Ofbeldismenn eru ekki mótmælendur

Austurvöllur2008VilhelmGunnarsson Satt að segja efast ég um að þetta fólk sem þarna var að kljást við lögregluna geti kallast mótmælendur. Menn sem taka upp steinhellur og keyra þær ofan í höfuð á lögreglumönnum sem liggja meðvitunarlausir eftir eru ekki mótmælendur. Þeir eru réttir og sléttir ofbeldismenn. Angry 

Ég leyfi mér hér að tengja á bloggærslu Heiðu, en hún er ein þeirra sem hefur verið virk í friðsömum og táknrænum mótmælum að undanförnu. Hún bloggar svona um atburði næturinnar. Ég hvet ykkur til að kíkja á þetta ... og líka þetta myndskeið af atburðum næturinnar.

Annars er ég farin að dauðvorkenna lögreglumönnunum sem standa vörð um Alþingishúsið og sjá ekki út um glerhjálmana fyrir eggjakasti, súrmjólk, hráka og fleiru. Þeir eru margir hverjir ungir menn með ungar fjölskyldur, standa í húsnæðiskaupum eða húsbyggingum og svona. Þeir hafa vafalaust tekið myntkörfulán, keypt hlutabréf og reynt að spara eins og við hin og tapað því svo í bankahruninu, eins og við hin. Ofan á það áfall (því þessir menn eru jú líka þjóðin) þurfa þeir svo að standa augliti til auglitis við reiðan almenning og taka á sig svívirðingar og áverka fyrir eitthvað sem þeir bera enga ábyrgð á.

Ég sárkenni í brjóst um þá. Verð að segja það alveg eins og er.

 

----

Myndina hér fyrir ofan fékk ég á visir.is - hana tók Vilhelm Gunnarsson


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr! Heyr!

Júlíus Björnsson, 22.1.2009 kl. 13:33

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Manni fallast ekki bara hendur heldur er líka orðlaus

Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála. Margir rugla saman ýmsum færum leiðum til að mótmæla eða láta ekki vaða yfir sig. Ofbeldi má aldrei verða álítið bein afleiðing eins né neins í réttarríki. Engum heilvita manni dettur t.d. í hug að segja "ömurleg framkoma" eiginkonu leiða beinlínis til þess að einmaðurinn lemur hana!

Benedikt Halldórsson, 22.1.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Manni er hreinlega þungt fyrir brjósti í öllum þessum látum. Vonum að það verði mótmælendur sem standa vaktina í dag en ekki ofbeldismenn.

Bíð spennt að sjá meira um "Nýtt lýðveldi"

Ragnhildur Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:02

5 Smámynd: Ragnheiður

Tek nákvæmlega undir þetta þrátt fyrir að ég eigi strák með kúlu á hausnum. Hann hefur fullan skilning á aðstæðum lögreglunnar og þar með sinni eigin kúlu. Hann reyndi að slá skjaldborg ásamt fleirum um lögregluna í þessu rugli sem varð í nótt

Ragnheiður , 22.1.2009 kl. 14:04

6 Smámynd: Sævar Helgason

Ég hef verið þátttakandi á flestum þessara mótmælafunda bæði á Austurvelli á laugardögum og á þessum Borgarafundum.  Allt saman til fyrimyndar. Og lögreglan sem þar stóð vaktina - fá mikið lof fyrir utan um haldið þar.  Síðan varð breyting á við þingsetninguna . Friðsöm en mjög hávær mótmæli  fóru að hluta úr böndunum þegar víkingasveit lögreglunnar taldi nauðsyn á að ryðja svæði við stóran glervegg á viðbyggingu þinghússins- það hefði getað orðið stórslys ef þessar stóru rúður hefðu brotnað yfir fólkið-  Eftir þessa aðgerð fóru mótmælin verulega úr böndunum.  Ofbeldisöflin gerðust frakkari.  Það er harmað. 

Ég fór á fundinn í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi og þurfti að fara það um 2000 friðsama og háværa mótmælendur- bæði á og af fundi-mikil mannþröng . Allt saman fyritaks fólk þar. Munaði samt litlu að í mér kviknaði vegna neistaflugs frá báli miklu.  En síðan berast slæmar fréttir af óeirðum síðar um kvöldið og nóttina - þar er ofbeldiskólkið komið í stríð við okkar góðu löggæslumenn með fyrirlitlegum árásum- Þetta ofbeldisfólk er fordæmt harðlega og það á að taka mjög hart á því....

Sævar Helgason, 22.1.2009 kl. 14:05

7 identicon

Lögreglumennirnir völdu sér þetta starf, vonandi meðvitaðir um að þeim yrði hugsanlega beitt af ríkisvaldinu til að verja það gegn almenningi.

Þeim er vorkunn, en það yfirgengilega og heimskulega ofbeldi sem almenningur verður nú fyrir af hálfu vanhæfra stjórnmálamanna er fyrsta og fremsta orsök árásanna á lögreglunna.

Ofbeldið hófst hjá ríkisvaldinu.

raggissimo (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:07

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta var það sem ég hræddist að ofbeldisfólk mundi blanda sér í hópinn, valda slysum, koma óorði á þá friðsömu og ganga fram að þjóðinni. Nú er stækkandi hópur sem merkir sig með appelsínugulu og það er fólk sem vill fara með friði, en ekki ofbeldi.

Ég fordæmi hinsvegar þá sem eru með vilja að slasa, skemma og svívirða lögreglu, eigur almennings og friðsama mótmælendur.

Það eru ekki fulltrúar þjóðarinnar og í ekki mínu umboði !!!

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 14:10

9 Smámynd: María Richter

Ég fordæmi ofbeldið, það á ekkert skylt við mótmæli

María Richter, 22.1.2009 kl. 14:14

10 identicon

Þetta er ömurlegt. Við eigum að vera ein þjóð með ein lög, en ofbeldið hófst hjá ríkisvaldinu, það er satt.

Það hefði aldrei þurft að koma til þessa, ef ríkisstjórnin sýndi þjóðinni ekki þessa fyrirlitningu og hroka.

Lögreglunni er sár vorkunn að þurfa að standa þarna á milli eins og stuðpúði fyrir smánarlaun og undir skelfilegu álagi.

Ábyrgðin en alfarið stjórnvalda.

Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:15

11 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Tek undir þetta og vil bæta við að lögreglu menn sem lemja með kylfum og sparka í mótmælendur sem standa hjá og mótmæla friðsamlega eru ekki lögreglumenn.

Lögreglan er að sinna sínu starfi - sem þeir eru ráðnir til, innan þeirra eru svartir sauðir sem fá útrás fyrir brenglaðar hvatir sínar eins og innan  hóps mótmælenda, mótmælendur sem taka upp á þvi að kasta hellum og grjóti finnst þeim væntanlega ógnað - eins með lögregluna þegar hún grípur til kylfanna.

Mér varð nú um þegar ég heyrði lýsingu ljósmyndara sem heyrði ítalstöð lögreglunnar að ýtrekað var kallað á þá og þeir hvattir til að vera ekki hræddir við að nota kylfurnar.

Í mínum huga eru mótmælendur sem þarna eru dag og nótt þjóðhetjur - aukinn hiti og eitthvað ofbeldi er ekki síður stjórnvöldum að kenna þar sem þeir þverskallast ýtrekað við að hlusta á þjóðina og gera bara lítið úr henni.

Ég fordæmi ofbeldi af hvaða toga sem er, hvort það er andlegt ofbbeldi og ofríki af völdum ráðamanna eða kylfu og gasnotkun lögreglu svo og einnig steinkast einhverra mótmælenda.

Steinar Immanúel Sörensson, 22.1.2009 kl. 14:18

12 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Fyrirgefðu en hvað eru ofbeldismenn í lögreglunni? Eru þeir EKKI lögreglumenn? Ég var fyrstu tvo dagana að mótmæla og ég fullyrði að aldrei hefur jafnmikið lögregluofbeldi átt sér stað á þessi skeri! Það er hæglega hægt að segja að báðir aðilar hafi farið fram úr sér þessa daga, bæði mótmælendur og lögregla, þú getur ekkert tekið annan aðilan út og sagt, ofbeldismaður! Ef lögreglan lemur mig og ég veit að ég ógnaði henni ekki, þá áskil ég mér rétt til að verja mig, með öllum ráðum! Lögreglan er búin að beita miklu líkamlegu ofbeldi undanfarna daga, sérstaklega er vinsælar hnébætur og mjaðmir, staðir sem erfitt er að dæma um hvort lögreglan hafi verið a'ð verki eða eitthvað annað. Hins vegar tek ég undir að henda gangstéttarhellu er langt gengið, en það er ekki í mínum verkahring að dæma hvort einhver sé meiri mótmælandi heldur en einhver annar, við sem förum fyrir framan alþingishúsið og mótmælum erum öll mótmælendur, hvort sem við berjum potta eða löggur. Það er alltaf auðvelt að sitja heima og horfa á fréttir en áhrifameira að drífa sig á staðinn og sjá með eigin augum hvað á sér stað þarna! Ég leyfi mér að fullyrða að þú myndir sjá jafnmarga ofbeldisfulla lögreglumenn eins og mótmælendur. Lifðu heil.

Óskar Steinn Gestsson, 22.1.2009 kl. 14:19

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað á að segja um það þegar lögreglan handleggsbrýtur mann sem stóð bara hjá?Það eru bara réttir og sléttir ofbeldismenn sem gera slíkt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 14:29

14 identicon

Lögreglan hefur sýnt þvílíkt umburðarlyndi að það er með ólíkindum, mér fynnst að þeir hefðu átt að draga línuna fyrr um hvað yrði liðið.  Um leið og einhver hendir einhverju í lögreglumann eða hrækir á hann á bara að handtaka hann og kæra.  Einnig þetta lið sem er að brenna almenningsbekki niðrí bæ. Handtaka þetta lið og láta það borga fyrir skemmdarverkin.

Viktor (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:39

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vil alls ekki mæla því bót að lögreglumenn beiti valdi sínu til þess að meiða og slasa blásaklaust fólki. Ég veit bara ekki hvort þetta atvik með gamla manninn og handleggsbrotið var viljandi - hef ekki séð nein myndskeið.  Hafi svo verið er það að sjálfsögðu forkastanlegt.

En þessar myndir segja mér ýmislegt um það sem gerðist í nótt - og ég vil ekki kalla þá sem þarna gengu lengst mótmælendur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.1.2009 kl. 14:59

16 identicon

Það sem gerðist í nótt er afleiðing, ekki orsök.

Það verður að ráðast að orsökum vandans og það er gríðarmikið og stórt verkefni og verður ekki leyst á nokkrum dögum.

Ég mæli með að menn lesi Hamlet eftir Shakespeare. Þar má sjá hvað ungt fólk gerir andspænis spilltu yfirvaldi og siðblindu fullorðnu fólki.

Æska þessa lands á að njóta vafans. Ábyrgðin er fullorðna fólksins og þeirra sem með valdið hafa farið.

sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:05

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigríður: "Sjáðu hvað þú lést mig gera!" hrópar eiginmaðurinn um leið og hann hefur barið eiginkonuna. Hann lítur á eiginkonuna sem orsök ofbeldisins.

Það er þægileg afsökun að kenna öðrum um eigin hvatir. En það er ekki gild afsökun. Við ráðum því sjálf hvort við beitum ofbeldi eða ekki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:25

18 identicon

 einmitt - FLESTIR mótmælendur eru ekki ofbeldismenn.

hættið ssvo þessu meðvirka væli með löggunni.

hún er að vinna vinnuna sína.  ekkivar mér vorkennt í störfum sem gátu verið lífshættuleg, eins og oft sannaðist, ss. byggingarvinnu. 

allt í einu er öll umræðan farin aðsnúast um aumingja lögguna sem þarf að standa tuttugu tíma vaktir - en hvað með mína framtíð, barnanna minna og barnanna þeirra?

staðan er einfaldlega þannig að orðin eru orðin of mörg miðað við innihald.

ræður eru merkingarlausar, borgarafundir meinlausir

þjóðin hefur verið rænd til frambúðar og allir vita það.

þjóðinni hefur verið sagt ósatt svo oft og svo lengi og í svo viðamiklum málum, að brunnið jólatré eða jafnvel grjótklumpur í lögguhaus hljómar sem hjákátleg afvegaleiðing frá aðalatriðunum. 

,, .. höldum áfram friðsömum mótmælum og komum ríkisstjórninni frá, ásamt yfirmönnum FME og Seðlabanka," segirðu - bíddu, bíddu - eru friðsamir útifundir á hverjum einasta laugardegi ekki orðnir 15 TALSINS? 

nibb. sorrí. tíminn útrunninn. 

við höfum ekki leyfi til að láta fjárglæframenn ræna þjóðina nánast öllu sem hún á, undir verndarvæng íslenskra ráðamanna - fjárglæframenn sem keyra um á handsmíðuðum Bugatti sem kostar 200 milljónir. 

 það er eitthvað illilega misjafnt gefið.

leikreglur ,,frjálsa" markaðarins eru aðeins fyrir innvígða og þá sem læra að tileinka sér þessi gervivísindi. 

þjófnaðurinner orðinn svo grímulaus að jafnvel ofbeldi er að verða afsakanlegt - því íslenskar fjölskyldur eru að flýja land.

hverjir bera ábyrgð á því - og hvernig axla þau þá ábyrgð ?? 

ég mætti um kvöldið 20. janúar á mótmæli sem verða ógleymanleg, slíkur var einfaldlega samtakamátturinn - einingin og ákveðnin - og friðsamur óróleikinn. 

þeir sem EKKI vilja ofbeldi eru miklu fleiri en hinir - og það þó að Mogginn, RÚV og Fréttablaðið reyni að sannfæra þá sem (ennþá) taka mark á svona handstýrðum miðlum, að aðalatriðið hafi verið ein gangstéttarhella.

það er bara ekki satt. og löggan veit það - enda sagði Stefán Eiríksson í viðtali í hádeginu að hann teldi ekki ástæðu til að fjölga lögreglumönnum. 

hvað segir það okkur?

þessir ofanstýrðu útbrunnu ,frétta´miðlar kunna svo vissulega síjna taktík:

a) hræða fólk til hlýðni

b) birta krassandi fréttir og myndir

c)  að segja frá mótmælum eftirá, en helst ekki fyrirfram.

 ÞAÐ ER OFBELDI AÐ STELA EIGUM ANNARRA. 

EKKI SÍST EF ÞAÐ ERU EIGUR HEIILAR ÞJÓÐAR. 

BRUNNINN KAPALL, VANSVEFTA LÖGREGLUMENN OG GANGSTÉTTARHELLA ERU HJÁKÁTLEG Í SAMANBURÐI.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:09

19 identicon

Ólína: Lestu Hamlet og ekki væna mig um að bera í bætifláka fyrir ofbeldismenn. Ég veit fullvel að þeir bera ábyrgð á eigin gjörðum. Stóra ábyrgðin liggur hins vegar hjá stjórnvöldum, meðal annara flokknum þínum.

sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband