Fylleríinu lokið - vondir timburmenn yfirvofandi

Undanfarinn áratug hafa íslensku útrásarfyrirtækin siglt seglum þöndum við fagnaðarlæti og hvatningaróp hérlendra ráðamanna og fjölmiðla sem kepptust við að dilla og hossa “íslensku strákunum” í viðskiptalífinu. Þeir voru jú að meika það drengirnir með tugmilljónir króna í mánaðarlaun og kaupréttarsamninga á fáheyrðum kjörum. 

Þetta myndband á síðunni hennar Láru Hönnu segir ákveðna sögu um það sem að baki lá.

En nú er fylleríinu líklega lokið og óhjákvæmilegir timburmenn framundan. Íslensku útrásarjöfrarnir eru í svipuðum sporum og bóndinn sem fór í kaupstaðarferð og fékk sér of mikið neðan í því hjá kaupmanninum – lyktandi af ævintýrum gærdagsins og líður ekkert allt of vel undir augnaráði heimilisfólksins.


mbl.is Nýsir á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo mikið rétt hjá þér og svo mikið sorglegt líka,  þessir "spútnikar" ganga enn lausir og bjóða upp "brilliantlausnir" með svo mikilli vitneskju í allar hugsanlegar áttir að það hálfa er meira en nóg

Jón Snæbjörnsson, 17.9.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!" sagði bóndi alltaf þegar hann kom heim úr kaupstaðnum, vel rakur. En staðreyndin var sú að húsfreyjan réði ætíð öllu á heimilinu, bæði innanstokks og utan.

Það sagði föðuramma mín að minnsta kosti.

Föðurafi minn var nískur mjög og þegar amma kynti ofnana á vetrin sagði afi: "Þetta er eins og í helvíti!"

Þá sagði amma: "Hefur þú nú verið þar?!"

Þorsteinn Briem, 17.9.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Sævar Helgason

Einu sinni var öll þjóðin hugfangin af laxeldi... eldiskvíum raðað um landið...

Síðan var það refa og minkarækt...allir í það.

Þá tók við tölvubyltingin-við á heimsmælikvarða þar- um sinn..

Og nú erum við að súpa seiðið af fjármálaútrásinni. sem við heilluðumst af --um tíma

Nú hafa menn ofurtrú á að við séum fremstir allra í jarðvarmaorkunni--- erum í því núna.... 

Erum við bara ekki best í fiski ? 

Sævar Helgason, 17.9.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er veisluglaður en lætur aðra borga veisluföngin. Nú er veislan á enda og  öll veisluföng þrotin.

Veislustjórarnir lifa góðu lífi.

Árni Gunnarsson, 17.9.2008 kl. 19:22

5 identicon

Það hefur kannski farið framhjá ykkur þarna á Vestfjörðum en það ríkir heimskreppa, sem þýðir á mannamáli að það eru vandræði víðar en á Íslandi.  Í raun má segja að betur og betur komi í ljós á hverjum degi að íslensk fyrirtæki og "íslensku strákarnir" (þú greinilega telur að systir og eiginkona Jóns Ásgeirs séu ekki konur, né heldur Wernersdóttirin, né Ragnhildur forstjóri Promens, og svo mætti áfram telja) gerðu margt mun gáfulegra en erlendir kollegar sem núna eru komnir á hausinn með milljarðatuga kostnað fyrir efnahag heimsins.

Það er auðvitað vinsælt fyrir kverúlanta af vinstrivængnum að hía á andstæðinga sína þegar illa árar, slíkt hefur maður séð margoft í gegnum tíðina.  Það má sennilega skipta þjóðinni í tvennt, annars vegar þá sem bíta á jaxlinn og setja undir sig hausinn og vinna sig út úr þessum vandræðum sem við erum í, og svo þið hin sem standið og híið og flissið (enda flest áskrifendur að launum frá hinu opinbera).  Svo þegar birta fer til og hjólin að snúast aftur, þá hættið þið að hía og flissa og standið frekar með útrétta hendi (eins og þið hafið gert undanfarin ár) og heimtið að fá peninga þeirra sem til þeirra hafa unnið.

En þar sem þú ert svona dugleg við að henda gaman að "íslensku strákunum" sem reyndar eru ekki allir karlkyns (en láttu það ekki stöðva þig í yfirlætinu), þá væri gaman að vita hvaða álit þú hefur á fyrirtækjun eins og Össuri (sem var í útrásinni og er orðið eitt fremsta stoðtækjafyrirtæki í veröldinni), Marel (sem er orðið eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði í veröldinni), Actavis (sem er fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, og þar er t.d. kona aðstoðarforstjóri), Promens (sem er eitt stærsta fyrirtæki í framleiðslu plastafurða á sínu sviði), og CCP (gríðarstórt fyrirtæki á sviði tölvuleikja). Fjöldamörg önnur smærri fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði og gert það mjög gott, þó svo ekki séu þau stöðugt í fjölmiðlum að tala um sjálf sig eða stjórnendurna.  Og hérna þarf ekki einu sinni að minnast á hina augljósu Séð&Heyrt kandídata sem þú er augsýnilega að hreyta ónotum í.

 Það er óneitanlega fyndið að hlusta á fólk á landsbyggðinni tala um mikilvægi þess að reisa háskóla í hverju einasta krummaskuði, því það sé svo nauðsynlegt að efla menntun í hinum dreifðu byggðum, því menntunin sé undirstaða hagvaxtar og velmegunar, og svo þegar hagvöxturinn og velmegunin lætur á sér kræla, þá koma sömu aðilar og hæðast að þeim sem létu slag standa.  

Já, stundum er gott að kúra í faðmi hins opinbera og vera áskrifandi að skattpeningunum, án þess að leggja nokkuð til málanna.  Þegar vel gengur er hægt að betla, og þegar illa gengur er hægt að hæðast.

Þess skal getið að endingu, svona í anda ritskoðunar, að engu kommenti hér að ofan er beint sérstaklega að síðuhöfundi og ritari biður alla sem upplifa tilfinningalega vanlíðan við lestur svarsins innilega afsökunar.

Einar Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 19:22

6 identicon

Leiðinlegar svona athugasemdir eins og þessi nr 6: Fúkyrði og svívirðingar í allt of löngu máli.

Annars er ég sammála Sveini Elíasi - já, og þér Ólína. Takk fyrir vel orðaða færslu. 

Guðrún Jónasdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:52

7 identicon

Ólína hafðu ekki áhyggjur nú er ný tálasýn á leiðinni og nú geta þeir,klárað að setja okkur á hausinn og við munum borga með góðu eða ýlu ,virkjanir og jarðvarmi það er halló,nú er það Drekasvæðið ,olíu furstar þá toppa þeir vitleysuna , en kannski sleppum við, og þó því það er mörg ár til að það verði hagkvæmt að nýtta þessa olíu kannski er það ekki málið bara aðfara í olíufursta leik á kostnað þjóðarinnar kv Adolf sem er farinn að hafa martraðir um Jótlandsheiðar

adolf (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband