Sungið og sungið og sungið og .... börn falla í yfirlið!

kórsöngur Ég hef verið að syngja fullum hálsi í allan dag - nú þarf ég að þegja.  Nú vil ég fá að þegja. Lengi.

Um bylgjur ljóssins berast nú
boð um mikinn fögnuð.
Upp á mína æru og trú:
Ólína er þögnuð.

Já, við æfðum af svo miklu kappi í dag að börnin voru farin að hníga niður í yfirlið. Whistling  Jæja - ég á auðvitað ekki að tala í fleirtölu. Það var ein stúlka sem hneig niður. Steinlá, litla skinnið - og pabbinn sótti hana skömmu síðar.

En það var sumsé kvennakórinn Valkyrjurnar sem þarna þandi raddöndin ásamt undurþýðum barna- og stúlknakór. Tilefnið eru tónleikar sem verða í Ísafjarðarkirkju annað kvöld. Þar munum við, flytja Ceremony of Carols og fleira jólalegt við fagran hörpuslátt og kertaljós.

En, eftir þetta hógværa yfirlið hélt æfingin áfram undir styrkri stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, stjórnanda okkar. Hún átti svo eftir að fara út í Bolungarvík að stjórna aðventukvöldi, þannig að það var enginn tími til að drolla. Wink Svona konur eiga nú eiginlega að fá heiðursmerki.

Við í altinni töldum vissast að halda eina aukaæfingu í heimahúsi nú í kvöld - svona rétt til að styrkja nokkrar innkomur eins og gengur.

Og nú er ég sumsé búin að syngja yfir mig, eins og ég sagði ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér hef ég aftur á móti þagað meira og minna í 10 daga þar sem húsbandið var erlendis og ég heima á hækjunum, hann var að lenda áðan og það sem ég hef mikið að segja, aumingja hann  nei, nei hann verður bara glaður að heyra í sinni.  Gangi ykkur vel í kirkjunni annað kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi þagnar þú nú ekki í alvöru Ólína mín.  Ekki veitir af hverri rödd á þessum dögum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Vonandi tekst  þetta  vel hjá ykkur ....  gott framtak og gangi þér vel

Gylfi Björgvinsson, 8.12.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband