Lögvarðir hagsmunir hverra? Svandísar eða Reykvíkinga?

Nú er því haldið fram á heimasíðu Daggar Pálsdóttur í dag að Svandís Svavarsdóttir hafi aldrei haft "lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í máli sínu" gegn Orkuveitu Reykjavíkur. Og hversvegna ekki? Jú, lögmaðurinn miðað við "dómaframkvæmd". Shocking

 

Dögg viðurkennir að vísu að "fundurinn virðist ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem giltu um boðun fundar". En af því allir mættu, þá sé fundurinn löglegur. Þar af leiðandi hafi verið ástæðulast af Orkuveitunni að ganga til dómsáttar við Svandísi, hún hafi verið með "gjörtapað" mál.

 

Mér finnst þetta undarlegur málflutningur hjá lögmanninum. Verð bara að segja það. Svandís Svavarsdóttir sat ekki sem einstaklingur í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún var ekki að knýja fram sína persónulegu hagsmuni með málshöfðun, heldur hagsmuni almennings. Hún sat í stjórninni sem fulltrúi Reykvíkinga, og þeir eiga svo sannarlega lögvarða hagsmuni í þessu makalausa máli.  

Það er kjarni þessa máls, hvað sem líður dómaframkvæmdum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað er þetta kjarni málsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

100% sammála. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.11.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Daði Einarsson

Kannski að ég lesi skrif Daggar nokkuð öðruvísi en þið, en fyrir mér er kjarninn þessi: til fundarins kann að hafa verið boðað með ólöglegum hætti en það sem ákveðið var á fundinum þar sem allir mættu og hreyfðu ekki athugasemdum er löglegt. Hvað sem okkur kann að finnast um málið, þá verður að horfa á málsókn í samhengi við dómaframkvæmd eða er það ekki?

Hvort að Svandís hafði lögvarða hagsmuni er allt annað mál.

Daði Einarsson, 20.11.2007 kl. 16:54

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæl Ólína og til hamingju með árangurinn í Útsvarinu.

Lögvarðir hagsmunir 

Þú ert að misskilja Ólína.  Þarna var ekki um að ræða stjórnarfund heldur EIGENDAFUND.  Reglur um boðun stjórnarfundarins eru sveigjanlegri og Svandís á sannarlega aðild að honum en það er ekki deilt um hann.  Reglurnar um eigendafundinn eru að það þurfi að boða hann a.m.k. viku fyrir fund.  EIGENDAFUND sitja borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjórinn í Borgarbyggð.  Þessir þrír halda á hlutabréfunum fyrir hönd eigenda.  Þessir þrír eiga einir aðild að eigendafundinum og eru þ.a.l. þeir einu sem eiga lögvarða hagsmuni af fundarboðinu.

Ég get ekki kært boðun á fund sem ég á ekki sæti á, t.d. húsfélagsfund í næsta húsi.  Svandís getur það ekki heldur.  Þar sem Svandís átti ekki aðild að fundinum á hún ekki lögvarða hagsmuni varðandi þetta fundarboð.  Embætti borgarstjórans í Reykjavík gæti kært fundarboðið þar sem það á aðild að fundinum.  Þetta er mergurinn málsins og því var málið ekki tómtækt.

Var fundurinn löglegur?

Allir þeir sem boðaðir voru á fundinn mættu á hann.  Enginn þeirra þriggja lét bóka athugasemdir við lögmæti fundarins.  Allir þrír hefðu getað farið fram á að honum yrði frestað.  Þvert á móti tóku allir þrír þátt í störfum fundarins og greiddu meira að segja atkvæði um þau mál sem fram voru lögð.  Ef einhver hefði gert athugasemd og neitað að taka þátt í fundinum þá hefði þurft að fresta fundinum og boða hann aftur.  Þar sem allir fengu tækifæri til að verja hagsmuni sína á fundinum þá er hann löglegur.

Sáttin hennar Svandísar

Gerir virkilega enginn neina athugasemd við sáttina hennar Svandísar?  Þarna skipaði Svandís (stefnandi), í krafti valds síns sem borgarfulltrúi, Orkuveitunni (stefnda) að skrifa undir sátt í máli við hana sjálfa.  Lögmaður Svandísar skrifar sáttina sem gengur þvert á þá skoðun sem OR hafði lagt fram.  Síðan er Svandísi hampað í fjölmiðlum fyrir að vinna málið (gegn sjálfri sér) og fundurinn sagður ólöglegur þrátt fyrir að það hafi verið hún sjálf sem sagði OR að hafa þá skoðun.  Til að kóróna allt saman lét Svandís síðan Orkuveituna borga málskostnaðinn af almannafé sem þýðir að Akranesbær og Borgarbyggð taka á sig hluta af kostnaði borgarfulltrúa Reykvíkinga þegar hann fór í einkamál gegn OR.  Það er með ólíkindum að enginn blaðamaður og enginn fjölmiðill skuli hafa gert athugasemdir við þetta heldur hampað Svandísi sem sigurvegara í málinu sem hún stýrði frá báðum hliðum.  Það er ekki góður vitnisburður fyrir íslenska blaðamenn.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.11.2007 kl. 17:02

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jæja, nú gekk Dharma þannig fram af mér að ég ákvað að fela athugasemdina hans. Að þessu sinni hellti hann sér yfir nafnþekkt fólk, sem m.a. er til umræðu hér á síðunni, sakaði það um "annarlegar hvatir", uppnefndi það og valdi óviðeigandi lýsingarorð yfir skoðanir þess og framgöngu.

Þið fyrirgefið, en ég vil ekki nota síðuna mína undir málflutning af þessu tagi. Ég  nenni bara ekki að hafa svona skríbenta yfir mér. Ég hef því ákveðið að banna Dharma sem notanda hjá mér.  

Raunar hef ég áður bannað þennan  notanda sem kallar sig Dharma. En það er svo einkennilegt, að hann finnur sér alltaf leið inn að nýju - eins og unglingur með þráhyggju kemur hann aftur og aftur.  Hlýtur að hafa aðgang að allmörgum tölvum maðurinn sá.

Auðvitað er líka hugsanlegt að um sé að ræða hóp fólks sem fer markvisst undir einu nafni inn á heimasíður - svona í áróðursskyni. Kannski það sé tilfellið. Hvað veit ég?

En nú sjáum við hvað setur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.11.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að Sig.Viktor sé með samantektina nokkuð skýra. Ég hef enn ekki sannfærst um að mál Svandísar hafi verið annað en valdatafl.

Sammála þér um að loka á þá sem ekki kunna sér hóf, það er ekki verandi á nokkuri síðu annars.

Til lukku með útsvarið, það var unun að horfa á það

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 01:09

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst Sig Viktor segja vel frá. Ég sé ekki hvernig málalok verða, er Svandís að standa sig spyr ég??

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 02:16

8 identicon

Já, Ólína, það er víst tabú í þinni bók að vera þér ósammála. Merkilegt hvað sumir eru viðkvæmir fyrir gagnrýni, og hvað málflutningur sumra þolir litla mótstöðu.

En hvað um það, þú stýrir þessari síðu og ræður hverjir njóta náð og hverjir ekki, synd að þú skulir ritskoða hana með þessum hætti, það er jú enginn hörgull á vinstrisinnuðum og þröngsýnum lofgjörðarpennum.

Annars er þessi halelújakór sem umkringir Svandísi og BDSM listann bæði falskur og laglaus, vinstrisinnaðar rauðsokkur (úbbs... ég má víst ekki segja þetta orð, "but there we go...") halda ekki vatni yfir Svandísi og hvað hún er æðisleg og röggsöm, en gleyma alveg að sjá að útspil hennar fyrir nokkrum vikum er ekkert annað en neðanbeltishögg til að koma sjálfri sér til valda. Ekki er nú mikil eftirfylgnin hjá henni. Pukrið og makkið er nákvæmlega hið sama. Og nú þegar hún á að hafa "tekið til" hefur ekkert breyst, annað en við erum komin með skaðræðisgripi í meirihluta og allt stefnir í gjaldþrot borgarinnar í kjölfar botnlausrar skuldasöfnunar, enda vinstrimenn þekktir af því að vera óhæfir í kringum peninga.

En sennilega var stærsta syndin mín í mínum fyrri skrifum að voga mér að halda því fram að Svandís hafi lúffað fyrir körlunum í BDSM listanum (BDSM stendur fyrir Björn, Dagur, Svandís, Margrét; sennilega sér Ólína eitthvað annað út úr skammstöfuninni), því það má víst aldrei tala um að vinstrisinnuð stjórnmálakona lúffi fyrir karli, það er í senn óhugsandi og goðgá. Hvað þá að vinstrisinnuð kona lúffi fyrir vinstrisinnuðum stráklingum með svona áberandi og kjánalegum hætti.

Ólína kýs að ritskoða mín skrif fyrir að benda á þessa staðreynd, líkt og verðir keisarans er hann gekk nakinn eftir götum borgarinnar... bannað að benda á hið augljósa. Svandís er sko víst skörungur. Bannað að segja annað! Eða eitthvað í þá veruna.

En staðreyndin er sú að þó svo að hjáróma kór já-kvenna á vinstrivængnum keppist við að mæra kynsystur sína, þá sér meirihluti kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, að hún byrjaði illa og svo smáversnaði þetta hjá henni eftir því sem á leið. Og núna situr hún við kjötkatlana, komin þangað sem hún ætlaði sér, og almenningur mun borga brúsann fyrir það ferðalag. Sönnunin? Jú, Svandís stendur frammi fyrir milljarða króna lögsókn frá hendi þeirra sem borgin samdi við en sem Svandís ákvað að svíkja, og hún segir "allt í lagi, þá fara menn bara í mál." Vegna þessa að hún þarf ekki að standa skil á einu eða neinu, það eru skattgreiðendur. Og þar með sannast að Svandís setur skattgreiðendur ekki ofarlega á sinn forgangslista.

En auðvitað heldur múgsefjunin (þarf nú ekki marga til að kalla saman múg) áfram, saumaklúbbar víðsvegar um land munu dýrka Svandísi, enda persónudýrkun eitt aðalsmerki vinstrimanna, og froðufella af bræði þegar hún er gagnrýnd. Sumir munu meira að segja ganga svo langt að ritskoða síðurnar sínar.

Góðar stundir

Dharma (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 05:57

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Enn kemur Dharma inn á síðuna hjá mér, þrátt fyrir að ég sé búin að banna hann ítrekað, og það síðast fyrir sólarhring. Hvað er að gerast í sálarlífi þessa manns?

Ég hef ekkert á móti því að fólk sé mér ósammála. Þvert á móti finnst mér gaman að rökræða við fólk. En ofstopi af því tagi sem kemur fram hjá Dharma, uppnefni og svívirðingar eru mér ekki að skapi. Og þegar menn koma inn á síður aftur og aftur og setja inn heilu lengdarmetrana af athugasemdum, þá er ekki lengur um rökræður að ræða heildur ÁREITI.

Það eru svona skríbentar sem verða þess valdandi að fólk treystir sér ekki til þess að hafa opnar athugasemdasíður. Það er slæmt fyrir umræðuna. Frekar vil ég loka þennan notanda úti en að loka athugasemdakerfinu.

 Á þeirri forsendu hef ég nú ákveðið kæra þennan notanda til vefstjórnar mbl.is, þ.e.  fyrir áreiti og ónæði.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.11.2007 kl. 11:46

10 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Kristinn,

Þarna var um að ræða eigendafund en ekki stjórnarfund OR.  Það sama á hins vegar við um hann.  Þurfi að "bjarga verðmætum" hlýtur eigendafundur að geta komið saman með skemmri en viku fyrirvara þótt reglurnar kveði á um að fundur skuli almennt boðaður með viku fyrirvara.

Það getur enginn höfðað mál um þetta fundarboð nema fundarmenn (ofangreindir þrír).  Aðrir hafa ekki lögvarða hasgmuni.  Fari hins vegar Geysir Green í skaðabótamál gegn OR vegna riftunar sameiningarinnar og þjónustusamningsins þá hlýtur að þurfa að dæma um lögmæti fundarins til þess að taka af skarið um það hvort samningur hafi verið kominn á.  Hafi fundurinn verið ólöglegur var enginn samningur kominn á og því varla um skaðabætur að ræða.  Sé hann löglegur þá var löggiltur samningur kominn á og þá hlýtur að hafa skapast skaðabótaábyrgð.  Tek þó fram að ég er ekki lögfræðingur.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.11.2007 kl. 23:45

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það eru fjórir möguleikar í stöðunni.

  1. GGE samþykkir þessa ákvörðun um ógildingu án málalenginga, skaðabótakrafna eða annara dómsmála. -mjög ólíklegt-
  2. GGE fer í mál við REY og OR fyrir samningbrot og fær dæmdar skaðabætur vegna samnings rifta (ef fundurinn verður dæmdur löglegur). Þetta mál myndi að öllum líkindum fara alla leið til hæstaréttar og gæti tekið heilt ár áður en einhver niðurstaða fæst. -líkur svona þokkalega miklar-
  3. GGE og Borgarstjórn gera upp málið á bak við tjöldin og REY/OR borgar GGE einhverjar skaðabætur án þess að til komi dómsmál. Þar sem REY og OR eru almennings hlutafélög mun allt tap á rekstri þeirra hafa áhrif á kaupendur þjónustu OR. -gæti gerst-
  4. GGE og Borgarstjórn með forystu Björns Inga mun sameina á einhvern hátt REY og GGE þegar mál hafa róast. Gæti farið að REY yrði selt með manni og mús til GGE ásamt mjög góðum samningum um aðgang að hæfu starfsfólki í OR. -tel að það séu góðar líkur á þessu-

Þetta er mitt mat á stöðu mála.  Svandís byrjaði vel. ég skal viðurkenna það. hún hafði allt í höndum sér. en með því að ganga til liðs við Björn Inga, þann sem hún gagnrýndi harðast og ásakaði messt, þá hefur hún að miklu leiti gengið á bak orða sinna og misst þannig nokkurn trúverðugleika. Ef þetta mál endar með einhverjum af möguleikum 2,3 eða 4 þá hefur barrátta Svandísar og sá trúverðugleiki sem hún og aðrir hafa talið hana standa fyrir, beðið skipbrots.

Fannar frá Rifi, 22.11.2007 kl. 00:22

12 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Möguleiki fjögur er líklegastur eða einhvert afbrigði af honum t.d. það að REI verði fjárfestingararmur OR eins og verið er að ræða um þessa dagana.

Þú snýrð hins vegar málinu með Svandísi við.  Hún byrjaði illa.  Byrjaði á því að úthúða öllu og öllum (eins og allir hinir borgarfulltrúarnir sem fóru af hjörum í öllum látunum) án þess að vera búin að kynna sér málin.  Núna er hún búin að kynna sér málin og er því búin að komast að nokkurn veginn sömu niðurstöðu og búið var að komast að áður.  Enda hafði ekki verið deilt neitt um aðalatriðin í þeirri niðurstöðu áður en menn urðu reiðir hver út í annan.  Það voru einungis einstaka greinar í samningunum sem voru í raun umdeildar.  Þegar stjórnmálamenn eru búnir að nota jafn stór orð og fallið hafa í þessu máli er alltaf erfitt að bakka út úr þeim.  Við eigum eftir að sjá hvort Svandís er nægilega öflug til að láta hagsmuni kjósenda og OR ganga fyrir því hvort hún þorir að bakka út úr því sem hún hefur áður sagt.  Það verður hið raunverulega próf.  Það þarf sterkari einstakling og stjórnmálamenn til að viðurkenna mistök sín en til að skaða aðra en sjálfa sig.  Sjáum til.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.11.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband