Misræmi í upplýsingum ráðherra - og: Burt með spillingarliðið!

ThorgerdurKatrin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi aðkomu hennar og eiginmanns hennar að viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi og ráðstöfun skulda í framhaldi af því.

 Ráðherrann sagði fyrir fáum dögum að það væri óþolandi fyrir sig og sinn mann að efasemdir væru uppi um stöðu þeirra í þessu máli. Ég er sammála ráðherranum um þetta. Þess vegna verður hún að gera hreint fyrir sínum dyrum - og satt að segja er ég undrandi á fjölmiðlum að ganga ekki harðar fram í því að upplýsa um aðkomu ráðherrahjónanna að hinum umdeildu hlutafjárvipskiptum stjórnenda Kaupþings. Fréttir herma að þau hjónin hafi keypt hlutabréf fyrir um hálfan milljarð króna.

Fram hefur komið að Kristján Arason, eiginmaður ráðherra, stofnaði einkafélag fyrr á þessu ári og að kaup hans á hlut í Kaupþingi áttu sér stað í gegnum það félag. Ráðherrann segir "langt síðan" félagið var stofnað (sjá hér). Þó er ekki lengra síðan en í febrúar síðastliðnum (sjá hér). 

Menntamálaráðherrann segir að þau hjónin hafi sett allan sinn "sparnað" í félagið. Hún upplýsir ekki hvaða sparnað er þar um að ræða - og það sem mér finnst áhyggjuefni, hún er ekki spurð af fjölmiðlum. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hefur að vísu hreyft þessu máli í þinginu (sjá hér), en svör hafa ekki fengist enn. Í  blaðaviðtölum er ýmist ýjað að því að þau hjónin hafi keypt hlutabréf fyrir sparnað sinn (sem þau hafi tapað - sjá hér ) eða þau hafi tekið lán sem ekki hafi verið "strokað út" eins og það er orðað (sjá hér). Upplýsingarnar eru misvísandi.

Nú er vitað, að ákveðnir stjórnendur í Kaupþingi fóru þá leið að stofna félög sem önnuðustu kaupin á hlutabréfum í bankanum. Með því móti gátu þeir hirt gróðann af bréfunum - hefði hann orðið einhver - en látið félagið sitja uppi með skuldirnar ef bréfin hefðu orðið verðlaus. Ekki verður annað séð en að félagið sem Kristján Arason, eiginmaður ráðherra, stofnaði, hafi einmitt verið sett á laggirnar í þessu skyni. Að minnsta kosti var hann "fámáll" um tilgang og starfsemi félagsins, þegar það var stofnað fyrr á þessu ári (sjá hér).

Menntamálaráðherra segir í fyrrgreindum fréttaviðtölum að nú verði allir að gera hreint fyrir sínum dyrum.  Það er rétt.

Gott væri ef menntamálaráðherra gengi þá á undan með góðu fordæmi og skýrði misræmið í þeim upplýsingum sem hún sjálf hefur veitt  og leggði þar með "allt upp á borðið" svo notuð séu hennar eigin orð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður að komast á hreint. Ef minnsta kusk er á hennar flipa þá telst hún til spillingarliðsins - burt með það!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:49

2 identicon

...átti að vera "flibba"

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Katrín

Á árinu 2005 var starfsmönnum óheimilt að draga úr áhættu sinni með því að stofna félög utan um kaup á hlutabréfum í bankanum, þar sem slíkt var að mati Fjármálaeftirlitsins talið andstætt gagnsæi á fjármálamarkaði.

Þessar upplýsingar koma frá nýrri stjórn Kaupþings nú nýlega  og skv. þeim myndi ég halda að til hlutafélagsins hafi verð stofnað á ólöglegan hátt nema þau hjón eða ráðgjarfar þeirra hafi fundið glufu á ,,gráa svæðinu".

Katrín, 10.11.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Katrín

Leiðrétting: þetta er úr tilkynningu frá fyrrum stjórn Kaupþings sem ég vitna í

Katrín, 10.11.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Ólína, "margt kemur upp þegar hjúin deila." Ekki svara ég fyrir fjölmiðla í þessu máli fremur en öðrum. Undanfarin tvö ár í það minnsta hafa næstum daglega birst fréttir af vafasömum tilfærslum fjámagns hjá hinum ýmsu athafnamönnum og pólitíkusum jafnframt. Þar hefur verið um að ræða, ýmist eigið fé svonefnt, tilbúin verðmæti með hrókeringum á nöfnum, eignarhlutum og svo eign í hlutafélögum sem hafa verið mynduð um opinberar eigur sveitarfélaga og ríkis. Þarna hefur verið að verki fólk sem tengist umfram aðra Sjálfstæðisflokknum, enda svo komið fyrir þeim klúbbi að fyrsta orðið sem kemur upp í hugum fólks þegar sá þann flokk ber á góma er spilling.

Varla eiga þó allir pólitíkusar og athafnamenn þess flokks þar óskilinn hlut og nú er svo komið að reynt er að finna þar einhvern sem sleppur við ósómann. Fólki finnst það eiginlega óbærilegt að trúa því að þar sé enginn laus við þann sjúkdóm sem nú hefur lagt þjóðarbúið á hliðina og enginn þorir að gangast við. Þorgerður Katrín hefur gott lag á að gera sig trúverðuga og nýtur þar hæfileika sinna í að segja lítið í löngu og hröðu máli. Og svo hefur hún gefið i skyn að hún vilji minnka áhrif Davíðs og það finnst fólki óskaplega fallegt af henni og sýna hvað hún sé heilbrigð og kjarkmikil.

Þetta er mín skýring á kurteisi fjölmiðla við þau hjón Þorgerði og Kristján.

Því sem þú segir í þesum pistli er ég fullkomlega sammála. 

Árni Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þorgerður Katrín verður að gera hreint fyrir sínum dyrum - til að taka af allan vafa á hún að gera það strax........annars

Jón Snæbjörnsson, 10.11.2008 kl. 13:16

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já menntamálaráðherra hefur þurft að flaka mikinn fisk til þess að spara hálfan milljarð. Dugleg að leggja fyrir!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Dómarinn

Þorgerður Katrín og hennar lið eru sérfræðingar í því að sleppa undan ágengum spurningum vegna þess að  þeir eru klókari en spyrjendurnir. Að segja að það það sé ólíðandi fyrir sig og sinn mann að uppi séu efasemdir um stöðu þeirra og gera svo ekkert í málinu  er lymskulegt. Það  er ýmislegt sem bendir til þess að málið sé gruggugt. Ætlar Þorgerður að komast upp með það að gera ekki hreint fyrir sínum dyrum og treysta þannig á að lélegt skammtímaminni landans bjargi henni úr vandræðum. Nei og aftur nei. Nú er tími ágengra fjölmiðlamanna.  Haltu málinu vakandi þar til svörin fást Ólína.

Dómarinn, 10.11.2008 kl. 14:31

9 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Ólína. Það er ákkúrat ekkert að gerast í þessum málum. Spillingaröflin hafa öll tögl og haldir. Ríkisstjórnin virðist vera samstíga í að gera ekki neitt. Hún stelur frá fólkinu í gegnum bankana og harðneitar svo sök. Burt með spillingaliðið.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:41

10 Smámynd: Katrín

Þorgerður Katrín og hennar lið eru sérfræðingar í því að sleppa undan ágengum spurningum vegna þess að  þeir eru klókari en spyrjendurnir.

Það er nefnilega heila málið Dómari, og það þarf ekki að sýna neina snilldartakta til að sýnast klókari

Katrín, 10.11.2008 kl. 14:46

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er víða óhreint mjöl á ferðinni, ekki vildi ég þurfa að lifa á því í vetur, líkar þá betur speltið sem ég hef safnað að mér, burt með spillingarliðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 15:01

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var ekki allur þeirra "sparnaður" tekin að láni? Almennir viðskiptavinir bankana höfðu ekki aðgang að slíkum sparnaði upp á hundruð milljóna eða milljarða án trygginga. 

Væri ekki rétt að allir stofni sér félag  -mínarskuldir ehf-? og setti allar skuldir sínar, húsnæðislán, bílalán o.þ.h. inn í félagið, hefur ekki menntamálafrúin gefið tóninn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.11.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Heidi Strand

Um helming þjóðarinnar styður enn þetta fólk. Þetta er óskiljanlegt.
http://jonas.is/

Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 16:54

14 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Annað hvort verður Þorgerður Katrín að segja af sér eða koma með trúverðugar skýringar og það á máli sem venjulegt fólk skilur.   Af því einhver hér var að vitna í að Fjármálaeftirlitið um að óheimilt hefði verið að stofna einkahlutafélög um hlutafjáreign, þá verð ég nú bara að segja fyrir mig að ekki hefur þetta eftirlit gert neitt til að stöðva slíkt, enda spillingaröflin þar inn á gafli líka.

Jakob Falur Kristinsson, 10.11.2008 kl. 18:43

15 identicon

Eiginmaðurinn var með milljón á DAG í laun hvern vinnudag ársins 2007, samkv. Frjálsri Verslun. Það er því hugsanlegt að hjúin hafi getað nurlað saman í einhvarn sparnað.

Það er hins vegar alveg óskylt þeirri spurningu hvort hjónin hafi fengið 500 milljóna lán hjá bankanum?, - hvort þau ætli að greiða það til baka eða láta það "hverfa" með gjldþrota einkahlutafélagi?

Það er eiginlega alveg óþolandi að vita ekki hvort VIÐ eigum að borga....

sigurvin (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:14

16 identicon

Er ekki alveg ótrúlegt að þetta lið, stjórnendur Kaupþings, fékk í heildina um 53 milljarða "að láni" til að leggja aftur inn nokkru síðar. Ef gengið hækkaði á meðan, fór mismunurinn inn á "sparnað" eins og ráðherrann kallar þetta svo smekklega. Ef gengið fór niður átti að fella "lánið" niður.

Það er endalaust verið að gera okkur að fíflum. Fréttamenn verða að fara að spyrja réttu spurninganna og krefjast svara!

Helgi Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 22:53

17 identicon

Takk fyrir pistilinn. Ég held að hundurinn liggi grafinn í því að fjölmiðlar annaðhvort þora ekki eða hafa ekki burði til að spyrja alvöru spurninga.

Það er líka óþolandi að sama fólkið fái að hræra í leifunum og geti jafnvel verið búið að eyða gögnum þegar rannsókn fer í gang.

kolla (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:02

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fáir veittu því athygli á sínum tíma þegar skattarannsóknaryfirvöld á  Íslandi einu Norðurlanda neituðu að nýta upplýsingar sem þýsk skattayfirvöld fengu frá fyrrum bankastarfsmanni frá Lightenstein. Bretar notuðu þessar upplýsingar og hirtu 75 milljarða í svörtum og illa fengnum peningum.  Nú er kominn upp þrálátur kvittur, sem tengist einum núverandi ráðherra og öðrum sem var eitt sinn meðal æðstu embættismanna þjóðarinnar, sem menn telja  að skýri áhugaleysi stjórnvalda.    Hafið þið heyrt af þessu?

Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 07:26

19 identicon

Svo má aftur spyrja, hvernig gat það samrýmst reglum FME að Kaupþing banki gæti leyft sér að lána einkahlutafélagi með takmarkaðri ábyrgð hundruðir milljóna króna og taka samsvarandi upphæð að veði í þessum eigin hlutabréfum bankans, sem þeir lánuðu 100% útá.  

Ég þori að fullyrða að svona ráðslag stenst engan veginn reglur FME og Seðlabankans um tryggingar útlána.

Þetta getur ekki staðist neina skoðun og sýnir bara sukkið og svínaríjið í hnotskurn.

Æðstu yfirmenn bankanna og eigendur og þeirra klan gengu um þessa sjoppu eins og það kæmi enginn morgundagur !    

Svo segist menntamálaráðherra ekki geta legið undir þessu. Það er nú lágmark að þetta lið játi syndir sínar og biðji bara þjóðina afsökunar. Það er algjört lágmark.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 09:20

20 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sá sem gegnir opinberu starfi verður að gera sér fulljóst að hún/hann verður að þola ágang fjölmiðla og það að vera einatt undir smásjánni.  Því er það heillavænlegast fyrir þessa fyrrum landskæru embættismenn að gera hreint fyrir dyrum sínum og dyngjum. Þessir einstaklingar fá há laun fyrir að sýna ábyrgð og ráðdeild í embættisfærslu sinni allri, því er eðlilegt að þessari ábyrgð fylgi sú eðlilega skoðun almennings og fjölmiðla sem embættismenn mættu frekar líta á sem "hvatningu" til heiðarlegra starfa en árása og óþægilegs "vafa" um embættisfærslu og einkafjárhag. 

Ég vona virðingar sinnar vegna og kærleikans til þjóðarinnar vegna að Þorgerður Katrín og Kristján maður hennar bregðst nú skjótt við og geri hreint fyrir dyrum sínum.  Það er hið ábyrga í stöðunni að gera!

Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2008 kl. 09:40

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð Ólína.  Segi sama og þú  burt með spillingarliðið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband