Nokkrir (g)óðir dagar í borginni

Gærdagurinn var ævintýralegur. Fyrir hádegi tók ég upp tvo sjónvarpsþætti fyrir ÍNN - annar verður á dagskrá kl. 21 í kvöld, hinn eftir hálfan mánuð (rás-20 á digital Ísland).

Ég fékk til mín stórskemmtilegar konur. Annarsvegar þær Ragnhildi Sverrisdóttur blaðamann og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Þær ræddu nýafstaðið kirkjuþing, stöðu samkynhneigðra, stöðu kirkjunnar og margt margt fleira. Bráðskemmtilegar báðar tvær.

Hinsvegar fékk ég til mín þær sr. Ragnheiði Jónsdóttur og Erlu Ólafsdóttur, sjúkraþjálfara. Báðar eru þær raunar sjúkraþjálfarar að mennt, en Ragnheiður er núna starfandi sóknarprestur í Mosfellsprestakalli. Erla hefur sérhæft sig í höfuðbeina og spjaldhryggsjöfunun sem Ragnheiður hefur kynnt sér líka. Við ræddum um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar, tengsl trúar og lækninga, guðshugtakið, siðfræði og ýmislegt fleira. Tíminn þaut frá okkur.

Eftir hádegið fór ég svo upp í ríkisútvarp að aðstoða einn nemenda minna við gerð útvarpsþáttar. Það er hluti af námsmati í námskeiðinu sem ég er að kenna í menningarmiðlun við sagnfræðiskor HÍ. Mjög skemmtilegt verkefni fyrir mig - og vonandi gagnlegt fyrir nemendurna líka. En það er tilefni veru minnar í borginni þessa dagana, að ég er að leiðbeina nemendum við gerð útvarpsþáttanna með aðstoð tæknimannanna á RÚV, sem eru afar liðlegir og elskulegir svo af ber.

Í gærkvöldi var ég svo boðin ásamt forstöðumönnum fræðasetra Háskóla Íslands til kvöldverðar í Perlunni. Villibráðarhlaðborð. Tilefnið var sameiginlegur fundur með forstöðumönnum sem hófst kl. 8 í morgun. Svona nokkurskonar kynning á bókhaldskerfi háskólans, gerð fjárhagsáætlana, hagnýtingu innra netsins og fleira gagnlegt. Góður fundur, og indæl stund þarna í gærkvöldi.

Í kvöld ætla ég svo með mömmu á fund í kvæðamannafélaginu Iðunni. Langt síðan ég hef komist á kvæðafund - hlakka til að hitta mannskapinn þar. Svo er ekki til setunnar boðið. Á morgun keyrum við Siggi svo vestur aftur. Kíkjum til Ragnheiðar vinkonu í morgunmat. Svo til Dodda og Erlu að kveðja þau og Daða Hrafn. Og svo brunum við vestur. Eigum að vera mætt í kvöldverð sem okkur er boðið í af skemmtilegu tilefni á Ísafirði annað kvöld - tilefnið er leyndó ennþá Wink.

Já, það er sprettur. Ég vona samt að næsta vika verði aðeins rólegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíð spennt eftir þáttum.  Góða skemmtun kæra Ólína!

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góð færsla eins og vanalega - góða helgi!

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Jón Hrönn er kraftmikil og skemmtileg

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 11.11.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já það verður gaman að sjá þessa þætti

Einar Bragi Bragason., 12.11.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband