Nú er komið að því - undirskriftarsöfnun og áskorun á stjórnvöld!

faninn Á morgun verður formlega opnuð ný vefsíða www.nyttlydveldi.is þar sem Íslendingum gefst kostur á skora á Alþingi og forseta um að mynduð verði utanþingsstjórn og boðað til stjórnlagaþings - nýs þjóðfundar Íslendinga sem hafi það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og leggja þar með grunn að stofnun nýs lýðveldis.  Í hinni nýju stjórnarskrá verði mörkuð skörp skil milli löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds og lagðar línur fyrir gagngera endurskoðun á kosningareglum til Alþingis.

Að áskoruninni stendur hópur Íslendinga sem telur brýnt að hefjast nú þegar handa við að endurreisa traust í samfélaginu og efla virðingu fyrir reglum lýðræðis og grundvallarstofnunum samfélagsins.

Við höfum boðað blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík síðdegis á morgun, þar sem nánari grein verður gerð fyrir þessu framtaki. Svo skemmtilega vill til að fundurinn fer fram í sal sem nefnist Alþingi.

Margir góðir og vel metnir Íslendingar hafa lagt til  ráðgjöf og aðstoð við undirbúning þessa framtaks, en á blaðamannafundinum verða auk mín Njörður P. Njarðvík, Tryggvi Gíslason, Birgir Björgvinsson og hugsanlega fleiri.

Segi nánar frá þessu þegar síðan opnar formlega á morgun. Smile

Nú er allt að gerast.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Já og endilega gefið upp "linkinn" sem fyrst á síðuna hjá ykkur svo hægt sé að breiða hann út um allan heim 

Jón Arnar, 21.1.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott Ólína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Gott framtak!  Hættum að tala, förum að gera.

Pétur Henry Petersen, 21.1.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært, meiriháttar.  Takk fyrir öll þið, sem að þessu standið.

Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 19:34

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hljómar vel,hlakka til að lesa meira

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 19:37

6 identicon

Þetta framtak er bjartasta vonin í dag.

Hefjum umræðu um nýja stjórnarskrá, ekki ESB mál.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:38

7 identicon

Eru þetta semsagt bara vinstri menn? Ættu ekki að koma að þessu´fólk úr öllum flokkum?

so (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 19:47

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágætt mál hjá ykkur, ég vil minna á:       http://kjosa.is

Sigurður Þórðarson, 21.1.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju við öll með þessa undirskriftasöfnun og ég vil færa þeim sem eru að vinna að þessu, mínar bestu þakkir. Nú er grasrótin að virka heldur betur. Sérstaka þakkir til þín Ólína. Kveðja Hólmfríður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 19:55

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svo er bara að láta mig vita ef ég get gert eitthvað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 19:57

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mál til komið, verð með.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:46

12 identicon

Gott framtak, það verður fróðlegt að heyra meira. Og mikið væri gott ef allir sem eru sama sinnis sameini krafta sína og láti ekki eitthvað hægri, vinstri, minn-flokkur fótakefli trufla bráðnauðsynlega "hundahreinsun" úrelts spillingarkerfis. Skilst að slík hreinsun sé erfið en endurnærandi ;o). Og nú er hún óhjákvæmileg.

Solveig (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:47

13 identicon

Áfram Ollý.........endurskoðum stjórnarskrána og skilgreinum ábyrgð ráðamanna og ekki síst embættismanna.

ragnar olafsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:47

14 Smámynd: Gísli Tryggvason

Frábært framtak Ólína; hér er uppskrift að hvernig stjórnlagaþingi skuli háttað og niðurstöður úr skoðanakönnun þar sem 95% styðja þessa leið. Þá má nefna að fólk sem ég hef heyrt í úr öllu litrófi stjórnmálanna styður að þessum nýja vettvangi sé komið á til að leggja ferskan grunn að stjórnskipun landsins.

Gísli Tryggvason, 21.1.2009 kl. 20:57

15 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Frábært framtak. Ég mun sannarlega leggja mitt af mörkum við boðun fagnaðarerindisins. Verst að komast ekki á blaðamannafundinn. Ég verð í Vestmannaeyjum á morgun í vinnuferð. Hann spáir reyndar illa svo það gæti verið að ekki yrði flogið. Þá kem ég að sjálfsögðu. Þetta framtak ykkar er einmitt það sem fólk hefur verið að bíða eftir; þ.e. vettvangur til þess að skrifa undir og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar. Ég hvet ALLA til að skrif undir.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.1.2009 kl. 21:12

16 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Já nýtt lýðveldi er málið. Stjórnarskrá á að endurspegla vilja þegnanna og gagnger uppstokkun hennar og kosningalaganna er lýðræðinu nauðsyn. Einnig er siðvæðing stjórnkerfisins og meiri þáttaka almennings í ákvarðanatöku stjórnvalda t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslum nauðsynleg.  

Lárus Vilhjálmsson, 21.1.2009 kl. 21:13

17 identicon

Heyr heyr!

Valsól (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:39

18 identicon

Þetta er uppbyggilegasta bloggfærsla sem ég hef lesið í óralangan tíma. Ég vona að meirihluti þjóðarinnar verði tilbúinn að taka þátt í þessari áskorun. Frábært framtak hjá ykkur!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:47

19 identicon

Frábært framtak, hlakka til að sjá og heyra meira!

En hvar eru allar skoðanakannanirnar sem ættu að glymja í eyrum okkar þessa dagana? Við ættum ekki að þurfa að diskútera hvort svo og svo stór hópur endurspegli þjóðina eður ei, við eigum að spyrja þjóðina! Þess vegna fann Guð upp skoðanakannanir :)

Erla Vilhjálms (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:58

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég sammála þér Anna Ólafsdóttir, þetta er það besta sem ég hef séð á blogginu lengi. Þessi undirskriftasöfnun er algjörlega þverpóltík og það eru hagsmunir heillar þjóðar í veði. Guð blessi okkur öll.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 22:58

21 identicon

Fyrir gefiði , er þetta eitthvað ,,akademiskt"  sem er gott á pappír en virkar svo ekki í reynd ?

Það þarf að hætta að tala og skrifa og fara að vinna !

Við þurfum fólk sem gerir eitthvað !

JR (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:08

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefur ekkert upp a sig að stofna hverskonar stjórnarsamkrull sem hugnast ef ekki verður skilið strax á milli lögjafar og framkvæmdavalds og þingið gert lýðræðislega starfhæft. Ráðherra úr þingsætum og þingið á að segja þeim til en þeir ekki þinginu. Það er akkilesarhællinn. Hér verður ekki hægt að stæra sig af lýðræði fyrr. Svo einfalt er það í mínum augum. First things first. Breyta þessu og þá getur þingið endurspeglað vilja fólksins.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 23:14

23 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

EKKI SAMMÁLA því að við kjósum yfir okkur utanþingstjórn. Ég vil breytingar, burt með yfirmann FME, Davíð á draga sig í hlé, amk 1 ráðherra sjálfstæðismanna ætti að taka pokann sinn og stjórnvöld þurfa að leggja plön sín fyrir þjóðina. EN, að fara að skipta um stjórn núna og kalla yfir okkur meiri óvissu en við búum við.

NEI TAKK

Katrín Linda Óskarsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:45

24 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Glæsilegt - loksins.

Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 00:04

25 Smámynd: Gísli Tryggvason

Kannski ætti maður að blogga um nokkur lykilhugtök þessa daga:

Utanþingsstjórn er ekki kosin. Hún er skipuð fólki sem situr ekki á þingi ef forseti metur það svo að ekki sé unnt að mynda stjórn sem nýtur stuðnings Alþingis. Önnur tegund er þjóðsstjórn - allra flokka. Svo er það kallað starfsstjórn eftir að ríkisstjórn biðst lausnar.

Gísli Tryggvason, 22.1.2009 kl. 00:05

26 identicon

Mjög áhugavert framtak - Gott að sjá það frá Ísafirði og svo dreifist það um ALLT land

Haraldur Ingi Haraldsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:17

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef fylgst með þessu framtaki og þetta er gott að heyra. En áður en hægt er að mynda utanþingsstjórn verður eitthvað af þessu að hafa gerst.

1. Því ákvæði stjórnarskrárinnar að hér sé þingræði, yrði að breyta áður en þetta gæti gerst sisvona.Þessi stjórnarskrá verður að gilda þar til önnur tekur við.

2. Utanþingsstjórn kemur því aðeins til greina að núgildandi lögum að þinginu takist ekki að mynda stjórn sem geti varist vantrausti. Þegar útséð er um slíkt getur forseti Íslands myndað utanþingsstjórn svipað og ríkisstjóri gerði árið 1942.

3. Hægt yrði að mynda blandaða stjórn sem nyti stuðnings þingsins, þ. e., að í slíkri stjórn sætu ráðherrar utan þings. Ég átta mig ekki á því hvort meirihluti þingsins gæti staðið að myndun hreinnar utanþingsstjórnar. Engin fordæmi eru fyrir slíku.

Íslandshreyfingin og aðrar grasrótarhreyfingar utan þings vilja endurskoðun stjórnarskrár í þá veru að stórauka völd þingsins og draga að sama skapi úr ofríki framkvæmdavaldsins.

Við viljum aukið þingræði og kosningar sem allra fyrst til að auka þingræðið. Það er hins vegar í ósamræmi við þessa stefnu okkar ef við viljum taka völdin af þinginu, sem nú situr og afnema þingræðið um stundarsakir.

En ég tek undir það að best væri að hér tæki við völdum utanþingsstjórn fram að kosningum að því gefnu að Alþingi féllist á það með því að gefa frá sér stjórnarmyndun.

Í utanþingsstjórninni 1942 til 44 sátu fjórir ráðherrar og stýrðu landinu í ólgusjó stríðsins og undirbjuggu lýðveldisstofnun.

Við eigum nóg af frábærum mönnum utan þings til að taka hér til hendi nú og þeir þurfa ekki endilega að vera tólf.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:55

28 Smámynd: Atli Hermannsson.

Glæsilegt framtak svo ég segi nú ekki meira - Njarð-víkingar.

Atli Hermannsson., 22.1.2009 kl. 01:07

29 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Frábært. Takk. Ég er með!

Jón Ragnar Björnsson, 22.1.2009 kl. 01:14

30 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er góð leið en enga atvinnupólitíkusa í þá stjórn. Nú þarf að koma til öflugt fólk sem tengist ekki starfi stjórnmálaflokka og þorir að taka ákvarðanir án stefnu flokka. Tekur mið af þörfum þjóðarinnar.

Rúnar Már Bragason, 22.1.2009 kl. 02:32

31 identicon

Sæl Ólína.

Ég segi það sama og síðasti ræðumaður. 

Enga pólitíkusa !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 05:20

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég fagna þessu mjög og verð með.  ég segi eins og þeir sem hér tala síðastir.  Það verður aldrei sátt um að fólkið framarlega í pólitík alþingismenn eða ráðherrar verði í stjórn eða nálægt þessari þjóðsstjórn, eða utanþingsstjórn.  Fólki er einfaldlega nóg boðið, og þar eru allir settir í sama hatt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 08:21

33 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Enga pólitíkusa... bara utanþingsstjórn skipaða hæfu og traustu fólki og gangi okkur vel!!!! Það er nú eða aldrei að gera þær nauðsynlegu breytingar sem við og landið okkar þarfnast svo. Vona að þetta gangi eftir og traust fólksins verði endurvakið. Eftir atburði næturinnar er mjög brýnt að nú gerist eitthvað sem vekur von um alvöru breytingar..annars stefnir hér allt í algera upplausn.

Þakka ykkur sem unnið hafa þessa vinnu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 08:21

34 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ljóst er að nú eru hlutir að fara gerast. Útspil Framsóknarflokks setti málin svolítið í gang, en óróinn er orðinn svo mikill í samfélaginu að líkja má honum við vatnsfyllta blöðru. Hún stækkar og stækkar. Því stærri sem hún verður því hættulegri verður hún og viðkvæmari fyrir að springa. Tjónið verður því mikið.  Rétt er að hætta fylla blöðruna og hleypa úr henni.  Það er aðeins gert með því að taka alla lýðræðishugmyndina til athugunar á Íslandi og í íslenskum stjórnmálum.

Mín tillaga er og hefur verið síðan í september: Utanþingsstjórn. Rétt er sem Ómar Ragnarsson segir hér að ofan að slíka stjórn er ekki hægt að setja nema í stjórnarkreppu, þegar flokkar treysta sér ekki að mynda stjórn.  Ef enginn flokkur vill starfa með D og aðrir flokkar velja að leyfa forseta að setja utanþingsstjórn eins og Sveinn Björnsson ríkisstjóri gerði 1942 erum við komin með góð spil á hendur.

Setjum utanþingsstjórn til tveggja ára (hún getur verið skipuð sérfræðingum á hverju sviði, jafnvel köllum á erlenda sérfræðinga). Á meðan getum við endurnýjað lýðræðishugmyndir okkar, skapað lýðræðisfyrirkomulag sem ekki verður fórnarlamb spillingar eins og núverandi hefur orðið. Á þessum tveimur árum fá stjórnmálaflokkar endurnýja sig, nýtt afl verða til, nýir flokkar. Nýtt fólk.

Unnið er að nýrri stjórnarskrá þar sem t.d. stendur að þingmenn fái ekki að vera ráðherrar.  Skiljum að framkvæmdavald og löggjafarvald. Kjósum síðan að tveimur árum liðnum til nýs þings með 43 þingmönnum, ekki 63.

Svona framtíð vil ég vinna að af sál og hjarta!

Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2009 kl. 08:33

35 identicon

Við undirrituð viljum kjósa til Alþingis
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Sjá

http://kjosa.is/


6919 undirskriftir

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:01

36 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir viðbrögðin.

Ég læt vita hér á síðunni um leið og undirskriftarsöfnunin verður opnuð síðar í dag.

Það er rétt sem Gísli segir - hugtök þurfa að vera á hreinu. Stjórnlagaþing er ekki einfalt mál - það þýðir að efna þarf til a.m.k. fjögurra kosninga á einu og hálfu ári eða þar um bil. Bót í máli er að við stöndum líklega frammi fyrir þrennum kosningum hvort eð er (alþingiskosningum, ESB kosningum og sveitarstjórnarkosningum eftir rúmt ár).

Sjálfur hefur Gísli bloggað um þetta sett það mjög vel upp hver ferillinn yrði. Eins skýrist þetta nokkuð af orðalagi áskorunarinnar sjálfrar en hún hefur verið borin undir færustu lögfræðinga landsins og fleira gott fólk.

Tillaga okkar er að á stjórnlagaþing verði allir kjörgengir nema forseti Íslands, ráðherrar og alþingismenn. Þar með eru rofin tengsl við stjórnmálaflokkana.

Við getum hinsvegar ekki meinað flokksbundnu fólki eða sveitarstjórnarmönnum að taka þátt í lýðræðislegum athöfnum - eins og mér finnst sumir ýja að hérna. Slíkt væri algjör firra. Enda velja kjósendur sjálfir þá sem eiga að fara þarna inn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:33

37 Smámynd: Magdalena Sigurðardóttir

Ædislegt framtak, thid erud nú meiri tøffararnir. Ég setti link á síduna mína svo allir their 4 sem heimsækja hana á dag geti nú skrád sig

Áfram nýtt Ísland!

Magdalena Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:50

38 Smámynd: Ég

Snilld. Ég hef einmitt verið að velta fyrir mér hverjir ætluðu að taka frumkvæði í þessu máli þegar ríkisstjórnin fer frá.

Ég, 22.1.2009 kl. 11:27

39 identicon

Við undirrituð viljum kjósa til Alþingis
Kjósendur á Íslandi telja ekki fært að hefja uppbyggingarstarf eftir bankahrunið nema með endurskoðuðu umboði stjórnvalda.

Sjá

http://kjosa.is/

7974 undirskriftir

Jón (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:31

40 Smámynd: Sigurbjörg

Frábært framtak Heyr Heyr !

Sigurbjörg, 22.1.2009 kl. 12:45

41 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju Island!

Heidi Strand, 22.1.2009 kl. 13:02

42 identicon

Brýnasta verkefni Íslendinga!!!!!!!!!!!

Frábært framtak.

Kristjana Axelsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:01

43 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Eins og ljósgeisli í svartnættinu sem við okkur blasir

Guðbjörn Jónsson, 22.1.2009 kl. 18:11

44 Smámynd: Þór Magnússon

Frábært framtak, þetta gefur nýja von, hef aldrei verið eins fús að skrifa undir.

Þór Magnússon, 22.1.2009 kl. 21:09

45 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er búinn að skrifa og styð þetta.

Sigurður Þórðarson, 23.1.2009 kl. 00:32

46 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smáábending:

Forseti lýðveldisins hefur ekki vald til að leysa ríkisstjórn frá störfum nema hún hafi sjálf óskað lausnar.

Utanþingsstjórn verður aldrei mynduð nema þrautreynt sé að stjórnmálaflokkarnir geti ekki vegna einhverra atvika talið sér fært að mynda meirihlutastjórn eða starfhæfa minnihlutastjórn með hlutleysi einhvers flokks, sbr. tilboð Framsóknarflokksins.

Á þetta reyndi 1979 þegar langvarandi stjórnarkreppa hafði staðið mánuðum saman. Forseti, Kristján Eldjárn mun hafa haft að orði að ekkert væri annað til ráða en myndun utanþingsstjórnar. Þá var það að dr.Gunnar Thoroddsen tók af skarið og myndaði starfhæfa meirihlutastjórn. Hún var mjög veik en þessi stjórnarmyndun kostaði afdrifaríkan klofning Sjálfstæðisflokksins.

Þá vil eg leggja fram efasemdir um að unnt sé að framselja vald til forseta lýðveldisins sem Alþingi formlega hefur, að boða nýtt þing, stjórnlagaþing til að setja saman nýja stjórnarskrá. Um þetta verður Alþingi sjálft að ákveða.

Annars vil eg þakka framkomna góða hugmynd þína Ólína. Er sjálfur mjög áhugasamur um nýja og nútímalega stjórnarskrá byggða fyrst og fremst á mannréttindum og raunverulegu lýðræði en ekki valdinu sem núverandi stjórnarskrá.

Með bestu óskum um að þessi áform um nýja stjórnarskrá geti annars orðið að raunveruleika.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2009 kl. 09:47

47 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðjón - okkur er full ljóst allt þetta sem þú talar um, enda er því beint til Alþingis og forseta "að hlutast til um" myndun utanþingsstjórnar.

Orðalagið um forseta kemur m.a. til af því hvernig (formlegt) hlutverk hans er skilgreint í stjórnarskrá.

Við erum m.ö.o að beina því til Alþingis að fallast á myndun utanþingsstjórnar eins og á stendur vegna þess mikla vantrausts sem ríkir í samfélaginu. En það er forseti sem hefur hið formlega stjórnarmyndunarumboð. Það mætti þess vegna vera einhverskonar þjóðstjórn, bara skipuð einstaklingum sem ekki sitja á Alþingi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.1.2009 kl. 20:53

48 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Forseti veitir hið formlega stjórnarmyndunarumboð, vildi ég sagt hafa.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.1.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband