Kennitöluflakk

Það er vissulega umhugsunarefni að nýju bankarnir skuli þegjandi og hljóðalaust leggja blessun sína yfir kennitöluflakk stórskuldugra sjávarútvegsfyrirtækja eins og fréttir hafa verið um að undanförnu. Fyrr í vor var greint frá kennitölubreytingum sjávarútvegsfyrirtækis á Snæfellsnesi, nú um helgina var sagt frá kennitölubreytingum stórskuldugs sjávarútvegsfyrirtækis á Vestfjörðum. Fram kom að breytingin var gerð með vitund og samþykki Nýja Landsbankans og Íslandsbanka. Gjörningurinn þýðir að eignir og rekstur eru flutt yfir á nýja kennitölu - skuldirnar verða eftir á þeirri gömlu.

 Þetta eru ekki vinnubrögðin sem þjóðin vænti af nýju bönkunum, þori ég að fullyrða. Því beindi ég þeirri fyrirspurn til viðskiptaráðherra í fyrirspurnartíma í morgun hvort stjórnvöld hafi sett stjórnum nýju bankanna reglur eða stefnu að vinna eftir varðandi kennitöluskipti skuldugra fyrirtækja. Í máli viðskiptaráðherra kom fram að svo er ekki - það er miður, enda augljóst að þess gerist nú full þörf. Nýju bankarnir eru nú reknir á ábyrgð hins opinbera sem skipar þeim stjórnir, og því ættu að vera hæg heimatökin að móta siðareglur eða önnur ásættanleg viðmið í þessu efni.

http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20090713T152015&horfa=1


mbl.is Engar reglur um kennitöluflakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er á hreinu að þetta, gerist ekki nema með vitund og vilja Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sigurjón Þórðarson, 13.7.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Gott framtak hjá þér að vekja athygli á þessum málum.

Getur það verið að svona gerist án vitundar ríkisstjórnarinnar.  Ef svo er, gæti þá ekki annað "sambærilegt" hafa verið í gangi innan bankakerfisins sem aðeins örfáir vita af og ekki þolir "dagsins ljós", kannski verið að aðstoða vini og vandamenn.

Það þarf greinilega að rannsaka störf þeirra manna sem að þessum málum koma og þá undanskil ég ekki ráðherra.

Páll A. Þorgeirsson, 13.7.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það eru svona gjörðir sem ofbjóða íslenskum almenningi og þarf að stöðva!

Það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem setti skilanefndir yfir bankana og núverandi ríkisstjórn er greinilega sátt við þessa spillingu. Því þetta er spilling og ekkert annað. Fyrir opnum dyrum fá einkavinir og útrásarvíkingar gefins skuldlaus fyrirtæki, skuldirnar greiðir almenningur. En almenningur hefur ekki tækifæri til að byrja upp á nýtt með rekstur heimilanna!

Margrét Sigurðardóttir, 13.7.2009 kl. 18:26

4 identicon

þetta er skrítin röksemd fyrir spillingu...að afskrifa skuldir og færa þeim sem stofnuðu til þeirra verðmætin aftur....

zappa (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 02:33

5 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Tek undir hvatningu til þín um lagasmíð. Þessu verður að breyta og koma í veg fyrir að menn geti losað sig við skuldir á þennan hátt. Ekkert réttlætir slíkt.

Bjarni Líndal Gestsson, 14.7.2009 kl. 11:36

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæl Ólína.

Ég þakka þér fyrir að vekja athygli á þessu spillingarmáli.

Ég trúi því og treysti að þú haldir áfram að vinna í þessu máli þannig að loks verði hægt að uppræta þessa spillingu sem að mínu mati er smánarblettur á íslenska samfélaginu.

Þú nefnir sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfellsnesi, fyrirtæki sem ég mætavel.

Mér er líka kunnugt um eigur þeir erlendis.

Bestu (baráttu)kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 14.7.2009 kl. 19:36

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Smá leiðrétting. Tölvan var að striða mér.

Þriðja síðasta setningin á að sjálfsögðu að vera: fyrirtæki sem ég þekki mætavel.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 14.7.2009 kl. 19:39

8 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Litlu, sætu íhaldskútarnir eru bara að endurreisa gamla kolkrabbasamfélagið, hægt og hljótt, en örugglega. Skyldi Styrmir vita af þessu? Örugglega.

En, mikið er nú gaman að fylgjast með hvað þau hafa miklar áhyggjur af kostnaði við ESB samningana, þar kom að því að þeim þætti vænt um peninga þjóðarinnar!!

Ingimundur Bergmann, 14.7.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband