Bréf Fjármálaeftirlitsins til fjölmiðla

bréfburður Bréf Fjármálaeftirlitsins til nokkurra fjölmiðlamanna þar sem þeim er hótað málsókn fyrir að rjúfa bankaleynd er eitt þeirra mála sem ég hef ekki komist til að blogga um fyrr en nú. Mér rennur þó blóðið til skyldunnar að segja nokkur orð um þetta mál.

Mannréttindasáttmáli sameinuðu þjóðanna kveður á um skoðana- og tjáningarfrelsi allra manna án utanaðkomandi afskipta og rétt fólks til þess að afla sér og taka við upplýsingum og hugmyndum hvaða fjölmiðils sem er án tillits til landamæra.

Í alþjóðlegum siðareglum blaðamanna sem UNESCO samþykkti 1983 er kveðið á um rétt einstaklinga og samfélaga til þess að taka við raunsönnum og hlutlausum upplýsingum sem fengnar eru með vönduðum hætti, og sömuleiðis að tjá sig frjálslega gegnum ólíka menningar og samskiptamiðla. Skjalið tekur m.a. á  eftirfarandi þáttum:

  • Óhlutdrægni fjölmiðlamanna
  • Ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu
  • Fagmennsku þeirra og vönduðum vinnubrögðum
  • Virðingu fyrir almannahagsmunum og lýðræðislegum stofnunum
  • Umhyggju fyrir gildismati og siðferði samfélaga

Blaðamannafélög víðsvegar um heim hafa sett sér siðareglur, sem allar ber að sama brunni og byggja á alþjóðlegum staðli: Samkvæmt þeim eru nokkrar skyldur lagðar á herðar blaðamanna, m.a.: 

  • Að þeir séu óháðir stjórnmálaöflum og valdhöfum
  • Að þeir hafi skarpa sýn á greiningarhlutverk fréttamiðla (umfram hið augljósa, hið áhugaverða eða yfirborðslega)
  • Að þeir miðli raunsönnum, sanngjörnum og skiljanlegum fréttum
  • Að þeir þjóni öllum samfélagshópum (ríkum, fátækum, ungum, gömlum, íhaldssömum, róttækum, o.s.frv.)
  • Að þeir verji og haldi fram mannréttindum og lýðræði
  • Að þeir aðhafist ekkert sem rýrt geti traust almennings á fjölmiðlum.

Hótanirnar í bréfi FME  um viðurlög og refsingu vega umfjöllunar um bankahrunið eru ógnun við tjáningarfrelsið og upplýsingaskyldu fjölmiðla við almenning. Ætti erindi þess að ná fram að ganga væri alvarlega vegið að grundvelli íslenskrar fjölmiðlunar og þeim gildum sem henni ber að starfa eftir.

Hér má sjá viðtal við Agnesi Bragadóttir og Kristinn Hrafnsson um þetta mál í Silfri Egils um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Lastu þetta bréf eða byggir þú þessi skrif þín á einhverju sem þú hefur heyrt eins og þú gerðir í Sprengisandsþættinum hér um daginn?

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Átti þetta að vera málefnaleg athugasemd? Hún dæmir sig að minnsta kosti sjálf.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.4.2009 kl. 14:30

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta stendur allt og fellur með skilgreiningum. T.d. er sagt í grein þinni að blaðamenn hafi rétt til að taka við "raunsönnum og vönduðum upplýsingum sem fengnar eru með vönduðum hætti." Um þetta geta einhverjir efast. Í sumum málanna má líka efast um hvað sé fjölmiðill og hvort prentlög eða einhver önnur lög eigi að gilda. En málið er vissulega athyglisvert.

Sæmundur Bjarnason, 7.4.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband