Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bjarna-greiði við Valgerði. Burt með spillingarliðið.
11.11.2008 | 11:10
Þegar ég var ungur blaðamaður á NT vann ég með skemmtilegum og sérstæðum jafnaldra, Bjarna Harðarsyni að nafni - Sunnlendingi og sveitastrák að upplagi. Okkur varð vel til vina og brölluðum ýmislegt á þessum fyrstu blaðamennskuárum sem voru skemmtilegur tími. Bjarni var og er góðhjartaður maður, svolítið glíminn og fljótfær, en ég hef aldrei efast um góðvild hans og samstöðu með lítilmagnanum.
Í ljósi þessara kynna, kemur mér ekki á óvart að Bjarni skuli nú hafa sagt af sér þingmennsku og axlað þar með ábyrgð á misgjörðum sínum. Honum varð á í hita leiksins. Hann braut á öðrum leikmanni og fer nú af vellinum. Það er honum líkt að taka eigin mistökum eins og maður.
Nú, þegar Bjarni er vikinn úr vegi - er kannski hægt að fara að líta á efni þessa bréfs til Valgerðar Sverrisdóttur, sem hratt atburðarásinni af stað. Sannleikurinn er sá að sú gagnrýni sem þar kemur fram á fullan rétt á sér, og er allrar athygli verð.
Bjarna óska ég velfarnaðar í framtíðinni - ég yrði ekki hissa þótt hann léti að sér kveða á opinberum vettvangi síðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Vefurinn | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Þetta er allt svo öfugsnúið. Bjarni verður líklega sá eini sem sér ástæðu til að segja af sér. En aðrir, sem bera miklu meiri sök, sitja sem fastast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 11:25
Sammála Ólína.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 11:37
Heyr, heyr Ólína!
Er hægt að nálgast innihald þessa margumrædda og áhrifaríka bréfs einhvers staðar?
Baldur Gautur Baldursson, 11.11.2008 kl. 12:03
Ég er sammála þér Ólína. Það er vert að skoða Valgerði og ýmsa aðra sem hafa staðið fyrir aðgerðum sem hafa stórlega veikt innviði samfélagsins á þann veg að hún er illa í stakk búin til þess að takast á við þann vanda sem við er að glíma í dag.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 12:12
Hér er hægt að lesa bréfið: http://isspiss.blog.is/blog/isspiss/
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2008 kl. 12:17
Við lestur bréfsins er hæglega hægt að fá á tilfinninguna "svo þetta er þá allt Valgerði að kenna". Ég vona að umræðan fari ekki inn á þá braut. Þó hennar hlutur og Framsóknar sé vissulega svartur má kastljósið ekki beinast svo sterkt að hann að þeir 20 sem eru fyrir ofan hana á syndalistanum verði stikkfrí.
Haraldur Hansson, 11.11.2008 kl. 13:07
Ég þekki Bjarna persónulega og af góðu einu, en mál þetta snýst ekki um persónu Bjarna Harðarsonar, þingmanns - heldur snýst þetta um þau vinnubrögð hans að af fullum ásetningi ætlar hann aðstoðarmanni sínum að búa til nafnlaus netföng, til þess að hnekkja á pólitískum andstæðingi sínum í þessu tilfelli samflokksmann.
Er siðferðilega rétt af manni sem er jú alþingismaður að afhenda aðstoðarmanni sínum slíkar verkbeiðnir?
Er ekkert siðferðilega rangt við þessi vinnubrögð?
Ef svo er ekki - hvers vegna þá?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:21
Ég er sammála þér Ólína. Ég segi að okkur hætti til að einblína á smáatriðin og gleyma því sem skiptir máli. 'I þessu tilfelli bréfið sem var skrifað, og vissulega undirritað af tveimur framsóknarmönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 14:05
Er virkilega stolt af Bjarna Harðarsyni og held ég að framsóknarmenn hafi misst þarna góðann mann. Valgerður mætti alveg segja af sér held að hennar hlutur sé saknæmari en þetta bréf sem Bjarni skrifaði
Guðrún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:13
Ég er að öllu leiti sammála þér Ólína og eftir lestur bréfsins finnst mér að Valgerður ætti að hverfa úr þingsölum með Bjarna,en hann að mínu mati er velkomin aftur og ætti hann mitt atkvæði ef svo bæri undir.
Kv Laugi
Klakinn (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:22
Ég held að Bjarni vinur minn hefði átt að sitja kyrr, en Valgerður hefði mátt missa sig. Í þessu umrædda bréfi er hreinn sannleikur, en honum verða víst flestir sárreiðastir
Leifur
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:36
Ég þekki Bjarna svo sem ekki neitt en mér finnst hann bera það með sér að vera "góður kall" og einhvern veginn yrði ég tregur til að trúa einhverju misjöfnu á hann. Það skemmir heldur ekki að hann er þjóðlegur eins og þú Ólína en þar að auki er hann sérfróður um draug og þó það væri ekki önnur ástæða myndi ég leggja nokkuð á mig til að koma honum á þing aftur.
Sigurður Þórðarson, 11.11.2008 kl. 16:48
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég rétt af Bjarna að segja sig frá þingmennsku eftir þessa uppákomu. Ég get ekki mælt því bót sem hann gerði - hvorki því að veitast úr launsátri að flokkssystur sinni, né hinu að ætla aðstoðarmanni sínum að vinna verkið fyrir sig.
En, Bjarni sér sína eigin sök í þessu og bregst við á þann eina hátt sem er sæmandi fyrir hann. Það er manndómsvottur að gera slíkt.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:50
Bjarni hefði bara átt að gagnrýna Valgerðu - undir nafni en ekki vera að pukrast þetta í skjóli nætur og burðast við eftir krókaleiðum að láta birta þetta undir nafnleynd. Það orsakar skítalykt sem fólk er búið að fá uppí kok af.
Marta B Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 19:53
Bjarni kemur sterkur inn í vor þegar það verður kosið til þings og mætir þar með nýjan bændaflokk.
Marinó Már Marinósson, 11.11.2008 kl. 20:08
Drengilega mælt Ólína - og þér líkt.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.