Gleđi og stolt

GayPrideRoses "Alltaf grunađi mig ţetta!" sagđi hann viđ mig sigri hrósandi gamall samverkamađur sem ég hitti á miđjum Laugaveginum í dag. Ég gekk ţar í humátt á eftir Gleđigöngunni og hafđi valiđ ađ fara á eftir fánanum sem á stóđ  "stoltar fjölskyldur".

"Ţú ert auđvitađ ein af ţeim" sagđi hann og klappađi á öxl mína skćlbrosandi.  

 "Ég er stoltur ađstandandi eins og ađrir hér" svarađi ég umhugsunarlaust og áttađi mig ekki strax á ţví hvađ mađurinn var ađ fara.

En ţegar ég sá brosiđ hverfa eins og dögg fyrir sólu fyrir örvćntingarfullum vandrćđasvip - ţá varđ ég ađ stilla mig um ađ skella ekki upp úr. 

"Takk fyrir komplímentiđ" sagđi ég međ blíđu blikki ţegar ég sá hvađ mađurinn var miđur sín. Svo hélt ég mína leiđ. Hann stóđ orđlaus eftir undir ásakandi augnaráđi eiginkonunnar sem var viđ hliđ hans. Ţessi skondna uppákoma var einhvernvegin eins og atriđi úr danska myndaflokknum Klovnen - án ţess ađ ég geti skýrt ţađ nánar (mér er enn skemmt ţegar ég hugsa um ţetta).

Annars var gríđarleg stemning í bćnum og mikill mannfjöldi. Ég hafđi mćlt mér mót viđ vini mína á horni Barónstígs ţar sem viđ horfđum á litríka gönguna nálgast og slógumst svo í hópinn ţegar vörubílarnir  međ skemmtiatriđunum voru farnir framhjá. Hvarvetna var fólk međ litríkar blómfestar um háls og marglita fána. Á Arnarhóli var ţjóđhátíđarstemning - einhver ţćgileg blanda af rólegheitum og stuđi.

Ađstandendur göngunnar hafa sannarlega ástćđu til ađ vera bćđi  glađir og stoltir í dag.


mbl.is „Stćrsta gangan til ţessa“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er bráđfyndiđ.Litríkar gleđikveđjur til ţín Ólína:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráđ) 9.8.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ćtli honum hafi liđiđ eins og ađ hafa bitiđ sig í tunguna.

Kveđjur HB

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 10.8.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Aumingja karlinn

Marta B Helgadóttir, 10.8.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2009 kl. 11:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband