Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Látum ekki æsingafólk hindra friðsamleg mótmæli
3.1.2009 | 17:29
Þessa dagana eru sjálfsagt margir hikandi við að taka þátt í mótmælum af ótta við ryskingar og ófrið eins og urðu á gamlársdag. Það væri þó afar slæmt ef nokkrir hávaðaseggir yrðu til þess að hrekja fólk frá því að nota lýðræðislegan rétt sinn til friðsamlegra mótmæla.
Ég vil að minnsta kosti ekki láta æsingalið sem vinnur eignaspjöll og meiðir fólk ráða því hvort ég sýni hug minn í verki. Sem betur fer sýnist mér fleiri sömu skoðunar því enn mætir fólk á Austurvöll í þúsunda tali.
Fyrsta mótmælastaðan á Ísafirði átti sér stað í dag, og mættu á annað hundrað manns sem tóku sér mótmælastöðu á Silfurtorginu klukkan þrjú. Það verður að teljast góð mæting í ljósi þess hvernig til mótmælanna var stofnað. Engin formleg fréttatilkynning, engin auglýsing - heldur sms-skeyti, símtöl, tölvupóstar og blogg.
Ætlunin er að mæta framvegis vikulega klukkan þrjú á Silfurtorgi. Kannski verður einhver dagskrá næst - það var ekkert slíkt að þessu sinni. Bara þögul mótmælastaða. Ég hef fulla trú á því að þetta sé upphafið að öðru og meiru.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Ólína ég var með mína myndvél vitni að atburðum við Hótel Borg fyrir netfréttamiðilinn Nei, og bið þig að kynna þér það sem ég hef haft um það að segja á bloggi mínu í tveimur síðustu færslum.
-
- Það er beinlínis ragt að klína því á mótmælendur að vera skemmdarvargar og hvað þá verra. - Þvert á móti hef ég undrast mest hve skýrt þetta unga fólk hefur haft sínar línur á hreinu þó ég sjálfur hefði dregið sumar með öðrum hætti, og hve agað það er við að halda sér við línurnar sínar.
-
Það sást líka best hve í reynd agaðir og yfirvegaðir mótmælendur voru þegar þeir bræður Guðmundur svæfingalæknir og Ólafur Klemensson hagfræðingur Seðlabankans gengu um og reyndu að espa mótmælendur til að slást við sig að þeir fengu engan mann til rétta sér eitt högg til varnar. Ég horfði á mennina hrópa að þjáðu fólki liggjandi á stéttinni þar sem sjúkraliðar hlúðu að þeim „gott á ykkur aumingjar“.
-
Þá hafa fleiri rúður verið brotnar hjá Evu Hauksdóttur en þúsundir mótmælenda við ýmis tækifæri hafa asnast til í 13 vikur. - Hvað segir það okkur ekki um stillingu mótmælenda og meðvitund um skýrar línur (fram til þessa).
-
- Ég hef líka séð meiru logið í fréttaflutningi Stöðvar2 af atburðum og en nokkru sinni fyrr. - Þóra Kristín á Mogganum (Mbl.is) með upptökutökumanni sínum hefur hinsvegar staðið sig afbragðs vel.
Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 18:54
æ ekki meir af innantóm slagorðum og gífuryrðum. Þögnin er gulls ígildi og á svona stundum segir hún meira en mörg orð
Katrín, 3.1.2009 kl. 20:05
Þögul mótmæli. Þetta ættu fleiri að taka til fyrirmyndar.
Ía Jóhannsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:19
Gaman að frétta af þessari góðu þáttöku í faðmi fjalla blárra. Á annað hundrað manns á Ísafirði er bísna hátt hlutfall af bæjarbúum.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:03
Helgi Jóhann, takk fyrir að vekja athygli mína á þinni frásögn af því sem gerðist á Hótel Borg á Gamlársdag. Ég fór á síðuna þína, las hana og skoðaði myndskeiðin. Þetta er athyglisvert.
Ég get þó ekki leynt því að fréttamyndir af mótmælaryskingum undanfarnar vikur hafa vakið mér ugg í brjósti - sérstaklega að sjá grímuklætt fólk sem hefur látið ófriðlega. Myndskeiðið af framkomu Ólafs Klemenssonar og Guðmundar svæfingarlæknis sem gengur nú ljósum logum á netinu hefur sömuleiðis valdið mér óhug.
Það er einmitt svona framkoma sem setur blett á hvern þann málstað sem barist er fyrir.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.1.2009 kl. 21:13
Gott að þetta fór vel og friðsamlegra fram og engir svartir sauðir í ykkar mótmælendafé. Helgi Jóhann. Flest vitiborið fólk lítur ekki á alla mótmælendur sem óreirðarseggi. Ögrun Klemenssyna var hvorki þeim né öðrum til eftirbreytni. Þeirra markmið var að æsa og það hefur þeim tekist heldur betur. Spurning um að gefa þeim aðeins minni athygli í bili. Það þola þeir og aðrir af svipuðu sauðahúsi, illa. Pössum okkur á að lenda ekki í svart/hvítum umræðum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:17
Myndbandið sem birst hefur í tengslum við mótmælin við Hótel Borg á gamlársdag-segir margfallt á við sagðan texta, frá þessum atburðum. Hlutur þessara "hámenntuðu" bræðra sem við sögu koma er þeim til háborinnar skammar og vanvirðu- og mun lengi loða við ímynd þeirra- ekki síst í þeim opinberu störfum sem þeim er trúað fyrir. Svo augljóst er að tilgangur þeirra er að stofna til illinda- væntanlega síðan til að sverta hina friðsömu mótmælendur- að koma óorði á mótmæli borgaranna. Kvikmyndatakan- var þeim að falli.
Mótmælastaðan á Austurvelli í dag (3.jan.) var mjög fjölmenn og öllum til sóma- þó var þarna einn , tæplega sextugur maður , með gott skilti-en sjálfur með öflug varnargleraugu og peysukraga upp að augum- greinilega tilbúinn í bardaga- ótrúlega á skjön við umhverfið þarna.
Sævar Helgason, 3.1.2009 kl. 21:57
Hvaðan kemur sú hugmynd að hópar sem beita beinum aðgerðum fæli fólk frá þátttöku í hefðbundnum útifundum? Eru þess einhver dæmi frá öðrum löndum að mótmæli leggist af eftir harðar aðgerðir?
Dettur einhverjum í hug í alvöru að fólk sem er svo hikandi í afstöðu sinni að það skipti um sannfæringu vegna þess að einhver sýndi hegðun sem er meðalmanninum ekki að skapi, eigi yfirhöfuð eitthvert erindi á mótmælafund, svo maður tali nú ekki um kjörstað?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:20
Sæl Eva.
Þetta snýst ekki um að skipta um sannfæringu eða breyta skoðun, heldur hitt hvaða aðferðum maður vill beita til að koma skoðun sinni á framfæri. Þú notar pent orð "beinar aðgerðir". Þær "beinu aðgerðir" sem við höfum séð í sjónvarpinu eru m.a. fólk með hníf eða grjót í hönd, grímur fyrir andlitum, hnefahögg og ryskingar. Sú aðferðafræði sem hefur leitt til þessara ryskinga fælir friðsamt fólk frá - þó málstaðurinn sé sá sami (að minnsta kosti í orði kveðnu).
Ég myndi frekar vilja sjá friðsama hópinn ráða ferðinni heldur en þessa fáu sem hafa hleypt öllu upp. Þeir síðarnefndu hafa skaðað málstaðinn vegna aðferðanna - því miður. Og ég finn það hjá sjálfri mér að þessar uppákomur hafa haft áhrif. Og ég er ekki ein um það.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.1.2009 kl. 22:59
Þú mátt svo velta því fyrir þér hvort ég eða mínir líkar eigum yfirleitt erindi á kjörstað - eins og þú orðar það. En það er mikið oflæti fólgið í þeim orðum þínum. Satt að segja finnst mér sú afstaða sem þar kemur fram vera áhyggjuefni.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.1.2009 kl. 23:03
Ég held ekki að þú sért í þeim fámenna hópi sem situr heima vegna þess að fólk sem kemur þér ekki við brýtur rúðu eða gerir eitthvað annað sem þú myndir ekki taka þátt í. Ég held að þeir sem láta slíkt fæla sig frá séu bæði fáir og hafi veika sannfæringu ef nokkra.
Hvað hefurðu fyrir þér í því að mótmælaaðgerðir sem þér finnst fara yfir strikið, fæli almenna borgara frá því að mótmæla á sinn hátt? Hafa friðargöngur, ræðuhöld og undirskriftalistar lagst af í löndum þar sem óeirðir eru tíðar?
Hvað grjót og hnífa varðar þá hef ég séð eitt myndskeið þar sem hnífur var notaður sem verkfæri en ekki vopn. Hnífur er ekki vopn nema hann sé notaður til að ógna eða meiða, ekki frekar en kyndill.
Grjótkastið skelfir mig. Mér finnst hinsvegar athyglisvert að engin vitni virðast hafa orðið að þessu grjótkasti, enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið, engar myndir hafa birst hvorki af atvikinu né áverkanum og ekki hef ég séð blogg frá neinum vini eða ættingja þess sem fyrir varð. Ég held ekki að sagan sé tómur uppspuni en getur verið að eitthvað hangi á spýtunni sem ekki þykir vert að komist í hámæli?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:32
Það er vel hugsanlegt Eva, að eitthvað fleira hangi á spýtunni. En eins og þetta lítur út í augnablikinu þá eru mótmæla-aðferðirnar orðnar umdeilanlegar svo ekki sé meira sagt.
Það sem ég hef fyrir mér í því að fólk hörfi frá vegna æsingsins sem er hlaupinn í þetta upp á síðkastið eru vitnisburðir fólks sem ég hef talað við - fólks sem var búið að mæta á nokkra fundi á Austurvelli þegar æsingurinn hófst, og hætti þá að mæta. Eða hefurðu ekki tekið eftir því hver fólki hefur fækkað á Austurvelli síðustu vikurnar?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.1.2009 kl. 19:45
Fólki fækkar á Austurvelli og ekki er ég hissa á því. Meira að segja ég, sem hef þó mætt á meirihluta allra opinberra mótmæla- og samstöðufunda sem auglýstir hafa verið, í mörg ár, er hætt að nenna þessu. Ég mæti ennþá en ekki af áhuga heldur eingöngu af skyldurækni. Held að minnkandi mæting eigi sér margar og mun betri skýringar en aðgerðir annarra en þeirra sem skipuleggja þá fundi. T.d:
-Nýjabrumið er farið af og rútína er bara ekki spennandi.
-Í desember var skítakuldi (og rigning síðasta laugardag).
-Í desember voru jól og fólk því í öðrum hugleiðingum og önnum.
-2 fundanna fólust í því að halda kjafti og það getur fólk alveg eins gert heima hjá sér.
-Það þarf ekki fleiri ræður til að menn átti sig á því hvað er um vera, því þótt margir góðir ræðumenn hafi komið fram þá hafa þeir ekkert nýtt að segja, ástandið er það sama, kröfurnar þær sömu og fyrir 3 mánuðum.
-Þessir fundir hafa ekki skilað neinum árangri öðrum en þeim að sýna fram á að allt að 7000 manns, nenni að rísa upp úr sófanum og fórna klukkutíma af lífi sínu fyrir málstaðinn. Til samanburðar mættu 60.000 manns í gay-pride gönguna.
-Þessir fundir trufla engan og eru þar af leiðandi ekki líklegir til að hafa nein áhrif í framtíðinni heldur.
Vel má vera að þeir sem nenna ekki að standa í þessu, noti það sér til afsökunar að það fari fyrir brjóstið á þeim að verða vitni að eggjakasti, því það eru nú allar óeirðirnar sem hafa farið fram á Austurvelli á laugardögum. Það hefur gerst í lok fundar, þannig að hinir vammlausu góðborgarar ættu þó nokkuð auðveldlega að geta svarið slík skrílslæti af sér, ef það er virkilega það sem þeir eru hræddir við. En að Íslendingar, ólíkt öllum öðrum þjóðum veraldar, muni leggja niður hefðbundin mótmæli bara af því að aðrir þegnar samfélagsins eru ekki tilbúnir til að halda áfram mánuðum saman að biðja ráðamenn kurteislega að víkja, því hef ég enga trú á.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:27
Mótmælendum fækkaði yfir jólin en er að fjölga aftur. Á síðasta útifundi var tvöfalt meiri fjöldi en viku áður. Ég sá engan kasta neinu í alþingishúsið. Fólk hefur áttað sig á að slíkt er blásið upp og notað til að koma óorði á mótmælin og draga athyglina frá kjarna málsins.
Eitt er víst að þeir sem heima sitja munu njóta góðs af árangri mótmælenda. Það er ekki nýtt í þessum heimi að láta aðra vinna fyrir sig "skítverkin" og þyggja afraksturinn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:46
Það er nokkuð til í því Húnbogi, enda stundum sagt: ,,Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.''
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.1.2009 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.