Gleði og stolt

GayPrideRoses "Alltaf grunaði mig þetta!" sagði hann við mig sigri hrósandi gamall samverkamaður sem ég hitti á miðjum Laugaveginum í dag. Ég gekk þar í humátt á eftir Gleðigöngunni og hafði valið að fara á eftir fánanum sem á stóð  "stoltar fjölskyldur".

"Þú ert auðvitað ein af þeim" sagði hann og klappaði á öxl mína skælbrosandi.  

 "Ég er stoltur aðstandandi eins og aðrir hér" svaraði ég umhugsunarlaust og áttaði mig ekki strax á því hvað maðurinn var að fara.

En þegar ég sá brosið hverfa eins og dögg fyrir sólu fyrir örvæntingarfullum vandræðasvip - þá varð ég að stilla mig um að skella ekki upp úr. 

"Takk fyrir komplímentið" sagði ég með blíðu blikki þegar ég sá hvað maðurinn var miður sín. Svo hélt ég mína leið. Hann stóð orðlaus eftir undir ásakandi augnaráði eiginkonunnar sem var við hlið hans. Þessi skondna uppákoma var einhvernvegin eins og atriði úr danska myndaflokknum Klovnen - án þess að ég geti skýrt það nánar (mér er enn skemmt þegar ég hugsa um þetta).

Annars var gríðarleg stemning í bænum og mikill mannfjöldi. Ég hafði mælt mér mót við vini mína á horni Barónstígs þar sem við horfðum á litríka gönguna nálgast og slógumst svo í hópinn þegar vörubílarnir  með skemmtiatriðunum voru farnir framhjá. Hvarvetna var fólk með litríkar blómfestar um háls og marglita fána. Á Arnarhóli var þjóðhátíðarstemning - einhver þægileg blanda af rólegheitum og stuði.

Aðstandendur göngunnar hafa sannarlega ástæðu til að vera bæði  glaðir og stoltir í dag.


mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bráðfyndið.Litríkar gleðikveðjur til þín Ólína:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ætli honum hafi liðið eins og að hafa bitið sig í tunguna.

Kveðjur HB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.8.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Aumingja karlinn

Marta B Helgadóttir, 10.8.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.8.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband