Meðvirkni í Kastljósi

Horfði á viðtal Kastljóss við Kalla Bjarna - fallna engilinn úr Ædolinu. Og það sýður á mér Angry Ég er ekki sátt við svona meðvirkni. Þetta var EKKI fróðlegt viðtal, það veitti mér EKKI nýja sýn, og bætti ENGU við þá þekkingu sem ég og almennir fjölmiðlaneytendur höfum nú þegar. Þau viðhorf sem þarna komu fram, sjálfsréttlæting og annað, eru ekkert nýtt. Allir meðferðaraðilar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og margir fleiri þekkja þessi viðhorf.

Hvað átti þetta að þýða hjá Kastljósi? Hver var tilgangurinn með viðtalinu? Að veita okkur innsýn í hugarheim manns sem hefur verið í fíkniefnaneyslu og sér villu síns vegar? Ef svo var, þá var þetta ómarkvisst viðtal. Burðardýrskaflinn þar sem Kalli Bjarni talaði um blankheitin sem urðu til þess að hann "samþykkti að koma með einhver 700 grömm til landsins" eins og hann orðaði það. Þessi 700 grömm af kókaíni urðu 2 kg í reynd - en Kalli Bjarni vildi þetta frekar en að slá lán hjá öryrkjanum mömmu sinni til að eiga fyrir mat handa börnunum. Rörende? Nei - ég er ekki impóneruð. Hreint ekki.

Kalli Bjarni veitti enga aðstoð við rannsókn málsins og sagði í viðtalinu að hann myndi aldrei koma upp um þá sem hann vann fyrir. Nújá? Er hann þá hetja? Eða skúrkur? Er hann hræddur - eða kannski forhertur? Í raun kom það ekkert fram. Kalli Bjarni vill bara ekki tala um vinnuveitendur sína.

En hvað kemur okkur þetta við? Hvaða tilgangi þjónar það að birta lýsingar Kalla Bjarna á líðan sinni þegar hann fór með efnin í gegnum hliðin, og þegar hann var tekinn? Til hvers er verið að upphefja tilfinningalíf afbrotamanns með þessum hætti. Hvaða erindi á það inn í fréttaþátt á borð við Kastljós? 

Kalli Bjarni hefur hlotið sinn dóm - 2ja ára fangelsisvist sem hann á eftir að afplána. Vonandi heldur hann sig réttu megin laganna framvegis. Það vona ég hans sjálfs vegna og ekki síður barnanna hans. Þess vegna óska ég honum alls velfarnaðar í framtíðinni.

En mér finnst hann eigi að halda sig utan fjölmiðlanna meðan hann er að koma lagi á líf sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Guð hvað ég er sammála þér, Ólína. Algjörlega. Mér finnst ekki að það eigi að nota fjölmiðla til að fólk fái aflausn sinna synda - allir hafa sínar ástæður fyrir að gera einhverja miður skynsamlega hluti..... en ég segi það sama og þú..... hvaða erindi átti þetta við okkur??

Lilja G. Bolladóttir, 8.1.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála hverju orði sem þú segir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þetta viðtal átti ekkert erindi í Kastljósið,ég er sammála þér í því Ólína. Ég held að þessir menn geri sér ekki grein fyrir því eins og Kalli Bjarni, að það eru börnin okkar sem eru fórnarlömbin þegar það er verið að markaðasetja þessi FJ... eiturlyf. Ég þakka fyrir hvern dag sem börnin mín sleppa, en sonur minn vinnur næturvaktir í matvöruverslun og hann fær allavega kúnna til sín á næturnar í búðina, þar á meðal menn sem hafa verið að bjóða honum eiturlyf. Sonur minn er 19 ára gamall.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.1.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek algjörlega undir þetta. Drengurinn hefur ekkert að gera í svona viðtal. Skil ekki tilgang Kastljóss manna, nema ef vera skildi að þeir séu að reyna að svara viðtölum á st-2 við fórnarlömb brjálaðs drengs í bænum sem gengur um lemjandi og brjótandi menn. "Rosa sjokk að vera tekin" segir Kalli í viðtali á vísi.is, einmitt, hefði viljað sleppa við þetta "sjokk" bölvuð vitleysa allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

amen

Brjánn Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 02:29

7 identicon

Ég get alveg tekið undir þetta hjá þér Ólína, það má ekki upphefja glæpalýðinn sem selur börnunum okkar eiturlyfin. En það sem mér finst sárast, er að ekki náist í höfuðpaurana í svona málum. Á meðan menn vilja ekki segja til þeirra, ætti málið ekki að teljast upplýst, og í þessu tilviki, Kalli Bjarna að sitja í gæslu þar til að hann kjaftar frá og upplýsir málið. Viðurlög við brotum ættu allla jafnan að vera það hörð, að fólk hugsi sig um tvisvar.

Sigfús (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 06:13

8 identicon

fullkomlega sammála þér Ólína, það var líka eitthvað við myndatökuna á þessu innslagi sem átti greinilega að ýta undir dramatíkina og tilfinningarunkið eins og ég ætla að leyfa mér að kalla það. Ætli við megum eiga von á því að sem flestir eiturlyfainnflytjendur komi hér eftir í Kastljós með tár á hvarmi og tali um þær bágu aðstæður sem öttu þeim í að fremja glæpinn?

Hvers vegna er líka verið að koma með þessar afsakanir hans enn og aftur að hann vilji ekki segja til yfirmanna sinna, svo er ágætis trikk að segjast bara vera burðardýr til að fá vægar dóm.

Hafið þið kíkt á myndband úr Íslandi í dag í fyrradag þar sem er viðtal við hluta Fazmoklíkunar þar sem þeir sverja ofbeldispiltinn af sér og tala um sitt mikilvæga hlutverk við að stöðva slagsmál....humm af hverju ætli það sé svona mikið af þeim í kringum þá?

Ég held að það væri nær að styrkja manninn í enn eina meðferðina, því ekki fer uppbyggingin fram í fangelsi.

Sóla (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 07:13

9 identicon

Aldeilis sammála Ólínu. Það þarf líka að hafa í huga að umræddur kókaíninnflytjandi er sennilega ekkert ósáttur við að fá að vera í fríi á Hrauninu. Þetta er nú til að byrja með ekki langur tími, er ekki fangelsisárið 223 dagar? Þar frá dregst gæsluvarðhaldið ekki satt? Nú, og svo er víst fátt auðveldara en halda áfram í dópi á Hrauninu. En aðalmálið er, á hvaða leið er Kastljósið? Þeim er líklega fjárans sama sem hafa fengið frjálsar hendur við að reka þetta batterí, þeir fá þvingunarafnotagjaldið frá öllum, hvort sem það fólk horfir á RÚV (sem fæstir gera) eða ekki. Væntanlega er fólk líka að sjá núna þessa dagana hverskonar margföldun hefur orðið í RÚV-skattinum eftir breytinguna - eða er enginn farinn að taka eftir því nema við ellilífeyrisþegar?

ellismellur (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 07:19

10 identicon

Þið eruð barnaleg og virðist lítt skilja fíkniefnaheiminn í dag og afleiðingar neyslu. Hefðuð getað slökkt á sjónvarpinu úr því að þetta fór svona í taugarnar á ykkur. Ólína, þó að þetta hafi ekki veitt þér nýja sýn eða þekkingu, þá vil ég minni þig á að þú ert ekki fulltrúi allra sem horfa á Kastljós og þar af leiðandi lítur þetta blogg út fyrir að vera ekkert nema tilgangslaust væl hjá þér. Furða mig á því að þú sért fullorðin manneskja ásamt megninu af fólkinu sem er að commenta hér. Mæli með því að þið skellið ykkur í neyslu og festist í þessum heimi, þá vitið þið kannski hvað þið eruð að tala um og þið gerið ykkur grein fyrir því að öll þjóðin hefur ekki sömu vitneskju og skoðanir og þið.

Yngvi Þór Geirsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 07:23

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sá hvorki né heyrði, en trúi hverju orði þínu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2008 kl. 08:25

12 Smámynd: Gló Magnaða

já sammála, mjög undarleg umfjöllun.

Gló Magnaða, 9.1.2008 kl. 09:11

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg hjartanlega sammála þér, fáránleg umfjöllun.

Marta B Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 09:19

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Yngvi Þór. Ef hægt er að tala um "væl" í þessu sambandi, þá var það væl í sjónvarpinu í gærkvöldi, kallinn minn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2008 kl. 09:38

15 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Ólína,

ég er hjartanlega sammála hverju orði hjá þér. Reyndar gerði ég eins og Kristinn þegar ég sá hvert viðtalið stefndi. Ég slökkti á sjónvarpinu og fór að gera annað.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.1.2008 kl. 10:37

16 Smámynd: Johnny Bravo

Róleg á ruglinu, þetta var mjög gott, skemmtilegt og fróðlegt viðtal um mann sem ræður ekki við sína fíkn. ég vissi ekkert meira um kalla nema hann var í Idol og endaði svo sem burðardýr.

Það þýðir ekkert að ráðast á kastljós bara af því þú lest öll slúðurblöð sem koma út. róleg á þessu meðvirkni tali, hann viðkenndi sitt vandamál og baðst afsökunar á hegðun sinni.

Tilgangurinn var öðru fremur að skilja fíkilinn og heyra hvernig þetta endar ef maður fer að fikta í dufti, fín forvörn, eða hvað Ólína? Þegar maður skuldar þessu fólki nokkrar kúlur og getur ekki fengið neitt hjá bankanum þá hefur maður ekki um margt að velja, deyja, vera limlestur, ræna banka eða gera eins og þeir segja. 

Það eru 300manns að bíða eftir hjálp við fíkn, kannski hefði það átt að vera aðalatriðið í fréttinni og muna að minna á að aðgerðir lögreglu og tollayfirvalda, hafa ENGIN áhrif á magn fíkniefna á götum borgar óttans. Nota peningana í forvörn og eftirvörn, ekki boð og bönn.

Johnny Bravo, 9.1.2008 kl. 10:58

17 identicon

Mikið er ég sammála honum Yngva hérna á undan. Slökktu bara á helvítis sjónvarpinu og gerðu eitthvað annað. Að mínu mati þekkir þú lítið til í þessum málum og ef þú vissir það ekki þá myndi það ekki bara stofna Kalla Bjarna í hættu heldur allri hans fjölskyldu ef hann myndi segja frá. Svo mikið veit ég um þennan ömurlega heim fíkniefnanna. Asnalegt mál allt saman þar sem að Kalli Bjarni kom fram í séð og heyrt aðeins áður en hann fór út og sagðist vera á leiðinni til Frankfurt að "taka upp plötu" en kom í staðinn heim með 2kg af kókaíni... Skítalykt af þessu öllu saman en Ólína þú hlýtur samt að gera þér grein fyrir því af hverju maðurinn segir ekki frá!!

Jóhann Marel (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:07

18 identicon

Margt gott hefur  verið gert í Kastljósi. En þetta svokallaða viðtal var fyrir neðan allar hellur og utan við allt velsæmi. Öllum getur orðið á. þetta voru algjör mistök.

ESG (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:24

19 identicon

Ég er sammála þér Ólína - og það er mjög alvarlegt þegar menn

þora ekki að segja til höfuðpauranna vegna hræðslu við hefndir þessara manna

hvurslags þjóðfélag er þetta sem við búum í orðið.

Magga

Magga (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:41

20 identicon

Hjartanlega sammála þér Ólína. Mér fannst þetta lélegt viðtal sem ætti ekkert erindi í Kastljós og listræn tilþrif í myndatöku og framsetningu til þess fallin að reyna að gera manninn töff - en ég spyr: hvað gengur mönnum til að hefja svona aumingjagang til töffaraskaps? Virkilega ósmekklegt að mínu mati.

Auður Sigr Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 12:07

21 Smámynd: Signý

Rosalega er ég sammála, ég hélt að þetta væri bara ég. En ég fæ alveg gubbuna uppí háls þegar svona tilfinningarúnk byrjar. Rosa dramatískt, allar myndir í svarthvítu og sigurrós undir. Ég gat ekki heyrt nein merkileg vísindi koma fram í þessu "drottninga" viðtali. 

Það er jafnframt sorglegt að jafn faglegur þáttur, sem kastljósið er oft, láti hafa sig útí svona rúnk. Það er til fjölmiðill sem sér um það, og er líklega íslandsmeistari í tilfinningarúnki. Nefni engin nöfn samt

Það var líka eftirtektarvert, hvað Kalli Bjarni var ekki alveg á "meðal vor" í þessu viðtali. Ég gat ekki séð það að maðurinn væri edrú, þó hann segðist vera hættur þessu. En kannski sá ég eitthvað vitlaust... "dópisti fúnkerar ekki nema að ljúga"- kalli bjarni. 

Signý, 9.1.2008 kl. 12:11

22 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er sammála... það vantaði bara að spyrjandinn endaði setningarnar hjá Kalla Bjarna með því að segja... greyið þú... ferlega hlýtur þér að hafa liðið ílla.

Atli Hermannsson., 9.1.2008 kl. 13:15

23 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Ég slökkti á sjónvarpinu áður en viðtalið kom því ég vissi að svona færi. Mér finnst Kastljósið alls ekki nægjanlega góður fréttaskýringaþáttur. Þau eru allt of upptekin af "se og hör" blaðamennsku.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.1.2008 kl. 14:05

24 identicon

Ég var reyndar með þá kenningu að Kalli Bjarni hafi verið "gulrót", að hann hafi átt að nást en annar hafi um leið farið framhjá með eitthvað miklu meira af dópi. Bara pæling af því að það er lélegur bisness mundi ég segja að nota mann, sem hefur rætt vandamál sín og veikleika fyrir eiturlyfjum fyrir framan alþjóð, í að smygla fyrir sig. En eftir sögum sem maður heyrir þá kjaftar maður ekki frá svona mönnum því þeir hóta ekki endilega ekki að meiða þig heldur börnin þín, konuna þína, mömmu þína... þú skilur. Sá hluta af viðtalinu og ég á aðallega bágt með að sjá tilganginn með því, efast um forvarnargildið.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 14:25

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst þetta farsi í besta falli, léleg dómgreind Kastljóss í versta falli.  Maðurinn virkaði forhertur á mig, það var eins og það þvældist ekki hið minnsta fyrir honum að hann neitaði að gefa upp eigendur efnisins.  Svo átti þetta ekkert erindi í sjónvarp á þessu stigi máls.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 14:40

26 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hallgerður - ég tek undir það að þetta mál er harmleikur. En þetta er ekki eini harmleikurinn af þessu tagi, og ef menn eru að hugsa um forvarnargildið, þá hefði þurft að vinna þetta viðtal öðruvísi.

Allir eiga vissulega rétt á virðingu - en það er munur á því að sýna fólki virðingu, eða upphefja bresti þess. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2008 kl. 15:14

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég verð að viðurkenna að ég hef enga sérstaka samúð með þeim sem koma að fíkniefnasölu - þeim ógæfuvaldi og böli sem fíkniefnin eru í lífi margra.

Vissulega hafa allir sínar ástæður fyrir afbrotum og mistökum. En á Kalli Bjarni einhverjar sérstakar málsbætur umfram aðra afbrotamenn í sömu sporum? Hefur einhver tekið frá honum vonina um að verða betri maður? Varla getur sú von hans verið háð þessu eina sjónvarpsviðtali - því ef svo er þá líst mér nú ekki á blikuna fyrir alla hina sem ekki hafa komist í sjónvarpsviðtal. 

Ég vona eins og þú - að drengurinn rati af villu síns vegar.  En ég dreg í efa að fjölmiðlar séu rétti vettvangurinn fyrir slíkt endurbótastarf. Held honum væri hollara að leita inn á við. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2008 kl. 15:48

28 Smámynd: Þráinn Sigvaldason

Ég er alveg sammála þér. Ég skildi ekki tilgangi þessa viðtals og það er ekki eins og þetta væri stutt viðtal!!!

Þráinn Sigvaldason, 9.1.2008 kl. 16:09

29 identicon

Ég er alveg sammála þér Ólína, ef þetta viðtal hefur átt að vera forvörn þá snérist það upp í andhverfu sína. 

Guðný Hildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:23

30 identicon

Hlusta á þetta viðtal var svona eins og að sitja á NA fundi. Hluti af því að ná bata er að segja sögu sína OFT, því oftar sem þú segir söguna því fleirri lygar og meiri þvætting , afsakanir og lygar rekst þú á í sögu þinni og fólk verður varara við misbersti hjá sjálfu sér. Þegar fólk hefur gert sér grein fyrir sínum misbrestum, t.d. með því að segja sögu sína oft, þá getur fólk fyrst talað um bata frá þessum hræðilega sjúkdóm sem fíkn getur verið.

Ætli tilgangurinn með þessu viðtali hafi ekki verið að leyfa Kalla að segja sögu sína fyrir framan alþjóð. Maður sá að Kalli er ekki búin að ná bata en þetta viðtal gæti verið partur af leiðinni. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:10

31 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ósk um betra blogg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.1.2008 kl. 19:41

32 Smámynd: Benna

Mikið er ég sammála Hallgerði þetta var svo langt því frá viðtal sem var að upphefja Kalla Bjarna!
Þetta viðtal er með því sorglegasta sem ég hef séð í sjónvarpi að Kastljós skuli hafa verið að nýta sér eymd fíkils sem áður var frægur til að auka áhorf sitt er í mesta lagi siðlaust!

Það er til skammar að þetta skuli hafa verið sýnt, Kalli Bjarni er fárveikur maður og það sér það hver maður sem eitthvað vit hefur á Alkóhólisma og fíklum að Kalli Bjarni var ekki edrú heldur útúr dópaður og var augljóslega að bulla bara eitthvað til að reyna að bjarga ímynd sinni út á við, Kastljós átti að  hafa vit fyrir honum og koma í veg fyrir þessa hörmung sem mun  sjálfsagt elta hann það sem eftir er.

Við skulum muna eitt, fíkill stjórnar ekki ferðinni heldur eru það fíkniefninn og hefur fíkill misst allan hæfileika til að velja eða hafna þegar vímuefni eru annars vegar.

Skiptir engu hvort hann var burðardýr eða ekki, þetta er veikur maður sem greinilega er og var að akta bara á sína fíkn og fíknin fær mann til að gera hvað sem er til að redda næsta skammt.

finnst margir hverjir dæma alltof hart án þess að hafa nokkuð vit þarna á.

Benna, 9.1.2008 kl. 19:46

33 Smámynd: Þórbergur Torfason

Mér finnst standa uppúr eftir þetta viðtal, aumkunarverð staða einstaklinga sem hafa vitneskju á borð við þá sem Kalli Bjarni hefur en þorir ekki að segja frá vegna ógnunar frá einhverjum úti í bæ. Niðurstaðan eftir þetta viðtal hlýtur að vera það sem ég hef oft áður orðað. Einstaklingur í stöðu Kalla Bjarna ber sökina nema hann geti bent á næsta aðila sem í þessu tilviki er fjármögnunaraðilinn. Ef sá aðili er búinn að hóta Kalla Bjarna eða fjölskyldu hans einhverju, ber réttvísinni að vernda þá fjölskyldu sem þýðir einfaldlega að loka viðkomandi inni það sem eftir er sem í sjálfu sér er ekkert tiltökumál reyndar bara réttlátur dómur eftir það sem á undan er gengið.

Er það annars þannig að honum sé ógnað? Þessi margumtöluðu blankheit svo mánuðum skipti, er þetta ekki fyrirsláttur. Var ekki maðurinn að safna fyrir 2 kg. af kókaíni og lét öryrkjann móður sína sjá fyrir heimilinu á meðan? Hann segist vera burðardýr vegna þess að það þýðir vægari dómur.

Það eru margar hliðar hver annarri lygilegri á svona málum. En að sjálfsögðu verður drengurinn að taka út sinn dóm og sá dómur mætti mín vegna vera verulega þyngri. Innflutningur á eiturlyfjum er ekkert annað tilraun til fjöldamorðs.

Þórbergur Torfason, 9.1.2008 kl. 20:53

34 identicon

Margt að því sem hér hefur verið skrifað er með ólíkindum og síðasta innlegg sýnir að sá maður sem þar heldur um lyklaborð þekkir ekki sitt eigið samfélag. Þessir menn eru ekki einhverjir menn, þetta eru bölvaðir hrottar sem svífast einskins, í orði og verki. Það sem er rétt hjá honum ER að réttvísinni ber að vernda fólk sem er í hættu.

 Réttvísin hefur barasta ekki staðið sig vel í því hlutverki. Réttvísin hefur líka oft misnotað tækifæri sitt til þess að lækka dóma, komi sakborningar hreint fram. Sú manneskja sem hefur notið hvað mest góðs af réttvísinni þegar kemur að því að segja frá burðardýrum og innflutningum er líklega Franklin Steiner* sem sá unglingum og fullorðnum fyrir eiturlyfjum fyrir ekki svo mörgum árum.

Ég nenni ekki að plokka hér út úr kommentum. En mikið er býsnast yfir að hleypa manninum í sjónvarpið, myndatöku og ekkert hafi komið út úr þessu viðtali. Sumt í gagnrýni Ólínu er réttmætt, annað ekki.

Viðtalið sýndi okkur svart á hvítu að það er eitthvað að réttarkerfinu.

Viðtalið sýndi fall manneskju sem höndlaði ekki frægðina.

Það sýndi hvernig fíkill reynir að draga hulu yfir það ranga sem hann hefur gert. Hvaða áhrif það hefur á börn og fjárhag, þannig að viðtalið var ekki tilgangslaust þó megi vera að það hefði mátt bíða með það í nokkra mánuði. Það tekur tíma fyrir fíkil að komast í jafnvægi eftir að neyslu er hætt.  

Kristjón Kormákur Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:35

35 identicon

Má til að leggja orð í belg!

Ef vinnsla þessa dagskrárefnis er skoðuð, þá var þetta fyrst og síðast söluvara Kastljóss.  Svarthvít mynd, langar þagnir þar sem hallærislega dramatísku myndefni var rúllað yfir skjáinn á meðan og tónlistin vandlega valin og spiluð undir í öllu viðtalinu - sem nota bene var ótrúlega langt.   Nokkuð þekktur einstaklingur.

Það sem upp úr stendur eins og svo oft varðandi umfjöllunarefni Kastljóss er:

Hver var tilgangurinn?  Átti þetta viðtal að hafa forvarnargildi?  Átti það að sýna eymd fíkils?   

Mín upplifun af þessu viðtali var sú í fyrsta lagi:  2ja ára dómur fyrir 2 kg. af kókaíni!  Hafði reyndar lesið þá frétt í öllum prentmiðlum landsins og blöskraði þessi vægi dómur, hver sem í hlut á.

Hvað kostar grammið úti á götu?  Hversu margir skammtar verða það?  Hverjir eru stærstu markhóparnir?  Verður aldurstakmark á þeim viðskiptavinum - neytendum?  Í hvers konar vanda eru fjölskyldur kókaín-neytenda?  Hversu mörg bílslys verða af völdum fólks undir áhrifum þessa efnis? 

Virtist ekki vera neitt stórmál að vera á leið í fangelsi - eða eins og viðmælandi sagði:  ,,vona að ég fái að klára vertíðina, áður en ég fer inn".

Var ekki hægt á nokkurn hátt að sjá að hér væri um refsingu að ræða. 

Ég velti þessar spurningu fyrir mér enn og aftur - Hver var tilgangurinn?

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 01:51

36 Smámynd: Fröken M

"Við skulum muna eitt, fíkill stjórnar ekki ferðinni heldur eru það fíkniefninn og hefur fíkill misst allan hæfileika til að velja eða hafna þegar vímuefni eru annars vegar."

Þetta finnst mér ódýr útgönguleið. Hvers vegna eru þá til fíklar sem ljúga aldrei, né komast í kast við lögin?

Fröken M, 10.1.2008 kl. 08:15

37 identicon

Rannsóknir hafa sýnt að þegar afbrotamenn eru fyrir rétti þá segja þeir að þeir hafi brotið af sér til þess að greiða fíkniefnaskuld eða þá að þeir hafi gerst burðardýr til að greiða fíkniefnaskuldir, en þegar tekið er nafnlaust viðtal við þessa sömu einstaklinga eftir að þeir eru byrjaðir að hefja afplánun, þá segja þeir aðra sögu. Oft eru það félagarnir sem setja saman í púkk og einn fer til að kaupa inn efnin, eða menn fara fyrir einhvern en eiga samt hluta af magninu sem þeir flytja inn.  Þetta er nánast undantekningarlaust gert í gróðavon. Það getur svo sem vel verið að Kalli Bjarni hafi gert þetta sem burðardýr, ég ætla ekkert að fullyrða um það, en þegar menn eru í mikilli neyslu þá er dómgreindin einhverstaðar úti í móum og menn gera svona hluti með gróðavon í huga.

Valsól (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 09:26

38 identicon

Þeir sem hafa lifað í heimi fíkninnar eiga það sameiginlegt að hafa þolað mikinn sársauka, þeir þekkja örvæntinguna, niðurlæginguna, óttan og angistina betur en flestir aðrir. Að vera manneskja þýðir að við gerum mistök. Að velta sér upp úr eymd og hegðun fárveikrar manneskju hjálpar engum, þeir sem eru svo lánsamir að hafa sloppið vel í lífinu, ættu að vera þakklátir fyrir það sem þeir hafa og njóta dásemdanna. Er alveg bráðnauðsynlegt að tilla sér í dómarasætið yfir þeim ólánsömu einstaklingum sem ekki rötuðu beinu brautina í lífinu eins og þið? Flest viljum við gjarnan velja í lífinu það sem höfðar til okkar og sniðganga það sem samræmist ekki persónulegum óskum okkar, en því miður erum við ekki öll svo heppin að ná því takmarki. Engan hef ég hitt hvorki ungan né gamlan sem hafði það að markmiði sínu að ætla sér að verða fíkniefnaneytandi eða fyllibytta þegar hann yrði stór, ég veit ekki með ykkur. Hroki og hleypidómar virka eins og búmmerang, þeir hitta notendur sína beint í hausinn......... Gremjan og reiðin eru undirrót alls ills og hafa drepið fleiri en nokkurt annað afl. Kærleikurinn hefur engan drepið og þar sem hann er, þrífst engin fordæming. Prufið að hleypa kærleikanum inn í líf ykkar og áður en þið vitið af breytist viðhorf ykkar til lífsins í betri átt. Það er líka hverjum manni hollt að leita inn á við og skoða sjálfan sig, áður en þeir láta skammsýnina ná tökum á sér.

hofý (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:37

39 identicon

Kannski var þetta bara ágætis forvörn fyrir suma að sjá hvernig getur farið fyrir mönnum. Það mætti kannski spurja hvers vegna menn eru svona hræddir við að nefna peningamennina á bak við flutninginn? Heldur fólk að fangar á Hrauninu séu aðal mennirnir og standi fyrir einhverjum miljörðum á ári hverju í innflutning? Hvers vegna finnast aldrei neinir höfuðpaurar? ERu þetta kannski einhverjir áhrifa menn í þjóðfélaginu? Hefur þetta eithvað breyst síðan Franklin Steiner var í sæng með fíknó hér í den? Fyrir nokkrum vikum eða mánuðum voru 60 kílóum mikið hampað í öllum fjölmiðlum eftir að skútan var tekin á Fáskrúðsfirði. Fyrir Jól var rannsókn lokið og kílóin orðin 40??? Hvað varð um þessi 20 kíló? Þetta er ekki fyrsta skipti sem kílóin hverfa í vörslu fíknó.

Getur verið að umræðan um fíkniefnavandann sé á villigötum? Er spilling til á Íslandi?

Símon (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 13:03

40 Smámynd: Adda bloggar

ágætur pistill hjá þér ólina

Adda bloggar, 10.1.2008 kl. 17:09

41 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér Ólína  þetta viðtal var ekki gott.  En mér finnst að það megi herða refsiramman hjá burðadýrum.  Ef þeir neyta að seigja hver bað þá um að flytja efni til landsins muni þeir fá lengri dóm.  miðað við dóminn sem Kalli fékk 2 ár þá væri hann í lagi ef hann hefði sagt til hinna.  En þar sem hann neitar að bæta ca ári við.  Allt til að reyna fá að vita hver er höfuðpörin.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.1.2008 kl. 17:19

42 identicon

Held að mál umrædds einstaklings sem Kastljósið átti viðtal við, verði ekki leyst á bloggsíðum hér á Mbl. - Held mig við spurningu um tilgang Kastljóss með þessu viðtali.

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:40

43 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sorglegt mál.

Margir hafa á endanum komist á réttan kjöl. Vonandi verður Kalli meðal þeirra.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2008 kl. 21:07

44 Smámynd: Júlíus Valsson

Undirheimaklám, vinsælt hjá gulu pressunni.

Júlíus Valsson, 10.1.2008 kl. 22:56

45 Smámynd: Halla Rut

Nákvæmlega sammála þér.

Hver eru skilaboðin.

Flytja inn dóp og svo býður frægðarljóminn eftir þér, kemur í Kastljósi og allir vorkenna þér og mömmu þinni. Alþjóð vill taka í höndina á þér og leiða þig í gegnum lífið og hjálpa þér. 

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 00:43

46 identicon

Þetta innslag hjá Kastljósi fékk mig til að:

Hugsa

gagnrýna

efast

hneykslast

hlæja

fordæma

vorkenna

osf.

Þessi bloggfærla hjá þér og athugasemdir

gerðu hið sama

Getum við ekki verið sammála um að einhverjum

tilgangi hafi verið náð?

Kv. Kjartan

kjartan (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:35

47 identicon

Hjartanlega sammála þér Ólína,

finnst viðtöl eins og þetta ekki eiga heima í  Kastljósi. Eins var með viðtalið við Einar Ágúst í haust. Ég  hlustaði á þessi viðtöl og hugsaði með mér hver væri eiginlega tilgangurinn með þessum viðtölum. Sammála þeim sem sagði að Kastljósið væri orðið allt of mikið í anda Séð og heyrt fréttamennsku. Vona bara að við fáum ekki fleiri svona viðtöl. Af sjálfsögðu vill enginn fesast í heimi vímuefna en vorkenni þó mest aðstandendum þessara manna og þá sérstaklega börnunum þeirra.

Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:16

48 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

En mér finnst hann eigi að halda sig utan fjölmiðlanna meðan hann er að koma lagi á líf sitt.....segir þú

Mér finnst frekar að allsgáðir fréttamenn eigi ekki að vera draga menn sem eru greinilega ekki í lagi í viðöl...er það ekki málið, Kalli Bjarni er ekki með fulle femm er búin að vera í neyslu og alls ekki í ástandi til þess að vera settur í svona aðstöðu.

Einar Bragi Bragason., 12.1.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband