Olíuhreinsistöð enn á döfinni

arnarfjordur Jæja, þá er umræðan um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum aftur komin af stað með staðarvalsskýrslu og skýrslu um könnun á völdum samfélagsþáttum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga let vinna á eigin kostnað til að mýkja sporin fyrir Íslenskan hátækniiðnað að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjóri Vesturbyggðar kominn í hatramma ritdeilu við Dofra Hermannsson  þar sem sá fyrrnefndi sakar þann síðarnefnda um að vera á móti Vestfirðingum af því hann hefur aðra sýn á framtíð svæðisins. Tilefni ummælanna er að Dofri leyfði sér að mæla með því að Vestfirðingar verðu kröftum sínu í það frekar að byggja upp háskóla en olíuhreinsistöð á hvítum sandi í fegursta firði landsins. 

Svo les ég grein á bb.is í dag þar sem sýslumaður Patreksfirðinga flytur uppljómaða lofgjörð um Vestfirði sem "griðastað fyrir framfarir" - og á þar við Vestfirskan fjörð sem kjörlendi fyrir olíuhreinsistöð. Sýslumaður vitnar í fögur ljóð - og hvað veit ég. Nú er orðræðan um olíuhreinsistöð orðin skáldleg í þokkabót Shocking

 Ég hvet fólk til þess að kynna sér þessa umræðu. Mér finnst Dofri tala rödd skynseminnar þarna - en sínum augum lítur hver silfrið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég held að frændfólk mitt í Arnarfirðinum ætti frekar að hreinsa á sér sálartetrið en en að hreinsa olíu.  Þetta er lkíklega sú allra versta hugmynd, sem hefur skotið upp kollinum í þessum fallega firði.  Það ætti að kæfa hana í fæðingu, annað eins hefur nú verið gert við óværu þar um slóðir með ýmsum hætti.

Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 11:32

2 identicon

Það er eins og að Þórólfur sé á leið í framboð, svo fagurlega hjalar þessi gamli bekkjarbróðir minn úr Hlíðaskóla!

Annars má alveg ræða þessa olíuhreinsistöð en þá ekki á tilfinningalegum nótum eins og bæjarstjóri Vesturbyggðar (og sýslumaðurinn) bíður fólki upp á.

Vandamálið með olíuhreinsistöðina er hið gífurlega magn af koldíoxíði sem hún mun sleppa frá sér. Hún mun auka mjög heildarlosun okkar á efninu og setja skuldbindingar okkar gagnvart Kyoto-bókuninni í hættu.

Auk þess er talað um að þjóðir heims dragi úr þessari losun um amk 20% fyrir 2020 og þá er miðað við árið 1992! Síðan þá hefur losun gróðurhúsaloftegunda aukist mjög hér á landi svo nær útséð er um það að slíku markmiði náum við aldrei.

Þá verður að semja um losunarkvóta sem kostar skildinginn. Ef mengunin frá olíuhreinsistöð bætist svo við þá er hætt við að mengunarævintýri okkar síðustu 20 árin verði okkur dýr.

Ef mennirnir, sem standa fyrir þessum áætlunum, eru tilbúnir að borga kvótann þá mega þeir það fyrir mér. En þá er hætt við að gróðavonirnar minnki all ískyggilega.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ættu Vestfirðingar ekki frekar að íhuga eitthvað í þessa átt...?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Mig langar að benda á nokkrar spurningar og svör bæjarstjóra Vesturbyggðar um þessa olíuhreinsunarstöð á bloggsíðu minni (sjá spurningu 4). Kv. - Sigurður Hr. Sig.

Sigurður Hrellir, 8.1.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Linda

ég vona að ekkert verði úr þessu, frekar að vestfirðingar íhugi e.t.v. Gagnageymslu er það ekki betri kostur, hvað með heilsu hótel ýmislegt af þeim toga, það má gera út á kyrrðina, hvað með yl -rækt, ég efast ekki um að við Íslendingar mundum styðja við að koma heitum jarðvarma vestur við gefumst ekki upp fyrir stóriðju.  Þetta eru bara hugmyndir og það er góð byrjun.

Linda, 8.1.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Vestfirðir ættu að vera kjörstaður fyrir gagnageymslur þar sem þar er hætta af eldgosum, jarðskjálftum o.þ.h. hverfandi.  Öfugt við t.d. Keflavíkurflugvöll og megnið af Suðvesturhorninu.  Snjóflóðahættan er reyndar til staðar en það er hægt að byggja utan um þessar byggingar og lágmarka áhrif þeirrar ógnar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.1.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vona innilega að þessir hlutir komist aldrei til framkvæmda.

Þetta eru mínar æskuslóðir og einn fallegasti og gróðursælasti fjörðurinn á Vestfjörðum .

Marta B Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 01:15

8 identicon

Eins og sést á bloggsíðu Sigurðar Sigurðssonar, sjá hér að ofan, þá mun olíuhreinsistöðin losa 400-560 þúsund tonn á ári af koldíoxíði sem gerir 11-15% af heildarkvóta Íslands á tímabilinu 2008-2012 (útreikningar Sigurðar).

Þetta segir okkur auðvitað aðeins eitt. Það verður aldrei neitt af neinni olíuhreinsistöð á Íslandi hvorki í Hvestu í Arnarfirði, á Söndum í Dýrafirði né annars staðar.

Af hverju halda menn samt áfram að tuða á þessu vonlausa dæmi? Kaupa sér goodwill hjá kjósendum eða setja pressu á stjórnvöld að gera eitthvað annað?

Frekar ódýrt hvort tveggja finnst mér.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband