Brjáluð vinnutörn í menningarráði

Sat á fundi með Menningarráði Vestfjarða langt fram eftir kvöldi í gær - vorum ekki búin fyrr en undir miðnætti. Við erum á kafi í úthlutunarvinnu. Þetta er fyrsta úthlutun ráðsins frá því það var formlega stofnað fyrr á árinu. Við stefnum að því að tilkynna um hina heppnu styrkþega í byrjun desember.

Þetta er brjáluð vinna, 104 umsóknir bárust, og mikið verk að fara í gegnum þetta alltsaman. Líka mikil ábyrgð að velja og hafna. Það er verst - að  þurfa að hafna. En svona er lífið - oftast eru fleiri kallaðir en útvaldir. Wink

Annars þykir mér vænt um þetta hlutskipti, að eiga þess kost að styrkja og velja verðug menningarverkefni í héraði. Maður sá það á umsóknunum hversu mikill kraftur er í vestfirsku menningarlífi, og hugmyndaauðgi. Það eitt vekur manni bjartsýni og von um framtíð þessa svæðis. Sérstaklega er mikið um að vera í tónlistarlífinu - og er það ekki síst að þakka forsvarsmönnum Tónlistarskólans á Ísafirði sem hafa leitt hvern stórviðburðinn af öðrum inn í bæjarfélagið. Annars voru umsóknirnar fjölbreyttar og MJÖG menningarlegar margar hverjar. Það var virkilega gaman að sjá.

Já, þetta er törn - skemmtileg törn, í bili að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega margir góðir listamann hjá ykkur.  Gangi ykkur vel að velja.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Kveðja vestur.

Ragnheiður

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 22.11.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl Ólína!

EFast ekki um að þetta er í senn ánægjulegt og ábyrgðarríkt starf!

Stelst annars til að auglýsa bloggleik hjá mér í kvöld kl. um 21.30, vonandi fyrirgefur þú framhleypnina vinkona!?

Annars til lukku með frammistöðuna fyrir viku!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband