árum keyptu land í hreppnum og hófust handa. Nú er ţar m.a. rekiđ "franskt" kaffi hús á fögrum útsýnisstađ. Ţar er gott tjaldstćđi og ađstađa öll hin besta.

Viđ settumst út á verönd í sumarhitanum og fengum okkur vöfflur međ rjóma. Hittum ţar frú Sigríđi međ frumburđ sinn og tókum tali. Ţá hittum viđ ţarna fleira fólk úr hreppnum sem mamma ţekkti ađ sjálfsögđu öll deili á, enda ćttuđ úr Rauđasandshreppi og á ţar enn frćndfólk á öđrum hverjum bć. 

Útsýniđ var óumrćđilegt og undarlegt ađ fylgjast međ ađfallinu, hve ört féll ađ á grunnsćvinu. Ég stóđst ekki mátiđ ađ rífa mig úr skóm og vađa út í volgan sjóinn, draga ađ mér ilminn af sauđfénu sem var ţarna í námunda, kúnum sem lágu jórtrandi og lynginu í hlíđinni.

Á heimleiđinni ókum viđ Barđaströndina. Komum viđ í Flókalundi og borđuđum síđbúinn kvöldverđ viđ glugga sem vísar út Vatnsfjörđinn međ útsýn yfir hluta Breiđafjarđar. Tíbráin titrađi enn í bláum fjarskanum en jökullinn var horfinn í mistriđ.

Oohhh - ţađ jafnast ekkert á viđ Vestfirđi í góđu veđri.

*

PS: Ţví miđur gleymdi ég myndavélinni og get ekki sýnt ykkur myndir frá sjálfri mér. Ţessar myndir hér fyrir ofan fékk ég á netinu. Ţví miđur kemur ţar ekki fram hver tók ţćr, en ţćr lýsa býsna vel ţví sem blasti viđ augum í dag.


Himnaríki og helvíti, Kórvilla á Vestfjörđum og fleira gott

windownb9 Í sumar hef ég gefiđ mér tíma til ađ lesa nokkrar bćkur sem ekki vannst tími til ađ lesa um jólin. Rétt í ţessu var ég ađ leggja frá mér Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Ţetta er afar vel skrifuđ bók og sterk á köflum - sérstaklega fyrri hlutinn sem er í raun sjálfstćđ frásagnarheild. Ţarna er lýst lífsbaráttu og lifnađarháttum verbúđarfólks fyrir hundrađ árum eđa svo. Líf og dauđi, mannúđ og grimmd, ást og örvćnting kallast ţar á og halda lesandanum í heljargreipum. Seinni hluti bókarinn hélt mér ekki eins vel - eins og söguţráđurinn renni svolítiđ út í sandinn. En Jón Kalman er stílsnillingur - orđfćri hans er svo fallegt á köflum ađ mađur les aftur og aftur. Ţetta er afar góđ bók og vel ţess virđi ađ lesa.

Ég hef líka legiđ í sakamálasögum. Aska eftir Yrsu Sigurđardóttur olli mér svolitlum vonbrigđum. Fyrsta bókin hennar, Ţriđja tákniđ, fannst mér grípandi og skemmtileg. Ţessi er of langdregin - og ég verđ ađ viđurkenna ađ ég missti hreinlega áhugann ţegar komiđ var fram á seinni hluta sögunnar. Ţađ er nú ekki beint ţađ sem á ađ gerast í sakamálasögu.

Arnaldur hinsvegar klikkar ekki. Harđskafann las ég mér til mikillar ánćgju. Stílbrögđ Arnaldar styrkjast međ hverri bók - og ţegar saman fara skemmtilegt plott og styrk stíltök - ţá er blandan pottţétt.

Ég hef líka veriđ ađ rifja upp ađ gamni mínu smásögur Halldórs Laxness. Dóttir mín gaf mér lítiđ kver sem Vaka-Helgafell hefur gefiđ út undir heitinu Kórvilla á Vestfjörđum. Ţarna eru nokkrar smásögur eftir Nóbelsskáldiđ. Ég hafđi raunar lesiđ ţćr allar nema eina - en las ţćr nú aftur mér til ánćgju. Komst ţá ađ ţví ađ Dúfnaveislan er ekki ţađ stórvirki sem stundum hefur veriđ talađ um og mig minnti ađ mér hefđi sjálfri fundist ţegar ég las hana fyrir löngu. Ég hef augljóslega breyst - kannski ţroskast - sem lesandi. Wink

Mađur gefur sér yfirleitt allt of skamman tíma til lestrar - ţá á ég viđ yndislestur. Fátt er meira gefandi en lestur góđrar bókar í kyrrđ og nćđi.

  • Ţegar andann ţjakar slen
  • og ţyngist hugar mók,
  • fátt er lundu ljúfar en
  • ađ lesa góđa bók.        Smile

Til hamingju međ daginn allar!

ţungun Ég vil óska okkur kvenţjóđinni til hamingju međ daginn. Í tilefni af ţví geri ég eins og Jenný Anna bloggvinkona mín: Letra óskir mínar međ bleiku.

Lćt svo fljóta međ vísukorn sem eitt sinn hraut af vörum mér á vísnakvöldi ţar sem ég var spurđ um hver vćri munur karls og konu:

  • Hraustur ber á herđum sér
  • heljarfargiđ lóđar.
  • Hún ţó undir belti ber
  • bestan auđinn ţjóđar.

Og nú er ég farin í bloggfrí Smile


Guđ er ađ bjóđa góđa nótt - í geislum sólarlagsins

solarlag Var ađ koma af björgunarhundaćfingu á Geithálsi í kvöld. Ţađ var yndislegt veđur, skafheiđur himinn og kvöldsólarljómi yfir Heiđmörk og Hellisheiđi. Frábćrt útsýni.

Ćfingin gekk vel - gaman ađ hitta Reykvísku félagana svona af og til ţegar mađur er staddur í Höfuđborginni.

En veđurdýrđin varđ til ţess - ţar sem ég stóđ efst á Geithálsinum og virti fyrir mér sólarlagiđ viđ sjóndeildarhringinn - ađ rifjađist upp fyrir mér undurfögur vísa eftir Trausta Reykdal:

  • Ţýtur í stráum ţeyrinn hljótt
  • ţagnar kliđur dagsins.
  • Guđ er ađ bjóđa góđa nótt
  • í geislum sólarlagsins.

Góđa nótt gott fólk.


... ađ leggja frá sér góđa bók, og deyja.

windownb9 Ţađ jafnast ekkert á viđ góđa bók. Margar saman geta bćkur veriđ prýđilegt stofustáss og einangrun útveggja. Ein og sér getur bók veriđ svo margt: Góđur félagi, kennari, tilfinningasvölun, skilningsvaki, hugvekja, myndbirting, afţreying,  .... listinn er óendanlegur.

Fyrir bókaunnanda er vart hćgt ađ hugsa sér betri dánarstund en ađ sofna í friđsćld međ bók í hönd, líkt og eiginmađur móđursystur minnar fyrir nokkrum árum (blessuđ sé minning hans). En ţegar ég frétti andlát hans, varđ mér ađ orđi ţessi vísa:

 

Ţá er sigurs ţegiđ náđarveldiđ

ađ ţurfa ekki dauđastríđ ađ heyja,

en mega ţegar líđur lífs á kveldiđ

leggja frá sér góđa bók - og deyja.

 

 


mbl.is 4,6 bćkur á hverja ţúsund íbúa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband