Lauslætinu lokið - Sigtryggur vann!

gulfre Æ, þetta var erfitt. Ég var að kveðja blogglesendur mína á visir.is til þess að færa mig alfarið yfir á moggabloggið. Snúin frá mínu hliðarspori - komin heim í "hjónarúm". Wink

Þannig er að ég byrjaði hér á moggablogginu í byrjun þessa árs. Hér kynntist ég þeim bloggurum sem ég hef síðan verið í sambandi við, og hér á ég flestalla mína lesendur. Í sumar tók ég svo einhverskonar tilboði um að koma yfir á visir.is og ákvað að sjá til. Veit ekki hvaða lauslætiskast það var eiginlega. Enda kom á daginn að ég gat aldrei fengið mig til þess að loka moggablogginu og flytja mig yfir. Alltaf þegar ég ætlaði að gera það titraði einhver taug innra með mér og ég GAT það bara ekki. Var einfaldlega búin að eignast of marga vini hér.InLove

Enda hafa mál þróast þannig að ég gleymi æ oftar að setja inn færslur á hina síðuna. Og nú er bara komið að því að VELJA,. Það á ekki við mig að þjóna tveimur herrum samtímis.

Að sumu leyti er þessi niðurstaða svipuð glímulýsingunum sem margir muna frá áttunda áratungum. Þá var aldrei spurning um leikslokin. Þulur sagði einfaldlega: Þeir taka hald  (löööööng þögn). Sigtryggur vann! 

 

PS: Myndina hér fyrir ofan tók ég af www.fva.is/harpa  - veit því miður ekki nánari deili á listamanninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin /alkomin, alltaf gaman að lesa hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Gott mál !

Ragnheiður , 24.11.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyndin færsla. Gott að geta gengið að þér vísri.

Sigurður Þórðarson, 24.11.2007 kl. 14:10

4 identicon

Velkomin alkomin yfir hingað, eins og þú segir, ekki gott að hafa tvo maka.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Home is just a heart away segir í texta eftir söngkonu að nafni Janis Ian. Velkomin aftur til þess staðar þar sem hjarta þitt langar mest til að slá í.

Gísli Guðmundsson, 24.11.2007 kl. 20:12

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott hjá þér - og góð ákvörðun

Halldór Sigurðsson, 24.11.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er náttúrlega ekki spurning: maður bloggar bara hjá Blaði allra Landsmanna

Flosi Kristjánsson, 24.11.2007 kl. 22:29

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það er "morgunn"ljóst, að Sigtryggur vann! 

Þorkell Sigurjónsson, 24.11.2007 kl. 23:14

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð ákvörðun

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 02:23

10 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkomin með báðar lappir uppí, Ólína.

Sigtryggur vinnur alltaf. Felst í nafni hans.

Er þetta raunar ekki út íþróttalýsingu Ómars Ragnarssonar þar sem hann var að skopast að raunverulegum íþróttalýsingum (sem hann átti síðar eftir að annast sjálfur í alvöru?)

Minnið er brigðult, en mig minnir þetta sé til á einhverri plötu, sirka svona: Þeir taka halda (+ bakgrunnshljóð sem gætu verið fótatak/spark, og svo -- skellur í gólf, þump!): Sigtryggur vann.

Hvað segir Ómar? Er þetta rétt?

Sigurður Hreiðar, 25.11.2007 kl. 10:43

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bókaspjallið er komið í gang núna.

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:59

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk takk :)

Varðandi Sigtrygg og sigra hans. Mig minnir að þetta hafi verið raunverulegar lýsingar Sigurðar heitins Sigurðarssonar íþróttafréttamanns á fyrstu sjónvarpsútsendingunum af glímukeppnum. Þá heyrði maður þessa möntru í tíma og ótíma: Þeir taka hald - stigið - (þögn) - Sigtryggur vann. Seinna fóru Stuðmenn, Ómar og fleiri að gantast með þetta í ýmsum útfærslum. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.11.2007 kl. 13:05

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Gott að þú sért alkomin hingað.varðandi það hverjir hafa gantast með þetta Sigtryggur vann þá máttu ekki gleyma þursunum.

Magnús Paul Korntop, 25.11.2007 kl. 15:52

14 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gott að hafa þig bara hér, óskipta. Heima er bezt !

Níels A. Ársælsson., 26.11.2007 kl. 00:46

15 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Einn gamall glímumaður úr Þingeyjarsýslunni - sem sjálfur glímdi nokkrum sinnum við Sigtrygg Sigurðsson KR-inginn þunga - getur staðfest að þessi klisja er upprunnin frá þeim sælu dögum þegar Ómar Ragnarsson skemmti landsmönnum með því að sýna frá glímukeppnum í sjónvarpssal.  Fyrst líklega 1969 - - og Sigurður heitinn Brynjólfsson var til aðstoðar við lýsinguna.    Reglulega  á þessum árum fram yfir 1980  var sýnt frá landsflokka´glímunni og einnig Íslandsglímunni - - og glefsur síðar.

Ég sakna enn þessa tíma - - og þeirra heiðursmanna sem lýstu og dæmdu - - og reyndar líka nokkurra sem glímdu - en hafa kvatt okkur allt of snemma.     En finnst gaman að geta sagt með sanni að "Sigtryggur vann ekki alla" - - - amk. ekki alltaf.

Benedikt Sigurðarson, 26.11.2007 kl. 20:40

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.11.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband