Bjarna-greiði við Valgerði. Burt með spillingarliðið.

BjarniHarðar Þegar ég var ungur blaðamaður á NT vann ég með skemmtilegum og sérstæðum jafnaldra, Bjarna Harðarsyni að nafni - Sunnlendingi og sveitastrák að upplagi. Okkur varð vel til vina og brölluðum ýmislegt á þessum fyrstu blaðamennskuárum sem voru skemmtilegur tími. Bjarni var og er góðhjartaður maður, svolítið glíminn og fljótfær, en ég hef aldrei efast um góðvild hans og samstöðu með lítilmagnanum.

Í ljósi þessara kynna, kemur mér ekki á óvart að Bjarni skuli nú hafa sagt af sér þingmennsku og axlað þar með ábyrgð á misgjörðum sínum. Honum varð á í hita leiksins. Hann braut á öðrum leikmanni og fer nú af vellinum. Það er honum líkt að taka eigin mistökum eins og maður.

Nú, þegar Bjarni er vikinn úr vegi - er kannski hægt að fara að líta á efni þessa bréfs til Valgerðar Sverrisdóttur, sem hratt atburðarásinni af stað. Sannleikurinn er sá að sú gagnrýni sem þar kemur fram á fullan rétt á sér, og er allrar athygli verð.

Bjarna óska ég velfarnaðar í framtíðinni - ég yrði ekki hissa þótt hann léti að sér kveða á opinberum vettvangi síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er allt svo öfugsnúið. Bjarni verður líklega sá eini sem sér ástæðu til að segja af sér. En aðrir, sem bera miklu meiri sök, sitja sem fastast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Heyr, heyr Ólína!

Er hægt að nálgast innihald þessa margumrædda og áhrifaríka bréfs einhvers staðar?

Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammála þér Ólína. Það er vert að skoða Valgerði og ýmsa aðra sem hafa staðið fyrir aðgerðum sem hafa stórlega veikt innviði samfélagsins á þann veg að hún er illa í stakk búin til þess að takast á við þann vanda sem við er að glíma í dag.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:12

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er hægt að lesa bréfið: http://isspiss.blog.is/blog/isspiss/

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 12:17

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Við lestur bréfsins er hæglega hægt að fá á tilfinninguna "svo þetta er þá allt Valgerði að kenna". Ég vona að umræðan fari ekki inn á þá braut. Þó hennar hlutur og Framsóknar sé vissulega svartur má kastljósið ekki beinast svo sterkt að hann að þeir 20 sem eru fyrir ofan hana á syndalistanum verði stikkfrí.

Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 13:07

7 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég þekki Bjarna persónulega og af góðu einu, en mál þetta snýst ekki um persónu Bjarna Harðarsonar, þingmanns - heldur snýst þetta um þau vinnubrögð hans að af fullum ásetningi ætlar hann aðstoðarmanni sínum að búa til nafnlaus netföng, til þess að hnekkja á pólitískum andstæðingi sínum í þessu tilfelli samflokksmann.

Er siðferðilega rétt af manni sem er jú alþingismaður að afhenda aðstoðarmanni sínum slíkar verkbeiðnir?

Er ekkert siðferðilega rangt við þessi vinnubrögð?

Ef svo er ekki - hvers vegna þá? 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þér Ólína.  Ég segi að okkur hætti til að einblína á smáatriðin og gleyma því sem skiptir máli.  'I þessu tilfelli bréfið sem var skrifað, og vissulega undirritað af tveimur framsóknarmönnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:05

9 identicon

Er virkilega stolt af Bjarna Harðarsyni og held ég að framsóknarmenn hafi misst þarna góðann mann. Valgerður mætti alveg segja af sér held að hennar hlutur sé saknæmari en þetta bréf sem Bjarni skrifaði

Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:13

10 identicon

Ég er að öllu leiti sammála þér Ólína og eftir lestur bréfsins finnst mér að Valgerður ætti að hverfa úr þingsölum með Bjarna,en hann að mínu mati er velkomin aftur og ætti hann mitt atkvæði ef svo bæri undir.

Kv Laugi

Klakinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:22

11 identicon

Ég held að Bjarni vinur minn hefði átt að sitja kyrr, en Valgerður hefði mátt missa sig. Í þessu umrædda bréfi er hreinn sannleikur, en honum verða víst flestir sárreiðastir

Leifur

Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:36

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki Bjarna svo sem ekki neitt en mér finnst hann bera það með sér að vera "góður kall" og einhvern veginn yrði ég tregur til að trúa einhverju misjöfnu á hann.   Það skemmir heldur ekki að hann er þjóðlegur eins og þú Ólína en þar að auki er hann sérfróður um draug og þó það væri ekki önnur ástæða myndi ég leggja nokkuð á mig til að koma honum á þing aftur.

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 16:48

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég rétt af Bjarna að segja sig frá þingmennsku eftir þessa uppákomu. Ég get ekki mælt því bót sem hann gerði - hvorki því að veitast úr launsátri að flokkssystur sinni, né hinu að ætla aðstoðarmanni sínum að vinna verkið fyrir sig.

En, Bjarni sér sína eigin sök í þessu og bregst við á þann eina hátt sem er sæmandi fyrir hann. Það er manndómsvottur að gera slíkt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:50

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bjarni hefði bara átt að gagnrýna Valgerðu - undir nafni en ekki vera að pukrast þetta í skjóli nætur og burðast við eftir krókaleiðum að láta birta þetta undir nafnleynd. Það orsakar skítalykt sem fólk er búið að fá uppí kok af.

Marta B Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 19:53

15 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bjarni kemur sterkur inn í vor þegar það verður kosið til þings og mætir þar með nýjan bændaflokk.  

Marinó Már Marinósson, 11.11.2008 kl. 20:08

16 identicon

Drengilega mælt Ólína - og þér líkt.

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband