Það er nóg komið

gaza3 Hafi einhvern tíma verið í hugskoti mínu snefill af samstöðu með Ísraelsmönnum - einhver  minnsti vottur af skilningi á aðgerðum þeirra og afstöðu gagnvart Palestínumönnum - þá er hann nú fokinn út í veður og vind eftir síðustu atburði á Gaza. Árásir Ísraelsmanna á Palestínumenn um þessi jól eru yfirgengilegt grimmdarverk og ekkert annað.

Það er nóg komið af þögn og meðvirkni heimsins gagnvart yfirgangi Ísraelsmanna og grimmd þeirra í garð Palestínumanna. Það er óþolandi að horfa upp á annað eins og þegja.Palestina

Nokkrir þjóðhöfðingjar hafa nú þegar harmað atburðina á Gaza og sent yfirlýsingar þess efnis til heimspressunnar. En það er bara ekki nóg. Það á að sýna Ísraelsmönnum vanþóknun í verki - slíta öllu sambandi við þá og viðskiptum. Það eigum við Íslendingar líka að gera, þó við séum lítil þjóð og fámenn.

Ég veit vel að það breytir sjálfsagt engu fyrir gang mála hvað okkur finnst. En samvisku okkar og sjálfsvirðingar vegna megum við ekki sitja þegjandi og aðgerðalaus. Það minnsta sem við getum gert er að fordæma þessa framgöngu Ísraelsmanna afdráttarlaust og láta sjást að við viljum engin samskipti við þá sem haga sér svona. 

 

gaza


mbl.is Yfir 1.700 særðir á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biðjum Jerúsalem Friðar þettað er eina borg heimsins sem Jesús Biður okkur að biðja firir og eru firirheit í hinni helgu bók sem tala um að þjóðinnar sem blessi Ísrael verði Blessaðar ég skil ekkert í jafnréttis konur eru að mæla því bót að þurfa að ganga í fötum sem hilja allt nema augun er Íslenska Þjóðin Ekki BLESSUÐ síðan 1947 og er hvergi meira jamrétti en þar sem Jesús er Boðaður og hvað hefur dunið ifir Íslensku þjóðina síðan Ingibjörg fór og bleessaði múslímana Faðirin lætur ekki að sér hæða Guð BLESSI þig

Hafsteinn Guðsmaður (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þú gleymir alveg að þessi lota hófst á því að 6 mánaða vopnahléi var aflýst af Palestínumönnum og samstundis létu þeir rigna flugskeytum inn í íbúðahverfi Ísraelsmanna. Þú getur reynt dæma Ísraelsmenn eins og þú hefur lyst á gleymdu því bara ekki að þarna eigast við tveir pólar sem eira engu. Hvorugur aðilinn hikar við að drepa allt sem á vegi þerra verður. Allt fyrir málsstaðinn.

Það að gagnrýna annan aðilann er því afar innantómt. Álíka innantómt og kjánalegt og þegar núverandi utanríkisráðherra fór um botn miðjarðarhafs svona eins og til að miðla málum og stilla til friðar. Hjákátlegt.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu Ólína. Þó Ingibjörg sé reiðubúin þá er ég er ekki búinn að sjá að Sjálfstæðismenn samþykki harðorðar yfirlýsingar, hvað þá einhverjar aðgerðir gegn Ísrael.

Ég man  hamaganginn í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, yfirlýsingarnar og blaðaskrifin, þegar Steingrímur Hermannsson rak frjálslyndari utanríkisstefnu gagnvart Palestínu en Sjöllum var þóknanlegt. 

Blogg um sama efni hér og hér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2008 kl. 14:17

4 identicon

Skrif ÓÞ lýsa ekki mikilli þekkingu á flóknu máli. Palestínumenn hófu þennan leik, hafa haldið uppi linnulitlum  árásum á Ísrael um alllangt skeið og ekki sinnt um viðvaranir. Vissulega er Ísrael mikið öflugra herveldi og lætur nú reyna á það. Enginn gleðst yfir mannfalli í stríðsátökunum en það merkilega er að á sama tíma eru margfalt fleiri felldir í Afríku (Kongó) og það vekur ekki neina athygli fólks hér á landi.  - Ísraelsmenn eru ætíð gagnrýndir margfalt harðara en aðrar þjóðir og óneitanlega grunar mann að þar komi við sögu aldagamall antísemitismi (gyðingahatur). En að sjálfsögðu vilja menn ekki kannast við slíkt. Svo lengi hef ég fylgst með á þessum vettvangi að ég gef yfirleitt ekki mikið fyrir slíkanir neitanir.  

Gaius (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hafi einhvern tíma verið í hugskoti mínu snefill af samstöðu með Ísraelsmönnum - einhver  minnsti vottur af skilningi á aðgerðum þeirra og afstöðu gagnvart Palestínumönnum - þá er hann nú fokinn út í veður og vind eftir síðustu atburði á Gaza."

Það er skiljanlegt að þér finnist þetta Ólína en mér finnst samt svolítið skrítið að nokkur skuli ennþá hafa haft minnsta snefill af samstöðu með Ísraelsmönnum.

Ég býst við að Ólafur telji "innantómt" að gagngrýna nasista fyrir þetta:

"Lidice (German: Liditz) is a village in the Czech Republic just north-west of Prague which, as part of Protectorate of Bohemia and Moravia, was completely destroyed by the Germans in reprisal for the assassination of Reinhard Heydrich during World War II. On June 10, 1942, all 192 men over 16 years of age from the village were murdered on the spot by the Germans in a much publicized atrocity. The rest of the population were sent to Nazi concentration camps where many women and nearly all the"

"On the morning of Wednesday May 27, 1942, Heydrich was being driven from his country villa at Panenské Břežany to his office at Prague Castle. When he reached the Holešovice area of Prague, his car was attacked by two Czechoslovak resistance fighters,..."

Heydrich var jú myrtur og þess vegna ekkert að gagngrýna....

 http://en.wikipedia.org/wiki/Lidice

Verð að viðurkenna að mér finnst menn eins og Ólafur innantómir. Kannski vantar í hann hjartað?

Hörður Þórðarson, 30.12.2008 kl. 15:02

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er búið að setja kvótakerfi í fiskveiðum og landbúnaði. Er ekki hægt að setja kvóta á bullið í mönnum eins og Ólafi Tryggvasyni og þeim sem kallar sig Gaius? Þeir eru örugglega búnir með sínar heimildir í umræðunni um þetta deilumál.

En að öllu gríni slepptu þá eru skrif þeirra dæmigerð fyrir þá sem vita ekkert um bakgrunn átakanna, eða kjósa að líta framhjá staðreyndum.

Það er hart að skrifa svona um fólk sem að öðru leiti getur verið ágætasta fólk. En svona afstaða pirrar mig. Það er ekki efnilegt ef stór hluti heimsbyggðarinnar tekur sömu afstöðu og Brúskur forseti Bandaríkjanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.12.2008 kl. 15:07

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála þér, Ólína.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Neddi

Það er þekkt takktík hjá Ísraelsmönnum að ögra stanslaust þangað til að Palestínumenn (eða Hezbollah) láta undan og svara fyrir sig. Þá bregðast Ísraelsmenn hinir verstu við og kenna Aröbunum um allt saman. Afleiðingarnar eru oftar en ekki hörmulegar fyrir saklaust fólk á herteknu svæðunum.

Neddi, 30.12.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Athugasemd við nr. 1.

Hafsteinn guðsmaður, skil ég þig rétt að þú teljir að algóður, alvitri og miskunnsami Guð hafi látið yfir Ísland dynja þær þrengingar sem nú ganga yfir Ísland vegna vandlætingar hans á gerðum Ingibjargar Sólrúnar?

Fram að því segir þú blessun hans hafa verið yfir Íslandi allt frá árinu 1947 þegar við tókum þátt í að reka fólk frá heimilum sínum og landi til að rýma fyrir gyðingum?

Hvernig virkar blessun Guðs Hafsteinn?  Yfir Ísland hafa dunið aflabrestir, slys og hörmungar allskonar svo sem - óðaverðbólga, Glitfaxi fórst með 20 mönnum'51, Vestmannaeyjagos '73, sorgaratburðurinn á Þingvöllum '70, 180 farast með Flugleiðaþotu á Sri Lanka '78, 34 farast í snjóflóðum í Súðavík og á Flateyri '95 svo fátt eitt sé talið og þetta gerist þrátt fyrir blessun Guðs 1947. Það er afskaplega ódýrt að þakka Honum það góða sem gerist en láta annað liggja milli hluta og réttlæta svo bullið með því að segja að vegir Hans séu órannsakanlegir - amen.

Ef við sætum nú refsingu Guðs fyrir gjörðir Ingibjargar, eins og þú segir Hafsteinn, þá þakka ég fyrir að hafa fyrir löngu slitið formlegu stjórnmálasambandi við þannig þenkjandi náunga.

Það verður ekkert grín að lifa blessunarlaust hér eftir, ég segi nú ekki annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.12.2008 kl. 17:19

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst ekki aðalatriðið hver byrjaði eða hvers vegna. Stríðsátök eru ætíð skelfileg og ég bið þess einlæglega að þeim linni. Ég vil ekki fordæma, því það er í anda þeirra sem kasta sprengjunum. Og ég mun ekki mótmæla, en ég get lagt mitt lóð á vogarskálina með því að biðja fyrir friði og það mun ég gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2008 kl. 17:19

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gyðingurinn Yehudit, vinkona mín í Jerúsalem:

"My father is American, but his great grandfather came from about 9 or 10 generations in Israel. Maybe that's why he felt he wanted to move here. My mother was born in Israel, but her parents came by ship from Tunisia in North Africa. They lived here in tents for a while until they had a normal home.

One of my mother's brothers was killed in the Yom Kippur war. That has left a serious mark on the extended family. ...

We live in Jerusalem. Specifically, in the City of David. The original City of David. It feels amazing to live here. This area is very special. You walk around knowing that Kings of the past walked around here thousands of years ago. Trust me, it's amazing. :) Here, look: http://cityofdavid.org.il/index.html.

As much as I love it, it's not always easy living here. Right now it's mostly populated by arabs. We're about 40 Jewish families. We walk around only with armed guards. It gets annoying sometimes.

Jerusalem in general is an amazing city. The ure here is so rich. There are so many things to see. (All of Israel is that way, but Jerusalem is the most amazing in my opinion. There's nowhere like it.)"

Þorsteinn Briem, 30.12.2008 kl. 19:03

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ef "viðmiðunaraðferðinni" er breytt, má segja að Íslendingar geti "huggað" sig við að við erum ekki í bráðri lífshættu og að sprengjum rignir ekki yfir húsin okkar.

Þess heldur ættum við að láta okkur þá varða sem slíkt þurfa að þola.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 20:50

13 Smámynd: EKKI Kristinn H Gunnarsson

Hvað er hægt að segja. Yfir 200 hundruð drepnir í palestínu.

EKKI Kristinn H Gunnarsson, 30.12.2008 kl. 21:21

14 identicon

Orð eru eitthvað svo fánýt þegar svona fréttir berast. Manni er þetta gersamlega óskiljanlegt og já Ólína, ég er hjartanlega sammála þér, það er eitthvað mikið að þegar fólk stendur hjá og horfir upp á svona fjöldamorð á saklausu fólki.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:06

15 Smámynd: Birgirsm

Hamas soldiers prepare to commit war crime, fire rockets at Israeli schools and hospitals

Ólína hérna sérðu mynd af því sem sumir kalla "heimatilbúnar rakettur"  efast um að nokkur maður myndi þyldi það til langs tíma að eiga það á hættu að fá eina svona á sig og sína, án þess að gera neitt. Tala nú ekki um þegar sendingar á þessum "tívolíbombum"  eru farnar að skipta þúsundum !

Það eru tvær hliðar á öllum málum.

Birgirsm, 31.12.2008 kl. 13:14

16 identicon

Eftir að  5000  eldflaugum af kassem gerð hefur verið skotið frá Gaza  inn yfir Ísrael, þá hlýtur að liggja í augum uppi   að Ísraelar eru neyddir til að grípa til gagnráðstafana til að verja sjálfa  sig.

Opinber stefna samkvæmt  Stjórnarskrá Hamas er að gereyða Ísrael.

Opinber  stefna   hins pólitísk  Íslam  er að drepa hvern einasta Gyðing  (og raunar alla kafíra=Ekki-Múslíma, sem neita að játast Íslam)..

Vinsamlegast  hafið þetta í hug  þegar  sleggjudómar eru látnir dynja á Ísraelsmönnum.  Þeir eru auðvitað í fullum rétti.

 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:25

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Óska þér alls hins besta á nýju ári og takk fyrir árið sem er að líða, Ólína mín.

Þorsteinn Briem, 31.12.2008 kl. 21:57

18 identicon

Bandaríkjamenn hafa beitt neitunarvaldi sínu óteljandi sinnum innan sameinuðu þjóðanna til stuðnings Ísrael. Margar blaðsíður, heil bók, er til um samþykktir hinna ýmsu stofnana sameinuðu þjóðanna, sem ísrael hefur gefið skít í. Það er álitamál hvort Ísrael eigi að teljast hluti af alþjóðasamfélaginu miðað við þeirra heigðun á alþjóðavettvangi. Við eigum að sjálfsögðu að slíta öllu stjórnmálasambandi við þessa þjóð.

Gleðilegt ár Ólína og þakka þér fyrir öll þín ágætu skrif á árinu.

sigurvin (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 08:07

19 Smámynd: Yngvi Högnason

Gleðilegt ár frú Ólína og takk fyrir skrif liðins árs.

Yngvi Högnason, 1.1.2009 kl. 11:34

20 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sé að þú færð ekki sömu skellidrífu og ég frá Jóni Vali    :)

Baldur Gautur Baldursson, 3.1.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband