Hundastúss og flakk

blidaibilnumsumaraefingapril07   Í gær brugðum við Blíða okkur á leitaræfingu með björgunarhundasveitinn hérna fyrir vestan - það var fyrsta sumarleitaræfingin, því nú er snjóa óðum að leysa. 

Þetta var skemmtileg æfing og Blíða stóð sig með prýði. Hún hefur í allan vetur verið að æfa snjóflóðaleit, þannig að ég bjóst hálfpartinn við því að við þyrftum að bakka svolítið í sumarleitinni og rifja upp eitt og annað. En, ónei. Minn hundur hefur engu gleymt frá því í haust Cool

 Hún er farin að láta vita með gelti þegar hún finnur mann - og í gær kom hún af sjálfsdáðum og sótti mig þegar maðurinn var fundinn. Ég var ekki við þessu búin svo það var eiginlega ég sem klikkaði (svona hálfpartinn). Ég hefði átt að nota tækifærið og láta hana gelta hjá mér (því hún er farin að gelta eftir skipun), en gerði það ekki. Hinsvegar hrósaði ég henni þegar hún kom til mín, og hún þaut alsæl til baka og gelti hjá þeim fundna - svo þetta bjargaðist. Í seinna rennslinu gelti hún bæði hjá þeim fundna og mér, svo æfingin endaði vel og við vorum báðar glaðar.  

sumarleit  audurogskima-utigustiogbalti

Í dag förum við Siggi keyrandi suður til þess að mæta á landsfund Samfylkingarinnar á morgun. Það er tilhlökkunarefni, enda auðfundið að nú er hugur í mönnum!

 Við ætlum að fara Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar (úff, þær eru sjálfsagt rennandi blautar og leiðinlegar) og reyna að ná Breiðafjarðarferjunni Baldri til að hvíla okkur á akstrinum. Maður verður víst að láta sig hafa það að hristast eftir rennandi blautum malarvegum á meðan ekki hefur verið gert átak í samgöngumálum okkar Vestfirðinga. Það verður sjálfsagt ekki fyrr en skipt hefur verið um samgönguráðherra í vor. Við sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Það eina sem Salka virðist vanda sig við að finna er góður staður til að skíta á.....og finnur hann nú reyndar ekki alltaf. kv, tolli.

Þorleifur Ágústsson, 13.4.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband