Óráðsía skilanefndar

fúlgurfjár Skilanefnd Kaupþings hefur í ýmis horn að líta þessa dagana og vafalaust einhver áform. Sparnaður virðist þó ekki vera þar á meðal, ef marka má þennan fréttaflutning af lúxusferð tveggja nefndarmanna til Indlands fyrr í mánuðinum. Gist var á fimm stjörnu hóteli, sem er með þeim glæsilegustu á Indlandi, og flogið á fyrsta farrými í "þeim tilgangi að gæta hagsmuna gamla Kaupþings" eins og segir í fréttinni. Ferðin mun hafa kostað um eina milljón króna.

„ Ég vil helst eitthvað í allra besta flokki ef þér er sama" segir starfsmaður nefndarinnar sem skipulagði ferðina í tölvupósti sem  nú hefur verið birtur. Hann bætir við: "Ég yrði þakklátur fyrir að dagskráin yrði í háum gæðaflokki".

Kannski nefndarmenn hafi ekki áttað sig á því hverjir það eru sem greiða þeim launin og dagpeningana eftir bankahrunið? Það er  nefnilega almenningur í landinu, því það mun koma í hlut samfélagsins að standa undir skuldum gömlu bankanna.

Sá hinn sami almenningur býr við harðnandi kost. Fólk sér ekki út úr skuldum.  Sumir eiga ekki til hnífs og skeiðar. Fregnir berast af fólki sem ekki treystir  sér  til að borga nauðsynlega læknisaðgerðir. Foreldrar eru að afpanta tannréttingar og tannviðgerðir barna sinna.

En skilanefndir bankanna - þær "gæta hagsmuna" síns banka og ferðast í vellystingum.

Ef þetta er ekki firring, þá þekki ég ekki merkingu þess orðs.  Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ja hver andskotinn segi ég nú bara. Eru þessir menn alveg siðblindir? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að þeir geti stundað jarðamöt á Indlandi og hafa aldrei komið þar áður? Þessa menn ber skilyrðislaust að hýrudraga og henda út. Við höfum ekkert við svona menn að gera í vinnu.

Ég geri ráð fyrir að þetta hafi gerst fyrir stjórnarskiptin.

Þórbergur Torfason, 20.2.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ný yfirstétt er fæðast úr hruninu.

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 11:58

3 Smámynd: Lára Ágústsdóttir

Viðskiptaráðherra verður að gera bráðan bug á að taka til í bönkunum, þvi eflaust er þetta ekki einsdæmi um sukkið og sóðaskapinn þar

Lára Ágústsdóttir, 20.2.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Gunna Jons

Þetta er alveg óþolandi, þvílíkt sukk það ætti að láta þá borga þetta úr eigin vasa og greiða þeim dagpeninga, Síðan ætti að reka þá við höfum ekkert með svona labbakúta að gera,svei

Gunna Jons, 20.2.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Hjalti Tómasson

Enn og aftur kemur það í ljós !

Þú kennir ekki gömlum hundi að sitja.

 Ef þetta eru bestu aðilarnir sem hægt var að finna til að greiða úr fyrri óráðssíu þá verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Það er ekki líklegt að þeir hafi sama skilning á óráðssíu og veruleikafyrringu og við hin. Er sennilegt að þeim muni takast að vinna þannig að traust almennings á bankakerfinu aukist ? Varla.

Það eina sem við getum treyst er hverjir fá reikninginn !

Hjalti Tómasson, 20.2.2009 kl. 15:21

6 Smámynd: Arnar Sigurðsson

Sæl Ólína,

Þú kanski getur útskýrt aðeins fyrir leikmönnum hvernig stendur á því að almenningur borgar fyrir tilkostnað við rekstur skilanefndar Kaupþings?

Hingað til hefur það blasað við að kostnaður þessarar nefndar verður greiddur af kröfuhöfum í þrotabúið sem skv. þessu er einhver grundvallarmisskilningur.

Arnar Sigurðsson, 20.2.2009 kl. 17:12

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Er ekki hægt að segja neitt gott um nokkurn mann lengur?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 18:03

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Það er einfaldlega ÓÞOLANDI að einhver, einhver skuli halda að það sé í lagi að fara á þennan hátt með almannafé! Hvar er siðferðið hjá þessu fólki?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.2.2009 kl. 18:28

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Líklega þarf að setja skilanefnd á skilanefndina bara til að velta fram hversu spillingin er búin að heltaka Íslendinga.

Er ekki hægt að treysta neinum lengur?

Ef ríkisvaldið vill áreiðanlegan, heiðarlegan og sparsaman mann: hafið bara samband. Ég mun afgreiða hluti á "sparnaðarrofanum."

Baldur Gautur Baldursson, 20.2.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Arnar - eins og fram kemur í færslunni þá er það almenningur sem á endanum mun greiða þær skuldir Kaupþings sem eftir standa þegar búið er að taka eignir upp í skuldir.

Að taka út á þrotabúið er í reynd bara framvísun á almennin sem á endanum borgar það sem út af stendur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.2.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband