Mikill munur á útgönguspám og úrslitum í New Hampshire

ClintonObama Það er undarlegt hve mikill munur virðist vera á útgönguspám og úrslitum í forvalinu í New Hampshire, einkum í forvali Demúkrata. Ég horfði á Sky News í gærkvöld og hlustaði þar á fjálglegar fullyrðingar fréttamannanna sem vísuðu í allar áttir, aðra fjölmiðla, ýmsa sérfræðinga - sem allir virtust vera að túlka útgönguspár um yfirvofandi úrslit.

Á fimm mínútna fresti komu fréttamenn inn með miklar bollaleggingar  um afhroð Hilary Clinton og  sterka stöðu Obama (sem hafði áður náð góðum sigri í Iowa með 38% en Clinton 29%). Úrslitin í Iowa virðast hafa setið ansi sterkt í fréttamönnum: Einn fjölmiðill kvað upp úr um sigurlíkur Obama,  sá næsti vitnaði í þennan fjölmiðil og svo líka útgönguspárnar, þriðji fjölmiðilinn vitnaði í fyrrnefnda tvo fjölmiðla og útgönguspár. Og þannig vatt þetta upp á sig - var orðin ein hringavitleysa þar sem hver át upp eftir öðrum af ákefð.

Það hvarflar að manni að þessar útgönguspár hafi nú ekki verið unnið af tilhlýðlegri vandvirkni. Sömuleiðis setti að mér svolítinn óhug við að hlusta á það hvernig hver át upp eftir öðrum fullyrðingar sem undu upp á sig eins og í sögunni um fjöðrina sem varð að fimm hænum.

 Jæja, en Hilary blessunin hafði það  í New Hampshire - það skiptir máli. 

Nú er ég í þeirri undarlegu stöðu að halda eiginlega með tveimur frambjóðendum. Ég vil að Clinton vinni - en um leið er ég auðvitað mjög svag fyrir Obama. Ekki endilega vegna þess að hann gæti orði fyrsti þeldökki forsetinn - heldur vegna þess að hann er bara svo asskoti sjarmerandi og sætur InLove

 Við spyrjum að leikslokum.


mbl.is Clinton vann í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú hittir naglann á höfuðið! Þeir eru bestir forsetar sem eru sjarmerandi og sætir! Hillary var kannski einhvern tíma svaka gella en núna er hún bara orðin eins og freðin ýsa eins og einn bloggspekingurinn komst að orði. Svo er Obama mikill stílisti í rituðu máli.  Það er nýmæli með amerískan forseta.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það væri gaman að fá Obama í stólinn.   Barack Obama 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ég held með Hillary í þessum kosningum. Það er eitthvað við Obama sem mér líkar ekki, veit ekki hvað það er

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.1.2008 kl. 22:50

4 identicon

Ég er algjörlega á því að Hillary verði að vinna forvalið. Ekki vegna þess að ég sé svo agalega á móti Obama, heldur vegna þess að ég get ekki séð að hann eigi í raun neina möguleika á sigri í nóvember!

Að auki þetta: þegar kemur að skítkastkeppninni - sem forsetakosningar í BNA eru alltaf, þá er ekkert nýtt að segja um Clinton hjónin - það hefur allt komið fram áður, er "OLD NEWS" 

Reynir Eggertsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:53

5 identicon

Nú er Bleik brugðið...  Ert þú, femínistinn, að hygla stjórnmálamanni af því að hann er "sætur"?  Þú værir sem sagt ekki fylgjandi Obama ef hann væri ekki myndarlegur?  En hvað um það ef við í Reykjavík myndum hafna talsmáta t.d. Svandísar Svavarsdóttur af því að hún er svo ósjarmerandi og lufsuleg?  Er það í lagi þín vegna?  Fyrst við getum dregið í dilka eftir útliti hjá útlendingum, ættum við ekki að mega það hérna heima?  Svona fetað í þín fótspor með það?

Annars þætti mér óskaplega gaman að fá að vita á hvaða grundvelli íslenskar femínur eru svona hrifnar af Hillary Clinton.  Það er nefnilega þannig að femínur hinar íslensku eru að öllu jöfnu samanþjappaðar á vinstri væng stjórnmálanna, og Hillary Clinton er sennilega hægrisinnaðsti frambjóðandi Demókrata, sem er svo aftur á móti flokkur sem er talsvert hægra megin við t.d. Sjálfstæðisflokkinn. Getur verið að íslenskar femínur aðhyllist Hillary svona mikið eingöngu af því að hún er kona?  Að það sé svo mikilvægt að koma konu að í Hvíta húsinu?

Skipta þá málefnin sem sagt engu?  Er fyrst og fremst verið að hampa konu á grundvelli þess að hún er kona?  Og svo hampa soldið karli af því að hann er "sætur"?  Er það í takt við málefnaskrá femína og í anda jafnréttis?

Nema þú hafir málefnalegar forsendur fyrir því að styðja Hillary, þá væri gaman að heyra þær.

Góðar stundir 

Forviða (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:12

6 identicon

Ég er ansi hræddur um að bandarískaþjóðin sé ekki tilbúin að fá forseta sem er annað hvort kona eða litaður

Alli Dan (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hilary verður forseti. Spáði því í haust á blogginu mínu og stend við það.

Ét hattinn minn ef svo verður ekki upp á teningnum.

Veit ekki hvort hún sé besta lausnin, en allavega verður hún betri en furðuverkið sem nú situr í forsetastólnum.

Ólafur Þórðarson, 10.1.2008 kl. 13:43

8 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Ef það var talsverður munur á útgönguspám og úrslitum í New Hampshire, þá hlýtur einhver að hafa svindlað, er það ekki?  Það hlýtur þá líka að vera Hillary.  Spurðu bara demókratana sem höfðu hvað hæst eftir síðustu forsetakosningar. 

Kristján Magnús Arason, 10.1.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Forviða kemur einhver hér inn á síðuna, kaþólskari en páfinn, með leiðindi yfir því að mér skuli finnast Obama sjarmerandi og sætur, krefjandi mig um "málefnaleg" rök fyrir því að styðja Hillary.

Æ, ég er ekki í þessu pex-stuði núna - þú fyrirgefur "forviða". Vertu bara bara forviða áfram yfir því að fas fólks og framkoma skipti einhverju máli. Sama er mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2008 kl. 18:04

10 identicon

Vildi bara fá þetta á hreint, og takk fyrir greinargóð svör, Ólína.  Auðvitað þarftu ekki að færa nein rök fyrir því að þú viljir að Hillary vinni, þú ert jú ekki kjósandi í Bandaríkjunum.  Og auðvitað er allt í lagi að vilja að valdamesta embætti heimsins fari, ekki til þess aðila sem er hæfastur, heldur til konu, til þess eins að kona geti gengt því embætti í fyrsta skipti.  Það er heimskulegur grundvöllur skoðunar, en grundvöllur engu að síður.

Og auðvitað er í lagi að dæma frambjóðendur eftir útliti, og gott að vita til þess að nú er komið "leyfi" frá óopinberri talskonu íslenskra femína til að gagnrýna/hampa fólki eftir útliti þess umfram skoðanir.  Annars er ég Forviða á því að ein af hinum óriginal femínistum á Íslandi skuli beita fyrir sig sömu hegðun og hún fordæmir hástöfum þegar karlar sýna sömu hegðun.  Hræsni myndu sumir segja... mögulega.  Það verður hver að dæma fyrir sig.

Forviða (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:32

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég vildi gjarnan fá konu sem forseta Bandaríkjanna, það yrði skemmtileg nýbreytni.  En eftir að hafa kynnt mér lítillega afstöðu beggja til mannréttindamála og hvernig þau hafa greitt atkvæði t.d. varðandi Íraksstríðið er ég ekki í vafa um að ég myndi heldur kjósa Obama.  Þá er heldur ekki líklegt að forseti sem hefur verið kjörinn þingmaður fyrir NY sé líklegur til að þoka Palestínumálinu í rétta átt.  Hillary er alls ekki undantekning á því, ef marka má málflutning hennar.  Þá þykir mér sérlega ógefelt að nota Alkaida í kosningabaráttunni eins og hún gerði þegar hún sagði að áðurgreind samtök fylgdust vel með kosningabaráttunni og vonuðu að Obama ynni. Stuttu seinna brast hún í grát og fékk mikla samúð karla.  En svona er nú pólitíkin í Ameríku.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband