Klækjastjórnmál og ráðaleysi - slæmur kokteill

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur hefur vakið athygli á því að ef Icesave samningurinn verður felldur í þinginu þá sé skollin á alvarleg stjórnarkreppa í landinu. Þar með sé ljóst að forysta landsins geti í raun og veru ekki komið sér saman um það hvernig bregðast skuli við brýnasta lífshagsmunamáli þjóðarinnar eins og hann orðar það svo réttilega.

Á sama tíma hefur Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar látið í ljósi efasemdir um að þingmönnum í  fjárlaganefnd sé raunverulega alvara í málinu, enda hefur nefndin nú haft það til meðferðar í 8 vikur án þess að lyktir hafi ráðist. 

Já, það er þyngra en tárum taki að fylgjast með atburðarásinni í þinginu þessa dagana.

Og ekki er bætir fjölmiðlaumfjöllunin úr skák þar sem sérfræðingarnir eru eltir hver af öðrum í misvísandi fullyrðingum um túlkun og afleiðingar alls þessa fyrir land og þjóð. Sjálfstæð vinnubrögð fyrirfinnast varla, bara brugðist við yfirlýsingum þess sem hæst hefur hverju sinni.

Undir öllu þessu situr þjóðin, ráðvillt, agndofa og veit vart sitt rjúkandi ráð.

Klækjastjórnmál í bland við ráðaleysi - það er ekki kokteillinn sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Angry

Við verðum að afgreiða þetta mál frá okkur eins og manneskjur.

Það er núna sem reynir á þingið, hvort það yfirleitt stendur undir nafni sem þjóðþing.

Það er núna sem reynir á ríkisstjórnina hvort hún er yfirleitt til staðar.

Og það er núna sem reynir á fjölmiðlana - hvort þeir rísa undir nafni sem "fjórða valdið".

------------------ 

PS: Ég mun hiklaust fjarlægja allar athugasemdir sem fela í sér ókurteisi , meiðandi ummæli, uppnefni eða órökstuddar ásakanir í garð nafngreindra manna eða fylgjenda tiltekinnna stjórnmálaflokka. 

Ef ykkur leikur forvitni á að vita mína nálgun og afstöðu til þessa máls, þá getið þið kynnt ykkur það  hér, hér, hér, hér og hér . Ég mun ekki svara spurningum að þessu sinni um efnisatriði sem hafa komið fram í mínum skrifum áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er misskilningur hjá "sérfræðingnum". Samfylkingin hóf stjórnarkreppu á Íslandi síðasta haust. Hún varir ennþá. Þetta er ein og sama stjórnarkreppan. Enginn ábyrgur stjórnmálaflokkur hefur svona hrunferli stjórnmála lands síns í miðjum hamförum. Það gerir bara stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin sem er bæði andlýðræðislegur og þjóðhættulegur stjórnmálaflokkur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Klækjastjórnmál, Ólína, eru í sjálfum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem annar stjórnarflokkurinn samþykkti bein svik við kjósendur sína. Stjórnin gróf sína gröf þegar til hennar var stofnað. Og auðvitað á hún að falla oní.

Páll Vilhjálmsson, 10.8.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Reynir ekki bara á það hvort ríkisstjórnin hafi meirihluta á þingi eða ekki?

Gústaf Níelsson, 10.8.2009 kl. 22:49

4 Smámynd: Katrín

Æi Jón Frímann..þessi skýring þín er óskaplega þreytt, sjúskuð og ofnotuð.  Ertu þá að segja að Samfylkingin sé enn í stjórn til að fela sinn eigin skít??

Icesave samningurinn eins og hann kom frá samninganefndinni og ríkisstjórn er ónýtt plagg. Það er ekki bara ljótt mál og vont heldur gjörsamlega galið.  Að skrifa undir samning sem þjóðin getur ekki staðið við nema að færa ´slíkar fórnir að auðnin ein blasir við getur ekki verið vilji stjórnaliða...ja nema þá þeir vilji hylja skítinn svo gripið sé til þinnar kenningar.

Katrín, 10.8.2009 kl. 23:24

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hvernig villt þú afgreiða málið,Ólína?

María Kristjánsdóttir, 10.8.2009 kl. 23:38

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

einum of mörg ell í þessu hjá mér,afsakaðu!

María Kristjánsdóttir, 10.8.2009 kl. 23:38

7 Smámynd: Sævar Helgason

"Það er núna sem reynir á ríkisstjórnina hvort hún er yfirleitt til staðar."

Erum við virkilega komin svona langt frá allri stjórnun í landinu ? 

Er kannski ráð að senda skeyti út í heim og biðja einhverja vinsamlegast að taka okkur yfir- við getum ekki meir ?

Hér er greinilega allt á hausnum....

Sævar Helgason, 10.8.2009 kl. 23:43

8 Smámynd: Katrín

Veistu það Jón Frímann..málið snýst ekki um að einhver sé að fela eigin skít....það snýst um að lifa þessar hörmungar af....hvernig í ósköpunum geta menn réttlætt fyrir sér  fyrir það fyrsta að láta íslenska skattborgara borga skuldir óreiðumann og í öðru lagi neyða upp á þjóðina samning sem hver sérfræðingurinn á fætur öðrum hefur sýnt fram á með rökum að þjóðin muni aldrei geta staðið við nema þá með skelfilegum afleiðingum.  Hvernig geta menn verið svona blindir en samt alsjáandi?

Tekur þú lán sem þú veist að þú getur ekki borgað?  Er það ekki einmitt böl margra að hafa tekið lán vitandi að viðkomandi gæti aldrei borgað...eða eins og vinir kaupahéðnanna, VITAÐ að þeir þyrftum aldrei að borga..

mér sýnist að þú viljir halda þessu öllu bara áfram í 2007 stílnum..taktu lán og borgaðu seint og illa....=aldrei

Katrín, 11.8.2009 kl. 00:01

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Stjórnarandstaðan á þingi er í mjög sérstakri stöðu vegna Icesave málsins. Þingmenn í andstöðunni vilja ekki samþykkja ríkisábyrgðina, sumir vegna þess að þeir telja að þjóðin eigi ekki að taka neina ábyrgð á málinu – hvorki siðferðilega né lagalega (Höskuldur Framsókn), aðrir vegna þess að fyrirliggjandi samningur er að þeirra mati vondur og óviðráðanlegar álögur lagðar á þjóðina.

Þeir fá svo væntanlega sem bónus ef stjórnin fellur vegna afstöðu sumra þingmanna VG.

Við fall stjórnarinnar lenda verkefnin hjá nýrri stjórn – hvernig svo sem hún verður mynduð. Þjóðstjórn gæti hún heitið, en það breytir engu um stöðu hennar gagnvart vandamálunum. Það mun taka tíma að mynda nýja stjórn og hver sólarhringur er dýr um þessar mundir.

Ný stjórn mun taka við ástandi sem verður verra en það sem núverandi stjórn býr við. Traust á íslenskum fyrirtækjum, sem er lítið um þessar mundir, hverfur svo til alveg. Þeir takmörkuðu lánamöguleikar sem eru fyrir hendi í dag minnka enn frekar. Íslenskir bankar geta með engu móti starfað eðlilega og það mun bitna hart á fyrirtækjum og almenningi. Þjóðir og stofnanir sem hafa heitið aðstoð munu hika og kanski hætta við.

Afgreiðsla ríkisábyrgðarinnar vegna Icesave getur því orðið banabiti sjálfrar stjórnarandstöðunnar. Verði málið fellt mun koma fljótt í ljós að við lifum í hörðum heimi eins hér hefur verið lýst. Hvernig hyggjast þeir sem ætla að fella samninginn útskýra hið nýja ástand fyrir þjóðinni þegar þar að kemur?

Hjálmtýr V Heiðdal, 11.8.2009 kl. 00:10

10 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Fyrirsögnin er klækjastjórnmál. Það er væntanlega Samfylkingin og Ráðleysi, það er væntsnlega átt við vinstri græna og svo segir Ólína að þetta sé vondur koktell = ríkisstjórnin. Veist þú ég er alveg sammála þér með það Ólína.

Ómar Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 00:30

11 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Mér finnst allt í besta lagi með að þingmenn hafi skoðun og greiði atkvæði sem ekki er sú sama og yfirlýst stefna viðkomandi flokks. Verum raunsæ. Oft er strefna flokksins ekkert annað en skoðun flokksformannsins.

Öllum samsteypustjórnum fylgir að það þarf að gera málamiðlanir. Þetta er ekkert nýtt og nú síðast var það áberandi með VG og ESB-aðildina. Þegar þannig er verða menn að meta, - hver fyrir sig og í sameiningu, hvenær þeir fórna minni hagsmunum fyrir meiri.

En ég átta mig ekki á því að menn telji sig fórna minni hagsmunum fyrir meiri með því að fella sitjandi ríkisstjórn og leiða Bjarna Ben og Sigmund í stjórnarráðið.

Enginn er ánægður með Icesave samninginn þótt hann sé skömminni skárri en sá sem Árni Matt og Geir H gerðu í síðustu ríkisstjórn. En að fella samninginn, setja hér allt í frost í mánuði eða misseri og að fela umboðsmönnum spillingarinnar og sérhagsmunanna endurreisnina, - ÞAÐ BARA SKIL ÉG ALLS EKKI.

Guðl. Gauti Jónsson, 11.8.2009 kl. 00:30

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Æsseif, eins og hann lítur út í glasinu, er óheilsusamlegur ógeðsdrykkur og það ætti ekki að neyða neinn mann til að innbyrða hann og allra síst heila þjóð.

Ásmundi bónda mæltist vel í Kastljósi  í kvöld þegar hann sagðist vilja  sjá atkvæðagreiðsluna fara 63:0  "Þetta er ekki flokkspólitískt mál og þjóðin hefur alls ekki efni á að skiptast í fylkingar núna" sagði bóndinn. 

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 01:12

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það gæti verið leið að lausn, að Samfylking samþykki, að draga samninginn til baka.

Síðan, geta flokkarnir allir, still saman strengi, um hvað akkúrat á að semja við Breta og Hollendinga; sem við getum kallað, Icesave 2.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 01:16

14 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Að halda því fram að ekki komi að skuldardögum ef við fellum Icesave er blekking. 

Það eru líkur á því að sú leið yrði okkur dýrari og setti allt hér í þrot.  Hvernig á t.d. að endurfjármagna Landsvirkjun en engin lán fást?  Eigum við að setja hana í þrot og afhenda útlendingum?  Eða taka eignarnámi og hvað þá?  Ætli útlendingar standi þá í röðum eftir að kaupa orku héðan?  Varla nema verðið lækki enn frekar.  

Þessi upplýsinga ósymmetría þar sem allir vita hvað samþykki Icesave hefur í för með sér en algjör óvissa ríkir ef við höfnum er mjög bagaleg.  Það er í eðli mannsins að fegra óvissuna og magna upp hið þekkta. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.8.2009 kl. 08:39

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var ekki annað á Bjarna Ben að skilja áðan á ruv, en hann liti á þetta sem alfarið mál stjórnarinnar. 

Skildist,  að fyrst að skipt var um samninganefnd þegar ný stjórn tók við væri málið þar með orðið stjórnarmál sem hún tæki fulla ábyrgð á.

Svo heyrðist mér hann tala um "dómstólaleið"

Nei, þetta er rétt hjá Jóni Fríman.  Sjálfst.flokkur og Frammarar ætla ekkert að sýna neina ábyrgð og virðast ætla að nota tækifærið til að koma duglegu höggi á núverandi stjórnvöld og helst koma þeim frá.

Annars var líka talað við Jónas fv. ritstjóra á ruv.  Hann sagði að Ögmundur hefði verið í fleiri vikur að reyna að semja við Sj.st.menn um "skilmála" varðandi samninginn til að ná breiðri samstöðu.

Dáldið skrítið þetta samband hluta VG við sjálfstæðismenn.  Verð að segja það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 09:32

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er hægt að draga hest að brunni en hann verður ekki þvingaður til að drekka.  Þjóðin vill ekki svolgra niður þessum ógeðsdrykk.

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 09:37

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólína segir réttilega:  "Það er núna sem reynir á ríkisstjórnina hvort hún er yfirleitt til staðar."

Óvildin og sundurþykkjan innan og milli stjórnarflokkanna er orðin svo mikil, að vandséð er að ríkisstjórnin eigi sér langa lífdaga úr þessu, hvernig sem fer með ríkisábyrgðina.

Nánar er fjallað um stjórnar(ó)samvinnuna hér

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2009 kl. 10:58

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri Geir - best að velta upp nokkrum staðreyndum:

  • Meðal viðskiptahalli síðustu 64 ár, er 2,2%.
  • Viðskipta-afgangur hefur einungis um 6 á af þessum 64, verið yfir 3,3%.
  • Hæsti viðskipta-afgangur, sem við nokkru sinni höfum haft á þessu tímabili, er cirka 6%.
  • Gylfi Magnússon, sagði í MBL. grein þann 1. júlí síðastliðinn, að greiðslubyrði af Icesave, einu sér, myndi verða 4,1% - af erlendum tekjum þjóðarbúsins svo fremi árlegur vöxtur verður 4,4% - en 6,9% - ef árlegur vöxtur erlendra tekna verði enginn.
  • Sambærilegur reikningur greiðslubyrði fyrir heildarskuldir þjóðarbúsins í erlendry mynnt upp á 2.104 milljarða eða 1,47 VLF er; 20,91% eða 35,2%.
  • Sambærilegur reikningur, ef við miðum eingöngu við þá upphæð í erlendri mynnt, sem skv. plönum ríkisstjórnarinnar, ríkið mun skulda, þ.e. 1.1159,5 milljarðar, eða 0,81 VLF, er 11,48% eða 19,32%.

Til þess að skilja stöðuna, varðandi erlendan tekju-afgang þjóðfélagsins, þá er best að líta aðeins á niðurstöður teknar úr skýrslu sem ríkisstjórnin, lét vinna.

Ástæðan fyrir að hagstæð viðskipti, verða að mínus, ku vera óhagstæður afgangur af svokölluðum þáttatekjum, sem framkalli í heild neikvæða útkomu, af nettó tekjustreymi Íslands við útlönd, næstu árin.

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

Jæja vinur, hvernig eigum við að borga, ef tekjustreymi okkar, er skv. reikningum þeim sem ríkisstjórnin bað um að láta framkvæma fyrir sig, um síðastliðið vor, verður neikvætt?

Það má vel vera, að rétt sé að okkur beri siðferðisleg skylda til að borga, að ef við gerum það ekki, þá myndist heilög reiðibylgja erlendis; en einhverju máli hlítur að skipta hvort það sé hreinlega mögulegt eða ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 11:02

19 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Ég geri mér vel grein fyrir því að erfitt eða ómögulegt verði að borga af þessum samningi en það þýðir ekki að, að fella hann verði ódýrara þegar upp er staðið.  Ég veit það hljómar mótstöðukennt en þetta er hápólitískt mál.

 Þegar meiri vissa og upplýsingar koma fram um efnahagsstöðu okkar eftir 4-5 ár eigum við að fara fram á endurskoðun í ljósi nýrra aðstæðna.  Þá verðum við innan ESB, Brown farinn og ný stjórn í Hollandi.  Það verður mun auðveldara að taka þetta upp með nýjum mönnum og þegar tíminn hefur mildað afstöður manna.  Það er alltaf hægt að taka upp samninga, í raun er auðveldara að taka upp samninga sem eru svo greinilega óréttlátir og einhliða.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.8.2009 kl. 12:13

20 Smámynd: Héðinn Björnsson

Við erum gjaldþrota með eða án samningsins og því tel ég leið Ekvador vera þá sem ætti að taka mið af. Lýsa yfir vanmætti til að greiða núverandi skuldbindingar og bjóðast til að greiða 30-35 cent á dollaran.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:39

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Samnings-aðstaða okkar, er miklu mun verri, eftir við samþykkjum, því þá getum við einungis höfðað til náðar og miskunnar.

Þú hefur ef til vill heyrt máltækið um þann, sem treystir á "náð og miskunn annarra"?

Þ.e. alls ekki þannig, að samings-aðstaða okkar sé vonlaus, ef við viljum semja á ný, svo fremi sem við gerum ekki þá reginskissu að samþykkja fyrst.

Þú áttar þig á, að lagaformlega er ábyrgðin ekki fyrir hendi, fyrr en Alþingi samþykkir?

Það þýðir, að án samþykkist, hafa Bretar og Hollendingar, einungis aðgang að því fjármagni sem í dag, er til staðar í Tryggingasjóði innistæðueigenda. Einnig, geta þeir hugsanlega gert upptækar, eignir á þeirra eigin yfirráðasvæði.

Ef við samþykkjum ekki, þá er það samt svo, að besta leið Breta og Hollendinga, til að fá meira út úr okkur, en ofantalið, er að semja við okkur.

Þ.e. mín rök fyrir því, að þ. sé Bretum og Hollendingum í hag, að samþykkja nýja samningalotu, í því tilviki að núverandi samningi er hafnað.

Slíkri höfnun, þarf þó að fylgja yfirlísing frá Alþingi, helst samhljóða, þess efnis, að höfnun núverandi samnings, skuli ekki skoðast, sem höfnun þess að leisa málið með samningum. Að, Alþingi óski eftir nýjum samningum.

Síðan væri rétt, að allir flokkar, hefðu fulltrúa í samninganefnd.

Ég held, virkilega, að kalt hagsmunamat, segi að það sé raunveruleg ástæða að ætla, að nýir samningar séu ekki bara mögulegir, heldur einnig æskilegir, og að Bretar og Hollendingar, séu líklegri en ekki, til að samþykkja að hefja samninga að nýju, skv. ofangreindum ástæðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 12:40

22 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

En fáum við betri samning með fulltrúum allra stjórnmálaflokka?  Af hverju ekki að fela þetta faglegum aðilum?  Vextir hafa hækkað á ríkisbréfum í Bretlandi síðan Svavar samdi.  Ef við viljum ekki veita ríkisábyrg er ekki líklegt að mótaðilinn fari fram á styttri lánstíma og hærri vexti?

Vandamálið við að semja aftur nú er að við gætum lent með verri samning eða í besta falli sama samning.  

Bretar og Hollendingar munu öruggleg segja:  "Þessi samningur er það besta sem við getum boðið ykkur upp á?  Alþingi Íslands verður að reyna betur."

Það eru kosningar í Bretlandi á næsta ári.  Það lítur ekki vel út fyrir Brown að láta Alþingi segja sér fyrir verkum.  Bretar fara í enga samningagerð fyrr en rannsókn SFO líkur á íslensku bönkunum og kosningar eru yfirstaðnar eftir u.þ.b. eitt ár.

Hvað gerum við á meðan?

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.8.2009 kl. 12:58

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - það var ákvörðum Breta, að fara í þessa samninga á viðskiptalegum grundvelli.

Ég reikna með því, að það gefi vísbendingu um hvernig þeir hugsa málið, þ.e. á tilfinningasnauðum viðskiptagrundvelli.

Ef málið er hugsað með þeim hætti, þá er það einfaldlega spurning um, hvað gefi þeim mest.

Eins og ég útskýrði, þá hafa þeir í dag, eingöngu aðgang að þeim eignum sem eru til staðar erlendis, og hinsvegar því sem er til í Tryggingasjóði innistæðueigenda.

Það að þeir höfnuðu hugmyndum, á sínum tíma, um að taka þessar eignir yfir, annars vegar, og hins vegar, að treysta á Trygginasjóðinn eingöngu fyrir rest - er sterk vísbending um, að þeir muni taka áfram sömu afstðu, þ.s. ef Alþingi samþykkir ekki núverandi saming, þá erum við aftur komin á sama stað, og áður en samingaviðræður hófúst síðast.

Svo lengi, sem þeir halda sig við viðskiptamódelið, þá er kalda hagsmunamatið það sama á nýjan leik, að samningar eru líklegir til að skila meiru.

Þ.e. það sem gefur okkur von um, að þeir muni samþykkja nýja samningalotu.

Að sjálfsögðu, er útkoma nýrrar samningalotu óviss. En, gagnaðilar okkar munu vita, hverju við höfnuðum síðast, og ef þeir samþykkja nýja samningalotu, mun það fela í sér viðurkenningu´þess að frekari eftirgjafar gagnvart okkur sé þörf.

------------------------------

Hitt alternativið, er náttúrulega, deilur án samninga, sem er verri staða fyrir alla aðila.

Seim einmitt segir, að samingar séu líklegri en hitt, svo fremi sem Íslendingar, sýni vilja til nýrra samninga.

------------------------------

Röksemd fyrir að hafa fulltrúa allra flokka í nefnd, er að þá eru allir flokkar sameiginlega ábyrgir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 14:52

24 identicon

Andri:

Þegar deilan hófst byrjuðu menn á að viðurkenna ábyrgð ríkissjóðs á innistæðutryggingunum og gengu svo til samninga í þeirri von að sá "samstarfsvilji" myndi leiða til þess að Bretar og Hollendingar sýndu okkur miskunn.

Raunin varð allt önnur.

Nú leggur þú til að sami hlutur verði gerður, að Ísland axli formlega ábyrgð með óafturkræfum hætti, í þeirri von að okkur verði sýnd miskunn í kjölfarið.

Tilgangurinn er að auka trúverðugleika og kaupa tím.

Þegar vandi bankanna fór að segja til sín brugðust yfirvöld við með því að fara í herferð til að efla tiltrú á þeim til þess að kaupa tíma í þeirri von að við yrðum svo heppin að hlutirnir breyttust til hins betra. Icesave breyttist úr smámáli í stórmál á þeim tíma. Vandinn sem verið er að fást við er beinlínis afleiðing af þeirri ákvörðun.

Mér sýnist þú vera að mæla fyrir því að tvær reginskyssur síðasta árs verði endurteknar í þeirri von að afleiðingarnar verði aðrar í þetta skiptið!

Í samningnum eru endurskoðunarákvæði sem eru tengd við mat AGS frá því í október í fyrra. Nú þegar eru forsendur fyrir því að virkja það ákvæði. Það þarf því ekki að felst nein "stríðsyfirlýsing" gegn Bretum og Hollendingum í því að fara fram á að nýr samningur verði gerður.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:59

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Í samningnum eru endurskoðunarákvæði sem eru tengd við mat AGS frá því í október í fyrra. Nú þegar eru forsendur fyrir því að virkja það ákvæði. Það þarf því ekki að felst nein "stríðsyfirlýsing" gegn Bretum og Hollendingum í því að fara fram á að nýr samningur verði gerður."

Í endurskoðunarákvæðinu, felast einungis tilmæli, ekki skylda til þess, að gagnaðilar taki tillit til nýrra aðstæðna.

Þ.e. því í raun fullkomlega gangslaust.

"Mér sýnist þú vera að mæla fyrir því að tvær reginskyssur síðasta árs verði endurteknar í þeirri von að afleiðingarnar verði aðrar í þetta skiptið!"

Margar nýjar forsendur eru komnar fram í dag. Sem dæmi, stjórnvöld áætluðu heildarskuldir ríkisin upp á 1,25 VÞF - en sú tala kemur fram í greinargerð stjórnvalda með Icesa frumvarpinu.

En, raunskuldir eru rétt rúmar 2 landsframleiðslur. Það gerir mikinn mun á forsendum, þegar greiðslugeta var reiknuð.

Já, ég reikna með, að með réttar forsendur að vopni, geti náðst skárri niðurstaða.

Svo lengi sem samningar eru á köldum viðskiptagrunni, þá er þetta einfaldlega milli 2. aðila, sem báður er í hag, að ná samkomulagi.

Í grunninn, er röksemdafærslan sú nákvæmlega sama og áður, en með nýjum og raunhæfari forsendum.

Ég er einmitt bjartsýnn um, að Bretar og Hollendingar, eru ekki að stefna að því að jarða okkur í einhvers konar feni, að þvert á móti muni þeir taka mið af staðreyndum, og skilja tilfinningarnar eftir heima þegar þeir setjast að samningaborði.

----------------------------------

Þ.e. að sjálfsögðu grunn forsenda, að við samþykkjum Icesave ábyrgðir, því annars er um ekkert að semja.

Í slíku tilviki, tæki raunverulega við harkan 7.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 15:49

26 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég sagði við vini og vandamenn í apríl að ríkisstjórnin myndi ekki lifa út sumarið. Ég stend við það!

Kjarkleysið gagnvart Icesave er hróplegt, þingið virðist vera á góðri leið með að standa undir því að vera þjóðþing, þ.e. fulltrúi þjóðarinnar en ekki handbendi ráðlausrar ríkisstjórnar.

Ágúst Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 15:57

27 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég er ekki sammála að Bretar og Hollendingar líti á þennan samning algjörlega frá viðskiptalegum sjónarmiðum.  Þessi samningur er stórpólitískur þar sem gríðarlega margir kjósendur í þessum löndum töpuðu peningum ásamt sveitarfélögum og góðgerðarfélögum. 

Ég get ekki séð að Brown svona rétt fyrir kosningar fari að gera eins og Alþingi skipar fyrir.  Breska pressan er ein sú harðasta í heimi og mun jarða hann og hans flokk ef hann virðist gefa eftir í baráttunni um að endurheimta stolið fé eins og þetta verður sett upp.

 Svo er í raun ómögulegt fyrir Breta að vera að semja um bætur fyrir Icesave á meðan SFO rannsakar bankana.  Þeirri rannsókn verður helst að ljúka fyrst.

Þetta er ekkert einfalt mál, því miður. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.8.2009 kl. 16:30

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Psinsippið er sára einfalt, breskir kjósendur, fá meira út úr samningum.

Ef engir samningar, þá hafa Bretar og Hollendingar, einungis þá peninga sem nú eru í Tryggingasjóðnum, annars vegar, og, hins vegar, þær eignir sem þeir geta náð til.

Ef Alþingi, segir "Nei" - er þetta staðan.

Þá, er það einnig, hagsmunir breskra og hollenskra kjósenda, að reyna nýja samninga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2009 kl. 18:41

29 Smámynd: Katrín

Hefur einhver sem hér hefur tjáð sig séð upplýsingar um hver staða Tryggingasjóðs sé? 

Þarf ekki að fá svör við þeirri spurningu svona til að halda umræðunni í raunveruleikanum eins og hann er en ekki eins og við viljum hafa hann...

Það er kannski ekki til ein einasta króna þar....voru það ekki bankarnir sem áttu að leggja fé þar inn?? Hafa þeir gert það??

Katrín, 11.8.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband