Loks vottar fyrir lausnum

kossinn Það var tími til kominn að ráðamenn þjóðarinnar færu að boða lausnir en ekki aðeins vandamál. Þið fyrirgefið, en mér sýnist það vera að gerast samhliða því að Ingibjörg Sólrún kemur inn á ríkissjónarvettvanginn á ný eftir veikindi sín. Hún skrapp í vinnuna fyrr í vikunni, og skar þá niður útgjöld í utanríkisráðuneytinu um tvo milljarða. Kom svo aftur einum eða tveimur dögum síðar og lagði upp áætlun um að bjarga Iceasave deilunni. Í dag er svo kynnt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að létta undir með heimilum landsins.

Nei, ég segi nú svona - þetta er kannski ekki alveg sanngjarnt. Whistling Auðvitað hlýtur fjöldi manns að hafa verið að vinna að þessu öllu saman vikum saman. Það hefur bara ekkert gengið einhvern veginn - og Geir er farinn að sýna þreytumerki.

Annars var athyglisvert að hlusta á Björgólf Guðmundsson í Kastljósinu í gærkvöld. Þar hélt hann því fram fullum fetum að Landsbankinn hefði átt fyrir skuldum á Mikjálsmessu, þann 29. september. Það mátti skilja á honum að í raun hafi bankinn verið lagður á hliðina af Seðlabankanum - af því að Seðlabankinn hafi ekki sinnt um að hafa nægan gjaldeyrisforða og því ekki getað komið bankanum til hjálpar, eins og farsælast hefði verið. Að vísu lét Björgólfur þess ógetið að í reynd voru bankarnir löngu vaxnir Seðlabankanum yfir höfuð og hann ekki þess megnugur að hjálpa þeim neitt þegar á reyndi. En það vissu menn auðvitað fyrir löngu ... þeir gerðu bara ekkert í því.

Þannig að ekki jókst hróður Davíðs Oddssonar við þetta viðtal - það verður bara að segjast eins og er.

Það er eiginlega að verða vandræðalegt að yfirstjórn Seðlabankans skuli ekki hafa sagt af sér. Það ætti hún að gera. Sömuleiðis yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins - eins og ég hef marg sagt - að ekki sé talað um skuldbreytingaliðið í bönkunum. Burt með spillingarliðið! 

Hef ég þá lokið máli mínu að sinni.  Cool


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það hefur ítrekað komið fram að Landsbankinn hafi átt 4.400 milljarða meðan innistæður væru upp á 2.200 milljarða.  Málið var bara hvort eitthvað af þessum 4.400 milljörðum hefðu tapast og þá hve mikið.

Marinó G. Njálsson, 15.11.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kíktu á þetta, Ólína!

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.11.2008 kl. 03:16

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Suss suss - óráðshjal er þetta Baldur minn. Þú getur ekki lagt að jöfnu:

a) Útjöld sem ákveðin hafa verið fyrir mörgum árum síðan - meira að segja í annarri ríkisstjórn - þegar hér var bullandi góðæri (þá er ég að tala um framboðið til öryggisráðsins)  og
b) niðurskurð sem grípa þarf til í alvarlegustu fjármálakreppu sem gengið hefur yfir landið.

Þetta tvennt eru ósambærilegir hlutir. Sömuleiðis finnst mér þú teygja þig annsi langt þegar þú talar um ISG sem hluta af spillingarliðinu - og jafnvel mig.  Hvað hef ég nú unnið mér til óhelgi að þessu sinni? Að kjósa Samfylkinguna?

Þér getur ekki verið sjálfrátt.

Og hvað varðar orð mín um Bjarna Harðarson - þá hef ég ekki mælt mistökum hans bót. Ég hinsvegar tel það manndómsmerki af honum að segja sig frá þingmennsku. Og stend við það.

Mér var ungri kennt að "geta þess sem gott er en gleyma hinu". Reyni það jafnan, þó misvel gangi stundum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.11.2008 kl. 09:41

4 identicon

Að geta þess sem gott er og gleyma hinu, er ef til vill ekki góð regla í stjórnmálum.

Svo má minna á að "niðurskurðurinn" var á fyrirhugaðri aukningu á fjárlögum næsta árs. Nú verða Samfylkingarmenn jafnt og aðrir að láta af foringjahyggju og minnka áhersluna á liðsandann. Við búum í breyttum heimi. Nú þurfa allir að hugsa uppá nýtt. Það sem áður gilti, gildir ekki lengur. 

Doddi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mín skoðun er, að við eigum að taka upp Dollar !

Rökin er hér að finna: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/712030/

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.11.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Af hverju er þetta fólk allt ennþá í embættum sínum?  Hvernig má þetta vera?  Ég skil þetta ekki, hreinlega ómöglegt að skilja neitt lengur.  

Ef ég væri ennþá prestur á Íslandi, myndi ég predika um lífsgæði, hamingju, réttindi, jöfnuð, mannvirðingu, réttvísi, kærleika - ég myndi sennilega tala fyrir munn fólksins sem nú er hrakið, kalt og til þeirra hjartna sem eru hrygg og fylld vonleysi. 

Baldur Gautur Baldursson, 16.11.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband