Aftakaáriđ 2008
2.1.2009 | 20:44
Jćja, ţá er nýtt ár gengiđ í garđ. Ekki fékk ţađ ađ koma óflekkađ til okkar frekar en fyrri árin. Heimsfréttirnar segja frá stríđsátökum og manntjóni. Innlendu fréttirnar greina frá vaxandi vanlíđan og spennu međal almennings, gríđarlegum hćkkunum á heilbrigđisţjónustu og helstu nauđsynjum, uppsögnum á vinnumarkađi og gjaldţroti fyrirtćkja. Nú er kreppan ađ koma í ljós. Áfalliđ er ađ baki, samdrátturinn er framundan. Hann á eftir ađ harđna enn, er ég hrćdd um.
Samt kveđ ég ţetta undarlega nýliđna ár međ ţakklćti. Ţađ fćrđi mér persónulega margar gleđistundir, jafnt í einkalífi sem á samfélagssviđinu. Sem samfélagsţegn kastađist ég öfganna á milli eins og ţjóđin í heild sinni - milli spennu, gleđi og áfalla. Borgarpólitíkin sá um spennuna. Ţar nötrađi allt og skalf fram eftir ári. Á íţróttasviđinu fengum viđ fleiri og stćrri sćlustundir en nokkru sinni svo ţjóđarstoltiđ náđi áđur óţekktum hćđum ţegar strákarnir tóku silfriđ í Peking. Á Mikjálsmessu 29. september rann víman svo af okkur og viđ skullum til jarđar. *
Já, ţetta var undarlegt ár. Í veđurlýsingum er talađ um aftakaveđur ţegar miklar sviptingar eiga sér stađ í veđrinu. Ţađ má ţví segja ađ áriđ 2008 hafi veriđ "aftakaár" í sama skilning - en tjóniđ hefur ekki veriđ metiđ til fulls.
*PS: Ţess má geta til fróđleiks ađ Mikjáll erkiengill, sem dagurinn er tileinkađur, hafđi ţađ hlutverk ađ kollvarpa illum öflum og vernda kristnar sálir. Sérstök Mikjálsbćn var beđin í kaţóskum messum til ársins 1964 en Mikjálsmessa var tekin út úr helgidagatalinu áriđ 1770.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Viđskipti og fjármál, Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Gleđilegt ár Ólína mín og megi áriđ verđa ykkur farsćlt og gjöfult.
Ásdís Sigurđardóttir, 2.1.2009 kl. 21:37
Á Mikjáls hún var í messu,
er mávastelliđ fór í klessu,
Ţorgerđur Katrín í ţessu,
ţeytti međ látum skessu.
Ţorsteinn Briem, 2.1.2009 kl. 22:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.