Á vćngjum söngsins á Tónlistardaginn mikla!

abba Í dag ćtla ég ekki ađ hugsa um pólitík. Ég ćtla bara ađ svífa "Á vćngjum söngsins" í tilefni af ţví ađ nú er Tónlistardagurinn mikli framundan hér á Ísafirđi nćstkomandi laugardag. Ţessi tónlistarveisla er haldin í tengslum viđ 60 ára afmćli Tónlistarskólans hér - og nú verđur mikiđ um ađ vera. Allir kórarnir á svćđinu hafa veriđ virkjađir í tónlistarflutning og íbúarnir sjálfir, ţví fólk mun geta komiđ inn á heimili bćjarbúa og hlýtt ţar á tónlistarflutning heimafólks (sniđugt Smile minnir svolítiđ á fiskidaginn).

 Nú vill svo skemmtilega til ađ einkennislag Tónlistardagsins mikla er ABBA lagiđ "Thank you for the music" í íslenskri ţýđingu. Lagiđ var valiđ í vor, áđur en myndin Mama mia sló hér í gegn, áđur en ABBA ćđiđ gekk yfir landiđ. En nú fellur ţetta alltsaman eins og flís viđ rass.

Ég fékk ţann heiđur ađ ţýđa textann og hann útleggst hjá mér "Á vćngjum söngsins " . Ţessari ţýđingu hefur nú veriđ dreift í hús á Ísafirđi, skilst mér, ţví ţađ er ćtlunin ađ allir taki undir međ kórunum á Silfurtorginu á Ísafirđi á laugardaginn. Ég verđ sjálf fjarri góđu gamni, upptekin viđ ađ stjórna ađalţingi Neytendasamtakanna međ meiru. En ég verđ međ í anda.

Fyrir ţá sem vilja ćfa sig, ţá fer textinn hér á eftir. Og HÉR getiđ ţiđ séđ lagiđ sungiđ af ABBA.

En ţýddi textinn er svona:


Látlaus ég virđist, ég verđ sjaldan ćst eđa reiđ.
Ef ég segi sögu - ţá syfjar ţig trúlega um leiđ.
En leynivopn á ég - eitt dásemdarţing,
ţví kliđurinn ţagnar ţegar ég syng.
Ţađ er hamingjugjöf
og mig langar ađ hrópa yfir höf.

Á vćngjum söngsins hef ég svifiđ
í sorg og gleđi,
sungiđ dátt međ glöđu geđi.
Án ţess vćri lífiđ svo laust viđ lit og róm.
Innihaldstóm
vćri ţá ćvitilveran öll.
Á vćngjum söngsins hef ég svifiđ
um lífsins tónahöll.

Dálítil hnáta ég dansađi af lífi og sál.
Ég dreymandi söng, ţví söngur var mitt eina mál.
Og oft hef ég hugsađ hvers virđi ţađ er
ađ heyra og finna í brjóstinu á sér
ţessa hljómkviđu slá,
hjartastrengina samhljómi ná.

Á vćngjum söngsins hef ég svifiđ  ....

Ţakklćti finn ég - ţegar ég syng af hjartans lyst.
Rödd mína ţen ég hátt svo allir heyri:
Ţennan róm, ţennan tón, ţennan hljóm.

Söngs á vćngjum svíf ég - í sorg og gleđi.
Syng ég dátt međ glöđu geđi ,
án ţess vćri lífiđ - svo laust viđ lit og róm.
Innihaldstóm
vćri ţá ćvitilveran öll.
Á vćngjum söngsins hef ég svifiđ
um lífsins tónahöll.

-----

PS: Í dag (18. sept) leiđrétti ég textann sem var settur hér inn í fyrstu - ég hafđi í ógáti tekiđ eldri drög ađ textanum. Ţetta hefur nú veriđ lagađ - ţetta er endanlegi textinn hér fyrir ofan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ţínu bloggi er notađ gott mál og ţess vegna leyfi ég mér ađ koma hingađ međ alveg óskylt mál (ţótt ég óski ţess vitaskuld ađ tónlistarveislan gangi vel): í Mogganum í dag og á Stöđ 2 í gćrkvöld var fjallađ um konur sem bera börn fyrir ađrar konur. Ţetta er kallađ 'stađgöngumćđrun'. Eru ţá konur sem eru vanfćrar ađ eigin börnum 'í mćđrun'? Er ţá barnauppeldi feđrun og mćđrun? Geturđu hugsađ ţér meira orđskrípi?

Ómar Valdimarsson (IP-tala skráđ) 16.9.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir

Já, ég er sammála ţér Ómar.

Annađhvort ćtti ađ tala bara um stađgönguţungun - eđa kalla ţetta ţá einfaldleg "mćđrun" (án stađgönguforskeytisins). Spáđu í ţađ.

Kannski mađur setji inn fćrslu um ţetta seinna í dag.

Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 16.9.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Ţorsteinsdóttir

Ţú ert frábćr.

Sesselja Fjóla Ţorsteinsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Skemmtileg snörun.Takk fyrir.

Yngvi Högnason, 17.9.2008 kl. 21:48

5 identicon

Virkilega vel snarađ Ólína - fellur vel ađ laginu.  Ţađ er ekki sjálfgefiđ ađ íslenskun texta gangi upp - sérstaklega ţegar um ţekkt lag er ađ rćđa.  En mér sýnist ađ ţetta hafi gengiđ mjög vel upp hjá ţér, virkilega laglega gert.

Talandi um ţýđingar á dćgulagatextum ţá er broslegt ađ rifja upp fyrstu skref íslenskra dćgurtónlistamanna á ţví sviđi.  Ţá var stundum ekki ţýtt skv. merkingu heldur ađeins skv. hljóđum orđanna, dćmi (Haukar, 1975):

  Return to sender  /  address unknown / No such number / no such zone.
  Ţrjú tonn af sandi / Andrés fćr nóg      / Mótatimbur        / já heilan skóg.

Ţorsteinn Eggertsson er höfundur textans.  Svona gera ađeins snillingar!

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráđ) 19.9.2008 kl. 15:20

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Frábćr texti hjá ţér. Ég er búin ađ syngja hann í gegn

Jóna Á. Gísladóttir, 22.9.2008 kl. 00:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband