Brask, spilling og ... ríkisaðstoð?

fúlgurfjár Kastljós Sjónvarpsins fjallaði í kvöld um eins milljarðs króna lánveitingu stjórnarformanns Byrs Sparisjóðs til félags sem notaði fjármunina til þess að kaupa stofnhlut stjórnarformannsins í Byr stuttu eftir bankahrun.

Ekki nóg með það. Stjórnarmenn fyrirtækjanna Byrs Sparisjóðs, Exeter og MP-banka virðast hafa höndlað með lánsfé til hlutbréfakaupa sín á milli, þar sem þeir sátu beggja vegna borðsins í samofnum eigna- og hagsmunatengslum.

Til að kóróna allt annað mun Byr Sparisjóður nú hafa óskað eftir ríkisaðstoð í kjölfar "kreppunnar". Ó já, þegar stjórnarformaðurinn hefur fengið það sem hann þurfti og forðað sér á þurrt, þá er farið fram á ríkisaðstoð. Þá má blessaður almenningurinn aðstoða fyrirtækið.  Angry

Umræddur stjórnarformaður mun nú hafa látið af störfum - en ekki kom fram hvert framhald málsins verður.

Þetta er líklega bara skólabókardæmi um það hvernig kaupin hafa gengið á eyrinni í íslenskum fjármálaheimi bæði fyrir og eftir hrun.

Horfið á þessa umfjöllun Kastljóssins HÉR - hún er fróðleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurðu Ólína, að nokkur maður reki banka af því að honum er annt um fólk?

Bankanum er sko sama um þig og stjórnmálamaðurinn kóar, sbr. lítil reynslusaga mín og þessi litla sorgarsaga.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þegar ég heyrði hverjir ættu hlut að máli ... þá varð ég ekki beint hissa, eiginlega varð mér að orði "Það hlaut að vera!"

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.4.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Siðferði manna kemst ekki á lægra plan í veröldinni en á klakanum, hin "bananalýðveldin" komast ekki með tærnar þar sem við höfum hælinn. 

Getur verið að lögin bjóði uppá siðleysið, hriplek og illa unnin ?

Hefur það ekki eitthvað með "alþingismenn" að gera ? 

B. Obama sagði eitthvað í þessa átt;             Þeir fóru eftir lögum það er ekkert ólöglegt við þetta en þetta er siðlaust.

Páll A. Þorgeirsson, 8.4.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband