Eiga Árni Matthiesen og Björn Bjarnason að sitja?

c_arni_mathiesen Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur sagði nánast berum orðum í Kastljósinu í kvöld að Árni Matthiesen ætti að víkja úr ráðherrastóli vegna athugasemda Umboðsmanns Alþingis um embættisfærslu hans þegar Þorsteinn Davíðsson (Oddssonar) var ráðinn héraðsdómari. Árni var þá settur dómsmálaráðherra og hunsaði niðurstöðu sérstakrar dómnefndar um hæfi umsækjenda, eins og mörgum er í fersku minni.

mati Umboðsmanns voru ,,annmarkar'' á undirbúningi, ákvörðun og málsmeðferð Árna. Sömuleiðis taldi umboðsmaður að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði átt að víkja sæti í málinu mun fyrr en hann gerði, þar sem fyrrverandi aðstoðarmaður hans hafi verið meðal umsækjenda. 

Nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor emeritus fullyrt í sjónvarpsviðtali að bæði Árni og Björn bjornavigriphafi í reynd brotið stjórnsýslulög með málsmeðferð sinni.

Álit umboðsmanns og ummæli lagaprófessorsins eru þungt áfelli fyrir báða ráðherrana. Enn sitja þeir þó sem fastast.

Prestar hafa misst kjól og kall fyrir að falla í freistni holdsins og vera þar með slæmt siðferðisfordæmi fyrir aðra. Sýslumenn hafa misst embætti og lögregluþjónar starf sitt fyrir að verða hált á svelli laganna af svipuðum ástæðum. Það eru meira að setja dæmi um að ráðherrar hafi sagt af sér fyrir viðlíka og jafnvel minni sakir (Guðmundur Árni Stefánsson vegna ásakana um að hygla vinum sínum - pólitískt deilumál en ekki lögrot). 

Hvað skal þá með ráðherra tvo sem hafa það sérstaka hlutverk að verja stjórnsýslu landsins - þegar virðist hafið yfir allan vafa að þeir hafa sjálfir brotið stjórnsýslulögin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.. í fangelsi, já!

TH (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Sævar Helgason

Er þetta ekki sjálftökuliðið ?  Siðleysi þeirra ,í okkar augum ,eru siðir þeirra.  Þeir sitja sem fastast þar til við , fólkið í landinu- fjarlægjum þá í næstu kosningum sem verða með vorinu... eða er það ekki ?

Sævar Helgason, 7.1.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ráðherraskipti verða hjá Sjálfstæðisflokknum verða þau skömmu eftir landsfund flokksins nú um mánaðamótin til að bæta ímynd flokksins fyrir Alþingiskosningarnar nú í maí.

Þorsteinn Briem, 7.1.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Ólína. Skv. lögum um dómstóla skipar forseti Íslands hæstaréttardómara að fenginni tillögu dómsmálaráðherra. Ráðherrann sjálfur skipar héraðsdómara að fenginni umsögn dómnefndar sem hann er þó ekki bundinn af. Dómsmálaráðherra hefur því lögum samkvæmt fulla heimild til að skipa þann vanhæfasta úr hópi umsækjenda ef honum sýnist sem svo. Þessum lögum þarf að breyta. Lúðvík Bergvinsson lagði fram tillögur þess efnis síðasta vetur. Þær fengust ekki afgreiddar út úr nefnd. Hins vegar segir í 10. gr. laga um ráðherraábyrgð að ráðherra sé sekur skv. þeim lögum "ef hann misbeitir stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættistakmörk sín. Eins og staðan er núna er málið því matskennt og eins og kom fram í máli Gunnars Helga, í höndum Geirs, því þó ráðherrarnir séu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar þá telur Samfylkingin sig ekki ábyrga fyrir þessum afglöpum (né heldur Grímseyjarferjuklúðri Árna Matt sem ríkisendurskoðandi gagnrýndi harðlega á sínum tíma og taldi hann hafa farið langt út fyrir allar heimildir) frekar en seðlabankastjóra. Í þessum málum heldur Samfylkingin uppi hótunum og lætur þar við sitja.

Helga Sigrún Harðardóttir, 7.1.2009 kl. 00:34

5 identicon

Bara minna Helgu Sigrúnu á að vorið 2007 þegar KLM fór að grafa í "Grímseyjarferjaklúðrinu" vildu þáverandi stjórnarliðar mjög iðnir við að fela klúðrið. Gæti alveg rifjað upp orð þáverandi formanns fjárlaganefndar BJJ, sem bar að hluta ábyrgð á fjáraustrinum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:28

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hefur það ekki verið svoleiðis lengi að flokkarnir hafa hylmt yfir hjá hvorum öðrum svo lengi að þeir þora ekki slá í borðið og segja "nú er komin nóg spilling".  Allir hafa dregist svo djúpt i spillinguna að kæmist brotabrot upp myndi það merkja ferilslok hjá umræddum?  Mig grunar það! 

Baldur Gautur Baldursson, 7.1.2009 kl. 10:53

7 Smámynd: Sævar Helgason

# 6

Þessvegna hlýtur endurreisn stjórnmálannna að byggja sem mest á nýju og ómenguðu fólki- það er okkar kjósenda að velja það- Fleygja hinu.

Sævar Helgason, 7.1.2009 kl. 11:18

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Að mínu mati hefur ráðning Þorsteins Davíðssonar augljóslega verið ófagleg frá upphafi. Miðað við frásögn Sigurðar Einarssonar hjá Kaupþingi af ítrekuðum beiðnum Árna Matthisen til SE um að draga til baka beiðni um að Kaupþing fengi heimild til að gera upp í erlendri mynt, því ella mundi ráðherra þurfa að úrskurða í málinu. Þar var ÁM að fría sig við að úrskurða vegna ákvörðunar Seðlabankastjórna sem var vægast sagt mjög hæpin. Að ráða "soninn" fyrir vin sinn finnst mér smámál (þó stórt sé) miðað við þá ábyrgð sem því fylgir að hindra fjármálastofnanir á Íslandi í að gera upp í erlendri mynt. Og þá er ég að tala um ástandið hér hjá okkur í dag.

Það var á SE að skilja að ÁM hefði nánast "grátbeðið" um að þessi kaleikur um að úrskurða í málinu væri frá sér tekinn. Þetta kom fram í Markaðnum hjá Birni Inga í okt eða nóv og fékk enga athygli fjölmiðla þá.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.1.2009 kl. 14:05

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Bjarnason er afburða fær stjórnmálamaður og einhver afkastamesti ráðherra dóms- og menntamála sem þjóðin hefur átt. Hann er beinskeyttur og heldur sig við kjarna máls. Það virðist fara í taugarnar á mörgum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 15:16

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þeir sem til mín þekkja vita að ég er ekki alltaf sammála Birni Bjarnasyni, en ég get tekið 100% undir orð Heimis hér að ofan. Ég hef t.d. alls engar áhyggjur af því að Björn Bjarnason sé siðspilltur eða að hann taki við skipunum frá einhverjum líkt og margir halda. Björn er einmitt mjög heilsteyptur persónuleiki og fylgir sinni eigin sannfæringu. Þetta kemur við kaunin á mörgum. Ég var honum t.d. algjörlega sammála í Falon Gong málinu á sínum tíma, en skoðun hans í því máli gekk þvert á skoðun þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Orð hans í garð Baugsmanna hafa reynst algjörlega sönn og mál það sem höfðað var gegn Baugsmönnum hefði komið þeim mönnum í fangelsi allsstaðar annarsstaðar en á Íslandi. Ef það er hægt að ásaka stjórnvöld um eitthvað er það að hafa ekki komið lögum yfir glæpi af því tagi, sem þessir menn hafa stundað undanfarin - krosseignatengsl o.s.frv.

Mér leiðast þessar persónulegu árásir á Björn Bjarnason og skil ekki hversvegna hann er gagnrýndur á svo rætinn hátt. Ég vildi óska að við hefðum fleiri jafn heiðarlega og beinskeytta stjórnmálamenn, sem þora að segja meiningu sína opinberlega og standa við hana.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.1.2009 kl. 18:55

11 Smámynd: Sævar Helgason

 Varðandi aðdáendahópa BB

Ef Björn Bjarnason fær skoðun á einhverju máli og stendur síðan á henni eins og hundur á roði- af dugnaði og festu- er það þá til marks um heilsteyptan persónuleika og fylgni við eigin sannfæringu ? 

Jú auðvitað- fyrir hann. 

Síðan geta aðrir verið á alveg öndverðri skoðun  með nákvæmlega sama rétti og persónueinkennum.

Svona er nú lífið.   Sitt sýnist hverjum.

Sævar Helgason, 7.1.2009 kl. 19:22

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Herrar mínir, Guðbjörn og Heimir.

Málið snýst ekki um það hvaða mann þessir ráðherrar hafa að geyma - hvort ykkur eða mér líkar vel eða illa við persónur þeirra. Ég get alveg tekið undir það að fáir standast Birni Bjarnasyni á sporði hvað varðar áræði, festu og dugnað. Hann er fumlaus maður og sérlega útsjónarsamur sem embættismaður og stjórnmálamaður. Ég get til dæmis vel viðurkennt að mér fannst hann framúrskarandi menntamálaráðherra á sínum tíma - einn sá albesti menntamálaráðherra sem þjóðin hefur átt lengi. En það er þessu máli bara óviðkomandi.

Málið snýst um það hvort ráðherra sem brotið hefur lög eigi að sitja áfram í embætti sínu sem ráðherra.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.1.2009 kl. 19:37

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst Björn Bjarnason ekki hafa gerst það brotlegur við stjórnsýslulög að hann eigi að víkja. Ég held að hann víki af sjálfsdáðum og það fljótlega.

Aftur á móti finnst mér að Björgvin G. Sigurðsson eigi að víkja og þá fyrir þá sök að hafa ekki aðhafst í ráðuneyti sínu. Hann má líka víkja fyrir þá sök að fara á fund Jóns Ásgeirs þegar hann boðaði hann á teppið til sín þegar ríkisstjórnin yfirtók gjaldþrota Glitni. Sú skömm fylgir honum.

Gleðilegt ár Ólína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 19:59

14 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Gat ekki betur heyrt í Kastljósinu en að þinn ágæti formaður treysti Árna Matthiesen til allra góðra verka. Þar með er það ljóst að hann situr og Björn væntanlega líka. En það er greinilegt að hún rígheldur í valdatauminn og ætlar sér að gera það. Flott hjá henni.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.1.2009 kl. 20:02

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

ISG hræðist fylgi Vg í Gallup-könnunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 20:29

16 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Ólína og gleðilegt ár.  Það er nú kannski of mikið að þú fáir tvo Guðbirni inn í sama pistilinn, en mig langar þó að vísa til þess sem ég skrifaði 30. des. s.l. og kallaði "Er léttvægt að ráðherra brjóti stjórnarskrá?"  Þar vísa ég til  þrískiptingar valdsins samkv. stjórnarskrá okkar og segi:

Sú grundvallarregla sem hér er vísað til, er sú að framkvæmdavaldið megi engin afskipti eða áhrif hafa á dómsvaldið, enda kemur það afar glögglega fram í 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998, að þó dómsmálaráðherra sé ætlað að skipa í dómaraembætti, er honum hvergi ætluð nein áhrif á val milli umsækjenda, að öðru leiti en velja milli jafnhæfra umsækjenda, sem í sjálfu sér er einnig brot á aðgreiningu valdssviða.

Lítum á, sem hliðstæðu, annað sambærilegt atriði stjórnarskrár um þrískiptingu valdsins. Á ég þar við það ákvæði stjórnarskrár að Forseti skipi ráðherra. Ef sá sem Forseti fær umboð til vals ríkisstjórnar klárar það verkefni og skilar til forseta lista yfir þá ráðherra sem hann vilji velja í ríkisstjórn, hefur Forseti ekki vald til að breyta þeim lista. Þar kemur til sambærileg vörn gegn áhrifum  eins valdssviðs (Forsetans) inn á annað valdssviðs (framkvæmdavalds). Forsetanum er falið með lögum að skipa ráðherrana, en hann má ekki velja þá, nema um neiðartilvik sé að ræða.

Sama grundvallarregla á að gilda um skipan dómara, en dómstólar eru þriðja valdssvið stjórnskipunar okkar. Á sama hátt og Forseta er ætlað að skipa ráðherra en ekki velja þá, er dómsmálaráðherra ætlað að skipa dómara, en honum er hvergi í lögum ætlað að koma nálægt vali þeirra sem skipaðir eru.

Lítum á eitt þessu til staðfestingar. Sé ráðherra ætlað að hafa einhver áhrif á niðurstöður nefndar sem honum er falið að skipa, er ævinlega séð svo um í lagatextanum að viðkomandi ráðerra tilnefni einn nefndarmanna og sá skuli vera formaður nefndarinnar.

Í dómstólalögum er dómsmálaráðherra falið að skipa þriggja manna nefnd, sem velja skal úr umsækjendum um dómaraembætti.  Honum er ekki falið að tilnefna neinn nefndarmanna, en sá maður sem tilnefndur er af Hæstarétti, skuli vera formaður nefndarinnar.

Þetta segir svo glöggt sem verða má, að dómsmálaráðherra er hvergi ætluð aðkoma að vali þess sem skipaður verði í stöðu dómara; einungis ætlað að skipa þann sem nefndin velur; sambærilegt við skipan Forseta á ráðherrum í sín embætti.

Þegar þessi mál voru til umfjöllunar skrifaði ég nokkrum lögfræðingum, sem reyndu að verja Árna, en enginn þeirra treysti sér til að svara rökum mínum. Sumt af því sem ég skrifaði er hér á blogginu, frá þeim tíma sem umræðan var, ef menn nenna að fletta þangað. 

Þarna er vikið að grundvallarþáttum stjórnskipunar okkar, sem tilgangslaust er að deila um, því svo skýr og afdráttarlaus er reglan um afskiptaleysi ráðherra um val héraðsdómara, að hans eða starfsmanna hans, er ekki getið í lagatexta um val úr hópi umsækjenda.

Með kveðju, Guðbjörn Jónsson          

Guðbjörn Jónsson, 7.1.2009 kl. 20:39

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sorgleg skrif.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 01:14

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mín kæra Ólína: ISG hefur sagt sitt um þetta mál.  Hún segist ekki sjá ástæðu til að dýralæknirinn segi af sér.

Hún treystir Árna Matt til allra góðra verka.

Þá er væntanlega allt eins og vera ber.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 09:53

19 Smámynd: Sævar Helgason

Var að hlusta á formann Samfylkingarinnar í Kastljósi í gær.  Nú er ég því miður orðinn skilningsvana á hvað er í gangi.   Nú eru þessir Sjálfstæðismenn, Davíð í Seðlabankanum, Jónas í fjármálaeftirliti og Árni fjámála( og dómsmála í afleysingum) orðnir hinir mætustu verkmenn og bera ekki nokkra ábyrgð á hverning okkar málum er komið  og því síður einhver í ríkisstjórninni.

Nú hefur sá mæti maður Guðmundur Steingrímsson , varaþingmaður yfirgefið Samfylkingu og gengið fram sem liðsmaður Framsóknarflokks. En þar virðist vera mikil gerjun í gangi varðandi endurreisn siðferðis í íslenskum stjórnmálum . Undanfarið hef ég orðið mjög var við að ungt fólk og á miðjum aldri líti þessa endurnýjunarkrafta í Framsókn með áhuga og athygli - Eftir boðskapinn í Kastljósþættinum í gærkæmi mér ekki mjög á óvart að mikil fallaskipti séu framundan á fylgi flokkannna. Fólk vill endurnýjun og að þeir sem ábyrgð bera , bæði pólitíkst og löglega, taki henni.

Boðskapurinn sem fram kom í þessum Kastljósþætti  var sá að núverandi stjórnarflokkar ætli sér ekki að axla neina ábyrgð- bara sitja sem fasta áfram.

 Ps. Afhverju er þessum lið #19 ekki hent út- sóðaskrif undir nafnleysu

Sævar Helgason, 8.1.2009 kl. 10:20

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæra Jenný. Ég býst við að ISG sé bundin á höndum og fótum varðandi opinberar yfirlýsingar í þessu máli á meðan hún er í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ef hún lýsir vantrausti á einn ráðherra er hún búin að slíta stjórnarsamstarfinu og trúlega finnst henni það ekki tímabært í miðjum kreppuskaflinum að gera það.

En ég skal játa að það er orðið þungbært að Samfylkingin skuli vera í þessari stöðu. Þetta verður erfiðara fyrir flokksfólkið með degi hverjum.

Svo vil ég beina því til þeirra sem hér koma (sérstaklega þeirra sem eru nafnlausir) að stilla málfari í hóf svo ég þurfi ekki að fjarlægja athugasemdir þeirra eins og dæmi eru um.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.1.2009 kl. 10:26

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sævar - athugasemd nafnleysingjans var ekki hent út fyrr vegna þess að ég sá hana fyrst núna þegar ég kom inn áðan - en til skýringar fyrir þá sem hér eru þá er Heimir Fjeldsted að vísa til athugasemdar sem er horfin, þegar hann segir "sorgleg skrif".

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.1.2009 kl. 10:30

22 identicon

Heimir Fjelsted segir "Mér finnst Björn Bjarnason ekki hafa gerst það brotlegur við stjórnsýslulög að hann eigi að víkja."

Er einhver stigsmunur hér? Annað hvort brýtur maður lög eða ekki. 

Get svo sem tekið undir með fleirum sem hér skrifa að Björn er afar vinnusamur maður og fylginn þeim málefnum sem heyra undir hans ráðuneyti. En það þýðir ekki að ég sé alltaf sammála honum. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband