Andleysi

  • Orðin get ég góðir menn
  • gjarnan látið flæða
  • þó ég viti ekki enn
  • um hvað ég ætla' að ræða.

Þessa ágætu vísu orti Guðmundur Ingi Kristjánsson fyrir allmörgum árum í orðastað manns nokkurs sem fundarstjóri hafði óvart gefið orðið án þess hann bæði um það. Sá sem fékk þarna orðið kom í pontu og kvaðst ætla að nota tækifærið fyrst honum var úthlutað ræðutíma, þó hann hefði ekki ætlað sér það í upphafi.

Eins fer fyrir mér í dag. Bloggsíðan blasti bara við mér auð og óskrifuð í stjórnborðinu. FootinMouth Ég hef svosem ekki neitt að ræða - er alveg andlaus. Og því hef ég bara ákveðið að blogga ekki neitt að sinni. Leyfi bara þessum orðum að flæða .... stefnulaust ...... hef ekkert að segja ...

Samt er égt búin að fylla hér talsvert rými með orðum.  Errm  Athyglisvert

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Góða helgi, Ólína mín.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 23.11.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vísan er frábær

Góða helgi Ólína.

Marta B Helgadóttir, 23.11.2007 kl. 22:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Oft birtast góð skrif úr litlum efnivið. Fingurnir og hugurinn leiða mann víða.  Eigðu góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er góð vísa. "Í vísindum gildir að segja eitthvað nýtt. Í skáldskap ekki síður að gera hið gamla nýtt." Þetta er haft eftir Hans Ruin.

Toppmyndin á síðunni þinni er rosalega falleg. Það er alveg sérstakt sem ég get ekki lýst sem tekur á móti manni þegar síðan þín birtist á skjánum. 

Edda Agnarsdóttir, 24.11.2007 kl. 09:34

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir kæru bloggvinkonur. Hafið það sjálfar sem best um helgina .

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.11.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband