Harmleikur? Ekki fyrir máfinn!

alft Þessi tárvota frétt um "harmleikinn" í álftahreiðrinu - þar sem svartbakar komust í feitt og átu eggin eftir að hafa hrakið álftina af hreiðrinu - er svolítið yfirdrifin. Þið fyrirgefið.

Altso - segi ég nú bara eins og gamli landlæknirinn: Er fólk ekki að átta sig á því hvernig dýrin lifa og nærast úti í náttúrunni? Harmleikur!? Fyrir hvern? Ekki máfinn sem svo sannarlega fékk þarna góða veislu. Svartbakar éta egg annarra fugla - það gerum við mannfólkið líka. Best að horfast í augu við þetta börnin góð. Svartbakar eru ekki grænmetisætur. Og það sem þarna gerðist er ekki fréttaefni - heldur lífsins gangur. Hafi þetta nú gerst með þessu hætti á annað borð. En eins og kemur fram í athugasemdum fuglafræðinga þá er nú heldur ólíklegt að álft geti ekki varist máfum.

Af þessum atburði er svo dregin sú ályktun að "engir álftarungar muni kost á legg þetta árið". Er nú ekki fullsnemt að segja svona? Það er ekki langt liðið á vor, og mér fínnst ótrúlegt annað en að náttúran hafi einhverskonar varaáætlun í boði fyrir fugla sem verða fyrir svona skakkaföllum nýorpnir. Þó veit ég ekki með stóran fugl eins og álftina. Vona það samt.

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála, Ólína. Það er meiri harmleikur þegar sprenglærðir fræðingar láta veiða loðnuna nánast upp til agna, sem verður til þess að þorskurinn étur upp allt sandsílið. Það  verður svo aftur til þess að lundinn og aðrir sjófuglar svelta í hel.  Álftastofninn er aldeilis ekki í útrýmingarhættu.

Þórir Kjartansson, 16.5.2008 kl. 08:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, sá þessa fyrirsögn og datt fyrst í hug eitthvert slys hafi orðið og las ekki meira.

Þetta á kannski að höfða til barnsins í okkur, veit ekki?

En fiskifræðin hérna að ofan hjá Þóri finnst mér nú heldur rýr pappír, þetta eru allt of flókin fræði til að svona sé hægt að negla hlutina niður, vistkerfissveiflur og breytingar í veðurfari, sem og sú gamla staðreynd að loðnan er óútreiknanlegur fiskur, gera það m.a. að verkum að ekki er hægt að fullyrða neitt með vissu í þessum efnum.Amen!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna á Mogga á ei stegg,
en eitt sinn komst á legg,
hann hét Már,
og helvíti klár,
og á við titrandi álftaregg.

Þorsteinn Briem, 16.5.2008 kl. 09:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að blogga um þetta.

Að tala um dramatík.

Ésús minn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já Magnús Geir. Þetta er auðvitað sett fram í einföldustu mynd, enda ekki hægt að hafa um mörg orð í einu stuttu kommenti á annarra bloggi.  Þetta er nú samt  lang áhrifamesti þátturinn í þessu og þar eru margir af núverandi og fyrrverandi  sjómönnum og skipstjórum mér alveg sammála.

Þórir Kjartansson, 16.5.2008 kl. 13:10

6 identicon

Sammála þér Ólína. Svona virka bara lögmál náttúrunnar, þ.e. þegar mannskepnan er ekki að grípa inn í. Kannski eru önnur lögmál á golfvelli þeirra Seltirninga.

Örvar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:23

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er einhver mesta ruglfrétt sem ég hef lesið í langan tíma.

Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 17:48

8 Smámynd: Tiger

  knúserí á þig inn í helgina ..  sammála með dramatíkina í fréttum stundum..

Tiger, 16.5.2008 kl. 20:06

9 identicon

Reyndist þetta svo ekki eitthvað meiriháttar kjaftæði þegar öllu var á botninn hvolft? Fuglafræðingur gaf það út að það máfur hefði ekkert í álft á eggjum að gera og þessi meinta viðureign passaði bara ekki - fuglafélagsfræðilega ;)

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

það er fróðlegt að vita hversu mörgum fuglshreiðrum var fórnað fyrir þennan golfvöll og hversu mikið varp hefur minnkað vegna umsvifa mannsins á svæðinu - kannski meira sláandi en að eitt álftapar missi egg í máfa, sem er út af fyrir sig líka mjög merkilegt fyrirbæri samanber stærð og kraft álftarinnar versus máfanna.

Mannfólk á oft erfiðara með að sjá þegar það sjálft orsakar harmleiki bara með því að leika sér en þegar það horfir upp á náttúruleg fyrirbæri eins og það að steypt sé undan fuglum á hreiðrum af rándýrum í ætisleit..

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:19

11 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það gekk alveg fram af mér þegar tíundað var í framhaldsfréttinni að líklega hefði mannskepnan en ekki mávurinn hrakið álftina af eggjum. Og svo var bætt við að "samur væri glæpur hans"

Glæpur?

Mávsins?

Að nota tækifærið og fá sér að éta?

Ég verð að viðurkenna að ég hló með öllum kjaftinum.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.5.2008 kl. 14:13

12 identicon

"Og það sem þarna gerðist er ekki fréttaefni - heldur lífsins gangur."

hmmm... Er kannski kominn tími á að gera "lífsins gang" meira áberandi í fréttum og fjölmiðlun ?

Getur jafnvel eitthvað verið hæft í sögunni um litla stúfinn sem sá innkaupapoka með nokkrum mjólkurfernum, sem einhver hafði gleymt á bílaplani stórmarkaðar, og hrópaði upp yfir sig "Mamma, hérna er beljuhreiður"

Samt gerir maður aðeins meiri kröfur til blaðamanna en þetta. 

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband