Til ykkar sem ætlið að mótmæla í dag ...

... klæðið ykkur vel. Munið eftir föðurlandinu, húfunni, treflinum og ullarvettlingunum. Það hefur oft viðrað betur á mótmælendur en í dag. Verið svo málstaðnum til sóma - ég verð fjarri góðu gamni, en með í andanum. Wink

Burt með spillingarliðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lá undir sæng og horfði á, ég er ánægð með að það skildi vera sjónvarpað frá mótmælunum, það komast ekki allir á staðinn.  Baráttukveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Flíspeysa, vetrarúlpa, kuldaskór og lúffur. Og það viðraði bara ágætlega. Fleiri í gær en fyrir viku og menn eru líka að ná betri tökum á hljóðinu. Þeir sem þurftu að standa úti við dómkirkju heyrðu þó ekki vel vegna bergmáls, en þar sem ég stóð fyrir framan Nasa heyrðist allt hátt og skýrt.

Vona bara að menn fari ekki að sitja heima og hlusta af því að þar er hlýtt og heyrist betur, fjöldinn sem mætir skiptir svo miklu máli. Ræðumenn í gær voru góðir og Viðar heimspekingur (sem ég þekki engin deili á) var sannarlega kröftugur.

Haraldur Hansson, 16.11.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband