Það seytlar inn í hjarta mitt ...

 throstur Krókusarnir eru farnir að kíkja upp úr snjónum í garðinum hjá mér. Fuglasöngur í trjánum á hverjum morgni - brum á greinum. Það er ekki um að villast, vorið er komið. Það fer hægar yfir hérna fyrir vestan en í höfuðborginni, en maður finnur nálægð þess engu að síður. Hér er blíðviðri dag eftir dag og dimmblátt djúpið ljómar í sólinni sem aldrei fyrr.

Nú eiga við orðin hans Jóhannesar úr Kötlum:

 

Það seytlar inn í hjarta mitt

sem sólskin fagurhvítt,

sem vöggukvæði erlunnar,

so undurfínt og blítt,

sem blæilmur frá víðirunni,

- vorið grænt og hlýtt.

 

Ég breiði út faðminn - heiðbjört tíbrá

hnígur mér í fang.

En báran kyssir unnarstein

og ígulker og þang. -

Nú hlæja loksins augu mín

- nú hægist mér um gang.

 

Því fagurt er það, landið mitt,

og fagur er minn sjór.

Og aftur kemur yndi það

sem einu sinni fór.

Og bráðum verð ég fallegur,

og bráðum verð ég stór.

                        

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já - fallegt er það svo sannarlega

Þetta orti föðurbróðir minn:

Vorhvöt
Vertu ekki hnugginn.  Hröðum væng
hefur sig lóan senn á flug.
Senn eru bjarkarblöðin græn
og blómin litskrúðug.
Þeim er gefið að ganga á hönd
gleði sumarsins kvíðalaust.
Hví ekki þér?  Þú veist þó vel
þau verða hér fram á haust.

Jóhann S. Hannesson.  Slitur úr sjöorðabók, 1980.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Yndislegt 

Eigðu góðan dag kæra Kristín Björg.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband